Fréttablaðið - 09.09.2019, Page 1

Fréttablaðið - 09.09.2019, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 0 9 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á serlyfjaskra.is. Haltu þínu striki! Harpatinum við gigtar- og liðverkjum. Bætir hreyfigetu og dregur úr stirðleika. Fæst án lyfseðils í næsta apóteki Viðurkennt af Ly astofnun VIÐSKIPTI Erlendum tölvuþrjótum tókst fyrr í sumar að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út umtalsverða greiðslu frá fyrirtæk- inu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins nemur fjárhæðin á fjórða hundrað milljóna króna. Vænt- ingar eru hins vegar um að hægt verði að endurheimta upphæðina að miklum hluta en HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra líf- eyrissjóða. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfestir HS Orka að starfsfólk þess hafi nýlega orðið þess vart að utan- aðkomandi aðili hefði brotist inn í kerfi félagsins og tekist að blekkja út verulega greiðslu frá fyrirtækinu. Unnið sé núna með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimt fjármunanna. „Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögreglu- yfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr af leið- ingum glæpsins,“ segir í svarinu. Þá muni málið engin áhrif hafa á við- skiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins. Í lok síðasta mánaðar var til- kynnt að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku, og þá lét Reynir Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá fyrirtækinu, einnig af störfum. Ásgeir gegnir starfi for- stjóra þangað til eftirmaður hans verður ráðinn. Íslensku stjórnar- mennirnir í HS Orku, Gylfi Árna- son og Anna Skúladóttir, sem höfðu setið í stjórn félagsins um árabil, sögðu sig jafnframt úr stjórninni nokkrum dögum áður. HS Orka er í jafnri eigu Jarð- varma, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, og breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu í sam- einingu tæplega 67 prósenta hlut í HS Orku í maí síðastliðnum fyrir um 47 milljarða króna en fyrir áttu lífeyrissjóðirnir um þriðjungshlut. HS Orka á og rekur tvö jarð- varmaver, í Svartsengi og á Reykja- nesi, og er eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Rekstr- artekjur félagsins námu tæplega níu milljörðum króna í fyrra og var EBITDA-hagnaður HS Orku um 3,2 milljarðar. – hae Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. Forstjóri, fjármálastjóri og tveir stjórnarmenn hættu störfum í lok síðasta mánaðar.  8,9 milljarða hafði HS Orka í tekjur í fyrra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur fjárhæðin á fjórða hundrað milljóna króna. FÓTBOLTI Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt fyrsta mark á Laugar- dalsvelli í rúm þrjú ár þegar hann kom landsliðinu á bragðið í sann- færandi sigri gegn Moldóvu í und- ankeppni EM 2020 um helgina. Margir fussuðu og sveiuðu þegar Erik Hamrén og Freyr Alexanders- son völdu Kolbein hvað eftir annað í lands- liðshópinn og gáfu honum mínútur í Þjóðadeildinni og v i nát t u- landsleikjum á m e ð a n Kolb ei n n var úti í kuldanum hjá Nantes. - hó / sjá síðu 10 Kolbeinn er snúinn aftur FJÖLMIÐLAR Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stefnir á að taka Ríkisútvarpið af auglýsinga- markaði. Engar slíkar fyrirætlanir hafa verið kynntar ríkisstjórninni formlega en menntamálaráðherra vill umræðu um málið. Forsætisráð- herra er opinn fyrir hugmyndinni, en vill þá auka framlög til RÚV. Þingmaður Sjálfstæðisf lokksins segir að áður en framlög til ríkis- miðilsins séu ákvörðuð sé rétt að skilgreina hlutverk og skyldur RÚV.  - ósk / sjá síðu 4 Ráðherra vill RÚV af markaði LÍFIÐ Hildur Vala Baldursdóttir leikkona tekur við hlutverki Ronju ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu nú í október af söng- og leikkonunni Sölku Sól Eyfeld, sem fer í fæðing- arorlof. Salka Sól leikur í þremur sýningum til viðbótar nú í mánuð- inum, en Hildur Vala tekur við hlut- verkinu í október. Hún er auðmjúk og þakklát fyrir tækifærið, en hún var einmitt kölluð Ronja í æsku. - ssþ / sjá síðu 18 Hildur Vala leysir Sölku af Lilja Alfreðs- dóttir mennta- málaráðherra. +PLÚS Mikil gleði ríkti í Núparétt í Melasveit í gær þar sem saman var komið fólk úr öllum áttum; sveitungar, fjölskyldur þeirra og vinir ásamt fjölda ferðamanna sem heillaðist af stemningunni í sveitinni. Fjár- og stóðréttir fara fram um land allt í septembermánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ásgeir Margeirs- son, fyrrverandi forstjóri HS Orku. 0 9 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B A -4 6 7 0 2 3 B A -4 5 3 4 2 3 B A -4 3 F 8 2 3 B A -4 2 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.