Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2006, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 29.03.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 SS2SSUHÖBK1 Styttist í konu- kvöld ÍA Konukvöld ÍA fer fram í sal Fjölbrautaskóla Vestur- lands föstudaginn 7. apríl nk. Þar mun Björgvin Franz Gíslason sjá um stjórn samkvæmisins og verður með uppistand. Glæsilegur og spennandi matseðill verður í boði og má þar nefna fína fiskrétti svo sem humar og skelfisk að hætti Egils og dádýrasteik og nautalundir að hætti húss- ins. Tískusýning verður frá versluninni Ozone og Litlu búðinni og fleira verður til skemmtunar. Þema kvöldsins verður blúndur og litur ársins verður appelsínugult. Kvennanefnd ÍA stendur fyrir þessari skemmtun og þar sem ekki er meistaraflokkur kvenna eða annar flokkur starfandi um þessar mundir mun ágóði af kvöldinu renna óskertur til 3. og 4. flokks kvenna. Þær stúlkur munu fara í æfingabúðir til Lökken í Danmörku í júní næst- komandi. Hörku fótboltastelpur sem eiga framtíðina fyrir sér ef allt fer sem horfir. MM Vetrarleikar UMSB í skák Þátttakendur á Vetrarleikum UMSB í skák. Vetrarleikar UMSB í skák fóru fram síðastliðinn sunnudag. Keppt var í opnum flokki og í flokki 10 ára og yngri. Jóhann Óli Eiðsson varð efstur á mótinu og vann allar sínar skákir, í öðru sæti varð Tinna Kristín Finnbogadóttir og Finnur Ingólfsson í því þriðja. Hulda Rún Finnbogadóttir náði bestum árangri í yngri flokki, Tómas Andri Jörgenson var í öðru sæti og Eyrún Margrét Eiðs- dóttir þriðja sæti. Að móti loknu tefldi Helgi Ólafsson klukku- fjöltefli við þátttakendur og vann allar skákirnar. Skákæfingar á vegum UMSB eru á föstudögum í Grunnskóla Borgarness og eru allir velkomnir á þær. GS Ragna og Flemming hnífjöfn Einmenningsmót Bridsfélags Borgarfjarðar fór fram í Logalandi sl. mánudag með þátttöku 32 spilara úr öllu héraðinu. Að þessu sinni stóð mótið einungis í eitt kvöld og var keppt í tveimur riðl- um með ýmist ógefnum eða for- sorteruðum spilum sem forsvars- menn félagsins sáu um röðun á. Mótið var æsispennandi og réð- ust úrslit ekki fyrr en í lokaslög- um. Svo jafnt var á toppnum að draga þurfti um hvort Ragna Sig- urðardóttir eða Flemming Jessen fengu þann heiður að geyma ein- menningsbikarinn næsta árið. Úrslit: 1. Ragna Sigurðardóttir, 36 stig 2. Flemming Jessen, 36 stig 3. Eyjólfur Sigurjónsson, 35 stig 4. Guðrún Sigurðardóttir, 35 stig 5. Lárus Pétursson, 24 stig. MM Sambandsþing UMSB Ný stjórn UMSB. Frá vinstri er Bragi Rúna Axelsson, Guðríður Ebba Pálsdóttir, Jóhanna Erla Jónsdóttir, Torfi Jóhannesson og Guðmundur Sigurðsson sem reyndar er í varastjórn. Á myndina vantar Sigmar Gunnarsson. Ungmennasamband Borgar- fjarðar hélt sitt 84. sambandsþing í hátíðarsalnum Hriflu á Bifröst miðvikudaginn 22. mars sl. Tæp- lega 50 þingfulltrúar mættu til leiks frá nær öllum aðildarfélögum sam- bandsins. Þingforseti var Þórir Þáll Guðjónsson og þingritarar Þór- hildur Þorsteinsdóttir og Regína Sigurgeirsdóttir. Gestir þingsins voru: Björn B. Jónsson formaður UMFÍ, Helga Guðjónsdóttir vara- formaður UMFÍ, Sigríður Jóns- dóttir varaforseti Isí, Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ og Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri Skinfaxa. Þá mætti Sigurð- ur Guðmundsson fyrir hönd ung- mennaráðs UMFl og kynnti starf- semi þess. Hann kynnti meðal annars Norræna ungmennaviku sem haldin verður á Varmalandi 9.