Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2006, Síða 8

Skessuhorn - 15.11.2006, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 Unnið að undirbúningi aksturs- kennslusvæðis á Akranesi A aksturskennslusvœði sem undirbúningshópurinn skoðaði jýrir skiýmmu. Hér er líkt eftir hálku. Sigurður Amar Sigurðsson, ökukennari á aksturs- kennslusvæði líku jmí sem hyggt verður á Akranesi. Nýverið fóm fulltrúar frá Akra- neskaupstað, Ökukennarafélagi Is- lands og Samgönguráðuneytinu til Malmö og Kaupmannahafriar til að .kynna sér aksturkennslusvæði í þess- um löndum. Eins og komið hefur fram í fréttum Skessuhoms er unnið að undirbúningi verkefnis sem mið- ar að því að byggja upp aksturs- kennslusvæði á Akranesi sem þjóna mun öllum ökunemum hér á landi, atvinnubílstjórum og öðrum þeim ökumönnum sem kjósa að endur- mennta sig og þjálfa í akstri við erf- iðar aðstæður. Nú era breytingar fyrirhugaðar á EES svæðinu sem munu ná til ís- lenskra atvinnuökumanna um að þeir fari í sérhæfða þjálfun á slíkum svæðum. ,Menn hafa fundið út að það lækkar tjónatíðni atvinnubíl- stjóra að skylda þá til endurþjálfunar Ján Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi var með tför ogprófar hér aksturshermi. og fræðslu við aðstæður sem hægt er að skapa á slíkum svæðum. Varðandi unga ökumenn hefur það sýnt sig að fræðsla við slíkar aðstæður hefur skipt sköpum fyrir hæfhi þeirra í umferðinni. A shkum svæðum er verið að kenna ungum öku- mönnum að bregðast rétt við aðstæðum sem geta komið upp í umferðinni, en ekki er verið að kenna þeim að aka hratt, heldur er lögð áhersla á að kenna þeim að haga akstri eftir aðstæðum,“ segir Sigurð- ur Arnar Sigurðsson, ökukennari og fulltrúi Akraneskaupstar í undir- búningshópi að verkefn- inu. „Þessi undirbúnings- hópur hefur nú komið sér upp sam- vinnuhópi sérfræðinga sem starfar á aksturskennslusvæðum á Norður- löndum. Við ætlum okkur að byggja upp hér á Akranesi svæði sem upp- fyllir ítmstu kröfirr um slík svæði þar sem m.a. er hægt að líkja efdr að- stæðum sem skapast við hálku, á blautum vegum, við akstur á malar- vegum og svo ffv. Nú hggur boltinn í þessu verkefni hjá samgönguráðu- neytinu og er nú beðið eftir því að ráðuneytið auglýsi forval fyrir upp- byggingu slíks svæðis og gefi í ffarn- haldinu út reglugerð sem miði að því að hægt verði að hefja starfsemi 1. janúar 2008. Þessvegna höfum við í undirbúningshópnum verið að funda með samstarfsaðilum og vinna að öðm leyti að framgangi verkefir- isins til að það náist í tæka tíð að opna effir rúmlega eitt ár,“ segir Sig- urður Amar í samtali við Skessu- hom. MM Markaðsfulltrúi fluttur á Safiiasvæðið Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt samhljóða tillögu stjórnar Byggðasafhsins að Görðum þess efnis að markaðsfulltrúi Akranes- kaupstaðar verði framvegis með starfsaðsetur á safnasvæðinu að Görðum. Honum er ætlað að taka yfir ákveðna verkþætti í rekstri safnasvæðisins í náinni samvinnu við stjórn safnsins og forstöðu- mann þess. Þá mun hann koma að mótun og framkvæmd heilda- stefnu fyrir Safnasvæðið og einnig er honum ætlað að hafa umsjón og ábyrgð á vef safhsins. Þá segir í samþykkt bæjarráðs að stjórn safnsins hafi yfirumsjón með Safnasvæðinu og sæki markaðsfull- trúi fundi þess og hafi þar tillögu- rétt og málffelsi. Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi Samfýlkingarinnar lét bóka að hann teldi þessa samþykkt jákvætt skref í því að gera starfsemina á svæðinu öflugri, en eðlilegt að áhrif breyt- inganna verði metin eftir ár. HJ Jafiaréttísáædun Grundaríj arðarbæj ar samþykkt Bæjarstjórn Grundarfjarðar sam- þykkti í síðusm viku samhljóða jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið. Markmið áætlunarinnar er að smðla að jafnri stöðu kvenna og karla í Grundarfjarðarbæ og jöfii- um möguleikum kynjanna til að nýta sér það lagalega jafhrétti sem er til staðar. Þetta á við um mennt- un, atvinnulíf og félagsh'f. Það er stefha bæjarins að kynin njóti sömu tækifæra, fái sömu laun fyrir sömu vinnu og hafi sömu réttindi og sömu möguleika til áhrifa í samfé- laginu. Fram kemur í áætluninni ákvæði til starfsmanna sveitarfélagsins sem eiga að leitast við að hlutföll kynja og réttindi séu sem jöfnust. Þetta á við ýmsa þætti, eins og t.d. nefndir og ráð á vegum sveitafélagsins, í úthlutim verkefha, við ákvörðun launa og í íþrótta- og æskulýðsmál- um þar sem veita skal stúlkum og drengjum sömu tækifæri til íþrótta- iðkunar og íþróttafélögin hvött til hins