Skessuhorn


Skessuhorn - 17.05.2006, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 17.05.2006, Blaðsíða 13
gggSSUHQERl MIÐVIKUDAGUR 17. MAI2006 13 Foreldrafélag Laugargerðisskóla hlýtur Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra voru afhent í 11. sinn í gær, 16. maí, við athölii sem hófst kl. 16:00 í Þjóð- menningarhúsi við Hverfisgötu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti verð- launin. Auk Foreldraverðlatmanna sjálfra voru veitt tvenn hvatningar- verðlaun og ein dugnaðarforkaverð- laun. Hvatningarverðlaun voru tvenn og komu önnur þeirra í hlut Heru Sigurðardóttur og Bryndísar Gunn- arsdótturr fyrir frábæra vinnu við þróunarverkefnið „Allir í sama liði“ í Vesturbæjarskóla í Reykjavík. Hin hvatningarverðlatmin komu á Vest- urland og var það Foreldrafélag Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi sem hlaut þau fyrir markvisst og öfl- ugt foreldrasamstarf og samvirmu heimila og skóla. Dugnaðarforkur var valinn Ossur Geirsson stjórnandi Skólahljóm- sveitar Kópavogs fyrir óeigingjamt og öflugt starf að tónlistarlegu upp- eldi. Foreldraverðlaunin hafa unnið sér fastan sess í samfélaginu og vekja at- hygli á þeim mörgu verkefnum sem efla starf grunnskólanna og öflugt og jákvætt samstarf heimila, skóla og samfélagsins. Aðalmarkmiðið með veitingu Foreldraverðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem urtnið er á fjölmörgum sviðum í grunnskólum landsins. Við veitingu verðlaunanna er sérstaklega litið til verkefiia sem hafa eflt samstarf for- eldra og skólastarfsmanna og komið á uppbyggjandi hefðum í samstarfi þessara aðila. Einnig er litdð til verk- efha sem hafa eflt tengsl heimila, skóla og æskulýðsstarfs í gegnum forvamarstarf eða hafa stuðlað að samræmdu átaki við lausn á vanda- málum innan viðkomandi skólasam- félags. Fyrirmyndar foreldrafélag I greinargerð með tilnefningu Foreldrafélags Laugargerðisskóla segir m.a.: „Foreldrafélag Laugargerðisskóla er fyrirmyndarforeldrafélag sem stuðlar að virku samstarfi skólans og foreldra. Við teljum að foreldrafé- lagið okkar eigi engan sinn líka. Einkum viljum við undirstrika að foreldrafélagið tekur ábyrgð á sam- starfinu til jafns á við skólann. Skól- imi þarf aldrei að vera í vafa um þátt- töku foreldra þegar eitthvað stendur til í skólanum. Foreldrafélagið hefur mótað hefðir sem stuðla að því að brúa bilið milli foreldra og allra nemenda skólans og einnig milli for- eldra og alls starfsfólks skólans. Starf foreldrafélagsins er líka markvisst og öflugt. Það tekur þátt í útgáfu mán- aðarlegs fféttabréfs og skipuleggur í samvinnu við skólann allar uppá- komur sem nemendur taka þátt í, eins og íþróttaæfingar einu sinni í viku og svokallaða Langa Daga einu sinni í mánuði. Foreldrarnir sjá um Félagsmiðstöðina Eldingu og eru duglegir að fylgja nemendum á ýms- ar skemmtanir, s.s. Samfés böll og í leikhús. Auk alls þessa eru foreldrar duglegir að mæta á ýmsa viðburði í skólastarfinu þrátt fyrir að sumir komi langt að. Undanfarin ár hefur stjórn foreldrafélagsins sest rúður að hausti og skipulagt fjölbreytt starf með nemendum. Allir foreldrar í skólanum eru virkjaðir til þátttöku í starfinu." I umsögn dómnefhdar segir m.a.: „Laugargerðisskóli er lítill sveita- skóli með einungis 47 nemendur sem margir hverjir koma langt að í skólann. Virkni og þátttaka foreldra í slíkum aðstæðum skiptir mjög miklu máli, ekki bara fyrir nemend- ur, heldur fyrir alla starfsemi skól- ans. Hér er dæmi um starf þar sem skóli, foreldrar og nemendur standa þétt saman að því að byggja upp skólastarf með því að virkja alla for- eldra til þátttöku.“ MM Atvinna Borgarnesi Óskum eftir einstaklingi til þrifa í skrifstofuhúsnæði okkar að Sólbakka 17-19 Borgarnesi. Tvo daga í viku. Upplýsingar veittar í síma 437-1134-Ásgeir ÞÚ EKURÁOKKAR VEGUM BorgarVerk Sími 437 1134 & 892 1525 Borgciríjarðarsveit Auglýsing um deiliskipulag í Borgarfjarðarsveit Borgarfjarðarsýslu Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst deiliskipulag á lóðum við Ásbrún Borgarfjarðarsveit Gert er ráð fýrir sex lóðum fyrir íbúðarhús ásamt bílageymslum. Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmálum liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins Reykholti frá 12. maí til 8. júní 2006 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 22. júní 2006 I og skulu þær vera skriflegar. I Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilgreinds frests i teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingafulltrúi. Fjölskylduhótíð Somfylkingorinnor Sunnudoginn 21. moí Frítt í sund Skógarsprell í Garðalundi kl.14:00-'lð:00 Hoppukastalar og leiktæki Andlitsmólun Skótaleikir Grill Frítt í stræfó og ferðir milli Akratorgs og Gorðolundor með viðkomu í íþróttomiðsföðinni Kosningohótíð Somfyikingorinnor miðvikudoginn 24. moí BqII á Breiðinni Akranesi Húsið opnar kl.21:45 og skemmtiotriði kl 22.00. Meðal onnars hljómsveitin Burn off, Sfeinn Ármann Mognússon og morgt fl. Að lokum mun hljómsveifin Amazon leiko fyrir donsi til 03.00 FRÍTT INN OO ALLIR VELKOMNIR I Hljómsveitin Amazon | Jón Björgvinsson: Trommur (Milljónamæringarnir o.fl.), i Sigurþór Þorgilsson: Bassi (Soul Deluxe), Einor Rúnorsson: Hjómborð/söngur (Sniglabondið o.fl.), Þorgils Björgvinsson: Gírar/söngur (Sniglobondið o.fl.) og Guðrún Árný Korlsdótrir: Söngur Samfylkingin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.