Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2006, Page 10

Skessuhorn - 09.08.2006, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 §HSSIBi©íS« Ferðalög við eldhúsborðið Rætt við Kristinn Jóhannsson ferðaþjónustubónda á Kverná í Grundarfirði Kristinn vií sumarhúsiS sem verið er að standsetja, bæjarhúsið í bakgrunni. I botni Grandarfjarðar stendur bærinn Kvemá. Nafhið er sérkenni- legt en það er komið frá landnemum frá Kvemaströnd í Noregi sem sett- ust að á Snæfellsnesi fyrir þúsund ámm eða svo. Gríðarlega fallegt er í kvöldsólimii að Kvemá; Grundar- mönin blasir við austan megin og Kirkjufellið ber við himininn í N- vestri. Þetta vom ferðalangar fljótir að koma auga á og það var nokkuð al- gengt að menn tjölduðu í túnjaðrin- um til að njóta kvöldsólarinnar og náttúrunnar. Að morgni var svo rölt heim að bæ og keypt mjólk eða skyr og þannig greitt fyrir gistinguna. Jó- hann Ásmundsson bóndi á Kvemá var fljótur að koma auga á möguleik- ann á því að bjóða upp á ferðaþjón- ustu á staðnum. Jóhann lét þó ekki slag standa en reisti í staðinn 40 kúa fjós ásamt konu sinni Jarþrúði Ás- mundsdóttur. Draumurinn um ferða- þjónustu blundaði þó alltaf í honum og árið 1981 reisti hann sumarhús á jörðinni ásamt sonum sínum og hófú þeir að bjóða ferðamönnum þjón- ustu. Jóhanns naut þó ekld lengi við, hann lést aðeins ári síðar og synimir tóku við. Nú, 25 árum síðar, er enn hægt að kaupa sér gistingu og afþreyingu að Kverná, ýmist í sumarhúsum, með því að tjalda eða að fá að gista í bæn- um. Kristinn Jóhannsson hefur hald- ið utan um þjónustuna allan þennan tíma. Hann segir að ýmislegt hafa breyst í ferða- þjónustugeir- anum á þessum tíma. „Þegar ég tók við um 1982 var verið að stofna Landssamtök ferðaþjónustu- bænda, sem síðar urðu að Ferðaþjónustu bænda. Eg mætti á undir- búningsfund og starfaði síð- an að félagsmálum um nokkra hríð í nánu samstarfi við margt gott fólk eins og Kristleif á Húsafelli. Þá vom merm að stíga fyrsm skrefin en síðan hefur þetta þróast mjög,“ segir hann. Fjölbreytt afþreying Landslagið og náttúran em aðall Gmndarfjarðar og í sjálfu sér nóg við að vera með að njóta náttúrunnar. Kristinn segir að mikið af fólki komi til þess eins að vera úti í náttúrunni og njóta kyrrðarinnar. Þrátt fyrir að Kvemá sé í næsta nágrenni bæjarins er samt mikil kyrrð og ró í umhverf- inu. Fólk fer í göngutúra að þeim þremur fossum sem em í landareign- inni, bæði borgandi gestir og eins þeir sem eiga leið hjá og fær leiðbein- ingar hjá heimamönnum. Kristinn býður einnig upp á ferðir á Snæfells- jökul og keyrir þangað með gesti sína. Hann er einnig í samstarfi við Eyjaferðir sem bjóða upp á bátsferðir um Breiðafjörð, en áður en það kom til sá Kristinn um það sjálfúr að út- vega báta í ferðir. Þá er hægt að veiða silung í Kvemá og Lýsu og með góð- um fyrirvara að komast í laxveiði. Það er því nóg við að vera á svæðinu en Kristinn segir að það sé fyrst og fremst náttúran sem fólk sækir í. „Við emm stolt af því að geta boðið upp á þá kyrrð og ró sem hér er, en þó í svo mikilli nálægð við þéttbýlið. Eitt af því sem Kristinn bauð upp á framan af vom skipulagðar ferðir í fiskvinnsluna. Þær mæltust vel fyrir og fannst erlendum gestum mikið til koma að fá að kynnast lífi heima- manna á svo beinskeyttan máta. Gestdr kunnu ekki við að ganga beint inn í fyrirtækið af götunni og því vom skipulagðar ferðir vel þegnar. Nú hafa þær hins vegar lagst af. „Það var lokað fyrir þetta í fiskvinnslunni,“ segir Kristinn. „Það komu nýir menn með nýjar reglur eins og gengur.