Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2006, Qupperneq 18

Skessuhorn - 15.11.2006, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. NOVEMBER 2006 Að loknum Vökndögum á Akranesi Vökudagar voru haldnir á Akra- nesi í fjórða skiptíð dagana 2.-9. nóvember sl. Menningarmála- og safhanefnd Akraness hefur staðið fyrir undirbúningi umræddra daga og hefúr form hátríðarinnar þróast smám saman, en megin hugmynd- in hefúr verið sú að bjóða Akur- nesingum upp á sem fjölbreyttasta menningarviðburði fyrir fólk á öll- um aldri þannig að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi og auka þar með fjölbreytni í menningar- lífi bæjarins í skammdeginu. Að þessu sinni voru margir glæsilegir viðburðir sem vöktu verðskuldaða athygli bæjarbúa. Má þar nefna tónleika, leiksýning- ar, málverkasýningar, ljósmynda- sýningar, flugeldasýningu og margt fleira, en undirritaður getur ekki dregið einn viðburð framar öðrum fram, en fullyrðir þó að yf- irhöfúð voru viðburðir sem í boði voru, hinir glæsilegustu og þeim aðilum sem stóðu að skipulagn- ingu þeirra til mikils sóma. Menningarmála- og safúanend heiðraði Hauk Guðlaugsson, fýrr- um organista Akraneskirkju og skólastjóra Tónlistarskóla Akra- ness og Kirkjukór Akraness fyrir mikil og merk störf að tónlistar- málum á Akranesi. Var þessum aðilum færðar sérstakar viður- kenningar fýrir störf þeirra, við setningu Vökudaga, föstudaginn 3. nóvember s.l. í safnaðarheimil- inu Vinaminni. Ljóst er að Vökudagar eru komnir til að vera, en til þess að vel megi fara, er nauðsynlegt að bæjarbúar ásamt fýrirtækjum sjái sér hag í því að taka höndum saman um að gera Vökudaga að ánægjulegum og fjölbreyttum dögum í skammdeg- inu og leggja hönd á vogaskálar til að svo geti orðið. Undirritaður fýrir hönd Menn- ingarmála- og safnanefndar færir þeim fjölmörgu aðilum sem komu að viðburðum, undirbúningi og skipulagningu Vökudaga 2006 kærar þakkir fýrir þeirra framlag. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari. Andakílsárvirkjun og vatnsstaðan í Skorradalsvatni F y r i r n o k k r u m árum varð mikið tjón vegna mikils vatnsveðurs samfara krappri lægð sem olli miklum öldugangi á Skorradalsvatni. Vatnsstaðan var mjög há rétt eins og nú. Nýlagður vegur innan við Haga skolaðist burtu, tjón varð umtalsvert og end- urgera þurfti veginn fýrir mikið fé. I sama veðri skolaði öldugangurinn töluvert af jarðvegi ffá bökkum. Gróf m.a. undan mörgum bátaskýl- um t.d. í landi Vamsenda og sjálfsagt víðar. Nú hefur í allt haust verið óvenjuhátt í Skorradalsvami. Söfú- un vatns fýrir virkjunina virðist vera forgangsverkefni þrátt fyrir að margsinnis hafi verið kvartað við Orkuveitu Reykjavíkur sem eig- anda Andakílsárvirkjunar. Vinsæl gönguleið með strönd vatnsins hef- ur vegna þessa verið lokuð á löng- um köfhim í allt haust. Hefja þarf umræðu um Skorra- dalsvam, hvernig unnt verði að færa lífkerfi þess í fýrra horf en það hefúr verið allt meira og minna í rugli síðan stíflan var hækkuð fýrir nokkrum árum. Eg leyfi mér að ef- ast um þörfina fýrir því að hafa vatnsyfirborðið jafúhátt og það er. Rekstur Andakílsárvirkjunar miðast í dag fýrst og ffemst við að vera toppstöð, þ.e. rafmagnsffamleiðsla fer einungis fram þegar álagstoppar eru. Annars virðist þörf á raffnags- framleiðslu virkjunarinnar ekki vera jafn mikil og áður var þegar verið var að rafvæða sveitirnar. Andakílsárvirkjun er með mjög litla framleiðslugem á við stóru virkjan- inar og þörfin því minni en áður var. Eg hvet alla sem þessar línur lesa að mynda sér einhverja skoðun um þessi mál. Við verðum að huga bet- ur að umhverfi okkar, varðveita það sem best eftír megni. Allt kæruleysi og öll léttúð í þessum efúum kemur okkur um koll. Við þurfum að lagfæra sem mest og færa í rétt horf í náttúrunni áður en í óefúi er komið. En frumkvæði að slíku er hjá þeim virkjunar- mönnum, Orkuveitu Reykjavíkur sem eiganda Andakílsárvirkjunar sem og landeigendum. Vinsamlegast, Guðjón Jensson, Mosfellsbæ áhugamaður um umhverfismál esja@heimsnet. is *etuujiti—s Frá nemendiim í 3. bekk Gnmdaskóla Grundaskóla, 20. október 2006 Við nemenur í 3. bekk í Grundaskóla óskum eftir því að ökumenn á Akranesi og víðar fari eftir settum umferðarreglum. Við hvetjum alla ökumenn, unga sem aldna, að keyra á löglegum hraða. Við biðjum ykkur kæru ökumenn að virða gangbrautarljósin því kennarar okkar, foreldrar og lögreglan á Akranesi segja okkur