Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2006, Qupperneq 30

Skessuhorn - 05.07.2006, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2006 SSffiSSIÍHÖBKI Vesturlandsliðin með allar útgáfur úrslita Föstudaginn 30. júní hélt lið Snæfells til Hofsóss og lék þar á móti liði heimamanna í Neista á Hofsósvelli. Tíu mörk voru skoruð í leiknum en honum lauk með jafntefli 5-5. Sama dag tóku Skallagríms- menn á móti liði Hvatar frá Blönduósi á Skallagrímsvelli. Hvöt hafði betur og staðan í leikslok var 1 -2 fyrir Hvöt. Laugardaginn 1. júlí fóru liðs- menn Kára norður yfir heiðar, nánar tiltekið til Sauðárskróks þar sem þeir léku á móti heimamönn- um í Tindastóli. Kári sigraði leik- inn með tveimur mörkum gegn einu marki heimamanna. Eftir þessa leiki er Kári í fyrsta sæti C riðils í þriðju deild karla með 18 stig, Skallagrímur er í 4. sæti með 12 stig og Snæfell er í 5. sæti með 2 stig. SO Baráttusigur í bikarnum Skagamenn komumst áfram í bikarkeppninni með því að leggja Fram sl. sunnudagskvöld. (A komst í 2-0 í fyrri hálfleik, en enn og aftur komu leikmenn illa stemmdir út úr búningsklefunum í síðari háflleik. Fram náði að jafna með tveimur mörkum úr víta- spyrnu en það var Þórður Guð- jónsson sem tryggði ÍA sigurinn með marki í framlengingu. Bræður komu nokkuð við sögu í leiknum því þetta var í fyrsta sinn sem bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir stýrðu liði ÍA og bræðurnir Þórður og Bjarni Guð- jónssynir skoruðu tvö af mörkum liðsins. Bjarni skoraði úr víta- spyrnu strax á 7. mínútu eftir að markvörður Fram braut á Jóni Vilhelm. Skagamenn sóttu stíft eftir þetta og var Ijóst að þeir ætluðu sér alls ekki að láta forystuna af hendi. Hafþór Ægir skoraði skömmu síðar glæsilegt mark með föstu skoti utan vítateigs. Framarar virtust heillum horfnir og áttu þeir varla skot að marki í öllum háfleiknum. Glæsilegt Landsmót hestamanna Landsmót hestamanna lauk á Vindheimamelum í Skagafirði sl. sunnudag. Var þetta 17. Lands- mótið sem haldið hefur verið og var öll umgjörð þess vönduð og glæsileg og Skagfirðingum til fyrir- myndar. Hápunktar mótsins voru um helgina þegar úrslit voru feng- in, kynbótadómar lágu fyrir, rækt- unarbússýningar fóru fram og margt fleira sem gladdi augu mótsgesta í skagfirsku veðurblíð- unni. Gæði fákanna er mótið sóttu voru mikil, heimsmet voru slegin og nýjar stjörnur skutust á topp- inn. Talið er að um ellefu þúsund manns hafi verið saman komin á Vindheimamelum þegar flest var á svæðinu. Mótshaldarar náðu greinilega góðum samningum við veðurguðina, veður var stillt, hiti í lofti en nokkrir regndropar féllu af og til af himni en gerðu engum mein. [ kvöldsólinni á laugardags- kvöldið horfðu mótsgestir á spennandi úrslit í töltkeppninni og var hitinn svo mikill í brautinni að lá við að ryki úr henni, keppnin var hörð og baráttan mikil. Það voru Sigurbjörn Bárðarson og hestur hans Grunur frá Oddhóli sem sigr- uðu töltkeppnina eftir æsispenn- andi keppni. Borgfirðingurinn Gísli Einarsson mætti á kvöldvökuna sem ræðumaður dagsins á laugar- dag og gerði óspart grín að sjálf- um sér og öðrum landsmönnum við góðar undirtektir. Á sunnudag voru m.a. úrslit í A- flokki gæðinga og gerðust þau sögulegu tíðindi að sami hestur og sigraði á síðasta Landsmóti á Hellu fyrir tveimur árum, sigraði aftur og var hann vel að því kom- inn. Geisli heitir fákurinn og er frá Sælukoti og var knapi hans Stein- grímur Sigurðsson. Það hefur ekki gerst síðan árið 1970 að