Skessuhorn - 29.03.2006, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006
Menningarstyrkir Borgarbyggðar
Ymis félagasamtök, einstaklingar og verkefni
fengu auk þess fjárstuðning. Það voru:
Askur og Embla, vegna heimildakvikmyndar um Vesturfara í Borgar-
byggð.
Freyjukórinn vegna hljóðupptöku á völdum lögum kórsins.
Gísli Einarsson vegna handritsgerðar og undirbúnings leikverksins
„Mýramaðurinn".
Hallgrímur Sv. Sveinsson f.h. Nikurs vegna rannsóknaverkefnis í
þjóðfræðum.
IsNord tónlistarhátíðin í Borgarfirði 2.-4. júní 2006.
Kammerkór Vesturlands.
Kvenfélag Hraunhrepps vegna boðsskemmtunar í Lyngbrekku.
Landnám Islands vegna tónlistar við einleikinn Mr. Skallagrimsson.
Leikdeild Umf Stafholtstungna vegna námskeiðs og fl.
Margrét Jóhannsdóttir vegna söihunar munnmælasagna.
Mímir ungmennahús vegna sumartónleika.
Samkór Mýramanna vegna menningar- og söngferðar til Italíu.
Tónlistarfélag Borgarfjarðar.
Þorgerður Gunnarsdóttir vegna ljósmyndasýningar.
Hefð er komin fyrir því að sveit-
arfélagið Borgarbyggð úthluti
styrkjum til menningarmála í sveit-
arfélaginu. Það er menningarmála-
nefnd sem annast úthlutun styrkj-
anna og fór afhending að þessu
sinni fram með viðhöfh í Safnahús-
inu í Borgarnesi sl. fimmtudag. Það
var Jónína Erna Arnardóttir, for-
maður menningarmálanefndar sem
stýrði samkomunni og afenti styrk-
ina. Kór félags eldri borgara söng af
þessu tilefhi undir stjórn Jóns Þ
Björnssonar.
Að þessu sinn var úthlutað styrkj-
um að upphæð alls 2.320 þúsund
krónum. Sérstök heiðursverðlaun
hlaut Jón Þ Bjömsson fyrmm org-
anisti og tónlistarmaður í Borgar-
nesi. Jónína Erna sagði m.a. við það
tækifæri: ,Jón Þ Bjömsson er okkur
öllum að góðu kunnur. Hann hefur
verið organisti og kórstjóri, kennt
söng og var fyrsti skólastjóri Tón-
listarskóla Borgarfjarðar og hefur
sem slíkur gegnt mikilvægu hlut-
verki í tónlistarh'fi í héraðinu. Hann
hefur einnig spilað á píanó og
harmónikku við ýmis tækifæri og
ekki má gleyma því að hann hefur
spilað bridds og er afbragðs skák-
maður. Jón er mjög vel hagmæltur
og hefur t.d. verið afar gott að leita
til hans ef þurft hefur að snúa ljóð-
um fyrir söng. Hann gaf út ljóða-
bók árið 2003. Jón lét af störfum
sem organisti árið 2004 en er engan
veginn sestur í helgan stein. Hann
heldur uppi sönglífi á Dvalarheimil
aldraðra ásamt Hreggviði Hregg-
viðssyni og spilar nú bridds sem
aldrei fyrr. Jón er með afbrigðum
ljúfur maður og það hefur alltaf
verið mjög gott að leita til hans.
Hinsvegar má segja að hann hafi
ekki beint verið að trana sér fram,
heldur er hann eins og partur af
heildarmyndinni þar sem hann
kemur við. Okkur í menningar-
málanefnd fannst tilefni til að draga
lífsstarf Jóns fyrir héraðið ffam og
því var ákveðið að heiðra hann fyr-
ir hlut sinn að menningarmálum í
héraðinu,“ sagði Jónína Erna.
MM
Fulltrúar styrkþega.
Kór eldri borgara söng nokkur lög.
Lýðrœði
framsóknar
á Akranesi
Laugardaginn 11. mars var hald-
inn fundur hjá Framsóknarfélagi
Akraness þar sem lögð var fram til-
laga stjórna Framsóknarfélaganna á
Akranesi þar sem lagt var til að
skipað yrði í efstu þrjú sæti til
næstu sveitarstjórnarkosninga
sömu miðaldra karlmönnum og
hafa verið þar á síðasta kjörtímabili.
Þessi tillaga kemur í kjölfar þess að
sú uppstillingarnefnd sem skipuð
hafði verið klofiiaði, vegna þess að
krafa fjölda Framsóknarmanna var
að á listum í sveitarstjórnarkosn-
ingum sé jafht hlutfall kynja og
konur séu í sætum sem gefa mögu-
leika á að hafa áhrif á hvernig sam-
félagi okkar er stjórnað. A þessum
fundi kom fram tillaga um unga
konu sem var tilbúin að taka þriðja
sæti listans, kona sem hafði setið í
fjórða sæti listans á síðasta kjör-
tímabili. Þessi tillaga var samþykkt
og voru þá efstu fjögur sæti listans
þá skipuð tveimur körlum og
tveimur konum.
