Skessuhorn - 05.07.2006, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2006
SSESSUHöEK
Segja markaðinn gera ráð fyrir að HB Grandi hf.
verði leyst upp á næstunni
Fyrirtækjagreining Landsbanka
íslands segir í nýrri greiningu á
rekstri HB Granda hf. að markaður-
inn geri ráð fyrir að félagið verði
leyst upp. Þetta er niðurstaða verð-
mats fyrirtækjagreiningarinnar á fé-
laginu. Segir í henni að hluthafar fé-
lagsins yrðu betur staddir í dag ef
fyrirtækið yrði leyst upp og eignir
þess seldar heldur en halda áffam
óbreyttum rekstri. Stjóm félagsins
óskaði í síðustu viku eftir því að
hlutabréf félagsins verði sem fyrst
skráð á svonefndan isec markað
Kauphallar Islands og um leið af-
skráð af aðallista Kauphallarinnar. I
greinargerð með þessari ósk til
Kauphallarinnar segir að það sé ein-
dregin ósk forráðamanna félagsins
að viðskipti með hlutabréf félagsins
haldi áfram að eiga sér stað á heil-
brigðum markaði. „Það er hins veg-
ar mat þeirra, að eins og eignarhaldi
á félaginu er nú háttað sé þeim
óhægt um vik að vama því, að félag-
ið kunni að verða tekið af markaði,“
segir orðrétt í greinargerðinni og er
þar vísað til áðumefndrar greiningar
Landsbankans.
Hvað gerir KB banki?
Að undanfömu hefur KB banki
aukið mjög hlut sinn í HB Granda
og á nú um fjórðungshlut að tahð er.
Um það segir m.a. í greiningu
Landsbankans: „Spurningar hljóta
að vakna hvað vaki fyrir Kaupþing
banka. Olíklegt verður að teljast að
Kaupþing ætli sér að eiga hlut sinn
til lengri tíma. Nokkrir möguleikar
em í stöðunni, í fyrsta lagi má hugsa
sér að KB banki hafi verið að auka
við hlut sinn tdl að búa sér til stöðu
til að þvinga frarn upplausn á félag-
inu, í öðra lagi er hugsanlegt að
bankinn ætfi sér að selja hlutinn til
aðila sem hefúr áhuga á að ná ráð-
andi stöðu í félaginu og í þriðja lagi
er mögulegt að hugmyndin sé að
þvinga núverandi meirihlutaeigend-
ur til að kaupa hluthm af Kaupþing
banka og í framhaldinu afskrá félag-
ið úr Kauphöllinni til að koma í veg
fyrir upplausn.“
*
Avinningur
ekki komið fram
I greiningunrd segir að rekstur
HB Granda beri þess merki að ytri
rekstrarskilyrði sjávarútvegs hafi
verið erfið á síðustu árum og þá hafi
sá ávinningur sem fjárfestar vonuð-
ust efrir í kjölfar sameiningar enn
ekki komið fram. Framlegð félagsins
hafi dregist saman og samanburður
við önnur stór íslensk sjávarútvegs-
fyrirtæki sé félaginu óhagstæður.
OfmikiU
launakostnaður?
I greiningunni er farið yfir nokkra
þætti í rekstri fyrirtækisins og meðal
annars launakostoaðinn. Þar segir
meðal annars: „Hærri launakostoað-
ur en hjá samkeppnisaðilunum virð-
ist vera að skýra lakari ffamlegð að
stóm leyti en þegar launakostoaður
sem hlutfall af veltu er borinn saman
milli félaga kemur í ljós að launa-
kostoaður HB Granda var um 41%
af veltu á meðan hlutfalhð var um
25% hjá hinum fyritækjunum. Vek-
ur jafhframt athygli að launakosto-
aður HB Granda eykst um 16%
milli áranna 2004 og 2005 á sama
tíma og starfmannafjöldi stendur í
stað. Hluta af þessum kosmaðarauka
má skýra með breytingum á yfir-
stjórn félagsins sem gerðar vom í
febrúar 2005. Að okkar mati er eink-
um tvennt sem skýrir hlutfallslega
hærri launakostnað hjá HB Granda í
samanburði við hin fyrirtækin. í
fyrsta lagi er HB Grandi þyngstur í
landvinnslu af félögunum fimm sem
em hér til skoðunar. Þetta á sérstak-
lega við bolfiskvinnslu sem er mun
mannfrekari en uppsjávarvinnsla, en
HB Grandi vinnur hlutfallslega
meiri bolfisk en samanburðarfyrir-
tækin. I öðra lagi virðist sem ekki
enn hafi tekist að samþætta rekstur
félagsins nægilega vel eftir að Har-
aldur Böðvarsson, Grandi og Tangi
mnnu saman í eina heild. Laun sem
hlutfall afvelto hafa haldist nánast ó-
breytt seinusto þrjú árin eða í kring-
um 40% afvelto, en það hlutfall hef-
m ekki lækkað þrátt fyrir aukin um-
svif og hagstæðari aflasamsetoingu.“
Þriggja milljarða
verðmæti í lóðum
í greiningunni er fjallað um verð-
mæti ýmissa eigna fyrirtækisins. í
ljósi mikillar umræðu um staðsetn-
ingu landvinnslu félagsins er athygl-
isvert að sjá að verðmæti lóða félag-
ins í Reykjavík gæti numið allt að
þremur milljörðum króna gætri fé-
lagið selt þær án kvaða. í dag era
kvaðir um að á þeim sé hafhsækin
starfsemi og á meðan svo er gætri
verðmæti þeirra verið 1,2-1,5 millj-
arðar króna. Þetta em margfaldar
þær upphæðir sem svipaðar lóðir
væm falar á öðrum stöðum svo sem
á Akranesi.