sami hestur sigrar á tveimur Landsmót- um í röð í þessum flokki. Vestlensku hrossin og knapar þeirra stóðu sig með prýði á Landsmótinu. Kynbótahrossin voru fjölmörg og áttu Vestlending- ar fulltrúa í A- og B-flokki gæð- inga, ungmennaflokki, unglinga- flokki og barnaflokki sem mislangt komust á mótinu en þó gerðu allir sitt besta. Aðall frá Nýjabæ endaði í 3. sæti í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta með einkunnina 8,64, en í þessum flokki var sett heimsmet er Stáli frá Kjarri hlaut í aðaleinkunn 8,76. Sólon, 6 vetra frá Skáney heltist úr keppni og urðu það mikil vonbrigði þar sem honum var spáð góðu gengi í kynbótadómum. Þeyr frá Akranesi endaði í 2. sæti í flokki 5 vetra stóðhesta með 8,55 í aðal- einkunn og Glymur frá Innri- Skeljabrekku endaði með 8,34. Bjarmi frá Lundum II fékk 8,21 í aðaleinkunn, Storm- ur frá Leirulæk fékk 8,16, Glúmur frá Stóra-Ási fékk 8,07 og að lokum fékk Magni frá Vestri- Leirárgörðum 7,76 í aðaleinkunn. Glotti frá Sveinatungu stóð efstur af vestlensku stóðhestunum í fjög- urra vetra flokki en hann fékk aðalein- kunn 8,18. Fránn frá Vestri-Leirárgörðum fékk 8,06, Auður frá Lundum II fékk 7,93 og Heiðar frá Hvann- eyri fékk 7,64. Elka frá Efri-Hrepp hafnaði í 4. sæti í flokki 7 vetra og eldri hryssa með aðaleinkunnina 8,37 og Flauta frá Stóra-Ási fékk 8,33. Líf frá Syðstu-Fossum fékk 8,29 í flokki 6 vetra hryssa, Eldborg frá Eyri fékk 8,08, Harpa frá Borgar- nesi fékk einnig 8,08 f aðaleinkunn og Þruma frá Spágilsstöðum fékk 8,06. Ópera frá Nýjabæ fékk aðal- einkunnina 8,07 í flokki 5 vetra hryssa, Fjöður frá Hofsstöðum fékk 7,86 og Dúkka frá Borgarnesi 7,82. í fjögurra vetra flokki hryssa fékk Blæja frá Hesti aðaleinkunn- .v-..; ■ Ræðumaður laugardagskvöldins var Borgfirðingurinn Gísli Einarsson sem fór á kostum. Inn- koma hans á völlinn þótti einkar glæsileg á fremur lággengum mósóttum Skagfirðingi sem hann reið „út og suður“ um völlinn áður en hann steig í ræðustót. ina 8,08, Aradís frá Sigmundar- stöðum fékk 8,02, Ósk frá Geirs- hlíð fékk 7,77 og Marey frá Sig- mundarstöðum 7,72. Knapar og hross af vestlenskum ættum stóðu sig vel Freyja Amble Gísladóttir og Krummi frá Geldingalæk sigruðu í ungmennaflokki og Jamila Berg og Segull frá Akrakoti lentu í 7. sæti en Jamila og Segull sigruðu í B úrslitum ungmennaflokks og tryggðu sér því rétt til að keppa í úrslitunum. I unglingaflokki lentu Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Rökkvi frá Oddstöðum í 16. sæti í milliriðlum, aðeins einu sæti frá því að tryggja sér þátttöku í B úrslitum í unglingaflokki. Valdís Ýr Ólafs- dóttir og Kolskeggur frá Ósi lentu í 20. sæti og Flosi Ólafsson og Garðsauki frá Efri-Gegnishólum lentu í 22. sæti en þau kepptu einnig í unglingaflokki. Daníella Hafsteinsdóttir og Aska frá Geld- ingaá lentu í 10. sæti eftir for- keppni í barnaflokki og lentu þær í 28. sæti í milliriðlinum. SO Umdeilt atvik þegar dómarinn taldi að boltinn hefði lent í hendi Bjarna Guðjónssonar. Myndir sýna hinsvegar að svo var ekki en Framarar uþþskáru engu að síður víti og mark. Ljósm: Gísli Baldur Gísiason á fotbolti.net i síðari hálfleik snérist leikurinn hinsvegar við. Framarar komu bar- áttuglaðir í leikinn og ætluðu sér ekki að láta úrvalsdeildarliðið slá sig úr bikarnum. Strax á 48. mín- útu var dæmt víti á lA þegar bolt- inn virtist hafa farið í hönd Bjarna Guðjónssonar. Skagamenn mót- mæltu dómnum harðlega og við nánari skoðun á myndum af atvik- inu má sjá að