Skessuhorn - 04.10.2006, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006
Borgar Þór sækist efirir
4.sæti í NV kjördæini
Borgar Þór Einarsson, formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna,
gefur kost á sér í 4. sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi fyrir alþingis-
kosningamar í vor. Borgar Þór er
búsettur á Akranesi, fæddur þar og
uppalinn. Hann er lögffæðingur að
mennt og starfar sem sérfræðingur
á lögffæðisviði Landsbanka Islands.
Kjördæmisþing sjálfstæðismanna í
Norðvesturkjördæmi kemur saman
á ísafirði um næstu helgi þar sem
ákvörðun verður tekin um hvort
haldið verði prófkjör eða hvort
stillt verði upp á lista. Borgar Þór
sækist efrir 4. sæti á listanum, hvor
leiðin sem farin verður.
Borgar Þór hefur gegnt margvís-
legum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn; var kosningastjóri
Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur-
kjördæmi í alþingiskosningunum
2003 og aðstoðarmaður mennta-
málaráðherra 2003-2004. Harm var
formaður Þórs, félags ungra sjálf-
stæðismanna á Akranesi árin 1994-
1995 og sat í stjórn Heimdallar, fé-
lags ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík 1999-2001. Borgar Þór á
sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
sem formaður SUS og hann situr
jafnframt í framkvæmdastjórn
flokksins. Hann var formaður
Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta, 2001-2002 þegar Vaka
endurheimti meirihluta sinn í stúd-
entaráði eftír 12 ár í minnihluta.
Hann stofnaði þjóðmálavefritið
Deigluna árið 1998 og ritstýrði því
þar til hann tók við formennsku í
Sambandi ungra sjálfstæðismanna
haustíð 2005.
MM
Borgar Þór Einarsson.
t iiiH
úm
Gamla geymslan
verður rifin
Á síðasta fundi skipulags- og
byggingarnefndar Borgarbyggðar
var m.a. samþykkt að húsið við
Brákarbraut 2 yrði rifið. Húsið,
sem stendur á homi Egilsgötu og
Brákarbrautar, hefur undanfarin ár
þjónað sem geymsla og hefur
verulega látið á sjá. Samkvæmt
heimildum Skessuhorns er fyrir-
hugað að byggja íbúðarhúsnæði á
lóðinni.
MM
Ellefii í prófkjör SamfyUdngarinnar
í Norðvesturkj ördæmi
Ellefu einstaklingar gefa kost á
sér í fjögur efstu sætin á lista Sam-
fylkingarinnar fyrir prófkjör
flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Kjörnefnd hefur sent frá sér frétta-
tilkynningu þar sem segir að próf-
kjör verði haldið helgina 28.-29.
október og verður það opið öllum
flokksmönnum og stuðnings-
mönnum í kjördæminu. Þeir sem
gefa kost á sér eru:
Sveinn Kristinson, bœjarfulltrúi á
Akranesi gefur kost á sér í 1. sætið.
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
á Akranesi gefur kost á sér í 1.-2.
sæti listans.
Anna Kristín Gunnarsdóttir, al-
þingismaður, Sauðárkróki gefur
kost á sér í 1.-2. sætið.
Séra Karl V Matthíason, fyrrver-
andi alþingismaður, Reykjavík gefur
kost á sér í 1.-2. sæti listans.
Sigurður Pétursson, bæjarfulltrú á
ísafirði gefur kost á sér í 1.-4. sæti
listans.
Bryndís Friðgeirsdóttir, fyrrverandi
bæjarfulltrúi á ísafirði gefur kost á
sér í 2.-5. sæti listans.
Helga Vala Helgadóttit; fölmiðla-
kona og laganemi í Bolungarvtk gef-
ur kost á sér í 2.-3. sæti listans.
Ragnhildur Sigurðardóttir, lektor á
Hvanneyri, biísett í Snæfellsbæ gefur
kost á sér í 3. sæti listans.
Benedikt Bjamason, nemi við Há-
skólann á Bifröst búsettur á ísafirði,
gefur kost á sér í 3.-4. sætið.