að við megum bara fara yfir á grænum karli. Virðingarfyllst, Krakkamir í 3. bekk í Grundaskóla » t l/íuifi/ifttué Þótt ég nöldri nótt og daga - nuddast verkið seint Svolítið hefur tíðin verið rysjótt að und- anförnu og blíðan stundum verið örlítíð að flýta sér. í leið- indaveðri fýrir nokkrum árum sat Sigfús Jónsson við eldhúsgluggann og horfði á illviðrið úti og varð það tilefni eft- irfarandi vísu: Kneifa hlýðinn kaffilút, kátur bíð í vari. Ég er síður settur út í svona tíðarfari. í aftakaveðri í janúar 1942 fuku meðal annars refabúr á Sauðárkróki og ortí þá Is- leifur Gíslason: Voga skefur vindakast, virðar trefil brúka. Það er án efa þéttingshvasst þegar refir fjúka. I annað sinn í norðan hvassviðri kvað ís- leifur: Norðanáttin svipsúr sýnir mátt, en er klúr. Brimið grátt við grjótmúr grenjar hátt í b-dúr. Eftirfarandi vísa er í ljóðabók Einars Beinteinssonar með lítilsháttar öðru orða- lagi en ég set hér þá útgáfu sem ég lærði í æsku minni, kannske fyrst og fremst vegna þess að mér finnst hún öllu hljómmeiri, en allavega virðist hún ort í hálfgerðu skíta- veðri: Rigningin í fossum fellur fyrir utan gluggann minn, það er eins og milljón mellur mígi í sama hlandkoppinn. Einu sinni þótti það ekki búmannlegt að ausa töðunni út í stóðið enda var taðan dýr- mætari á þeim tíma. Ekki fer þó svona veð- urlag neitt sérstaklega vel með útigöngu- fénað hverrar tegundar sem hann er. Isleif- ur Gíslason kvað einhverntíman í harð- indatíð: Kreppir að kaldur vetur og kyngir niður snjó. Sagt er að Sankti Pétur setji inn hverja dróg. Eitthvað hefur Rögnvaldi Rögnvaldsyni orðið hugsað tíl reiðhesta sinna þegar hann orti: Úti berja klárar klaka, komið sólarlag. Ort var þessi afbragðs staka annan jóladag. Lengi hefur eldri kynslóðin haft áhyggj- ur af þeirri yngri og að minnsta kosti munu til ritaðar heimildir frá tímum Forn- Grikkja þar sem menn lýsa áhyggjum sín- um af ungdómnum. Eftir skóladansleik fyr- ir mörgum árum í ónefúdum skóla sá skóla- stjóri sig tilneyddan að halda áminningar- ræðu yfir nemendum sínum. Af því tilefni orti Jón Thor Haraldsson: Á skólaböllum eykst nú áfengisneysla. íafkimum hússins stendurhin fegursta veisla. Skólastjóri fjallar um málið af funa. - Fáir vilja barnæsku sína muna! I öðrum skóla kvað Olafur Sigfússon frá Forsæludal: Nóttin var góð og nœðishlý. Nutum við hennar bœði. Nú kann ég orðið nokkuð í náttúru - landafræði. A eftirstríðsárunum og reyndar síðar var mikið rætt um atómljóð annarsvegar og hinsvegar hið stuðlaða fastmótaða ljóðform og sýndist sitt hverjum eins og gengur. Má kannske segja að Þorbjörn Þorskabítur hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði: Að smíða úr efni svo í stuðlum standi ei stór er list þó margur dáist að. En skapa efni er öllu meiri vandi og engir nema skáldin geta það. Ekki virðist Jón Bjarnason frá Garðsvík hafa verið ofþjakaður af sjálfsálitinu þegar hann kvað: Hagyrðinga úr lœgstu lœgð lít ég upp til fjalla, þar sem enn af ofurgnœgð atómskriður falla. Innlegg Gísla Olafssonar frá Eiríksstöð- um í þessa umræðu var með þessum hætti: Metur þjóðin menntafróð mikla kvœðafenginn? Sitt úr hverju horni hljóð en höfuðstafur enginn. Sigurður J. Gíslason var einhverntíma spurður að því hvort hann væri ekki alltaf að yrkja en gerði heldur lítið úr því: Þótt ég geri stöku stöku stöku sinni, lítt ég því að sinni sinni, sinni bara vinnu minni. Ekki ætti illa við að slá botninn í þennan þátt með eftirfarandi vísum Einars Bein- teinssonar: Mínu hraða vísnavési verð ég nú um sinn, þó svo enginn annar lesi óðarþáttinn minn. Þetta er mikil manndrápssaga, mig hún klárar hreint, þótt ég nöldri nótt og daga nuddast verkið seint. Við mig sagði kvæðakverið kaldri meður ró: „ Þú hefur alltaf vitlaus verið, versnar heldur þó." En ég munninn aftur þandi, öskraði með kraft: „Skaltu þora, skruddufjandi, skæla við mig kjaft." Skruddan þagði, það var lóðið, þóttist vilja frið. Annars hefði ég hana og Ijóðið haft í eldivið. Og þó! Kannske við látum koma hér þennan ágæta ritdóm eftir Sigtrygg Símon- arson sem upprunalega var ortur vegna á- gengni farandbóksala en getur vafalaust átt fullt eins vel við þann sem skrifaði þennan vísnaþátt: Þó að svona seljist víða sést í ritinu að orðin nenntu ekki að bíða eftir vitinu. Með þökk jjrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1361 og 849 2115 dd@sinmet.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.