Skessuhorn - 05.07.2006, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2006
§HSSIÍHöBI
Jökulhöfði varð fyrir valinu sem
ný þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi
Teiknistofan Arkís ehf. í Reykja-
vík kom sá og sigraði í hönnunar-
samkeppni um þjóðgarðsmiðstöð á
Hellissandi með framúrstefnulega
hönnun húss, undir naíninu Jökul-
höfði. Húsið kemur til með að
þjóna hlutverki þjóðgarðsmið-
stöðvar, sem móttökustaður fyrir
ferðamenn og starfsmannaaðstaða
þjóðgarðsins. Verðlaunin voru veitt
við hátíðlega athöfn á fimm ára af-
mælishátíð þjóðgarðsins í gær í
grunnskólanum á Hellissandi. Það
voru þau Jónína Bjarmarz, um-
hverfisráðherra og Davíð Egilsson,
forstjóri Umhverfisstofnunar sem
tilkyrmtu úrslitin og afhentu hönn-
uðum hússins milljón króna pen-
ingaverðlaun en þeir eru: Birgir
Teitsson, Arnar Þór Jónsson, Edda
Kristín Einarsdóttir, Sara Axels-
dóttir og Þröstur Geir Arnason. I
öðru sæti lenti Hallgrímur Þór Sig-
urðsson, Thomas Bonde Hansen
og Sigurður Hallgrímsson með
sína tillögu. Peningaverðlaun og
viðurkenningar voru einnig veittar
fyrir athyglisverðar tillögur í þakk-
lætisskyni fyrir þátttöku í sam-
keppninni.
Jökulhöfðinn verður ekki aðeins
bygging. Hann verður gönguleið,
útsýnisstaður og iðandi miðpunkt-
ur menningar- og útilífs. Hvað
form, lögun og nýtingu varðar þá
sækir hann innblástur í dýraríkið,
mannlífið og landslagið og er ætlað
að styrkja þau hughrif sem gestir
upplifa við dvöl sína á staðnum.
Byggingin, sem verður um 765
fermetrar að flatarmáli, verður
byggð úr tré og stálgrind og að
forminu til skiptist hún í þrermt. I
fyrsta lagi er það Fiskbeinið sem
verður klætt lerki og hýsir meðal
annars skrifstofur starfsfólks. I
öðru lagi er það Þjóðvegurinn sem
er gönguleið upp á bygginguna að
útsýnishöfða með sjónskífu þaðan
sem sýn verður óskert til jökuls,
lands og hafs. Einnig liggur Þjóð-
vegurinn sem gönguleið í gegnum
bygginguna sjálfa. Þriðji hlutinn er
Jökulhöfðinn sem er klæddur Cor-
ten stáli sem er þeim eiginleika
gætt að það ryðgar aðeins lítillega
og skapar þau áhrif að samhljómur
myndast með árstíðunum og litaaf-
brigðum.
Þjóðgarðsmiðstöðin mun rísa
þar sem bærinn Hjarðarholt stóð á
árum áður, nálægt Sjómannagarð-
Þau Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, Kristinn Jónasson, bœjarstjóri Snœfellsbœj-
ar ogjónína Bjartmarz, umhverfisráóherra voru í sólskinsskapi eins og já má á þessari
mynd og leistþeim afar vel á hönnun þjóðgarðsmiðstöðvar. Guðmundur Páll Jónsson, að-
stoðarmaður Magnúsar ogfyrrverandi bœjarstjóri Akraness, fylgist grannt með þeim.
Glannavöllur í Borgarfirði
tekinn í notkun
Golfklúbburinn Glanni í Borg-
arfirði tók á laugardaginn í notkun
nýjan golfvöll í landi Hreðavatns í
Borgarfirði. Völlurinn hlaut nafn-
ið Glannavöllur enda spölkorn ffá
fossinum Glanna og Paradísarlaut.
Það var Viðar Þorsteinsson for-
maður klúbbsins sem sló fyrsta
höggið á vellinum við hátíðlega at-
höfn að morgni sl. laugardags.
Sex ár eru nú liðin síðan hug-
mynd kviknaði að gerð golfvallar á
þessum stað. Það var Hannes Þor-
steinsson golfvallahönnuður sem
Formaður Golfklúbbsins Glanna
ávarpar gesti við vígslu Glannavallar.