-16. júlí í sumar og hvatti ung- menni úr Borgarfirði til að taka þátt í henni. Lögð var fram ítarleg skýrsla um starf UMSB og aðildarfélaganna og kemur þar fram að ungmenna- hreyfingin í Borgarfirði er mjög virk um þessar mundir. Virkt íþrótta- starf fer fram í flestum íþrótta- greinum, auk margs konar leik- og menningarstarfs. í máli sambandsstjóra kom meðal annars fram að rekstur sambandsins skilaði hagnaði á ár- inu 2005. Gert hefur verið átak í að einfalda stjórnsýslu og ákvarðana- töku innan UMSB og áhersla lögð á að efla starf aðildarfélaganna. Þá vinnur stjórn áfram að gerð um- sóknar um Unglingalandsmót UMFÍ árið 2008 og UMSB mun taka að sér að sjá um Borgfirð- ingahátíð 2006. Viðurkenningar fyrir íslands- meistaratitil í fyrsta skipti hlutu Gunnar Ingi Friðriksson fyrir víðvangshlaup og Jovana Pavlovich fyrir badminon. Þá var Torfa Jóhannessyni veitt starfs- merki UMFÍ. Helstu samþykktir á ársþinginu voru breytingar á lögum UMSB þannig að fulltrúum á sambands- þingi mun fækka um ríflega þriðj- ung. Þá voru samþykktar reglu- gerðir fyrir öll sundmót UMSB. Sú breytinga varð á stjórn sam- bandsins að Jóhanna Erla Jóns- dóttir var kosin sambandsstjóri. Torfi Jóhannesson fráfarandi sam- bandsstjóri sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs en var kosinn varasambandsstjóri í stað Júlíusar Jónssonar. Bragi Rúnar Axelsson var kosinn gjaldkeri en Guðmund- ur Sigurðsson fráfarandi gjaldkeri, sem ekki gaf kost á sér til endur- kjörs var kosinn varagjaldkeri. Fyr- ir í stjórn UMSB voru Guðríður Ebba Pálsdóttir og Sigmar Gunn- arsson. GS Lacoste mótaröðinni í golfi lýkur um næstu helgi Veturinn hefur verið mjög hag- stæður kylfingum á Akranesi og hefur verið hægt að leika golf meira og minna í allan vetur. Und- anfarnar vikur hefur Lacoste golf- mótaröðin farið fram á laugardög- um á Garðavelli. Góð mæting hefur verið á mótin enda góð æf- ing fyrir kylfinga áður en sumarið gengur í garð. Næstkomandi laugardag, 1. apríl verður svo lokamótið í mótaröðinni og fer þá fram verðlaunaafhending í boði Verslunarinnar Bjargs á Akranesi sem er bakhjarl mótsins. Það er ekki útséð með úrslit þar sem kylfinar eru mjög jafnir í efstu sætunum fyrir síðasta mót. Röð fimm efstu er þessi: 1. Einar Hannesson, 97 högg 2. Guðjón V. Guðjónsson, 105 högg 3. Karl Svanhólm Þórðars., 106 högg 4. -5. Ólafur Grétar Ólafss., 108 högg 4.-5. Jóel Þorsteinsson, 108 högg Nánari upplýsingar á vef Golf- klúbbsins Leynis, www.golf.is/gl MM Glímukrakkar úr Dölum gera það gott Helgina 19. til 20. mars fór fram Grunnskóla- og meistaramót Glímusambandsins í Reykjahlíð. Fólk frá Glímufélagi Dalamanna hélt af stað norður heiðar ásamt þjálfara sínum Jóhanni Pálmasyni á laugardagsmorguninn til þess að taka þátt í mótinu og stóðu þau sig öll með sóma eins og við mátti búast. En úrslitin urðu þess: 5. bekkur pilta: Magnús Bjarki Böðvarsson varð Grunnskólasmeistari og ienti hann einnig í 3. sæti á Meistaramótinu í hópi 11-12 ára. 7. bekkur piita: ívar Atli Brynjarsson lenti í 2. sæti á Grunnskólamótinu og 9. sæti á Meist- aramótinu í hópi 13-14 ára. Hermann Jóhann Bjarnason ienti í 3. sæti á Grunnskólamótinu og 8. sæti á Meistaramótinu í hópi 13-14 ára. 7. bekkur stúikna: Sunna Ýr Einarsdóttir lenti í 3 sæti á Grunnskólamótinu Elín Margrét Böðvarsdóttir lenti í 4. sæti á Grunnskóiamótinu og 6. sæti á Meistaramótinu í hópi 13-14 ára. Fjóla Björk Heiðarsdóttir lenti í 5. sæti á Grunnskólamótinu og 4.-5. sæti á Meistaramótinu í hópi 13-14 ára. 8. bekkur pilta: Arnar Freyr Þorgrímsson lenti í 5. sæti á Grunnskólamótinu og 5. sæti á Meistaramótinu í hópi 13-14 ára. Laugardaginn 1. apríl fer fram Íslandsglíma á Akureyri, en hún hefur verið haldin frá árinu 1906 og á þar af leiðandi 100 ára af- mæli á þessu ári. Hefst keppnin klukkan 14. Keppt verður um Grettisbeltið og Freyjumenið en handahafi Freyjumensins í dag er Sólveig Rós Jóhannsdóttir frá GFD. SJE J0HANNA ER ANÆGÐ HUN ÆTLAR AÐ RAMMA SKEYTIN INN SENDU SKEYTI Á P0STUR.IS EÐA í SÍMA 1446

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.