Skessuhorn - 02.08.2006, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006
■ .kSMlH... I
Fjölmenni á 40 ára vígsluafmæli
Grundarfj arðarlorl'
Fjörutíu ára vígsluafmælis
Grundarfjarðarkirkju var minnst
með hátíðarmessu í kirkjunni og
síðan kaffisamsæti í Samkomuhúsi
Grundarfjarðar sl. sunnudag. Bisk-
up Islands, Herra Karl Sigurbjöms-
son predikaði, en fjórir fyrrverandi
sóknarprestar Setbergsprestakalls
aðstoðuðu við messuna. Auk þeirra
vom viðstaddir alhr sóknarprestarn-
ir á Snæfellsnesi, nokkrir þeirra
guðfræðinga sem komu að bygg-
ingu kirkjunnar á sínum tíma með
sjálfboðaliðum frá ýmsum þjóð-
löndum á vegum Lútherska al-
heimssambandsins. Að messu lok-
inni var haldið til kaffisamsætis í
Samkomuhúsinu en þar stjómaði
Runólfur Guðmundsson sóknar-
nefndarformaður dagskrá þar sem
rifjuð var upp í máli og myndum
byggingasaga Grundarfjarðarkirkju.
Smíði kirkjunnar hófst árið 1960 en
fyrri áfangi kirkjubyggingarinnar
var síðan vígður 31. júlí 1966. Bygg-
ingameistari kirkjunnar var Guð-
bjartur Jónsson og hélt hann dagbók
þennan tíma og afhenti sóknamefnd
hana ásamt fjölda ljósmynda til
varðveislu þegar lokaáfangi kirkju-
byggingarinnar var vígður 11. júlí
1982. Dagbók Guðbjarts Jónssonar
og byggingasögu kirkjunnar em
gerð góð skil í nýjasta riti af bókinni
Fólkið, fjöllinn, fjörðurinn sem Eyr-
byggjar, Hollvinasamtök Grundar-
fjarðar gefa nú út í 7. skipti og kom
út í tengslum við bæjarhátíð Grund-
firðinga „Á góðri stund“ um liðna
helgi.
GK
Að lokinni hátíðarmessu í Grund-
arfjarðarkirkju. Aftastfrá vinstri: Sr.
Gunnar Hauksson prófastur í Stykkis-
hólmi, Runólfur Guðmundsson forrn.
sóknamefndar, sr. Sigurður Kr. Sig-
urðsson, sr. Kolbeinn Þorleifsson og sr.
Magnús Magnússon.
Miðró'ð: Sr. Karl V Matthíasson, sr
Ragnheiður Karitas Pétursdóttir, si:
Guðjón Skarphéðinsson og Bemharð
Guðmundsson.
Fremsta röð: Sr Helga Helena
Sturlaugsdóttir, herra Karl Sigur-
bj'ómsson biskup, sr. Elínborg Sturlu-
dóttir sóknarprestur, sr. Jón Þorsteins-
son og Sunna Njálsdóttir meðhjálpari.
Tíu ára vígsluafinæli Reykholtskirkju
Þess var minnst við fjölmenna
Guðsþjónustu í Reykholtskirkju
síðastliðinn sunnudag að tíu ár em
liðin ffá vígslu nýju kirkjunnar á
staðnum. Forseti Islands, herra
Olafur Ragnar Grímsson og frú
Dorrit Moussaief vom viðstödd at-
höfnina en Ólafur Ragnar hefur
stutt dyggilega við ffamkvæmdir í
Reykholti, ásamt fjölmörgum öðr-
um, m.a. með því að tala máli henn-
ar í fyrstu opinberu ferð sinni til
Noregs, en í kjölfarið lögðu Norð-
menn veralega fjármuni til bygg-
ingar kirkju og Snorrastofu og
heiðruðu þannig minningu Snorra
Sturlusonar.
