Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2006, Síða 21

Skessuhorn - 05.07.2006, Síða 21
 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ2006 21 Fjömennt ættamiót niðja Þuríðar og Sigurðar í Bæ Um síðustu helgi komu tæplega fjögurhundruð niðjar hjónanna Þuríðar Árnadóttur og Sigurðar Jónssonar í Bæ á Akranesi saman að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Flest- ir komu afkomendurnir frá suðvest- urhomi landsins. Sumir komu þó lengri veg til mótsins því sá sem lengstan veg fór kom frá Ameríku. Tilefhi mótsins var að minnast 130. ártíðar hjónanna. Sigurður var beykir og úrvals smiður. Þuríður var kvennaskóla- gengin og var um árabil umboðs- maður Sögusafns heimilanna. Var hún bókhneigð gáfukona og ætt- ffóð með afbrigðum. Þá hafði hún fallega söngrödd. Því var söngurinn og tónlistin í hávegum höfð á ættar- mótinu og meðal annars spilaði hljómsveit ættmenna fyrir dansi. Afkomendur Þuríðar og Sigurðar em í dag um 700 talsins. Hjf A myndinni eru bamaböm Þuríðar °g Sigurðar sem mættu til mótsins. Leita að Gullfossi og Geysi í Hvalfj arðargön gum Starfsmenn Spalar, sem á og rek- ur Hvalfjarðargöng, fá oft til sín í gjaldskýlið erlenda ferðamenn í leit að Gullfossi og Geysi. Það sem verra er að þetta era ferðamenn á leið frá Reykjavík og em því ekki á réttri leið. Astæðan er sú að þegar ferðalangarnir aka frá Reykjavík beygja þeir ekki inn á Suðurlands- veg þar sem sárlega vantar að merkja greinilega við gamamót Vesturlandsvegar og Suðurlands- vegar hvaða leið liggur að þessum fjölsóttu ferðamannastöðum á Suð- urlandi. Ferðamálafrömuðir og starfs- menn Spalar hafa margoft bent Vegagerðinni á þetta vandamál en við þeim ábendingum hefur ekki verið bmgðist. Því verður það oft hlutskipti Spalarmanna að snúa við villuráfandi ferðamönnum sem finnst ólíklegt að Gullfoss sé að finna undir Hvalfirði. HJ Gömlu skólahúsin, gamlafjósið og kirkjan á Hvanneyri. Um 300 nemar við ✓ LBHI næsta vetur Starfsáætlun Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri fyrir skólaárið 2006-2007 hefur nú verið gefin út og er hana að firma á heimasíðu skólans. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er aðsókn í skólann góð og eru um 300 nemendur skráðir til náms í háskólanum næsta vetur. Eru um 160 nemendur skráðir í nám á háskólastigi og um 140 á starfsmenntabraut. Skólaárið hefst 14. ágúst með sumarnám- skeiðum og 21. ágúst hjá nemend- um á háskólabrautum. Fyrsta árs nemendur í búfræði hefja nám þann 4. september og annars árs nemar þann 25. sama mánaðar. Garðyrkjunemar hefja nám sitt á skólaárinu 28. ágúst með námsferð. SO/ Ljósm . MM A lltafbetri kaap... Frekari upplýsingar veitir Unnsteinn Snorri í síma 430-5505 / GSM 864-4093 V ____________ BUREKSTRARDEILD Egilsholt 1 - 310 Borgarnesi" Áfgreiðsla sími 430 5505 - Fax 430 5501 Opið frá ki. 08 - 18 alla virka daga kl. 10 - 16 laugardaga

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.