Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2006, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 29.03.2006, Blaðsíða 11
%aææwiw«WEM MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 11 Samræma björgunarstörf á Langjöldi Síðastliðinn fimmtudag skrifuðu björgunarsveitir Slysavarnarfélags- ins Landsbjargar, ríkislögreglustjór- inn og Sýslumennirnir í Arnessýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu - og Húnavatnssýslum undir aðgerðaá- ætlun vegna björgunarstarfa á Langjökli. Skrifað var undir sam- komulagið í skálanum Jaka sem stendur við vestanverðan jaðar Langjökuls. Þessi aðgerðaáætlun gerir allt leitar- og björgunarstarf markvissara með því að fýrirfram er verið að ákveða boðun björgunar- sveita, stjórnun og leitarskipulag. Samkomulagið er hið fýrsta sinnar tegundar fýrir hálendi íslands og markar þannig stefnu fyrir áfram- haldandi skipulagsvinnu fýrir allt hálendið. Viðstaddir fóru eftir und- irritun samningsins í leiðangur á björgunarsveitabílum á jökulinn og kynntust þar af eigin raun aðstæð- um eins og þær geta orðið hvað verstar, en veður á þessum slóðum var slæmt á fimmtudag, skyggni lít- ið og skafrenningur á jöklinum. MM INGI TRYGGVASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGNIR í BORGARNESI HAMRAVÍK 2, Borgarnesi. Parhús, íbúð 129,2 ferm. og bílskúr 29,7 ferm. Forstofa flísalögð. Stofa og borðstofa parketlagaðar. Eldhús parketlagt, viðarinnrétting. Baðherbergi allt flísalagt, viðarinnrétting. Þrjú herbergi parketlögð. Þvottahús flísalagt, innrétting. Geymsluloft í bílskúr. Heitur pottur og gott útsýni. Verð: 31.000.000 HRAFNAKLETTUR 8, Borgarnesi íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi, 81 ferm. Hol flísalagt. Stofa parketlögð. Tvö herbergi, eitt parketlagt og eitt dúklagt. Eldhús flísalagt, viðarinnrétting. Baðherbergi með flísum á gólfi. Geymslur og þvottahús í kjallara. Verð: 12.500.000 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Ingi Tryggvason hdl. - löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61,310 Borgarnes, s. 437 1700, 860 2181, fax 4371017, netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is Snœfellsbœr -þar sem ]ökulinn ber vib loft Skólastjóri óskast við Grunnskóla Snæfellsbæjar Grunnskóli Snæfellsbæjar er nýlega sameinaður skóli með um 250 nemendur og 60 starfsmenn. Skólinn er aldursskiptur og eru starfsstöðvar þrjár. Á Hellissandi er 1.-4. bekkur, í Ólafsvík er 5.-10. bekkur og í Lýsuhólsskóla, sem er samkennsluskóli, er 1.-10. bekkur. Hér er um að ræða skólastarf í mótun og því einstaklega spennandi tækifæri fyrir kraftmikinn og metnaðarfullan einstakling. Hæfniskröfur eru: * Kennaramenntun * Hæfni og reynsla af stjómunarstörfum-framhaldsmenntun í stjómun æskileg * Fæmi í mannlegum samskiptum, metnaður, framkvæði og skipulagshæfni Skólinn er virkur þátttakandi í Olweusverkefninu gegn einelti og býður upp á Davis-námstækni og -leiðréttingar. Einnig tekur skólinn þátt í tveimur Comeniusarverkefnum með samstarfsskólum í Evrópu. Deild skólans í Lýsuhólsskóla tekur þátt í Ill.hluta Grænfána- verkefnisins og hampar auk þess farsælu þróunarstarfi í umhverfismennt og nýsköpun. Einkunnaorð og sýn skólans eru: Virðing - Viska - Víðsýni | Nánari upplýsingar fást hjá Guðnýju H. Jakobsdóttur, formanni í skólanefndar, í símum 435-6769 og 866-6993 1 Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun ; sinni og öðm því sem þeir óska eftir að taka fram. IJmsóknarfrestur rennur út 7. maí 2006 Skriflegum umsóknum ber að skila tíl Guðnýjar H. Jakobsdóttur, formanns skólanefndar, Syðri-Knarrartungu, 356 Snæfellsbæ Snafellsbœr býður upp á góða þjónustu við íbúana, m.a. 2 leikskólar, skóladagvistun og tónlistarskóli. Útivist og íþróttir er hcegt að stunda hvenœr sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf, hestamennska, og sund, einnig er likamsrœktarstöð á