Skessuhorn - 02.08.2006, Qupperneq 13
^ktasunuiw
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006
13
Samgönguráðherra á ferð
um Breiðafjörð
Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra var
á ferð um Breiðafjörð
sl. miðvikudag og
ræddi m.a. við heima-
menn og hagsmuna-
aðila um samgöngur á
firðinum. Með ráð-
herra voru fulltrúar
frá bæjaryfirvöldum í
Stykkishólmi, Sigl-
ingastofnun, Rann-
sóknarnefnd sjóslysa,
Siglingaráði og Hafn-
arráði. Við samein-
ingu sveitarfélaga við
Breiðafjörð var ýms-
um úrbótum í hafnar-
málum lofað og var ferðin ekki síst
liður í því að kanna hvernig má
efna þau loforð. Aukin ferðaþjón-
usta á Breiðafirði, búseta í
nokkrum eyjum og fjölgun
skemmtibáta kallar á úrbætur í
þeim efnum. Meðal þess sem ráð-
herra ræddi við heimamenn var
bætt hafnaraðstaða í Flatey, bæði
fyrir smábáta og ekki síst vegna
Baldurs. Nýi Baldur er um 60
metrar að lengd en bryggjukantur-
inn í Flatey aðeins um 20 metrar.
MM Jóhannes hóndi Gíslason í Skáleyjum rœðir vió Sturlu á hiyggjunni í Skáleyjum.
Rábherra ræSir við heimamenn í Flatey. Frá vinstri eru Hafsteinn Guðmundsson, Sturla Böðvarsson,
Btyndts Þórðardóttir og Magnús Jónsson.
Opið bréftil Þorgerðar Katrínar,
menntamálaráðherra
K o m d u
blessuð og
sæl, Þorgerð-
ur Katrín.
Eg er einn af þeim sem hafa
áhyggjur af meðferðinni á móður-
málinu og sýnist málinu hraka,
þrátt fyrir aukna skólagöngu þjóð-
arinnar. Daglega heyrast og sjást
alls kyns villur í fjölmiðlum.
Ambögur hjá okkur eru af ýms-
um gerðum. Hér koma nokkrar úr
útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum.
Nú er oft fleirtala þar sem áður
var notast við eintölu. Á morgun
má búast við suðlægum áttum.
Það eru þau veganesti sem sam-
starfið byggir á. Mismunandi
brögð eru að súkkulaðinu. Búist
var við sömu verðum og afsláttum.
Hættulegir framúrakstrar. Sem
stendur eru hægar áttir.
Oft sést eða heyrist að áhrifs-
sögn er gerð áhrifslaus (þá stjórnar
hún ekki falli). Þegar kirkian og
peningar ber á góma. Ég tel að
Ibúðalánasióður sé markaður bás.
Sögnin slitin úr samhengi við
frumlagið (sögnin lagar sig ekki að
frumlaginu). Það varð átök um
þetta mál. Fjöldi manna fylgdu
honum til grafar. Gæði mjólkur-
innar hefur aukist. Síðan var greitt
atkvæði um verkfall. Það hefur
verið fjárhagsvandræði.
Villur af ýmsum gerðum. Kjöt
sem er slátrað. Rúmeninn var á
þrisvar sinnum lægri launum en
sagt var. Honum voru mislagðar
fætur. Dýr kostnaður. Þeir snúast
kringum hvern annan. Það verða
kennarar að gera sér grein fyrir.
Neytendur og önnur fyrirtæki.
Hvers konar íslenska er þetta?
Var þetta sagt til að sýna hvernig
íslenska á ekki að vera? Nei, þetta
er aðeins örlítið brot úr safninu,
þar sem reglur móðurmálsins eru
þverbrotnar hver á fætur annarri.
Eftir að við urðum svona „stór“,
eins og við erum núna, breyttum
við ýmsum orðum. Nokkur dæmi:
Barnsfæðing varð barnafæðingar,
fé - fjármagn, ræktun - ræktanir,
tími - tímapunktur, maður - aðili,
verð - verðin, stærð - stærð-
argráða, atvinna - atvinnutækifæri,
tjón - tjónin, upphaf - upphafsflöt-
ur, landbúnaður - landbúnaðar-
geiri, peningamaður - kjölfestu-
fjárfestir. Það er munur að vera
orðin(n) stór.
Orfáar ambögur til viðbótar:
Mönnum hafa fundist., Þar búa
fjöldi manna., Þeir eiga þakkir
skildar.. ..vegna aðstöðuskorts..
Steinar á ellefu vetra ær, sem bar
litla gimbur í snjónum á Reynis-
fjalli.