“ Aukið lífsgildin Kristinn segir að samveran við fólk fr á ólíkum löndum sé helsti kosturinn við starfið. Það gefi mikið af sér og opni nýja heima. „Það em algjör for- réttindi að fá að ferðast um allan heiminn sitjandi við eldhúsborðið yfir kaffibolla," segir hann. Hann segir erlenda gesti einnig hafa opnað augu heimamanna fyrir nýjum þátt- um í þeirra nánasta umhverfi. „Hing- að komu t.a.m. þýskir bamaskóla- kennarar til að safúa blómum. Þeir komu í júlí og þá er allt í blóma hér en það gerist mun fyrr í Þýskalandi. Þeir komu í tvígang og söfúuðu jurt- um sem þeir notuðu svo í kennslu sinni heima fyrir. Það að labba með þeim um landið og týna jurtir varð til þess að allt í einu fór maður að taka efdr plönmm sem maður áður stikaði yfir á leið sinni yfir túnin. Þetta opn- ar okkur sýn fyrir þeim gæðum sem við búum við.“ Kristinn segir að þjónustan hafi aukið lífsgildi heima- manna og gefið þeim færi á að kynn- ast skemmtilegu fólki. Upplýsingamiðstöðvam- ar mikilvægar Margt hefúr breyst á undanfömum áratugum í Grundarfirði. Áður en Mjósundsbrúin kom yfir Hraunsfjörð og vegurinn yfir Búlandshöfða upp úr 1960 var Grundarfjörður endastöð á Snæfellsnesi. Nú er hann miðsvæð- is á norðanverðu nesinu og þægileg miðstöð fyrir styttri ferðir þar um. Kristinn segir að áður fyrr hafi flestir gestanna gist í 3-7 daga en síðan hafi það aukist að menn vom einungis eina nótt. Síðustu árin sé fólki sem dvelur lengur á Kverná farið að fjölga. Kristinn fer ekki í grafgötur með mikilvægi upplýsingamiðstöðva fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Hann segir að miðstöðin í Borgamesi gegni lykil- hlutverld og beini ferðamönnum á Snæfellsnesið. Þá segir hann upplýs- ingamiðstöðvar í bæjunum í kring mikilvægar og uppkoma þeirra sé já- kvæð þróun. „Reyndar er miðstöðin í Borgarnesi í einhverri lægð en hún verður að vera tdl staðar. Mér finnst að sveitarfélögin hér á nesinu ættu að taka sig saman og styrkja hana því hún er okkur svo mikilvæg á þessu svæði.“ Með Eyrbyggju í túnjaðrinum Á 25 árum hafa eðlilega skipst á skin og skúrir og Kristinn segir að þeir tímar hafi oft komið að hann hafi velt því fyrir sér að pakka saman og hætta þessu. „Síðan er alltaf eitthvað sem hífir mann upp og hvetur til áffamhaldandi starfa. Þetta er svo gefandi,“ segir hann. Hann segist mjög bjarstýnn á ffamtíðina og í raun bjartsýnni nú en fyrir 10 ámm á það að byggja aðstöðuna betur upp. Ver- ið er að endurbyggja sumarhús á jörðinni og verður aðstaðan betri þegar því verki er lokið. Kristinn tel- ur að það séu allir möguleikar á að efla þjónustuna. „Við erum vel stað- sett hér og erum með sögusvið Eyr- byggju í túnjaðrinum, auk þess sem náttúran er ægifögur. Þetta svæði hentar því vel tdl ferðaþjónustu,“ seg- ir Kristinn að lokum. -KOP Fjölskylda og vinir samankomnir í til að minnast þess að 25 ár eru liðinfráþví aðjóhann Asmundsson hóf ferðaþjónustu við Kvemá. (JSMhozÍíi^ Umsjón: Gimnar Bender II Misjafiit gengi í blekjunni „Þetta var frábær veiðitúr í Skálmadalsá en við fengum yfir 30 bleikjur og það var mikið eftir af fiski í ánni þegar við hættum veiðum,“ sagði Eggert Jóhannessoú sem var að koma af veiðislóðum fyrir fáum dögum með góðan feng. En almennt má segja að bleikjuveiðin hafi verið slöpp og fiskurinn skilað sér illa í ámar. Þannig vantar bleikjuna alveg í margar veiðiár en þar sem hún er mætt hefúr hún þó verið væn. Þannig má segja að Skálmadalsá sé undantekning, því