Einar Gunnarsson, kennari í Stykk-
ishólmi gefur kost á sér í 3.-4. sæti
listans.
Bjöm Guðmundsson, smiður á
Akranesi gefur kost á sér í 4 sæti.
Benedikt Bjamason vill á
lista SamfyUdngarinnar
Benedikt Bjamason.
Benedikt Bjarnason háskólanemi
á Bifröst hefur gefið kost á sér til
setu í 3,- 4. sæti á lista Samfylking-
arinnar í Norðvesturkjördæmi við
næstu þingkosningar. Hann er Súg-
firðingur og er á lokaári í við-
skiptafræði við Háskólann á Bifröst
og samhliða því vinnur hann að
uppbyggingu verkefnisins Sjávar-
þorpið Suðureyri. I samtali við
Skessuhorn segist hann snemma
hafa hneigst að jafnaðarstefnunni
og hafi tekið virkan þátt í stjórn-
málastarfi, fyrst með Alþýðuflokkn-
um og síðar með Samfylkingunni.
Hann var um tíma formaður Félags
ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
og hefur setið á lista Alþýðuflokks-
ins í sveitar- og Alþingiskosning-
um.
Hann segir ástæður framboðs
síns óbilandi trú á uppbyggingu
landsbyggðarinnar. „Eg tel að tæki-
færi landsbyggðarinnar hafi verið
að aukast á seinni árum. Með
markvissri og metnaðarfullri stefhu
í samgöngu-, atvinnu og mennta-
málum mun samkeppnisstaða
Norðvesturkjördæmis styrkjast
verulega og verða sambærileg við
önnur kjördæmi. Einnig er ég
mjög áhugasamur um færslu á verk-
efnum frá ríki til sveitarstjórna
enda eru sveitastjórmr best í stakk
búnar tíl að taka ákvarðanir um
nærþjónustu við íbúa. Styrking
sveitastjórnarstigsins er í raun
áhrifaríkasta leiðin til að styrkja
byggðir landsins að mínu mati“
segir Benedikt.
Benedikt segir áríðandi að jafn-
aðarmenn komist til valda og verði
gert kleift að brúa þá gjá sem hann
segir að sé orðin til í landinu á milli
ofurríkra og bláfátækra. „Listinn
okkar verður því að endurspegla
fjölbreytileika okkar ásamt kyni og
aldri. Þjóðfélagið þarfhast ríkis-
stjómar sem stefnir að félagslegum
og efnahagslegum jöfnuði íbúanna.
Þessum áherslum verður aldrei
hrint í framkvæmd nema að jafnað-
armenn leiði næstu ríkisstjórn og
því býð ég ffam krafta mína í bar-
áttu okkar jafhaðarmanna fyrir rétt-
látu samfélagi“ segir Benedikt að
lokum.
HJ
Bætist í frambjóðendahóp
Samfylkingarinnar
Bryndís Friðgeirsdóttir hefur
ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti
á framboðslista Samfylkingarinnar í
NV kjördæmi fyrir komandi alþing-
iskosningar. Bryndís sem er 48 ára
og býr með fjölskyldu sinni á Isafirði
hefur verið bæjarfulltrúi síðasdiðin
15 ár, fyrst fyrir Isafjarðarkaupstað
og síðar Isafjarðarbæ efrir samein-
ingu sveitarfélaga á svæðinu. Hún
hefur tvisvar tekið sæti sem vara-
maður á Alþingi. Bryndís er kenn-
ari að mennt og starfaði í 15 ár sem
grunnskólakennari á Isafirði en hef-
ur gegnt stöðu svæðisfulltrúa Rauða
krossins á Vestfjörðum sl. 9 ár. MM
Bryndís Friðgeirsdóttir.
PISTILL GISLA
Allt á leið til andskotans!
Velsæld er að stofhi til hugará-
stand. Eg þekki ágætis menn, vel
af guði gerða, sem hafa til þess
alla burði að hafa það fínt og lifa í
vellystingum praktuglega. Þeir
hafa hinsvegar tekið þá ákvörðtm
á einhverjum tímapunkti að
heimurinn sé að fara tdl andskot-
ans og þjást þessvegna fyrirffam
til öryggis.
