Skessuhorn


Skessuhorn - 17.05.2006, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 17.05.2006, Blaðsíða 24
Ngtt og öflugt "'ö XðG FI til íbúöakaupa íbúðalán.is www.ibudaian.is ^ jfx ■ ' ■ < \ FJÁRHAGSLEG GLITNIFT VELGENGNI ÞÍN ER 0KKAR VERKEFNI ■■ Fyrsta úthlutun Menningarsjóðs Vesturlands Fulltrúar styrkþegar sem hœstu styrkina hlutu, ásamt ráðherrum ogformanni Menningarráís Vest- urlands. Menningarsjóður Vest- urlands úthlutaði rúmlega 18 milljónum króna til 53 verkefna á laugardaginn var en athöfnin fór fram í nýopnuðu Landnámssetri í Borgarnesi. Það voru menntamálaráðherra, Þor- gerður Katrín Gunnars- dóttir og samgöngumála- ráðherra, Sturla Böðvars- son sem afhentu styrkina en samningur milli sveitar- félaga á Vesturlandi, menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis var undirritaður haustið 2005 og tryggði framlag ríkisins og sveitarfélaganna tilurð sjóðsins sem stýrt er af sér- stöku Menningarráði. Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni hefur Menn- ingarráð Vesturlands ráðið starfsmann og mun Elísabet Har- aldsdóttir á Hvanneyri taka við framkvæmdastjórn í sumar. Hæsta styrkinn í þessari fyrstu úthlutun sjóðsins hlaut Landnám- setur Islands eða um 1,2 milljónir kr. vegna leiksýningarinnar Mr. Skallagrímsson og sagnamanna á sögulofti. Aðrir hæstu styrkir runnu til Byggðasafns Akraness og nær- sveita sem hlaut rúma milljón vegna níu sjálfstæðra verkefha sem tengjast Safnasvæðinu á Akranesi og ýmsum viðburðum í bæjarlífinu. Grundaskóli á Akranesi fékk eina milljón vegna verkefnisins Ungir og gamlir - tónlistardagskrá. Þá fékk AU Senses Group 900 þúsund krónur vegna samstarfs 17 ferða- þjónustuaðila á Vesturlandi og Snorrastofa í Reykholti hlaut 850.000 kr. til útgáfu þriggja bóka um sögu og menningu Borgarfjarð- ar. I ávarpi Helgu Halldórsdóttur, formanns Menningarráðs kom fram að 78 verkefni sóttu um styrki úr sjóðnum fýrir alls um 92 millj- ónir króna og sýnir það vel að sögn Helgu hvílík gróska er í menning- arlífi á Vesturlandi og verkefnin mörg metnaðarfull og skemmtileg. Ekki var þó unnt að úthluta til allra verkefna að þessu sinni eins og gef- ur að skilja, enda námu styrkveit- ingarnar samtals rúmar 18 milljón- um króna eins og áður segir. KÓÓ/ Ljósm: GVE Umsækjandi Verkefni..........................................Upphæð Landnámssetur Islands í Borgarnesi Leiksýning Mr. Skallagrímsson og sagnamenn á sögulofti......................1.200.000 Grundaskóli á Akranesi Ungir og gamlir - tónlistardagskrá skólanum......1.000.000 All Senses ferðaþjónustuaðilar Samstarf 17 ferðaþjónustuaðila á Vesturl.........900.000 Snorrastofa Reykholti Utgáfa fjögurra bóka um sögu og menningu Borgarfjarðar...................................850.000 Fjölbrautaskóli Snæfellinga Listahátíð ungs fólks, listasmiðjur í Fjölbrautarskóla Snæfellinga...................7 50.000 Listasetrið Kirkjuhvoll, Akranesi Myndlistarsýningar í Listasetrinu................ 650.000 IsNord tónlistarhátíð Tónlistarhátíð í Borgarf. í tengslum við Egilss..600.000 Dögg Mósesdóttir, Grundarfirði Kvikmynd um sjóslys við Grundarfjörð...............600.000 Kór Stykkishólmskirkju Sumartónleikaröð.................................550.000 Samhljómur Reykholtshátíð 2006..............................500.000 Penna Sf Listasmiðja fyrir böm í Tjamarlundi, smiðja á Nýp á Skarðsströnd......................500.000 Matarkistan á Erpsstöðum Fullvinsla afurða á búi og menningart. ferðaþj...500.000 Markaðsskrifstofa Akraness Leiðsögn um gamla bæinn og ströndina, bekkir sem tala.............;...................500.000 Hringhomi, Akranesi Kynna og sýna lífsh. Islendinga á Víkingaöld.....500.000 Héraðsnefnd Snæfellinga Jules verne hátíð -norðurslóðaverkefhi.............500.000 Eyrbyggja sjálfseignastofhun, Gmndarfirði Rafrænt sýningarhald í sögumiðstöðinni..............500.000 Leifshátíð