þar hefur mikið af bleikju veiðst upp á síðkastið: „Það veiddu allir fisk sem fóm í ferðina og allavega einn veiðimað- urinn fékk sinn fyrsta fisk á ævinni. Bleikjan er skemmtdleg þegar hún tekur og er mætt á annað borð,“ bættd Eggert við. Laxiim mættur í Hörðudalsá „Laxirm er kominn í Hörðudalsá. Jói Sig var þar fyrir fáum dögum og sá töluvert af fiski, það verður spennandi að fara þangað og renna næstu daga,“ sagði Sigurður Sigurjóns- son er við spurðum um Hörðudalsá í Dölum en veiðin er vonandi að bama þar eftir ffem- ur mögur sumur. „Það hefur ekld mikið sést af bleikju, en laxinn er kominn. Eg var í Víði- dalsá fýrir skömmu og það gekk rólega, en veiðin er bara svona - aldrei hægt að ganga að fiskinum vísum,“ bætti Sigurður við. Laxinn kemur ekki heim! Leiryogsá var orðin ein besta veiðiá lands- ins. En það gæti e.t.v. breyst í sumar því núna eru aðeins komnir 200 laxar á land. En laxinn skilar sér ekki eins vel í ána og fyrir ári síðan þegar hún gaf yfir 700 laxa og merm leita þessa dagana að skýringunni fyrir minni veiði, en hún liggur ekki á lausu. Reyndar hefur laxinn verið að skila sér illa í fleiri ár. Sú dýrasta og besta tdl marga ára hef- urgefið lítið af fiski og er þá átt við sjálfa Laxá á Ásum. Þó dagurinn þar sé seldur á 250 þús- und krónur, kemur allt fyrir ekki! Fleiri veiða í tjömunum „Það hefur verið góð aðsókn hjá okkur í Hvammsvík og við höfum verið að sleppa hellingi af vænum fiski í vatnið," sagði Pét- ur Jónsson í Hvammsvík í Kjós í samtali við Skessuhorn. Sífellt fleiri veiðimenn kjósa að fara þangað sem fiskur er örugglega til staðar, eða þar sem honum hefur verið sleppt í lokaðar tjarnir. Margir hafa því keypt veiðileyfi á stöðum eins og Hvamms- vík, Reynisvatni, Seltjörn og Hólavatni. Góð veiði í Skorradalsvatni Það hefúr verið fín veiði í Skorradalsvatni í sumar og margir rennt þar fyrir silung og er fiskurinn vænni en oft áður. ,Já, það hefur verið góð veiði í vatninu og margir veiðimenn fengið vænan silung, mest bleikjur,“ sagði Ólafur Kr. Ólafsson veiðimaður og sumarbú- staðaeigandi við vatnið í samtali við Skessu- horn. Þar hafa menn verið að fá mikið af þriggja til fimm punda bleikjum upp á síðkastið. Margir voru þar við veiðar um liðna helgi og gekk vel. Gott í silungnum í Andakílsá „Það var allt í lagi á silungasvæðinu í Anda- kílsá, við fengum 16 bleikjur og veiddum þessa fiska mest í kringum klappirnar,“ sagði Svavar Sölvason prentari sem var að koma úr Andakílsá, en góð bleikjuveiði hefur verið á svæðinu. Á laxasvæði Andakílsár hefur verið góður gangur að undanförnu og eru vel á annað hundrað laxar komnir á þurrt. Hollin hafa verið að veiða þetta átta tdl tólf laxa hvert, sem er mjög gott. Laxinn dreifir sér vel um svæðið. Þetta er mun betri veiði á laxasvæðinu Þeir Theodór og Kári voru á veiðislóðum við Reyn- isvatn þegar við hittum þá og þeir voru búnir að veiða fallegan tveggja punda regnbogasilung. Það var nóg affiski í vatninu en hann var tregur að taka agn veiðimannanna. en fyrir ári síðan og ennþá er besti veiðitím- inn efdr. Norðurá enn á toppnum Að lokum birtum við hér nýjustu tölur um laxveiðina í vestlensku ánum, af vef Lands- sambands veiðifélaga - www.angling.is Töl- urnar eru frá 2. ágúst sl: Norðurá 1744, Þverá og Kjarará 1506, Langá 809, Haffjarðará 685, Grímsá og Tunguá 557, Laxá í Kjós 520, Laxá í Leirár- sveit 274, Flókadalsá (Borgarf.) 262, Straum- fjarðará 262, Laxá í Dölum 242.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.