Skessuhorn - 04.10.2006, Side 19
^»unuui
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006
19
Afinæli Grundaskóla
Þessa dagana stendur yfir hátíð í
tilefni þess að 25 ár eru liðin frá
því að Grundaskóli tók til starfa.
Mikið hefur staðið yfir í skólanum
til að tryggja það að allt fari ffam á
tilhlýðilegan máta. Nemendur
hafa föndrað og bakað, skreytt og
fegrað til að hátíðin megi heppnast
sem best. Þegar blaðamann
Skessuhorns bar að garði sl. föstu-
dag stóð undirbúningur sem hæst
yfir, þó vissulega hafi hefðbundið
nám ekld algjörlega verið látið sitja
á hakanum. Skessuhorn birtir hér
nokkrar myndir af undirbúningi
nemendanna. -KOP
Krakkamir föndruðu í mismunandi litum eftir bekkjardeildum. Hér eru 3. og 4. bekkur
aðfóndra hjörtu og fleira fínert til skreytinga.
Guttormur Hannesson skólast/óri tekur sérfrífi-á undirbúningi Þessir krakkar voru t sögustund og dunduðu sér viðföndur á mei-
hátíóarinnar til aó skoóa saumaskapinn hjá þessari ungu stúlku. an þau hlustuöu á œvintýri.
Verkalýðsfélag Akraness
Tránaðarmenn
Verkalýðsfélags
Akraness athugið!
Verkalýðsfélag Akraness býðurtrúnaðarmönnum félagsins
uppá trúnaðarmannanámskeið. Námskeiðið er Liöur í
því aó gera trúnaðarmenn hæfari tiL að takast á við þau
verkefni sem tilheyra trúnaðarmönnum.
Námskeiðið byrjar mánudaginn 16. október og Lýkur
föstudaginn 20. október. Námskeiðið verður haldið í
fundarherbergi félagsins að Sunnubraut 13.
Samkvæmt kjarasamningum hefur hver trúnaðarmaður
rétt á að sækja trúnaðarmannanámskeið einu sinni á
ári, án skerðingar á dagvinnulaunum.
Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hvetur alla
trúnaðarmenn félagsins til að skrá sig fyrir
föstudaginn 13. október. Skráning fer fram á
skrifstofu félagsins eða í síma 430-9900 og þar er
einnig hægt að fá nánari upplýsingar um námskeiðið.
Hausditadýrð á Snæfellsnesi
Náttúran skartar sínu fegursta undir Jökli og eru haustlitirnir nú farnir að færast á lyng, skóg og gróður allan.
Prestahraun, þaryfir Rauöhóll og enn ofar Hreggnasi. Noröan viö Skeiösand. Fjöllin erufrá vinstri Miöfell, Báröar-
kista, Geldingafell vestara en á því siturþoka.
Vfkingur orðinn blár
Undanfarna daga
hefur eitt af atvinnu-
tækjum Akraness tekið
talsverðum breyting-
um. Nótaskipið Vík-
ingur hefur verið mál-
að í nýjum litum.
Rauði litur HB er
horfinn og nú er skip-
ið orðið blátt að lit
eins og önnur skip HB
Granda. Fráleitt er
þetta þó í fyrsta skipti
sem skipt er um lit á skipinu. Eins
og kunnugt er var skipið smíðað í
Þýskalandi árið 1960 og fyrstu ára-
mgina var það grænt að lit. Um
miðjan nítmda áratug síðusm aldar
var það síðan málað blátt og síðar
rautt. Með breytingimum nú verð-
ur það því blátt öðru sinni þó ekki
sé það sami blái liturinn. HJ
■A----A-------
Myndir úr safiii Olafs Amasonar
Að þessu sinni tengjast myndir
Ólafs Arnasonar báðar sjávarútveg-
inum. A fyrri myndinni má sjá
áhöfhina á Höfrungi II AK150 eft-
ir löndun á síld í Akraneshöfn.
Garðar Finnsson skipstjóri og á-
höfnin stilla sér upp fýrir mynda-
töku. Seinni myndin er tekin í
Dráttarbraut Akraness, Skipa-
smíðastöð Þorgeirs og Ellerts, eða
Slippnum. Verið er að sjósetja
Haukaberg SH 20 einhvern tímann
á árabilinu 1970-1980. Lengst til
hægri stendur Runólfur frá Grund-
arfirði, eigandi skipsins.
Þeir sem telja sig þekkja ein-
hverja á myndunum, eða hafa um
þær aðrar upplýsingar, eru vinsam-
legast beðnir um að hafa samband
við Maríu Karen Sigurðardótmr á
Ljósmyndasafni Reykjavíkur í síma
563-1790, eða í netfangið
ljosmyndasafn@reykjavik.is Þá er
minnt á að fleiri myndir Ólafs mðá
skoða á myndavef Ljósmyndasafns
Reykjavíkur á netinu.
-KÓP
www.skessuhorn.is
Tveir góðir Vestlendingar og feðgar eiga stórafmæli
í þessari viku þeir Hafsteinn Sigurbjörnsson og
Sigurbjörn Hafsteinsson báðir pípulagningameistarar
og kenndir við Pípó Akranesi.
Hafsteinn Sigurbjörnsson
pípulagningameistari Akranesi er 75
ára þann 5. október.
Hann mun fagna timamótunum með
fjölskyldu sinni á heimiti sínu
Höfðagrund ló Akranesi,
Eilífðartöffarinn Sigurbjörn
Hafsteinsson, Siggi í Pípó, verður
fimmtugur 8. október.
Óvíst er um hátíðarhöld, en hann þiggur
blöm og árnaðaróskir með þökkum.
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
SÍMI 533 4040
Dan V. Wiium hdl., lögg. fasteignasali
Opið mán.-fim. frá kl. 9-18,
fös. frá kl. 9-17.
Glæsilegt og vandað 109 fm parhús
á tveimur hæðum ásamt bílskúrsrétti
við Böðvarsgötu. Byggt 1999.
Fallegur suðvestur garður með
timburverönd og verðlaunalóð.
. Vandaðar innréttingar og gólfefni.
s Þrjú svefnherbergi, góðar stofur,
\ snyrtingar á báðum hæðum. Góð
I staðsetning og stutt í flesta þjónustu.
S Verð: 22 millj.
Kristinn Valur Wiium sölumadur s. 896 6913 og Ólafur Gudmundsson sölustjóri s. 896 4090
Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is