Ásamt séra Geir Waage, sóknar-
presti í Reykholti komu fleiri prest-
ar og þjónar kirkjunnar að athöfn-
inni. Herra Sigurður Sigurðarson,
vígslubiskup í Skálholti flutti stól-
ræðu og blessaði hina nýju steindu
glugga kirkjunnar sem formlega
vom vígðir við þetta tilefni. Auk
þeirra Sigurðar og Geirs tóku þátt í
athöfti og sungu messu þeir Þor-
björn Hlynur Amarson prófastur á
Borg, Brynjólfur Gíslason í Staf-
holti, Kristinn Jens Sigurþórsson í
Saurbæ og hjónin Hjalti Hugason
og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni,
en þau hjón þjónuðu í Reykholti
um skamma hríð næst á undan séra
Prestshjónin í Reykholti; Dagný og Geir og Guðlaugur sóknamefndarformaður taka hér
á móti forsetahjónunum við komuna til Reykholts.
Guðlaugur Óskarsson býður hér Ólafi Ragnari Grímssyni til kirkjukaffis.
Frá afmælisguðsþjónustunni sl. sunnudag.
Geir Waage fyrir ríflega aldarfjórð-
ungi síðan. Kirkjukór Reykholts-
og Hvanneyrarkirkju söng við at-
höfnina og organistar vom þeir
Bjami Guðráðsson og Viðar Guð-
mundsson.
Guðlaugur Óskarsson skólastjóri
hefur verið formaður sóknamefnd-
ar Reykholtskirkju um áratugaskeið
og allan þann tíma sem Reykholts-
kirkja og Snorrastofa hafa verið í
byggingu. Við athöfnina flutti hann
ávarp og rakti m.a. tilurð byggingar
kirkju og Snorrastofu, gjafir og
stuðning fjölmargra aðila og lýsti
hann jafnffamt hinum nýju steindu
gluggum sem komið hefur verið
fyrir á öllum hliðum kirkjunnar, en
þeir eru hannaðir af Valgerði
Bergsdóttur. Margir hafa stutt
Reykholtssöfiiuð við gerð og upp-
setningu glugganna og gat Guð-
laugur sérstaklega framlaga frá
Seðlabankanum, Sparisjóði Mýra-
sýslu, frá viðskiptabönkunum, VIS
og Borgarbyggð. Einnig hafa inn-
lendir og erlendir einstaklingar lagt
verkinu lið. Guðlaugur sagði að enn
vantaði þó herslumun til að ná end-
um saman við fjármögnun verksins.
Guðlaugur gat þess að sl. föstu-
dag, 28. júlí á réttum vígsluafmælis-
degi kirkjunnar, hafi verið undirrit-
aður samningur milli Reykholts-
söfnuðar og þjóðminjavarðar um
gagnkvæm lán á kirkjumunum ffá
Steinunn Bima Ragnarsdóttir, stjómandi Reykholtshátíðar er hér að selja þeim hjónum
Jóni Baldvini og Bryndísi miða á tónleikana sl. sunnudag.
16. og 17. öld sem hafa verið í
vörslu Þjóðminjasafnsins en era úr
Reykholti. Gegn því láni fær safhið
til varðveislu um hríð gripi er til-
heyrðu gömlu kirkjunni á staðnum.
Undanfarin ár hefur verið unnið að
endurgerð gömlu kirkjunnar í
Reykholti og er því verki nú lokið
og stefnt að formlegri opnun herm-
ar á ný nú í ágústmánuði. Þar verð-
ur opnuð sýning á vegum Þjóð-
minjasafns Islands er tengist m.a.
fornleifauppgreftri á staðnum.
Að lokinni athöfn bauð sóknar-
nefnd gestum til safnaðarkaffis í
Safhaðarsal Reykholtskirkju.
Að lokinni þessari athöfn hófst
síðasti tónlistarviðburðurinn á
Reykholtshátíð en hún var nú hald-
in í 10. skipti undir stjórn Stein-
unnar Birnu Ragnarsdóttur, píanó-
leikara. Mikil aðsókn var að öllum
dagskrárliðum hátíðarinnar og
góður rómur gerður að flutningi
tónlistarfólks sem kom ffá Póllandi,
Prag auk íslenskra tónlistarmanna.
Margir hátíðargestir héldu til í
Reykholti um liðna helgi og bjuggu
flestir á Fosshótel Reykholti en
einnig í sumarhúsum í héraðinu og
víðar. e i
MM