Skessuhorn - 15.11.2006, Side 22
22
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006
agBSSHIIWMSBIM
Hjálmnrinn bjargaði að ekki fór verr
Valgerður Helgadóttir, 13 ára
stúlka búsett á Akranesi, lenti í
heldur óskemmtilegri lífsreynslu
um daginn, er hún hjólaði í veg fyr-
ir bíl og hefði getað stórslasast ef
ekki hefði komið til hjálms sem hún
bar á höfði sér. Hjálminn telur hún
vissulega hafi bjargað því að ekki
fór verr en hún lemstraðist þónokk-
uð við áreksturinn. Hún segir ekki
marga vini sína eða kunningja, á
svipuðum aldri, notast við hjálma
en hjá henni hafi aldrei komið neitt
annað til greina og er alveg sama þó
það þyki „púkó.“
Forsaga málsins er sú að Valgerð-
ur var á leiðinni í skólann að
morgni dags, ekki enn farið að birta
og hún á ljóslausu hjóli. „Eg var
búin að ákveða að kaupa ljós á hjól-
ið mitt þennan sama dag en bíl-
stjórinn hefði líklegast séð mig
hefði ég haft ljós,“ viðurkennir
hún. Þar sem hún var að koma að
skólanum hjólandi, veit hún ekki
fyrr til en hún er skollin á stéttina
og hjólið komið undir framanverð-
an bíl sem kom þar að. „Til þess að
bílar komist inn á bílastæði skólans
þarf að keyra yfir þvera gangstétt-
ina og einmitt þar átti óhappið sér
stað. Kennari skólans var að koma
til vinnu, keyrandi inn á bílastæðin
þar sem ég kem aðvífandi á gang-
stéttinni og við skellum saman.“
Valgerður segist til þess að byrja
með ekki hafa áttað sig á hvað gerð-
ist og hafi verið ansi ringluð.
„Kennarinn var í algeru áfalli og
miður sín lengi á effir en áfallið hjá
Valgeríhir Helgadóttir.
mér kom ekki fyrr en nokkru síðar,
þegar ég áttaði mig á því hvað ratm-
verulega hefði getað gerst. Eg tel að
hjálmurinn hafi bjargað mér frá því
að ég stórslasist en frá því ég var
bam og byrjaði að hjóla, hef ég
alltaf notað hjálm. Við pabbi minn
höfiirn hjólað mikið saman alla tíð
og það hefur aldrei komið neitt
annað til greina en að nota hjálrn,"
Aðspurð um hvort kunningjar eða
vinir hennar séu jafh skynsamir,
svarar hún: „Það er varla að nokkur
vina minna noti hjálma, né aðrir
krakkar á mínu reki og í sannleika
sagt þykir það ffekar hallærislegt.“
En hvað finnst Valgerði réttast að
gera til þess að bæta ástandið:
„Mér firmst að lögreglan mætti
beita sér betur og hiklaust áminna
krakka og ekki síður fullorðna ef
hún sér þá hjólandi hjálmlausa.
Fullorðnir ættu að hafa vit á því að
nota hjálma og eins ætti það að vera
skylda samkvæmt lögum,“ segir
hún ákveðin, en sú undarlega regla
er að hjálmanotkun á hjólum er
skyldug aðeins til 15 ára aldurs.
„Það geta allir orðið fyrir slysi og
þá er eins gott að vera eins vel útbú-
inn og mögulegt er. Hausinn er
jafhframt svo viðkvæmur og þarf
ekki nema smáhögg til þess að eitt-
hvað alvarlegt gerist. Það hefur
enginn strítt mér á því að vera með
hjálm hingað til, enda myndi það
ekki skipta mig neinu máli, ég mun
alltaf nota hjálm og hvet eindregið
til að fleiri geri slíkt hið sama,“ seg-
ir Valgerður að lokum.
Segja má að skynsemi og sjálf-
stæði hafi orðið þessari ungu stúlku
til láns og happs. KH
Hjólið er illafarið eftir óhappið.