Dregur til tíðinda?
I niðurstöðu matsins segir að fyr-
irtækið sé meira virði ef það yrði
leist upp og eignir þess seldar, held-
ur en það er í óbreyttum rekstri.
„Þetta er áhugaverð niðurstaða í
ljósi þess að almennt er gengið út frá
því að fyrirtæki séu meira virði í
rekstri en sem summa allra hluta.
Eins og staðan er í dag er eignarhald
á HB Granda þröngt og vekur vax-
andi eignarhlutur Kaupþings banka
athygli. Við reiknum með að það
muni draga til tíðinda hjá HB
Granda á næstu misserum."
Það skal ítrekað að framansagt er
einungis skoðun greiningardeildar
Landsbanka íslands og ekki hafa
neinar fréttir borist af því að til
standi að leysa félagið upp.
HJ
Starfsmönnum fiskimjölsverksmiðu
HB-Granda á Akranesi sagt upp störfum
Frá hafnarsvæðinu á Akranesi. Fiskimjölsverksmiájan í hakgrunni.
Tveimur starfsmönnum fiski-
mjölsverksmiðju HB-Granda hf. á
Akranesi var sl. fimmtudag sagt upp
störfum. Guðrún Elsa Elísdóttir
starfsmannastjóri fyrirtækisins stað-
festi þetta í samtali við Skessuhom
og sagði ástæðu uppsagnanna vera
skipulagsbreytingar. Hún vildi ekki
ræða málið að öðm leyti og vísaði á
Vilhjálm Vilhjálmsson deildarstjóra
uppsjávarvinnslu fyrirtækisins sem
er í sumarfríi. Samkvæmt heimild-
um Skessuhoms er einungis einn
starfsmaður efrir í verksmiðjunni.
Þá var fyrr í liðinni viku tilkynnt
um fimm vikna sumarlokun í frysti-
húsi fyrirtækisins á Akranesi og hef-
ur svo löng sumarlokun ekki átt sér
stað áður. Af því tilefni ritaði for-
maður Verkalýðsfélags Akraness á
heimasíðu félagsins að vegna sam-
dráttar í starfsemi HB Granda á
Akranesi hafi myndast spmnga í
tjöregg Skagamanna.
Verksmiðjan
ekki lögð niður
Eggert Guðmundsson, forstjóri
HB Granda hf. segir ekki verið að
leggja niður starfsemi fiskimjöls-
verksmiðju fyrirtækisins á Akranesi.
Hann segir að í uppsögnunum sé um
að ræða starfsmenn sem unnið hafa
við vigtun afla. Þar sem starfsemi
verksmiðjunnar sé sveiflukennd hafi
verið telrin sú ákvörðun að semja um
þennan verkþátt í verktöku og því
hafi umrædd störf innan fyrirtækis-
ins verið lögð niður. Þar sem eftír
uppsagnirnar verður einungis einn
starfsmaður í verksmiðjunni hafa
spurningar vaknað hvort verið sé að
leggja starfsemi hennar niður. Egg-
ert segir það af og frá. Hann bendir
hins vegar á að ýmsir ytri þættir hafi
verið starfseminni á Akranesi and-
snúnir. Sumarloðnuveiðar hafi
bragðist og kolmunni veiðst á þeim
slóðum að mun hagkvæmara sé að
vinna hann í verksmiðju fyrirtækis-
ins á Vopnafirði. „Við þurfum í okk-
ar rekstri að bregðast við sveiflum í
náttúrunni og því miður hefúr það
kallað á samdrátt í verksmiðju okkar
á Akranesi. Sagan segir okkur hins
vegar að slíkt getur breyst á skömm-
um tíma“ segir Eggert.