Merkingarlaus orð eru algeng:
Munurinn er sá, að.. - Munurinn
er, að... Ástæðan er sú, að... -
Ástæðan er, að... Sem að, ef að,
þegar að. Konan sem sagði: „Ef að
ég get, þegar að ég fer.“ Fyrir
stundu síðan - Fyrir stundu. Eign-
arfall eintölu af orðinu maður er
mikið notað þar sem ætti að vera
fleirtala. Fjöldi manns, í stað fjöldi
manna, 90 manns í stað 90 menn.
í fyrravor birtist á sjónvars-
skerminum dag eftir dag orðið
Samkeppnisstofnun. Hvaðan
kemur s-ið í keppnis? Keppni er
óbeygjanlegt orð. Eg hringdi í
stofnun sem gefur sig til að leysa
vanda fólks varðandi móðurmálið.
Þar fékk ég þær upplýsingar að s-
inu væri skotið inn í samsetning-
una og þannig væru fleiri orð til
dæmis ráðunautur u-inu skotið
inn. Var það ekki ráðanautur í
upphafi, sagði ég. Svarið var nei.
I Búnaðarritinu fyrir árið 1900
stendur allsstaðar ráðanautur.
Eg fór að velta fyrir mér sam-
settum orðum og fékk þá niður-
stöðu, að fyrri hluti samsetts orðs
er eitt af þrennu. stofn. sem er þol-
fall eintölu. eignarfall eintölu eða
eignarfall fleirtölu.
Af orðinu ráð eigum við alla
möguleikana. Ráðherra (stofn-
inn), ráðskona (eignarfall eintölu)
og ráðamaður (eignarfall fleir-
tölu). Eg hringdi aftur í fyrr-
nefnda stofnun og spurði hvort
fyrri hluti samsetts orðs væri ekki
eitt af þessu þrennu. „Hvar stend-
ur það skrifað?" spurði sá sem
svaraði. Eg hafði ekki svar við
spurningunni. „Það er auðheyrt
að þú ert ekki málfræðingur",
sagði viðmælandinn, með tilheyr-
andi áherslu. Eg hélt að þessir
menn væru til að leiðbeina fólki,
en ekki til að hæðast að skoðunum
þess.
Nú er það spurningin hvað skal
gera til að bæta málfarið og hvar á
að byrja? Verður þjóðin ekki að
setjast á „skólabekk“, jafnt ungir
sem gamlir. Það verða allir nem-
endur og sem flestir líka kennarar.
Allir þurfa að hjálpast að. Það má
ekki teljast skömm að hrasa.
Skömmin liggur hjá hinum sem
sleppir því að leiðrétta náungann.
Eigum við að senda fjölmiðlum
leiðréttingu, þegar við finnum
villu? Fjölmiðillinn þarf síðan að
kynna leiðréttinguna á ákveðnum
stað eða tíma, sem þjóðin á aðgang
að og veit af bæði stað og stund.
Morgunblaðið er stundum með
leiðréttingar á móðurmálinu.
Þökk sé því fyrir framtakið. Leið-
réttingarnar þyrftu að vera á
ákveðnum stað, svo þær fari ekki
framhjá þeim sem vill lesa.
Þorgerður Katrín, ég vona að þú
sjáir þér fært að gera eitthvað í
málinu. Aðgerðarleysi finnst mér
óþolandi. Eg óska þér alls góðs í
þessum grimma bardaga. Gangi
þér vel.
Mínar bestu kveðjur,
Þorsteinn Pétursson
Arbergi 3 - 320 Reykbolt
www.kjolur.is
Sími 525 8383
Við störtum helginni fimmtudagskvöldið kl. 22:30 til
23:30 með trúbadornum írisi Björgu Guðbjartsdóttur sem
sló í gegn á Leifshátíð fyrr í sumar.
DJ Swingman klárar kvöldið til kl. 01:00
Dúndur stuð verður til kl. 03:00 föstudags-,
laugardags-og sunnudagskvöldið.
Tilboð á svalandi alla helgina: 500 kr.
Minnum á, erum komin með þráðlausa nettengingu hotspot.
Kvöldganga
Kvöldganga UMSB um Eldborg verður
farin þann 3. ágúst.
Farið verður frá Snorrastöðum kl. 20.00.
Leiðsögumaður er Haukur Sveinbjarnarson.
Borgarfjarðarhlaup
Borgarfjarðarhlaup
UMSB verður haldið
þann 12. ágúst.
Skráning í síma 437-1411
og á umsb@umsb.is
Starfskraftur
óskast í efnalaug
Vantar að ráða starfskraft í fullt starf í
efnalaugina Múlakot í Borgarnesi.
Ráðið verður í starfið sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún á staðnum.
Einnig má senaa umsókmr á netfangið:
kross@vesturland.is
Umsóknarfrestur er til 11. ágúst nk.
jrni | Efnalaugin Múlakot ehf
/l/l11 I íl l/íl L Borgarbraut 55
IVUr jio Borgarnesi
1 Sími 437 1930