Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2006, Qupperneq 8

Skessuhorn - 05.07.2006, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. JULI 2006 gg£Si3Uli@EM TILBOÐ IRSKUM DOGUM 20% afsldttur af: • Dömufatnaði • Herrafatnaði • Snyrtivörum • llmum • Skóm •VERZLUNIN SÍMI431 2007 # , . j STILLHOLTI l 1 d AKRANESi J 20% afsláttur af: Vatns- koddum •VERZLUNIN ^ olMI M M ^ KALMANSVÖLLUM I 12 AKRANESIV Fjölmenni en ekki rétta yfir- bragðið á Færeyskum dögum Talið er að á milli 5 og 6 þúsund gestir hafi sótt Olafsvík heim á Færeyskum dögum sem þar voru haldnir um helgina. Þrátt fyrir að með dagskrá hátíðarinnar hafi fyrst og fremst verið höfðað til fjöl- skyldufólks voru það aðallega ung- menni sem að þessu sinni sóttu Olafsvík heim. Samkvæmt upplýs- ingum ffá lögreglu er talið að um 90% gesta hafi verið unglingar á aldrinum 16-19 ára. Lárus Einarsson, sem sæti átti í undirbúningsnefnd Færeyskra daga, segir að þrátt fyrir að allir hafi verið velkomnir hafi aldur gestanna ekki verið í samræmi við væntingar undirbúningsnefndar. Hann segir að hátíðin hafi farið ffam eins búast mátti við þegar þessi aldurshópur er uppistaðan. Veður var ffekar þungbúið í Olafs- vík um helgina og á laugardeginum sem var aðal hátíðisdagurinn var kuldalegt um að litast. Mikið var að gera hjá lögregl- unni enda ölvun mikil og talsvert um slagsmál. Þá var einnig nokkuð um að skemmdarverk væru imnin á eignum í bænum. Fangaklefar lög- reglu dugðu engan veginn til þess að hýsa þá sem þurfti. Auk lögreglu unnu björgunarsveitir við að að- stoða þá er þurftu aðstoðar við og um tíma mynduðust biðraðir hjá heilsugæslunni í Olafsvík en þang- að leitaði fólk sem slasast hafði í slagsmálum eða af öðrum orsök- um. Lárus sagði það hafa verið mikið starf að hreinsa bæinn eftir hátíð- ina en það starf hefði gengið vel. Hann segir undirbúningsnefndina ræða það næstu daga hvort Fær- eyskir dagar verði haldnir með sama sniði aftur. „Þessi hátíð hafði ekki það yfirbragð sem við höfðum vonast effir og því þurfum við að endurskoða málið og í mínum huga er ekki sjálfgefið að við höldum há- tíðina oftar,“ sagði Lárus. Blaðamaður Skessuhorns kom við á Færeyskum dögum á laugar- deginum og tók meðfylgjandi myndir. HJ Ibúar Ólafsvíkur höflu flestir skreytt hús sín vegna hátíðarinnar. Leiktæki afýmsum stærðum og gerðum glöddu bömin. I frystihúsinu var götumarkaður og þar kenndi ýmissa grasa eins og sjá má. i Gestir tjölduðu víðs vegar um bæinn. Bömin skemmtu sér vel en eins og sjá má á klæðnaðinum var veðrið ekki mjög sumarlegt. Sumir gestir komust hinsvegar aldrei í tjaldið. Skógræktarsvæðið Tröð opnar sem „Opinn skógur“ Skógarlundurinn Tröð á Hell- issandi verður formlega opnaður sem „Opinn skógur“ á Sandarag- leiðinni sem fram fer dagana 14. til 16. júlí nk. Opinn skógur er sam- starfsverkefni skógræktarfélaga og fyrirtækjanna Olís og Alcan á Is- landi og er markmið verkefhisins að opna skógræktarsvæði fyrir al- menning víðs vegar um landið. Ahersla verður lögð á að aðgengi og aðstaða til áningar og útivistar verði til fyrirmyndar og að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu hvers staðar fyrir sig. Reiturinn er í umsjón Skóg- ræktar- og landverndarfélags undir jökli en formlegt eignarhald er í höndum Snæfellsbæjar. Lundurinn er innan grjóthlaðinnar girðingar, í sérkennilegu og heillandi um- hverfi en þarna ræktaði Kristjón Jónsson tré við erfiðar aðstæður. Kristjón Jónsson, sem var ættað- ur úr Breiðfjarðareyjum, bjó á Gilsbakka sem hann keypti ásamt I skóginum verða göngustígar, bekkir og grill og verður lífríki merkt tilfrœðslu og skemmtunar. Minnisvarði var reistur í lundinum til heiðurs Krisljóni Jónssyni en hann stundaði þai ttjárækt af mikilli þrautseigju. Tröðinni um 1920 en hana nýtti hann til heyja. I kjölfar mæðu- veikifaraldurs um 1950 hætti hann búskap og hóf trjárækt í Tröðinni. Kristjón var áhugasamur um skóg- rækt og þótti afar natinn við iðju sína og í dag er minningarskjöldur um Kristjón í lundinum. Tröð er áttunda skógræktar- svæðið á landinu sem opnar undir nafninu „Opinn skógur" og það þriðja hér á Vesturlandi. Daní- elslundur í Borgarfirði varð fyrsti „Opni skógurirm" árið 2002 og markaði upphaf þessa verkefnis og Hofsstaðaskógur á Snæfellsnesi hlaut nafnbótina árið 2005. Eins og fyrr sagði verður lund- urinn opnaður við hátíðlega at- höfn á Sandaragleðinni á Hell- issandi eða nánar tiltekið laugar- daginn 15. júlí klukkan 15. KÓÓ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.