Skessuhorn - 15.11.2006, Síða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006
IH.,-
Akranesi allt - Öld liðin frá upphafi
atvinnurekstrar Haraldar Böðvarssonar
Haraldur Sturlaugsson skoðar gamlar bóbaldsbœkur afa síns.
Eggert Guðmundsson forstjóri HB Granda hf. skoðar myndasýninguna í Haraldarhúsi á dögunum undir leiðsögn Haraldar Sturlaugs-
sonar.
I þessum skímarkjól var Sturlaugur Böðvarsson skírður árið 1917 og síðan hafa 58 af-
komendur verið skírðir í kjólnum, síðast Hekla Sturlaugsdóttir Jýrr á þessu ári.
Þann 17. nóvember nk. era liðin
100 ár frá því að sautján ára dreng-
ur, Haraldur Böðvarsson hóf at-
vinnurekstur á Akranesi. Haraldur
var sonur hjónanna Helgu Guð-
brandsdóttur og Böðvars Þorvalds-
sonar kaupmanns og útgerðar-
manns í kauptúninu og sjóþorpinu
Skipaskaga, sem þá voru ýmsir
farnir að kalla Akranes. Hann hafði
frá ellefu ára aldri stundað sjóinn.
Haustið 1906 var hann síðan orð-
inn ákveðinn í að hefja eigin útgerð
og með sölu á stóði tókst honum að
afla 200 króna sem hann nýtti til
kaupa á sexæringi, Helgu Maríu, af
Jóhanni Björnssyni hreppstjóra
þann 17. nóvember 1906. Hófst þá
saga mikils atvinnurekstrar sem enn
stendur á Akranesi og víðar.
Sögusýning
í Haraldarhúsi
I tilefni af þessum tímamótum
opnar í Haraldarhúsi að Vesturgötu
32 sögusýning þar sem stiklað er á
stóra í þessari 100 ára sögu. Það er
sonarsonur Haraldar, Haraldur
Sturlaugsson, sem unnið hefúr að
uppsetningu sýningarinnar og not-
ið til þess aðstoðar víða að en þó
einkum frá Bimi Inga Finsen og
Steini Helgasyni. A sýningunni er
mikill fjöldi ljósmynda úr sögu at-
vinnurekstrar tengdum Haraldi
Böðvarssyni og Ingunni Sveins-
dóttur konu hans og þeim fyrir-
tækjum er síðar urðu til á þeirra
vegum og afkomenda þeirra. Þá
skeið búið í Reykjavík. Hann rissaði
sjálfur á blað grunnflöt hússins í
samráði við konu sína Ingunni. Síð-
ar fékk hann frænda sinn og vin
Sverri Hansen tdl þess að teikna
húsið og Óla Hansen múrarameist-
ara og Stefán Magnússon trésmið
til þess að byggja það. Vel var vand-
að til smíði hússins og má í því sam-
bandi nefna að möl í húsið var sótt
í Hvalfjörð þar sem Haraldur taldi
möl á Akranesi ekki nægilega góða.
I húsið flutti fjölskyldan 22. febrúar
1925.
Húsið opið
í firamtíðinni
Sögusýningin í Haraldarhúsi
verður opin almenningi laugardag
og stmnudag frá kl. 14-18 og á
mánudag og þriðjudag frá kl. 16-
18. Á afmælisdaginn sjálfan verður
samkoma í Bíóhöllinni, sem Har-
aldur Böðvarsson gaf bæjarbúum á
sínum tíma, þar sem saman koma
meðal annarra starfsmenn fyrir-
tækja Haraldar í gegnum tíðina og
að samkomunni lokinni mun sýn-
ingin í Haraldarhúsi opna. Harald-
ur Sturlaugsson segir viðtökur al-
mennings muni ráða því hvernig
húsið verður opið í framtíðinni.
Hans vilji sé sá að það verði sem
mest en tíminn verði að leiða það í
ljós.
Ungum mönnum
til leiðsagnar
Guðmundur Gíslason Hagalín
ritaði ævisögu Haraldar Böðvars-
sonar sem kom út í tveimur bindum
á áranum 1964 og 1965.1 niðurlagi
síðara bindis komst Guðmundur
Hagalín svo að orði um heimsókn
sína til Akraness síðsumars 1943:
„Þá fór ég um bæinn, og sérstaklega
vöktu þá athygli mína verk Harald-
ar Böðvarssonar. Eg skoðaði hinn
mikla sjóvarnargarð og meira og
minna öll hin mörgu hús Haralds
Böðvarssonar & Co. Og ég undrað-
Þessum skautbúningi bjóst Ingunn Sveinsdóttir er hún og Haraldur gengu í hjónaband 6. nóvember 1915. Hún saumaði kjólinn sjálf og
„bróderaði“ óg notaði hún sjö mismunandi liti til þessa, frá „gulu uppí brúnt“. Brúðarvöndur hennar se'st einnig í öskju á borðinu og
hárfléttur hennarfrá því að hún var ung hafa einnig varðveist.
Vesturgata 32
Húsið við Vesturgötu 32 byggði
Haraldur árið 1924 en það ár flutti
hann ásamt fjölskyldu sinni til
Akraness eftir að hafa um nokkur
sögu er ekki hægt að segja án þess
að geta annarra fyrirtækja er sam-
tímis störfuðu á Akranesi og má því
segja að samankomið sé brot af at-
vinnusögu Akraness í 100 ár í Har-
aldarhúsi. Að auki er að sjálfsögðu
mikið safn muna úr eigu fjölskyld-
unnar enda hún samofin atvinnu-
sögunni.
Söguáhugi
fjölskyldunnar
Haraldur Sturlaugsson segist
ávallt hafa verið mikill áhugamaður
um söguna og svo hafi verið í fjöl-
skyldunni alla tíð. Fyrir vikið hafi
varðveist mikil söguleg verðmæti
og tímamótin nú hafi verið valin til
þess að sýna þau almenningi í því
húsi sem Haraldur Böðvarsson
reisti. Með því vilji fjölskyldan um
leið sýna þeim mikla fjölda sem
komið hefur að atvinnurekstri fjöl-
skyldtmnar verðskuldaða virðingu.
Haraldur segist undanfarið hafa
unnið að flokkun um 3000 ljós-
mynda því aðeins brot af þeim
komist fyrir á veggjum til sýningar.
Þær verði hinsvegar vonandi allar
aðgengilega á tölvutæku formi í
framtíðinni. Þó sýningin spanni
100 ára sögu er nútímatækni
skammt undan því á sjónvarpsskjám
má meðal annars sjá afar merkilega
kvikmynd sem Friðþjófur Helgason
hefur gert um loðnuna og er um
frumsýningu myndarinnar að ræða.