Viðar Þorsteinsson slærfyrsta höggið á Glannavelli. Eins og sjá má er völlurinn í mjög
fögru umhverf.
fenginn var til hönnunar vallarins
og út úr því verki er nú kominn
níu holu völlur á einum fegursta
stað hér á landi. Viðar segir hönn-
un vallarins hafa tekist vel en
Hannes tókst á við það vandasama
hlutverk að hanna völlinn án þess
að raska um of landslagi á svæðinu
og segir Viðar það hafa tekist von-
um framar. Kostnaður við verkið
er í dag um þrjátíu milljónir króna
sem telst í lægri kantdmun þegar
slík ffamkvæmd er annars vegar.
Að vallargerðinni stendur Golf-
klúbburinn Glanni og eru félagar í
honum um sjötíu talsins í dag.
Auðratað er að vellinum því ekið
er af þjóðvegi eitt um veg að foss-
inum Glanna. Glannavöllur er
fjórði golfvöllurinn í Borgarfirði.
Fyrir eru vellir í Borgarnesi, í
Húsafelli og í Svínadal. Þá er völl-
ur í byggingu í Nesi í Reykholts-
dal. HJ
Framúrstefiuleg hönnun þjóðgarðsmiðstöðvarinnar.
Hönnuðir Jökulhöfía við framsetningu á tillögu sinni að þjóðgarðsmiðstöðinni. Frá
vinstri: Edda Kristín Einarsdóttir, Birgir Teitsson, Amar Þór Jónssson og Sara Axels-
dóttir. A myndina vantar Þróst Geir Amason.
An titils grúp
í Kirkjuhvoli
Listsýning á verkum eftir nýút-
skrifaða nema Listaháskóla Islands
opnar í Kirkjuhvoli á Akranesi nk.
laugardag 8. júlí klukkan 15-18.
Listahópurinn sem sýnir kallar sig
„Án titils Grúp.“
Gjörningur verður framinn á
opnuninni auk þess sem lífleg og
fersk tónlist verður flutt. A sýning-
unni, sem stendur til 13. ágúst, eru
sýnd fjölbreytt myndlistarverk;
málverk, teikningar, ljósmyndir og
innsetningar. Sýningarstjóri er
Anna Leif Elídóttir en auk hennar
sýna Anna Lind Sævarsdóttir, Arna
Gtmnarsdóttir, Björk Viggósdóttir,
Gunnar Helgi Guðjónsson, Jeann-
ette Castioni, Júlía Embla Katrín-
ardóttir, Klara Þórhallsdóttir,
Kristjana Rós Guðjohnsen, María
Hrönn Gtmnarsdóttir, Olöf Dóm-
hildur Jóhannsdóttir og Soffía
Guðrún Jóhannsdóttir. Markmið
hópsins An titils Grúp er að skapa
sér tækifæri til að koma hugmynd-
um sínum og myndlistarverkum á
ffamfæri. Þessi þriðja sýning hóps-
ins hefst á Irskum dögum á Akra-
nesi. Sumir glotta út í annað en það
kæmi hópnum ekki á óvart þótt
brosað yrði hringinn í Kirkjuhvoli.
(fréttatilkynning)
Sœmundur Kristjánsson, landvórður og sagnamaður sagði gestum lítillegafrá sögu landsins Hjarðarholts þar sem byggingin mun rísa.
inum á Hellissandi. Kristinn Jónas-
son, bæjarstjóri Snæfellsbæjar,
sagði í ávarpi sínu á afmælishátíð-
inni að það væri ekki nóg að hafa
teikningu, það þyrfti einnig fjár-
magn til að byggja. „Eg hef þá trú
að við öll sem hér erum hér í dag
munum beita okkur fyrir því að það
fjármagn sem til þarf fáist,“ sagði
Kristinn. Nú fer af stað það ferli að
úvega fjármagn, ljúka endanlegri starfsmanna þjóðgarðsins að þjóð-
hönnun hússins sem og samninga- garðsmiðstöðin verði risin eftir tvö
ferli við hönnuði hússins en það er ár.
draumasýn landvarða og annarra KOO