boltinn fer í bak Bjarna en snertir ekki hönd hans. Engu að síður var vítið staðreynd og Helgi Sigurðsson skoraði úr því. Leikurinn jafnaðist nokkuð eft- ir þetta og áttu bæði lið nokkur færi. Helgi jafnaði hins vegar met- in fyrir Fram á 81. mínútu þegar annað víti var dæmt á ÍA, að þessu sinni á Bjarka markvörð. Því þurfti að framlengja leikinn. Leikmenn voru nokkuð lúnir í framlenging- unni og gerðist fátt markvert og allt útlit fyrir að leikurinn færi í víta- spyrnukeppni. Þórður Guðjónsson var hins vegar á öðru máli og skor- aði hann laglegt mark skömmu fyrir leikslok og tryggði Skaga- mönnum sigurinn. Það er allt of snemmt að segja til um hvaða áhrif þjálfaraskiptin hafa á lið ÍA. Arnars og Bjarka bíður uppbyggingarstarf en sigur í fyrsta leik hlýtur að hleypa þeim kappi í kinn. Það er áhyggjumál hve liðið byrjaði illa í seinni hálfleik, nokkuð sem hefur loðað við það í allt sum- ar. Verði breyting á því og framhald á þeirri baráttu sem liðið sýndi í fyrri hálfleik gætu hlutirnir hins vegar breyst til hins betra. -KÓP IA fær heimaleik í hádeginu í gær var dregið í átta liða úrslit bikarkeþþni KSÍ í knatt- sþyrnu. Skagamenn sem lögðu Fram að velli á sunnudagskvöidið fá heimaleik og mæta sigurvegara í leik Leiknis og Keflavíkur sem leika á fimmtudagskvöldið. Leikur- inn fer fram sunnudaginn 23. júlí og hefst klukkan 19:15. HJ Landsmót hestamanna var sett í sautjánda sinn síðasta fimmtudag og riðu fulltrúar frá öllum félögunum sem þátt tóku á mótinu saman inn á keþþnisvöllinn. Barna- og unglingamót HSH í frjálsum Dagana 27. og 28. júní sl. var barna- og unglingamót HSH í frjálsum íþróttum haldið í Stykkis- hólmi og í Staðarsveit. Það var ungmennafélagið Snæfell sem hélt yngra mótið sl. þriðjudag á Stykkishólmsvelli. Þátttakendur voru rúmlega þrjátíu 10 ára og yngri og lögðu hart að sér í keppninni sem var hin drengilegasta. Að lokinni keppni fengu keppendur þátttökupening. Mótsstjóri var Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir Snæfelli. Mótshaldari eldra mótsins þ.e. 11 ára og eldri var ungmennafé- lagið Staðarsveit og fór keppnin fram á Lýsuhólsvelli sl. miðviku- dag. Á mótinu kepptu tæplega fjörutíu unglingar sem létu ekki á sér standa enda miklir sóma keppendur þar á ferð sem halda uppi merkjum HSH. Ekki hefur verið haldið mót á Lýsuhóli í all- mörg ár og var því kærkomið að færa mótið suður fyrir fjall. Móts- stjóri var Kristján Þórðarson Umf. Staðarsveit. Eldra mótið er stigakeppni milli aðildarfélaganna og sigurvegari mótsins var Snæfell með 364 stigum, UMFG í öðru sæti með 174, Víkingur/Reynir í þriðja sæti með 129 stig og Umf. Staðarsveit í fjórða sæti með 118 stig. AP Knattspyrnu- skóli Víkings Knattspyrnuskóli Víkings fór fram dagana 6.-16. júni á Ólafsvíkurvelli. Leiðbeinendur í knattsþyrnuskólan- um voru Ejub Purisevic sem varyf- irleiðbeinandi og með honum voru Steinunn Lárusdóttir, Dalibor Nedic, Jón Steinar Ólafsson, Matej Gro- bovesk og Kevin Fotheringham. Krakkarnir sem skólann sóttu voru um 75 talsins og lærðu þau mikið um knattsþyrnu og skemmtu þau sér mjög vel á þessum tveimur vik- um sem skólinn stóð stóð yfir. Ár- mann Smári Björnsson leikmaður FH kom í heimsókn á lokadegi skólans og sýndi hann krökkunum ýmislegt er að knattleik snýr. Knatt- spyrnuskóli Víkings er haldinn í samtarfi við Snæfellsbæ, Fiskmark- að íslands og Prinsinn. Næsti knatt- spyrnuskóli Víkings er ráðgerður í ágúst. SO

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.