Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.11.2006, Blaðsíða 15
■.K.miHI.Ll MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 15 Fræðsla um alnæmi og kynsjúkdóma Alnæmissamtökin á Islandi standa þessa dagana fyrir fræðslu- og forvamarátaki sem beinist að 9. og 10. bekkingum í öllum grunn- skólum landsins. Nú er verið að leggja af stað í slíkt kynningarátak um Vesturland. Þetta er í þriðja sinn sem samtökin skipuleggja ffæðslu um hiv-smit, alnæmi og kynsjúkdóma almennt fyrir þennan aldurshóp. Áþreifanlegur árangur hefur m.a. náðst í baráttunni við kynsjúkdóminn Klamydíu, sem er útbreitt vandamál meðal íslenskra ungmenna, því tilfellum hefur fækkað í kjölfar beggja fræðsluher- ferðanna. Fræðslufulltrúar samtak- anna era ýmist hiv-jákvæðir eða nánir aðstandendur þeirra sem hafa smitast. Atakinu hefur verið vel tekið bæði af skólum og nemend- um og ljóst að mikil þörf hefur ver- ið fyrir þessa ffæðslu. Samtökin telja að besta forvömin felist í því að tala opinskátt um sjúkdóminn, hvernig smit berst og lyfjum sem notuð eru til að bregðast við sjúk- dómnvun. Fyrirlestramir verða sem hér seg- ir: Miðvikudagur 15. nóv. kl. 13.00 Laugargeröisskóli á Sna- fellsnesi Fimmtudagur 16. nóv. kl. 8.00 Grunnskóli Grundarfjarðar kl. 10.50 Grunnskólinn í Búðar- dal/Tjamarlundi kl. 12.30 Reykhólaskóli Þriðjudagur 21. nóv. kl. 8.30 Lýsuhólsskóli kl. 9.50 Grunnskóli Snafellsbajar Ólafsvík kl. 12.10 Grunnskólinn í Stykkis- Staðan í aðal- tvímenningi BB Aðaltvímenningur Bridsfélags Borgarfjarðar hélt áffam í Loga- landi sl. mánudagskvöld. Þátttaka í mótinu er með besta móti á lands- vísu, hvort heldur borið er saman við starfandi bridsfélög í dreifbýli eða á höfuðborgarsvæðinu. Miðað við höfðatölu er því bridslíf í Borg- arfirði vafalaust í mestum blóma nú um stundir. Bestum árangri kvölds- ins náðu hjónin Elín Þórisdóttir og Guðmundur Jónsson úr Borgar- nesi, skoruðu 86 stig, Sveinn og Magnús höfðu 77 og Anna og Kristján 64. Staða efstu para breyttist helst á þann veg að hjónin úr Borgarnesi blönduðu sér með góðu skoru í toppbaráttuna og for- maðurinn varð, líklega tímabundið, að gefa eftir efsta sætið. Staða efstu para er annars þessi: 1. Sveinn Hallgr.s. - Magnús Magn- ússon 126 stig 2. Jón Eyjólfsson - Baldur A Bjöms- son 91 stig 3. Elín Þórisdóttir - Guðmundur Jónsson 93 stig 4. Alfreð Kristjánsson - Einar Guð- mundsson 85 stig 5. Anna Einarsdóttir - Kristján Ax- elsson 74 stig 6. Sveinbjöm Eyjólfsson - Lárus Pét- ursson 61 stig Flosi Einarsson er tónlistarkennari í Grundaskóla á Akranesi. Hann hefur á liðnum ámm sett sterkan svip á öflugt tónlistarstarf innan skólans; stýrt söng- leikjum og nú síðast tók hann að sér tónlistarverk- efni sem nefnist Ungir-Gamlir og gaf ungum tón- listarmönnum takiferi á að vinna með atvinnutón- listarfólki. Flosi er gestur Skráargatsins að þessu Fullt nafn: Flosi Einarsson Starf: Tónlistarkennari Fœðingardagur og ár: 29.04. ’61 Fjölskylduhagir: Eiginkona Katla Hallsdóttir og bóm Ylfa og Hallur Hvemig bíl áttu? Grand Cherokee og Ford Focus Uppáhalds matur? Villibráð ogfiskisúpan mín Uppáhalds drykkur? Rauðvín Uppáhalds sjónvarpsefhi? Enski boltinn Uppáhalds sjónvarpsmaður? Gísli Einarsson Uppáhalds innlendur leikari? Einar Viðarsson Uppáhalds erlendur leikari? Jack Nicholson Besta bíómyndin? The School of rock Uppáhalds íþróttamaður? Thierry Henry Uppáhalds íþróttafélag? ÍA Uppáhalds stjómmálamaður? Gutti Uppáhalds innlendur tónlistarmaður? Karl Sighvatsson heitinn Uppáhalds erlendur