Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2006, Síða 22

Skessuhorn - 05.07.2006, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2006 JH1Í35U1U/I- Akraneskaupstaður Útboð Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í verkið „Gangstéttar 2006, jarðvinna og lagnir" Helstu magntölur eru: Uppbrot............................ 100 m2 Skurðir............................ 300 m Jöfnunarlag...................... 1.150 m2 Steyptar stéttar................. 1.020 m2 Maloikaðar stéttar................. 130 m2 Þökulagning........................ 310 m2 Raflagnir.......................... 400 m Gagnaveita OR...................... 510 m Símalagnir....................... 1.100 m Verklok eru 29 september 2006. Útboðsgögn verða til sölu hjáTækni- og 1 umhverfissviði Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8 á \ Akranesi fyrir kr. 3.000, mánudaginn 10. júlí 2006 Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 20. júlf 2006, kl. 11:00. • ’«- ■ • BERSERKUR 06 i UNG FRJÁLS ORKA* Listahátíð unga fólksins 24. - 29. júlí. Smiðjur fyrir 16-25 ára Art Craft Stuttmyndasmiðja Hljómsveitarsmiðja Leiklistarsmiðja/götuleikhús Skartgripagerð Tónlistarsmiðja Ljósmyndasmiðja/ljósmyndamaraþon Önnur dagskrá Open mic kvöld Berserkjaleikar Fimmtudagsberserkurinn Berserkjarokk Smiðjur verða staðsettar ýmist í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snœfellsbœ Mennngarsjóður Vesturlands styrkir listahátíð unga fólksins Skráning í smiðjur er frá 7. júlí til 17. júlí í síma 891-7802 eða thora@skoli.net Skráningargjald er 2.000 kr. Nánari upplýsingar um hátíðina veita: Þóra Magga (thora@skoli.net), sími 891-7802 Sonja Karen (sonjama@khi.is), sími 690-9601 Mennngarsjóður Vesturlands styrkir listahálíð unga fólksins Borg á Mýrum. Prófastur telur gengið á rétt Borgar á Mýrum Prófastur Borgarfjarðarprófasts- dæmis telur að gengið sé á rétt Borgar á Mýrum með nýlegri ákvörðun sveitarstjórnar Borgar- byggðar að heimila Loftorku Borg- arnesi að stækka lóð sína í átt að Borg. Oskar prófasturinn eftir því að ákvörðuninni verði breytt og sveitarstjóm leyfi fapurfræðilegum og menningarlegum sjónarmiðum að njóta sín. Það var sveitarstjórn Borgar- byggðar hinnar fornu sem sam- þykkti á síðasta fundi sínum þann 7.júní stækkun lóðarinnar nr. 1 við Engjaás en þar er athafnasvæði Loftorku Borgarnesi ehf. Jafnffamt var samþykkt að fyrirtækið leggi inn skriflega yfirlýsingu um ffágang á lóðarmörkum á athafnasvæði sínu samkvæmt teikningum Reynis Vil- hjálmssonar landslagsarkitekts. I næsta nágrenni er hið forna höfuðból og prestssetur Borg á Mýmm. Þorbjöm Hlynur Arnason prófastur ritaði sveitarstjórn hinnar nýju Borgarbyggðar bréf þar sem hann gerir athugasemdir við lóð- arstækkunina. I bréfinu segir hann það eina af embættisskyldum sínum að gæta að rétti kirkju, kirkjugarðs og prestsseturs og að núverandi ná- grenni jarðarinnar sé þannig að gengið sé á rétt staðarins. „Hljóð- mengun og sjónmengtm era áber- andi. Sóðaleg umgengni um at- hafnasvæði Loftorku blasir við öll- um þeim fjölda er gengur upp á borgina og horfir yfir, umgengni sem virðist algjörlega óþörf,“ segir orðrétt í bréfinu. Nefiiir prófastur- inn að plast og annað drasl fjúki yfir staðinn og nágrenni hans og enn hafi ekki verið lokað fyrir mengun frá læk sem rennur ffá Lofforku- lóðinni. Segist hann off hafa kvart- að