Skessuhorn


Skessuhorn - 17.05.2006, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 17.05.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. MAI2006 SBJESSÍ1H«BM Furðulegar najhatillögur Tilfinningar rísa hátt í hreppunum fjórum sunnan Skarðsheiðar þessa dagana. Auðvitað á hin hefðbundna pólitxk sinn þátt í því, en þó virðist mér flestum vera erfiðara að horfast í augu við þá staðreynd að bráðum heyri gamli hreppurinn þess sögunni til og nalh hans verði framvegis að- eins skráð á spjöld sögunnar. Naín á nýju sameinuðu sveitarfélagi mun þó væntanlega hfa lengi og því er eins gott að það sé vel valið. Mér brá því stórlega þegar ég sá tillögur nafhanefndarinnar. Hvar er hugmyndaflugið og rökhyggjan? I fljótu bragði sýnist mér strax mega strika út þrjár af fimm tillögum og þá standa effir tvær, sem ég er viss um að einhverjir eiga erfitt með að sætta sig við. Tillögur nefhdarinnar eru þessar: Hafnarbyggð, Heiðarbyggð, Heiðarsveit, Hvalfjarðarsveit og Hvalfjarðarbyggð. Eg er að vísu „aðflutt," en þá má líka segja að glöggt sé gests augað og það veitir ekld af að rífa hugmynd- imar uppúr lægðinni og viðra þær aðeins áður en til kosninga er geng- ið. Hugmyndin að nafninu Hafhar- byggð kann að vera sprottin af þeirri staðreynd að höfhin á Grundartanga verður aðalumsvifasvæði hins nýja hrepps. En hver vill leggjast svo lágt að kenna mannlegt samfélag við iðn- aðarsvæði? Næstu tvær hugmyndir tengjast „Heiði“ og er þar sennilega átt við hina undurfögru og stórfenglegu Skarðsheiði, en hreppamir fjórir hafa oft verið kallaðir „hreppamir sunnan Skarðsheiðar“. Þarna er fögur draumsýn um Heiðina tekin út úr samhengi og flutt yfir á landssvæði sem tengist henni ekki í beinum skilningi, heldur aðeins sjónrænt. Nöfhin Heiðarbyggð og Heiðarsveit vísa til byggðar á heiði en slík tilvís- un er gersamlega út í hött þar sem öll byggðin í hinu nýja sveitarfélagi er á láglendi! Nöfnin sem kennd em við Hval- fjörð koma bæði til greina að mínu mati þótt ég sé að vísu löngu búin að fá nóg af þeirri nafhafátækt sem birt- ist í hinni klisjukenndu endingu „byggð“. Þótt fjörðurinn sé fallegur og kannski þekktasti staður sveitarfé- lagsins þykir þó t.d. sennilegt að íbú- um Leirár- og Melahrepps finnist það svolítið „langsótt". Hér hefði þurft að vera meira úr- val af nothæfum nafnahugmymdum að velja úr. Hvers vegna mátti t.d. ekki velja um „Sunnan Skarðsheiðar" sem er bæði nýstárlegt, fallegt og viðeigandi í stað Heiðarbyggð eða -sveit sem er bæði órökrétt og lítt heillandi? Eg hef talað við fjolmarga íbúa hreppanna fjögurra og áhugafólk um íslenskt mál sem hefur mun betri til- lögur ffam að færa en þessar. Má ekki ffesta þessum kosning- um? Jóhanna Harðardóttir, Hlésey, Skilmannahreppi. Siv Friðleifsdóttir spurði Bifrestinga spiörunum úr 1 vetur hefur skapast sú hefð að hafa spurningakeppni, eða svokall- að „Pub quiz“ á kaffihúsi Bifrastar á hverju þriðjudagskvöldi. Hingað til hafa ýmist kennarar eða nem- endur tekið að sér að vera í hlut- verki spyrils en nýlega ákvað Framsóknarfélag skólans að lireyta til og fékk Siv Friðleifsdóttur til að spyrja mannskapinn spjörunum úr. Siv stóð sig með mikilli prýði, sló á létta strengi og spurði m.a. að því hvað synir hennar hétu og hverrar tegundar hundarnir hennar væru. Sigurvegarar urðu þær Guðrún Elín Guðmundsdóttir og Vigdís Hauksdóttir eftir mjög harða og spennandi keppni sem endaði með bráðabana. SÓK Siv Friðleifsdóttir ásamt sigurvegurunum; þeim Guðrúnu Elínu Guðmundsdóttur og Vigdísi Hauksdóttur. Þærfengu hinn eftirsótta farandbikar að launum. Finnbogi Rögnvaldsson, formaður bæjarráðs Borgarbyggðar, tekur hér á móti styrkfrá útibúi KB í Borgamesi fyrir hónd Hollvinasam- taka Englendingavíkur. Honum á hœgri h 'ónd eru Gylft Arnason, útibússtjóri KB banka Borgamesi, Ingólfur Helgason, forsljóri KB banka á Islandi og Rósa Jennadóttir, þjónustufulltrúi KB banka í Borgamesi. Kjörskrá í Hvalfjarðarstrandarhreppi Kjörskrá fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp vegna sveitarstjórnarkosninga þann 27. maí 2006 hefur verið samþykkt í sveitarstjórn. Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlöðum. Allar nánari upplýsingar gefur oddviti. Hallfreður Vilhjálmsson. AUGLYSING um framboðslista við sveitarstjómarkosningar í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi þann 27. maí 2006 B Listi Framsóknarflokks Sveinbjöm Eyjólfsson Jenný Lind Egilsdóttir Finnbogi Leifsson Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir Bergur Þorgeirsson Valdimar Sigurjónsson María Hrönn Kristjánsdóttir Guðbjör^ S. Sigurðardóttir Sigrún Olafsdóttir Kolbeinn Magnússon Sveinbjörg Stefánsdóttir Ólafur Sigvaldason Sigmar H. Gunnarsson Dagný Sigurðardóttir Erna Einarsdóttir Ólafur Guðmundsson Kolfinna Þ. Jóhannesdóttir Þorvaldur T. Jónsson D Listi Sjálfstæðisflokks Bjöm Bjarki Þorsteinsson Torfi Jóhannesson Ingunn Alexandersdóttir Þórvör Embla Guðmundsdóttir Bernhard Þór Bernhardsson Jónína Erna Arnardóttir Kristján Ágúst Magnússon Heiðveig María Einarsdóttir Dóra Erna Ásbjömsdóttir Magnús B. Jónsson Jóhanna Erla Jónsdóttir Sigurður Gunnarsson Guðmundur Skúli Halldórssson Guðrún Hulda Pálmadóttir Hjörtur Árnason Bergþór Kristleifsson Ari Björnsson Helga Halldórsdóttir Listi Borgarlista Finnbogi Rögnvaldsson Sigríður Björk Jónsdóttir Haukur Júlíusson Þór Þorsteinsson Ingibjörg Daníelsdóttir Sigurður Helgason Björk Harðardóttir Hólmfríður Sveinsdóttir Jóhannes Stefánsson Jóhanna Bjömsdóttir Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Ragnheiður Einarsdóttir Ragnar Finnur Sigurðsson Anna Einarsdóttir Kristmar J. Ólafsson Sóley Sigurþórsdóttir Ásþór Ragnarsson Guðbrandur Brynjúlfsson Borgarnesi 12. maí 2006. Yfirkjörstjórn KB banki veitir styrki I tilefni flutnings KB banka í Borgarnesi í nýtt húsnæði veitti bankinn 500.000 krónur í styrki. Tvö hundruð þúsund krónur runnu til Hollvinasamtaka Englendinga- víkur sem hafa það að markmiði að varðveita og endurbyggja gömlu versltmarhúsin í Englendingavík í Borgarnesi. Onnur tvö hundruð þúsund fóru til körfuknattleiksdeild- ar Skallagríms en karlalið þeirra var án efa spútniklið Iceland Express- deildarinnar í ár. Að lokum var veitt hundrað þúsund krónum til skák- deildar Ungmennasambands Borg- arfjarðar sem hefur starfað með miklum ágætum rmdanfarin ár. MM Lóðaskortur ogjjölgun íbúa á Akranesi undir landsmeðaltali Viðvarandi lóðaskortur hefur verið á Akranesi und- anfarin ár. Hver er af- leiðingin? Jú, fólksfjölgun á Akranesi er undir lands- meðaltali síðustu þrjú ár. A þessum tíma hefur hvergi orðið meiri fólksfjölgun en á Arborgarsvæðinu, allt að íjórfalt meiri en hér á Akra- nesi. Stór hluti þessa fólks heldur áfram að starfa í Reykjavík og ferð- ast daglega á milli. Þá er von að spurt sé: Er ódýrara að ferðast á milli Reykjavíkur og Arborgar en á milli Akraness og Reykjavíkur? Svarið er nei. Samkvæmt opinber- um töltun um kostnað við rekstur bíls pr. km. er dýrara að ferðast á milli Reykjavíkur og Arborgar- svæðisins! En hver er þá ástæðan fyrir þessari þróun? Eflaust getur svarið verið margþætt en veiga- meisti þátturinn er sá að undanfar- in ár hefur verið nægt lóðaframboð fyrir alla í Arborg. Eitt af stefnumálum núverandi meirhlutaflokka er að tryggja nægj- anlegt framboð byggingalóða. Mjög gott mál. Hins vegar var þetta einnig á stefnuskrá þessara sömu flokka fyrir fjórum árum! Og hver er árangurinn? Fólksfjölgun undir landsmeðaltali! Það byggir nefnilega enginn þegar ekki er lóð að fá. Með þessu er ég ekki að halda því fram að hér hafi ekkert verið byggt. Nýbyggingar staðfesta það. Menn eru fljótir að reisa hús sín fá- ist byggingarhæfar lóðir enda margir búnir að bíða lengi. Lóðim- ar eru bara allt of fáar. Við sjálf- stæðimenn viljum breyta þessu eins og glögglega kemur fram í stefnu- skrá okkar. Sú breyting verður ekki nema með mun meiri hraða á ffam- kvæmdum við ný byggingahverfi en verið hefur. Sem fyrr segir er ódýrara að ferðast milli Akraness og Reykja- víkur en á milli Reykjavíkur og Ar- borgarsvæðisins. Að auki er ekki um fjallveg að fara. Því ætti Akra- nes að vera betri kostur til búsetu. Við sjálfstæðimenn gerum okkur fulla grein fyrir því að lóðafram- boðið dugar ekki eitt og sér. Meira þarf til. Tryggja þarf öllum börnum pláss á leikskóla og frekari ijöl- breytni í atvinnumálum svo eitt- hvað sé nefnt. Afram Akranes, setjum X við D! Sœmimdur Víglundsson Höfundur skipar 2. sæti framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.