tónlistarmaður? Stevie Wonder Uppáhalds rithöfundur? Halldór Laxness Ertu fýlgjatidi eða andvígur rikisstjóminni? Hlutlaus Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika og hressleika Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Fýlustand Hver erþinn helsti kostur? Vinnuþjarkur Hver erþinn helsti ókostur? Gleyminn Er stefnt að því að gera tónlistarverkefnið Ungir-Gamlir að árviss- um atburði? Mér fmnst þetta svo skemmtileg hugmynd að ég held að það væri sterkur leikur. Hvaðan kom hugmyndin að verkefninu? Hún byggist á því að ég upp- lifði þaðfýrir mjög mörgum árum síðan aðfá að vinna með Karli Sighvats- syni heila helgi þar sem æft varjýrir tónleika í íþróttahúsinu á Akranesi og ég held að ég hafi aldreifyrr né síðar lært eins mikið í tónlist og skapandi vinnu. Eitthvað að lokum? Hóldum áfram að gera eitthvað skemmtilegt og VIMA með fund á Landnámssetrinu Jóhanna Kristjónsdóttir áferð t Miðamturlöndum. Kynning á VIMA - Vináttu- og menningarfélagi Miðausturlanda verður á Landnámssetrinu í Borg- arnesi mánudagin 20. nóvember nk. Aðal hvatamaður félagsins og jafhframt formaður er hinn kimna blaðakona og rithöfundur, Jóhanna Kristjónsdóttir. Félagið, sem var stofnað árið 2004, beitir sér fyrir kynningu á Miðausturlöndum og því marg- þætta mannlífi sem þar er. Auk þess að kynna menningu, listir og annað sem varðar þjóðimar hefur VIMA beitt sér fyrir því að styrkja fátæk böm til náms í Jemen. I Jemen er skólaskylda en vegna fátæktar geta margir foreldrar ekki sent börn sín í skóla og oftar en ekki sem aðeins eitt af kannski sex börnum innan fjölskyldu sem eiga möguleika á því. Félagið hefur hvatt einstaklinga sem og félaga- hópa til að styrkja börnin fyrir óverulega upphæð á mánuði og nú er svo komið að um 57 börn eru styrkt á vegum félagsins og þykir glæsilegur árangur. Einnig heldur félagið úti ferða- klúbbi sem hefur lagt sig eftir ferð- um til landa á þessu svæði, svo sem Sýrlands, Jemen, Iran, Jórdaníu, Líbanon og fleiri staða og þykja þær ferðir hafa heppnast sérlega vel og hefur aðsóknin aukist jafnt og þétt. Jóhanna Kristjóns- dóttir mtm á fundin- um á Landnámssetr- inu kynna starf félags- ins og þau verkefni sem það stendur fyrir, en hún hefur verið að gera víðreist um land- ið til að kynna starf- semi þess. Jóhanna mun einnig fjalla um þau tvö atriði sem mestar ranghugmyndir eru um, þ.e. stöðu kvenna og trúna, islam. Myndir verða sýndar og tón- list flutt en Jóhanna vonast til að vinir Miðausturlanda séu sem flest- ir á Vesturlandi og láti sjá sig. MM NYHÖNNUN TEIKNISTOFA Hvanneyrargötu 3 - Hvanneyri - 311 Borgarnes Sími: +354 437 1500 - Fax: +354 437 1501 nyhonnun@nyhonnun.is - www.nyhonnun.is 20% afsláttur af tískufatnaði Fimmtudag, föstudag og laugardag Opið til kl. 16 á laugardögum galleri ozone I Akranesi 50 50 Námskeið verður haldið Á Akranesi þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17-21 í Fjölbrautarskólanum Skráning fer fram hjá Sjóváísíma 440-2360 eða á www.sjova.is www.forvarnahusid.is www.us.is Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu Þad liggur í augum uppil Sjóvá Forvarnahúsid og Umferdastofa bjóda ungum ökumönnum á skemmtilegt umferdanámskeid. Námskeidid er gód vidbót vid hefdbundid ökunám þar sem m.a. er farid yfir helstu slysagildrur í umferdinni og bent á leidir til ad fordast þær. Nánari upplýsingar á forvarnahusid.is. Þetta er námskeið sem borgar sig. SJOVA FORVARNAHUSIÐ l 'MI- KRi )AHST( )1'.\

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.