Eftir þessa kosningu var fundar-
stjóri mjög óviss um hvað ætti að
gera, kom þá fram tillaga um að
fresta fundi og talað yrði við alla
sem sitja á listanum og bætt yrði
við manni á listann í stað þess sem
sat í þriðja sæti þvi hann lýsti því
yfir að að hann myndi ekki taka
sæti á listanum og myndi segja sig
úr öllum nefndum sem hann sæti í
á vegum flokksins.
Boðað var síðan til fundar 27.
mars þar sem átti að samþykkja
önnur sæti en þriðja sem var búið
að skipa. A þeim fundi kom fram
tillaga um að kjósa aftur um þriðja
sætið þrátt fyrir að löglega hefði
verið staðið að kosningunni síðast.
A þennan fund var búið að smala
fólki til að breyta löglegri niður-
stöðu síðasta fundar. Þetta finnst
mér vera til algjörrar skammar fyr-
ir flokkinn að það sé hægt að kjósa
aftur og aftur þangað til að þeim
miðaldra karlmönnum sem sitja í
efstu sætum listans líkaði niður-
staðan.
A þessum fundi var lýðræði fót-
um troðið og ungu fólki og konum
hafnað. Eg taldi mig verða hluta af
flokki sem stuðlaði að jafnrétti og
gæfi ungu fólki tækifæri, en reynd-
ist síðan vera flokkur sem hygglir
miðaldra karlmönnum. Þetta er
hlutur sem ég sætti mig ekki við og
mtm ekki vera í flokki sem stundar
jafn óvönduð vinnubrögð. Allt tal
Framsóknar um jafnrétti og fólk í
fyrirrúmi er eingöngu orðin tóm.
Helga K. Jónsdóttir
Tími breytinga
Á sunnudagskvöld verður Bæjar-
málafélag Frjálslyndra og óháðra
stofhað á Akranesi. Eg held að þetta
sé í fyrsta sinn í fjölmörg ár sem
nýtt stjórnmálafélag er stofhað á
Akranesi. Félag sem er vettvangur
fyrir fólk til að fjalla um málefhi
bæjarfélagsins, til að taka pólitíska
afstöðu og vinna að stefhumörkun
til ffamtíðar sem varðar okkur öll
sem ætlum að búa á Akranesi.
Við sem stöndum að stofnun
þessa félags teljum að tími sé kom-
inn til að hleypa nýju blóði og kraffi
inn í bæjarstjórnarmálin og póli-
tíska umræðu á Akranesi. Nýlega
kynntir framboðslistar stjómmála-
flokkanna sem nú em í bæjarstjórn
sýna það glöggt. Endurnýjunin er
lítil sem engin. I efstu sætum em
þekktir fulltrúar gamalla valdaklíka
sem enn eina ferðina ætla að takast
á um yfirráðin yfir valdastólum bæj-
arins.
Það er kominn tími til breytinga
þar sem fólk sem ætlar sér ffamtíð-
arheimili á Akranesi, kemur að
ákvarðanatöku varðandi málefni
bæjarfélagsins. Bærinn þarf á upp-
lyffingu að halda. Það þarf að gera
stórátak í því að fegra og laga um-
hverfið. Það þarf að gera bæinn að
vænlegri búsetukosti fyrir ungt fólk
sem vill eiga ffamtíð á Akranesi.
Einnig þarf að bæta hag eldra fólks.
Breyta þarf forgangsröð í mann-
virkjabyggingum á vegum bæjarins.
Endurskoða þarf skipulagsmál með
þetta í huga.
Bærinn þarf nýja ímynd sem
framsækið bæjarfélag þar sem gott
er að búa og íbúar lifa við öryggi í
fallegu og heilbrigðu umhverfi.
Stundum finnst mér eins og Akra-
nes sé eitt af best varðveittu leynd-
armálum meðal sveitarfélaga á suð-
vesturhorni landsins.
Akranes þarf á bæjarstjórn og
forystu að halda þar sem kjömir
fulltrúar þora að taka á málunum og
verja hagsmuni allra bæjarbúa og
bæjarfélagsins framar öllu. Þetta
gildir til dæmis í atvinnumálum þar
sem Skagamenn hafa þttrft að horfa
á bak áunnum nýtingarétti sínum á
fiskistofnunum með þeim alvarlegu
afleiðingum sem það hefur haft á
hagkerfið og atvinnulíf á Akranesi.
Þetta gildir líka í samgöngumálum
þar sem tala þarf skýrt og ákveðið
fyrir því að aflétt verði hið fyrsta
þeim óréttláta vegatolli sem nú er
innheimtur við norðurmunna
Hvalfjarðarganga. Núverandi bæj-
arstórnarmeirihluti hefur bragðist
illilega í þessum efnum. Það er
kominn tími til að gefa þeim frí og
skoða nýja möguleika nú í vor.
Verum stolt af bænum okkar.
Magnús Þór Hafsteinsson,
alþingismaður og
Skagamaður í húð og hár