Kennarar í námsferð til Barcelona
Fyrir skömmu lögðu kennarar
Tónlistarskóla Borgarfjarðar land
undir fót og fóru í námsferð til
Barcelona. Tilgangur ferðarinnar
var m.a. að heimsækja tónlistar-
skóla þar í borg og kynnast
spænskri tónlist. „Tónlistarskólinn
sem við heimsóttum heitir Escola
d'Arts Musicals Luthier, sem er
eins og okkar skóli með nemendur
á öllum aldri og kennt er á flest
hljóðfæri," segir Theodóra Þor-
steinsdóttir skólastjóri Tónlistar-
skóla Borgarfjarðar í samtali við
Skessuhorn. „Svo heppilega vildi til
að aðstoðarskólastjóri tónlistarskól-
ans sem við heimsóttum er íslend-
ingur, Arnaldur Amarson gítarleik-
ari. Við fengum mjög góðar mót-
tökur, okkur var sýndur skólinn og
við fengum einnig að fylgjast með
kennslu. Við skoðuðum líka verslun
sem tilheyrir skólanum en hún sel-
ur aðallega gítara, nótur og geisla-
diska. Stærsti hluti nemenda tón-
listarskólans er í gítarnámi, en rík
hefð er fyrir gítarleik á Spáni.“ Að
sögn Theodóru var tíminn nýttur
vel, farið var í skoðunarferð um
borgina en þar gefur m.a. að líta
hinn sérkennilega byggingarstíl
Gaudis. Farið var í tónlistarverslan-
ir og keyptar nótur og hljóðfæri
sem nýtast í kennslunni heima.
Oll dýrin í skóginum
verða vinir á Gleðiíundi
Hinn árlegi Gleðifundur Ung-
mennafélags Reykdæla verður í
Logalandi laugardagirm 25. nóv-
ember nk. Undanfarin ár hefur
fastur liður í dagskrá fundarins ver-
ið dægurlagakeppni, en nú hefur
verið ákveðið að hún verði ekki lið-
ur í Gleðifundi, heldur verði gerð
sérstök skil á Dægurlagahátíð síð-
asta vetrardag í apríl nk.
Að sögn Katrínar Eiðsdóttur,
formanns Gleðifundarnefndar
verður áhersla hátíðarinnar að
þessu sinni á gamalt og gott efni og
sem mest heimatilbúið. „Við fáum
Bjartmar í heimsókn venju sam-
kvæmt, dustum rykið af gömlum
veislustjóra og höfum léttan anda
svífandi yfir vötnunum. Það verður
Country stemning ríkjandi hjá okk-
ur í sveitinni og gestum verður gert
að draga úr fórum sínum hatta til
að skreyta höfuð sín af þessu tilefni.
Veitum við sérstök verðlaun á
skemmtuninni fyrir besta - og
ljótasta hattinn. Þá verða gömlu
Skriðjöklarnir sem spila fyrir dansi,
en hljómsveitin heitir að vísu Hun-
ang núna; eru eitthvað farnir að
Katrín Eiðsdóttir, best þekkt sem Kata
bílasali, erformaður Gleðifundamefndar
2006. Það er þó ekkifullt statf því milli
þess sem hún stýrir skemmtunum er hún
pósthússstjóri í langminnsta pósthúsi
landsins (rúmast í hyllunum þremur fyrir
aftan hana) og verslunarstjóri í Vegbitan-
um í Reykholti.
róast með aldrinum piltarnir. Um-
fram allt leggjum við þó áherslu á
það sem felst í gamla boðskapnum
að „Öll dýrin í skóginum eigi að
vera vinir.“ Hingað eru semsagt all-
ir velkomnir með rétta skapið í
farteskinu," segir Katrín í samtali
við Skessuhorn.
MM
Hópurinn í Park Gúell.
Einnig fóru kennararnir á tónleika
þar sem m.a. var boðið upp á óp-
erusöng, zarzuela, gítarleik, jazz og
síðast en ekki síst flamencodans.
„Þetta var lærdómsrík ferð fyrir
okkur, við fengum heilmikinn inn-
blástur og heppnaðist ferðin í alla
staði vel,“ sagði Theodóra. MM
Pólskar stúlkur á sviðinu að syngja við góðar undirtektir gesta.
Mikið fjör á pólska
þjóðhátíðardeginum
Síðastliðinn laugardag var haldið
upp á pólska þjóðhátíðardaginn í
Snæfellsbæ. Hátíðardagskrá var í
Röst á Hellissandi. A dagskránni
var upplestur, fróðleikur um Pól-
land, söngur og einnig var fleira til
gamans gert. Þá flutti bæjarstjóri
Snæfellsbæjar ávarp og færði Pól-
verjum blóm frá bæjarbúum í til-
efni dagsins. A borðum var hátíðar-
matur gerður af Pólverjum sem búa
í Snæfellsbæ og var hann rómaður
af fjölmörgum gestum sem mættu á
hátíðina. Þetta er annað árið í röð
sem Pólverjar halda upp á sinn
þjóðhátíðardag í Snæfellsbæ og var
þessi hátíð fjölmennari en í fyrra.
Nokkrir pólskir þjóðfánar
blöktu við hún og einnig flögguðu
bæjarbúar Pólverjum til heiðurs.