A dögunum lokaði frystihús fyrir-
tækisins á Akranesi og verður það
lokað í fimm vikur. Eggert segir þá
lokun hafa verið ákveðna með löng-
um fyrirvara og mið hafi verið tekið
af því við ráðningar á sumarafleys-
ingafólki. Hann segir að í frystihús-
inu á Akranesi fari fram öll land-
vinnsla á þorski og hagkvæmara hafi
þótt að haga vinnslunni þannig að
vinnsla lægi niðri um fimm vikna
skeið. Þá segir hann að á meðan á
sumarlokuninni stendur muni
nokkrir starfsmanna fyrirtækisins
starfa hjá Norðanfiski á Akranesi
sem HB Grandi á hlut í.
HJ
PISTILL GISLA
Útilega
Um kvöldmatarleytið í gær
ákváðu synir mínir tveir,
(þ.e.a.s. allir mínir synir) að
leggjast út. Þeir töldu sig,
akkúrat á þeim tímapunkti,
orðna það stálpaða að þeir
gætu spjarað sig úti í íslenskri
náttúru. Þeir töldu um það bil
nokkurnveginn tímabært að
takast á við óbyggðirnar og
kröfðust þess að fá að tjalda í
bakgarðinum. Þeir höfðu vit á
því að fara með málið í efsta
stjórnsýslustig heimilisins, og
fengu þar tilskilin leyfi. Sjálfur
hefði ég hinsvegar hafnað þess-
ari málaleitan hefði ég haft
vald til en það er nú önnur
saga.
Líður nú að því að piltarnir
skuli lögum samkvæmt ganga
til náða en í millitíðinni höfðu
þeir flutt út í tjaldi flest það úr
húsinu sem ekki er naglfast.
Þegar ég taldi flumingum að
fullu lokið og búið var að bjóða
góða nótt í þrítugasta og annað
sinn þá taldi ég að ég væri laus
allra mála og þyrfti ekki að hafa
ffekari afskipti af þessum af-
kvæmum mínum fyrr en við
dagrenningu.
Þegar ekkert hafði heyrst ffá
pilmnum í heilar fimm mínút-
ur taldi móðir þeirra hinsvegar
að eitthvað hlyti að vera að og
því var ég rekinn af stað upp úr
sófanum, hvar ég lá í makind-
um og horfði á þriðju endur-
sýningu af ónefndum sjón-
varpsþætti. Þegar ég all
skömmu síðar kíkti innfýrir
tjaldskörina og komst að því
eftir ítarlega athugun að annar
bróðirinn var sofandi en hinn
vakandi. Sá sem var vakandi
taldi öll tormerki á að hann
kynni að festa svefn í tjaldinu, í
það minnsta næsta sólarhring
fyrst bróðir hans hafði
þjófstartað svefhinum. Bar ég
þessi skilaboð inn til móður-
innar sem taldi ótækt að láta
annan drenginn sofa einan úti í
tjaldi. Sömuleiðis taldi hún alla
annmarka á því að láta hinn
drenginn missa af því að sofa í
þessu sama tjaldi. Niðurstaðan
var að sjálfsögðu sú að mér var
gert að sofa í tjaldinu þeim til
samlætis.
Skömmu eftir að ég var
lagstur út uppgötvaði ég mis-
tök sem ég hafði gert fyrr um
daginn. Reyndar ekki fyrirsjá-
anleg. Málið var að ég hafði
valið tjaldsvæði handa dreng-
unum þeim enda garðsins sem
fjærst var húsinu til að fyrir-
byggja að skvaldrið í þeim bær-
ist inn í íbúðina. Vandinn var
hinsvegar sá að það var á þeim
bletti í garðinum sem er hvað
hrjóstugastur. Eg hafði hins-
vegar ekki ætlað mér að sofa í
tjaldinu sjálfur þannig að það
hefði ekki átt að koma að sök.
I stuttu máli þá kom mér
varla dúr á auga í alla nótt. I
mesta lagi einn eða tveir dúrar.
Ég reis upp skömmu fyrir
fyrsta hanagal og hóf undir-
búning að því að smíða skilti
þar sem stendur: Bannað að
tjalda.
Eftir þessa lífsreynslu skil ég
af hverju fólk hefur það fýrir
sið að brenna tjöld sín að lokn-
um útihátíðum. Það er til þess
að börnin taki ekki upp á því að
tjalda í garðinum.
Gtsli Einarsson, ósofinn.