sama. Auk þess em í áætlun- inni tilmæli um hið sama til ein- staklinga og yfirvalda, stofnana og fyrirtækja sem ekki heyra imdir stjóm sveitarfélagsins. KH Spölur hagnast Rúmlega 12 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Spalar, sem á og rekur Hvalfjarðargöng, á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk 30. september. Er það nokkm betri árangur en árið áður þegar rúmlega tveggja milljóna króna tap varð af rekstrinum. A rekstrarárinu fóra rúmlega 1,8 milljónir bíla um göngin, eða um 5.000 bílar á sólar- hring, sem er um 12% aukning ffá árinu áður. Tekjur félagsins jukust þó aðeins um 1 % á milli ára og hafa því meðaltekjur á hverja ferð farið lækkandi þar sem æ fleiri nýta sér afsláttarmöguleika þá sem í boði em. A síðasta rekstrarári vora tekjur Spalar rúmar 995 milljónir króna. Viðhald og rekstur félagsins kost- aði rúmar 140 milljónir króna og hækkaði sá kostnaður um rúman fjórðung á milli ára. Skrifstofu og stjórmmarkostnaður var rúmar 64 milljónir króna og lækkaði um tæp 12% á milli ára. Þá vom afskrifrir rúmar 220 milljónir króna. Rekstr- arhagnaður fýrirtækisins fyrir fjár- magnsliði var því rúmar 570 millj- ónir króna og lækkaði um tæpar 20 milljónir króna á milli ára. Fjár- spQ||ir magnsgjöld fýrirtækisins vom rúm- ar 555 milljónir króna og tekju- skattur var tæpar 3 milljónir króna. Þann 30. september vora skuldir félagsins rúmlega 4,6 milljarðar króna og höfðu á árinu lækkað um 145 milljónir króna. Starfsmenn fé- lagsins vora 17 á árinu í 14,5 stöðu- gildum. Laun og launatengd gjöld námu samtals rúmum 70 milljón- um króna og laun og þóknanir til stjómar og stjórnenda námu rúm- um 10 milljónum króna. HJ Félagsmálaráðherrra kymtír nýja stefimmótxin í þjónustu við fatlaða Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra í ræðustél. Hjá honum á hægri hönd er Magnús Þorgrímsson, forstöðumaður svœðisskrifstofu jnálefna fatlaðra á Vesturlandi og Þór G Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu. Þorvarður Magnússon, forstöðumaður Fjöliðjunnar á Akranesi. Sigurður Smári Kristinsson, starfsmaður Fjöliðjunnar krafði ráðheira svara og var ánægður með svörin sem hannfékk. Magnús Stefánsson, félagsmála- ráðherra kynnti formlega í Fjöliðj- unni á Akranesi í síðustu viku ný stefnudrög ríkisstjórnarinnar í þjónustu við fatlaða. I þeim felst að árið 2016 njóti fatlað fólk á íslandi sambærilegra lífskjara og Hfsgæða og aðrir þegnar þjóðfélagsins. For- stöðumaður Fjöliðjunnar á Akra- nesi fagnar stefnudrögunum en lagði ríka áherslu á að hún væri til einskis án fjármagns og fram- kvæmda. Ráðherra rakti vinnuferlið sem hefur átt sér stað en vinnan að stefhdrögunum hefur staðið yfir í tvö ár. I upphafi voru skipaðir starfshópar notenda, aðstandenda þeirra og starfsfólks í málaflokkn- um, alls 30 manns. Þetta fólk hefur verið í samráði við bakland sitt, hagsmunasamtök fatlaðra, aðstand- enda þeirra og samstarfsfólk, þannig að áætlað er að rúmlega hundrað manns hafi komið að verk- efhinu. Samkvæmt ráðherra hafa stefiiudrögin verið send til form- legrar umsagna hagsmunasamtaka fatlaðra, Landssamtakanna Þroska- hjálpar, Oryrkjabandalags Islands og fleiri sérfróðra aðila. Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóri í félags- málaráðuneytinu, fór síðan yfir helstu mark- mið stefnumótunarinn- ar en í megin atriðum em þau að árið 2016 njóti allt fatlað fólk á Is- landi sambærilegra lífs- kjara og lífsgæða og aðrir þegnar þjóðfélags- ins. Að fagleg þekking og færni starfsfólks, verklag og gæði þjón- ustunnar sé á við það besta í Evrópu. Þorvarður Magnús- son, forstöðumaður Fjöliðjunnar á Akra- nesi, tók til máls og sagði að hér væri um stórmerkilegt plagg að ræða. Hann fagnaði sveigjanleika stefnunnar en lagði jafhframt ríka áherslu á að hún væri einskis verð án fjármagns og framkvæmda. Hann benti á að það ætti að vera val fatlaðra einstak- linga hvort þeir ynnu á almennum markaði eður ei, því mismunandi væri hvað hentaði hverjum og ein- um. Hins vegar væri það hans per- sónulega skoðun að allur vinnu- markaður væri almennur, öll sem einstaklingar tilheyrðum við hon- um og ekki ætti að gera greinarmun á fötluðum frá ófötluðum. í lokin var ráðherra krafinn svara af starfsmanni Fjöliðjunnar, hvenær verkið og framkvæmdir hæfust og svaraði ráðherra því til að fljótlega efrir áramót væri ráðgert að hefjast handa og virtust spyrjandi og aðrir viðstaddir ánægðir með þau svör. KH

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.