Eins og áður sagði komu fjölmarg-
ir á hátíðina og voru Pólverjar að
sjálfsögðu í meirihluta. Einnig
komu gestir frá öðrum bæjarfélög-
um á Snæfellsnesi. Þá heiðruðu
m.a. skólastjóri Grunnskóla Snæ-
fellsbæjar, sóknarprestur og for-
ráðamenn stærstu atvinnufyrir-
tæka bæjarins Pólverja með því að
mæta og taka þátt í hátíðarhöldun-
um. Vonandi er þessi hátíð komin
til að vera en fjölmargir Pólverjar
eru í vinnu í bæjarfélaginu og
margir hafa sest þar að.
PSJ
s
Eg skal mála allan
heiminn...
Fyrir ótal árum þegar ég var að
byrja að fóta mig á vinnumarkað-
inum, fékk ég vinnu í járnvöru-
deild Kaupfélags Borgfirðinga
þar sem Gestur Kristjánsson ffá
Hreðavatni réði ríkjum. Þama
var ég sumarlangt og hef sjaldan
unnið með jafh skemmtilegu fólki
og lent í jafn mörgum skemmti-
legum viðburðum. Þið verðið að
hafa í huga lesendur góðir að um
30 ár em liðin síðan þetta var en
við vorum nýtískuleg þarna í jám-
vömdeildinni, því við buðum
m.a. upp á að blanda málningu
fyrir fólk. Og meira að segja var
hægt að hrista málninguna saman
í þar til gerðum hristara, sem
reyndar var barn síns tíma. Eitt
sinn kemur maður að kaupa
málningu. Hann velur sér appel-
sínugult. Maðtu þessi var orð-
lagður fyrir nísku og skapbræði
svo unglingurinn, ég, afgreiddi
hann af virðingu. Að sjálfsögðu
valdi maðurinn þriggja lítra fötu,
þótt hann þyrffi bara einn og
hálfan lítra, það var mikið ódýr-
ara. Hvað um það, málningin var
blönduð, sett í hristaragræjuna,
hert vel og allt sett af stað. A með-
an spjölluðum við saman um
heima og geyma. En allt í einu
gerist hið óvænta. Dósin flýgur úr
hristaranum, opnast og innihald-
ið steypist að hluta yfir manninn.
Uff, þarna stóð appelsínugul
stytta, þar sem áður hafði verið
maður í vinnufötum. Maðurinn
mokaði málningu úr augum, nefi
og munni. I hræðslu minni stama
ég út úr mér við manninn. „Þú
færð auðvitað málninguna frítt!“
Það sem leit úr fyrir að verða að
brjálaðri bræði breyttist í sól-
skinsbros. Hið appelsínugula
andht mannsins Ijómaði. Eg náði
í fægiskóflu, mokaði málningu af
manninum, gólfinu og umhverf-
inu, ofan í fötuna. Maðminn
gekk út sæll og glaður, appelsíu-
gulur ffá toppi til táar, en með 2
FRÍA lítra af málningu í fötunni.
í mörg ár á effir, sást móta fyrir
appelsínumgulum röndum í fug-
tun flísanna á gólfinu. Enginn
vissi hvers vegna nema ég og
hann.
Sýslumannssvið
Fyrir slatta af árum mátti ekki
nefna orðið pungur opinberlega,
slíkt þótti ekki við hæfi. Því var
það að þegar Þorri nálgaðist og
verið var að auglýsa þorramatinn
í útvarpinu var yfirleitt notað orð-
ið kviðsvið eða sýslumanns-
konfekt, yfir hrútspunga. Eitt
sinn þegar þulur útvarpsins var að
lesa auglýsingar yfir þorramat,
mig minnir að þetta hafi verið Jó-
hannes Arason, hætti hann í miðj-
um lestri og segist æda að hætta
þessari vitleysu. Þetta hafi verið
og muni verða hrútspungar og
hann muiu kalla þessa vöru sínu
rétta nafni hér eftír. Hefur hann
svo lesturinn með hárri raustu:
Hrústpungarnir komnir, hrúst-
pungamir komnir, Múlakaffi.
Nóakonfekt
Svo var það eitt sinn í slátur-
sölu KB að einhver fin ffú hring-
ir og spyr hvort til sé sýslumanns-
konfekt. Einhver ung stúlka svar-
ar og segir: „Nei, því miður, en
við eigum Nóakonfekt, en það er
reyndar frá árshátíðinni í fyrra!"
Svo mörg voru þau orð úr
sveitinni í þetta sinn. Meira síð-
ar!
Umsjón: Bima Konráðsdóttir