á Eiríksstöðum Þátttaka ungs fólks í Leifshátíð. Leiksýning ofl...500.000 Kammerkór Vesturlands Tónleikar, Bach í Borgarfirði....................400.000 Byggðasafn Snæfellinga Norska húsið norðurslóðaáætlun, verslunarsaga við Breiðarfjörð...................400.000 Askur og Embla, Borgarfirði Heimildarmynd um vesturfara úr Borgarfirði.......400.000 Steinsnar, Steinar Berg Tónl. um Jónsmessuna í Fossatúni í Borgarfirði ....375.000 Skagaleikflokkurinn Uppsetning leikritsins Hlutskipti eftir Kristján Kristjánsson...........................350.000 Leikfélagið Grímnir, Stykláshólmi Uppsetning leikritsins Brúðkaup Tony og Tinu eftir Nancy Cassaro.........................350.000 Tónlistarfélag Borgarfjarðar Tónleikaröð......................................300.000 Safna og menningarmálanefhd Stykkishólms Systurnar í Hólminum. Sýning á munum og minjum St. Franciskusystra.......................300.000 Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Frásagmr aldraðra Snæfellinga unnið með Fjölbrautask. Snæfellinga....................,...250.000 Uppheimar ehf, Akranesi Rit um örnefni á Akranesi og Akrafjalli..........250.000 Sigurborg Leifsdóttir, Stykkishólmi Minningartónleikar um Sigrúnu Jónsdóttur.........250.000 Iþróttabandalag Akraness Ljósmyndasýning vegna 60 ára afmæli IA...........250.000 Guðbjörg Bjömsdóttir, Sælingsdalstungu Stofnun leirverkstæðis þar sem unnið er með Búðardalsleir................................250.000 Byggðasafn Akraness og nærsveita Sjávardagar á safnasvæðinu á Görðum................250.000 Skátafélag Akraness Rit um 80 ára sögu félagsinsa......................200.000 Páll Guðmundsson, Húsafelli Höggmyndagarður Páls - til áframh. þróunar.......200.000 Markaðsskrifstofa Akraness Tónleikar með írskri þjóðlagatónlist.............200.000 Landbúnaðarsafn Islands, Hvanneyri Safh um landbúnaðarsögu Islands - til áframhaldandi þróunar............................200.000 Byggðasafh Akraness og nærsveita Sveitarómantík á safhasvæðinu Görðum...............200.000 Sjómanndagsblað Snæfellsbæjar Söfnun heimilda um sjómennsku og fiskv.............150.000 Lista- og menningamefhd Snæfellsbæjar Listasýning vegna sjómannad. samstarfsverk.........150.000 Leó Jóhannessson, Akranesi Utgáfa á Harðar sögu...............................150.000 Jóhanna G Harðardóttir, Hlésey Heiðið hof í Hlésey..............................150.000 Byggðasafn Akraness og nærsveita Jóladagskrá á Safhasvæðinu.........................150.000 Guðmundur Sigurðsson, Akranesi Smiðja í járnsmíði, námskeið og sýningar...............140.000 Byggðasafn Akraness og nærsveita Hagyrðingakvöld..................................120.000 Reynir Ingibjartsson / Fíflbrekka ehf Utgáfa korta yfir Dalina.........................100.000 Ragnheiður Valdimarsdóttir Hjaltested tónleikar í Stykkishólmi og víðar.....100.000 Jóhanna G Harðardóttir/Jónína K Berg Gerð skemmtiefnis um landnámsmenn................100.000 Eyrbyggjar,hollvinasamtök Gmndafjarðar Ritröðin safn til sögu Eyrarsveitar..................100.000 Byggðasafh Akraness og nærsveita Skáldakynning á Vökudögum........................100.000 Byggðasafn Akraness og nærsveita Ljóða og smásagnasamkeppni unga fólksins..........70.000 Byggðasafn Akraness og nærsveita Spjaldvefnarður, námskeið.........................50.000 Byggðasafn Akraness og nærsveita Islandsmeistaramóti í kleinubakstri...............50.000 Byggðasafn Akraness og nærsveita Kennsla í vattarsaumi...............................50.000 Bjartmar Hannesson, Norður Reykjum Utgáfa geislad. með textum um Borgfirðinga..........50.000 Allir krakkar á aldrinum 14-16 ára sem leggja launin sín inn á reikning hjá SPM og SPA í sumar fara í skemmtilega óvissuferð í sumarlok í ár verður farið á nýjar og skemmtilegar slóðir Skráning hjá þjónustufulltrúum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.