Eg, affur á móti, hef farið hina
leiðina. Eg hef nýtt mér þá stað-
reynd að með hæfilegri sjálfs-
blekkingu geti maður haft það
fínt þótt maður ætti í raun og
veru að hafa það skítt samkvæmt
öllum náttúrulögmálum. Þess-
vegna þykir mér það verulega
skítt þegar eitthvað eða einhver
verður til þess að skyggja á þessa
björm mynd sem ég mála gjarnan
af heiminum fyrir sjálfan mig að
horfa á.
Með umtalsverðri atorku hefur
mér tekist að telja sjálfum mér trú
um að ég sé alls ekki svo slæmur.
Það sem þó er meira um vert er
að ég hef sannfært sjálfan mig
um að mitt nærumhverfi sé öld-
ungis ágætt og vel ríflega það.
Ég hef fram til þessa trúað því
að Vesturland sé land tækifær-
anna; hér sé með öðrum orðum
gott að búa og eigi eftir að verða
enn betra í náinni framtíð.
I morgun brá hinsvegar svo
við að það brá skugga á hið
bjarta Vesturland. Ég gerði þau
reginmistök að lesa hávísinda-
lega úttekt Fréttablaðsins á
byggðaþróun á Vesturlandi.
Niðurstaða blaðamanns, (sem
ég hef reyndar grun um að sé
fæddur og uppalinn í Borgar-
nesi án þess að það eigi að koma
málinu við) er sú að nánast öll
sveitarfélög á Vesturlandi séu í
bráðri útrýmingarhættu. Blaða-
maðurinn byggir niðurstöður
sínar á því að setja nokkrar töl-
ur inn í módel sem hannað er af
bandarískum spekingum til að
meta framtíðarhorfum sveitar-
félaga á tilgreindum sléttum í
Bandaríkjahreppi. Þar er það
meðal annars talið einstökum
sveitarfélögum á Vesturlandi til
hnjóðs að íbúar á ferkílómeter
eru ekki sérlega margir. Með
öðrum orðum þá eru Vestlend-
ingar í bráðri útrýmingarhættu
vegna þess að þeir hafa of mikið
pláss. Einnig vega meðaltekjur
íbúa þungt í þessu sambandi
sem vissulega er gott og gilt en
einnig þykir það bagalegt að
færri húsakaupasamningar hafa
verið gerðir í landshlutanum en
víða annarsstaðar. Samkvæmt
því væri eitt ráð til að bæta
framtíðarhorfur Vestlendinga
að menn tækju sig saman um
það, tveir og tveir t.d., að skipta
á íbúðum sín á milli einu sinni
eða tvisvar á ári.
I umræddri úttekt er hinsveg-
ar ekki tekið tillit til allra þeirra
jákvæður þátta sem ég vil alla-
vega meina að skipti máli fyrir
framtíð svæðisins. Uppbygging
atvinnutækifæra, skólastofnana
og ýmis konar grunnþjónustu
auk bættra samgangna og fjölda
annarra hluta sem tína mætti til
ef ekki væri ætlunin að fela þá í
þessu samhengi. Það er heldur
ekki bent á það að þetta svæði
hefur orðið fyrir ýmis konar
skakkaföllum í gegnum tíðina.
Er þar nærtækt að nefna hrun
skelfisksstofhsins í Breiðafirði,
samdrátt í úrvinnslu landbúnað-
arafurða o.fl. Þessum áföllum
hefur verið mætt með því að
nýta önnur tækifæri og það með
allgóðum árangri.
Það er alþekkt í blaðamanna-
stétt að það getur verið til bölv-
unar að spyrja of margra spurn-
inga því þá fá blaðamenn hugs-
anlega önnur svör en þeir vildu.
Þannig er hægt að gjöreyði-
leggja góða frétt.
Gísli Einarsson,
í lítrýmingarhættu