yfir þessu við bæjarstjóra án ár- angurs. Telur hann að þungaiðnað- ur mtmi aukast og rýra gildi staðar- ins. Þá segir prófastur að hugmyndir að umræddri stækkun lóðarinnar hafi verið kynntar fyrir sér en hann hafi alfarið lýst sig mótfallinn þeim jafnvel þótt ströng skilyrði yrðu sett um ffágang á lóðarmörkum. „Eg veit ekki hvort eða hvernig nefndir menn hafa kynnt afstöðu mína fyr- ir bæjarstjórn,“ segir hann. Þá velt- ir hann því fyrir sér hvort hugsan- legt sé að nægilegt rými sé á núver- andi lóð fyrirtækisins „ef gengið væri skiptdega í tiltektir“. Harm segir Borg á Mýrum vera einn þekktasta og fjölsóttasta sögu- stað landsins og sé mikilvægur fyrir allt héraðið og því mikilvægt að prýða staðinn og fegra. Telur hann brýnt að nú þegar verði gengið til þess nauðsynjaverks að settar verði moldarmanir á öll lóðamörk Loftorku og starfsemin þannig af- mörkuð. Hann telur samþykkt bæj- arstjórnar dæmigerða vanhugsaða skammtímalausn sem skaði um- hverfið og spilli jörðinni. Það sé gleðiefni hversu vel rekstur Loftorku gangi en það breyti hins vegar ekki þeirri nauðsyn að starf- semin verði sk)msamlega affnörkuð og umgengni verði bærileg. HJ Frönsku skdtumar koma til Grundaríjarðar á sunnudaginn Skúturnar í siglingakeppninni Skippers dlslande koma til Gmnd- arfjarðar á sunnudaginn. Skúturnar hafa þá siglt frá Paimpol um Reykjavík og frá Grundarfirði halda þær síðan þann 12. júlí áleið- is til Paimpol. Eins og áður hefur komið ffam í Skessuhorni fylgir skútunum talsverður mannfjöldi og má því búast við ffönskum bæjar- brag í Grundarfirði þá daga sem skútumar staldra við. Gert er ráð fyrir að skúturnar leggist að bryggju um kl. 14 á sunnudeginum og er fólk hvatt til að koma í þjóðbúningum og taka á móti keppendum. Um kvöldið verður síðan grillveisla fyrir bæjar- búa og franska gesti þeirra við Sögumiðstöðina. Þá daga sem skútumar staldra við munu áhafnir þeirra skoða sig um í bænum og á mánudag verður bæj- arbúum væntanlega boðið að skoða einhverjar skútanna. Á þriðjudags- kvöldið verða síðan tónleikar í Grundarfjarðarkirkju þar sem Tómas Guðni Eggertsson organisti leikur. A miðvikudag kl. 14 verður síðan steinkross, sem keppendur koma með ffá Paimpol, reistur á Grundarkampi og kl. 17 verða skúturnar síðan ræstar í seinni hluta siglingakeppninnar frá Grundar- firði til Paimpol. HJ Ljósmyndasafh Stykldshólms lokar Stjórn Ljósmyndasafns Stykkis- bókasafhinu og enginn hefur verið að Sigurlína sé sú sem þekkir inn- hólms ákvað á fundi sínum fyrir ráðinn í hennar stað. Jafhffamt lét viði safiisins best allra og því mikil nokkra að loka safhinu um óákveð- Sigurlína af störfum í stjórn Ljós- eftirsjá af henni fyrir safnið. Vora inn tíma þar sem umsjónarmaður myndasafnsins en þar hefur hún átt henni þökkuð einstaklega vel unnin þess Sigurlína Sigurbjörnsdóttir sæti ffá stofinun safnsins árið 1996. störf og óskað alls hins besta um hefur látið af störfum hjá Amts- í bókun stjómarinnar kemur ffam ókomna ffamtíð. HJ >rn Fréttir www.skessuhorn.is Stjómsýslan Fytlrtækl l*ion«r;ta * Fnrdapiónuíita Tenglar Myndir Fyrirtækið Smáauglýsingar Á döfinni Áskrift Gestabók Aðsendar greinar Auglýsingar Skessuhornsvefnum finnurðu daglegar fróttír af Vesturlandi, innsendar greinar, smáauglýsingar, viðburðadagskrá og margt fleira. Kíktu núna!

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.