staðnum. Glœsilegt íþróttahús er íÓlafsvík. íSnœfellsbœ er sérstaklega fallegt umhverfiþar sem Sncefellsjökul ber hœst, enda býður bcejarfe'lagið upp á alla flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífl. í Snœfellsbœ býr gott fólk sem alltafer tilbúið að bjóða nýja Sncefellsbceinga velkomna. Telja lóðarúthlutun á Akranesi ólöglega Fyrirtækin Blikkverk sf. og Gísli Jónsson ehf. hafa kært til úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingar- mála úthlutun lóðar við Smiðjuvelli 17 á Akranesi og krefjast þess að út- hlutunin verði ógilt. Telja fyrirtækin að flestar reglur sem gilda um út- hlutun lóða hafi verið brotnar og ekki hafi verið fylgt vimiureglum sveitarfélagsins eða stjórnsýsluréttar- ins. Bæjarráð hefur fahð lögfræðingi bæjarins að skoða málið nánar. Forsaga málsins er sú, samkvæmt því sem fram kemur í bréfi Garðars Briem hrl. til bæjarráðs, að þann 11. nóvember 2005 sóttu fyrirtækin um lóð við Smiðjuvelli. Var óskað eftír lóð við hlið þeirrar lóðar sem Bónus hefur nú fengið úthlutað en til vara lóð vestan við Bónuslóðina og er nr. 17. Síðar kom í ljós að fýrri lóðin var ætluð undir verslun og því héldu umsækjendur fast við umsókn um lóð nr. 17. Á fundi bæjarráðs Akraness þann 9. febrúar 2006 var lóðinni hins veg- ar úthlutað tíl Bíláss ehf. „án auglýs- ingar,“ eins og segir í bréfi Garðars Briem. Þá segir orðrétt í bréfinu: „Hafa umbj. mínir kært þá lóðaút- hlutun til úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingamála enda telja þeir að flestar reglur sem gilda um úthlutun sem þessa hafi verið brotn- ar. Ekki var fylgt vinnureglum Akra- neskaupstaðar við lóðaúthlutunina eða reglum stjórnsýsluréttarins. Þá finnst umbj. mínum ótækt að úthlut- að sé lóð án auglýsingar og áður en deiliskipulag er samþykkt til eins að- ila án þess að þeim sem eiga umsókn inni hjá bæjaryfirvöldum sé gefinn kostur á lóðinni." I lok bréfins er umsókn fýrirtækj- anna ítrekuð „enda telja þeir það víst að lóðaúthlutunin tíl Bíláss ehf. verði ógild af úrskurðamefnd skipulags- og byggingamála". HJ BORQARBYGGÐ Leikskólinn Hraunborg á Bifröst auglýsir lausar til umsóknar stöður leikskólastjóra og leikskólakennara Leikskólinn Hraunborg er í miðju háskólaþorpinu á Bifröst. í leikskólanum eru 55-60 börn á aldrinum 2-6 ára og um 15 starfsmenn. Flest börnin eru í heilsdagsvistun en einnig er boðið upp á sveigjantegan vistunartíma. Leikskólinn bjónar öllum íbúum svejtarfélagsins en flest börnin eru börn nemenda og starfsmanna Viðskiptaháskólans á Bifröst. I leikskóíanum er lögð áhersla á nám í gegnum hreyfingu og leik. Leikskólastjóri Auglýst er eftir leikskólastjóra í fullt starf frá og með 1. júní 2006. Menntunar- og hæfniskröfur leikskólastjóra: * Leikskólakennaramenntun * Hæfni og reynsla í stjórnun * Færni í mannlequm samskiptum * Sjálfstæð vinnubrögð * Skipulagshæfni, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Leikskólakennarar Auglýst er eftir leikskólakennurum til starfa frá og með 1. ágúst 2006. Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Menntunarkröfur leikskólakennara: * Leikskólakennaramenntun * Reynsla af uppeldis- og/eða kennslustörfum með börnum * Færni í mannlegum samskiptum * Skipulagshæfni, nákvæmni, áreiðanleiki og frumkvæöi í starfi í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja f um störf hjá sveitarfélaginu. 1 Umsóknarfrestur er til 21. apríl 2006 | Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Olöf Jónasdóttir leikskólastjóri, í síma 435-0077 eða s í tölvupósti nraunborg@borgarbyggd.is. Allt milli himins og jarðar Rafsuðuvörur - Verkfæri - Olíur og smurefni - Viftureimar - Legur- Ljós - Kerruvarahlutir Kartöfluútsæði Áburður Garðyrkjuplast Akríldúkur Egilsholt 1 - 310 Borgarnes Afgreíósla sími 430-5505 - Fax 430-5501 Oplð frá kl. 8-18 alla virka daga BORGARNES!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.