Fréttablaðið - 09.09.2019, Qupperneq 2
Ef unglingurinn er
kominn með nýja
vini í einhverju allt öðru
hverfi og finnst það ekkert
tiltökumál að taka strætó í
45 mínútur til að hitta
einhverja sem þú hefur ekki
hitt, þá er ástæða til að
kanna hvort það geti verið
eitthvað meira í gangi.
Berglind Gunnars-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Foreldrahúss-
Vímulausrar æsku
Veður
Fremur hæg suðlæg eða breytileg
átt, skúrir og hiti 7 til 16 stig. Norð-
austan 5-10 norðvestan til. Áfram
dálítil væta í flestum landshlutum
og hiti 4 til 13 stig, mildast sunnan-
lands. SJÁ SÍÐU 14
BRIDS
SKÓLINN
BYRJENDUR (stig 1) 30. sept. 8 mánudagar frá 20-23
KERFIÐ (stig 2) 2. okt. 8 miðvikudagar frá 20-23
• STIG 1 Á byrjendanámskeiði er farið vel yfir leikreglur
spilsins og undirstöður hins vinsæla Standard-sagnkerfis.
Ekkert mál að mæta ein/einn.
• STIG 2 Standard-kerfið er í forgrunni á þessu námskeiði,
bæði tveggja-manna-tal og ýmsar stöður í sagnbaráttu.
Mikið spilað og ekki nauðsynlegt að koma með makker.
• Staður . . . Síðumúli 37 í Reykjavík
• Sjá nánar á . . . bridge.is
• Upplýsingar og innritun í síma . . . 898-5427
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Sniglarnir 35 ára
Sniglar, Bifjólasamtök lýðveldisins, fögnuðu 35 ára afmæli sínu í blíðskaparveðri og frábærum félagsskap gær. Dagurinn var haldinn hátíðlegur
með pompi og prakt og var bif hjólafólki boðið í allsherjar afmælisveislu þar sem boðið var upp á kaffi og kökur í félagsheimili samtakanna í
Skerjafirði. Um tvö hundruð afmælisgestir lögðu leið sína í veisluna og voru gestirnir afar ánægðir með daginn og veitingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SAMFÉLAG „Til þessa hefur sím
tölum frá foreldrum barna sem eru
að byrja í neyslu fækkað á sumrin
en ekki núna. Við munum varla eftir
öðru eins sumri í þau 33 ár sem við
höfum starfað,“ segir Berglind
Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
Foreldrahúss – Vímulausrar æsku.
Mynstrið er iðulega þannig að
upp kemst um neyslu ungmenna
þegar skólarnir hefjast á ný. Merkja
þær Berglind og Guðrún B. Ágústs
dóttir ráðgjafi aukningu núna í
september frá fyrri árum.
„Það vantar alltaf fjármagn í
þennan málaf lokk, þá má ekki
gleyma landsbyggðinni þar sem
minni hjálp er að fá,“ segir Berg
lind. Foreldrahús – Vímulaus æska
er sjálft að hleypa af stað fjáröflun
fyrir nýju húsnæði og f leira starfs
fólki.
Í síðustu viku var hleypt af
stokkunum þjóðarátakinu Á allra
vörum. Að þessu sinni á að styrkja
forvarnar og fræðsluátakið Eitt líf.
Samhliða því var frumsýnd áhrifa
mikil auglýsing til að vekja fólk til
umhugsunar um lyfjamisnotkun
ungmenna. Alls létust 39 ungmenni
vegna lyfjamisnotkunar í fyrra.
Berglind fagnar öllu sem vekur
athygli á þessum vanda. „Við þekkj
um þennan vanda vel. Það sem við
rekumst oft á er að þau halda að
þau viti alveg hvað þau eru að gera,“
segir Berglind.
Guðrún segir mikilvægt að for
eldrar hafi varann á þegar kemur að
lyfjum. „Læsið þau inni. Ekki hafa
þau uppi í hillu þar sem unglingar
eða vinir þeirra geta náð í þau,“
segir Guðrún. „Það eru ljót dæmi
um að ungmenni hafi jafnvel tekið
inn hjartalyf því þau hafa ruglast á
þeim og öðrum. Líka dæmi um að
þrettán ára hafi prófað fentanýl hjá
krabbameinsveikum fjölskyldu
meðlim.“
Þær ítreka að börnin sem um sé
að ræða séu ekki þau sem kalla má
vandræðaunglinga. „Þau koma ekki
endilega frá fátækum heimilum eða
foreldrum sem sinna þeim ekki. Oft
tala foreldrarnir einmitt um að þau
séu í íþróttum, eigi marga vini og
hafi gengið vel í skólanum,“ segir
Guðrún.
Berglind segir að það séu nokkur
merki sem foreldrar eigi helst að
hafa í huga. Börnin mæta verr í skól
ann, koma síður heim í kvöldmat
og geta illa gert grein fyrir fjárút
látum. „Ef unglingurinn er kominn
með nýja vini í einhverju allt öðru
hverfi og finnst það ekkert tiltöku
mál að taka strætó í 45 mínútur
til að hitta einhverja sem þú hefur
ekki hitt, þá er ástæða til að kanna
hvort það geti verið eitthvað meira
í gangi.“ arib@frettabladid.is
Fleiri börn í vanda í ár
Starfsmenn Foreldrahúss – Vímulausrar æsku merkja aukningu á neyslu ung-
menna. Mikilvægt að foreldrar hafi varann á og hafi lyfjaskápinn læstan.
Í fyrra létust 36 ungmenni af völdum lyfjamisnotkunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SAMGÖNGUR „Í ár verður tæplega
níu milljónum klukkustunda sóað
í umferðartafir innan höfuðborg
arinnar. Umferðartafir á annatíma
hafa aukist um nærri 50 prósent á
örfáum árum,” segir Hildur Björns
dóttir, borgarfulltrúi, í grein í blað
inu í dag.
„Þessar tafir samsvara um 40
klukkustundum – eða heilli vinnu
viku – á hvern höfuðborgarbúa
árlega.“ Ferðavenjum verði að
breyta. „Um 79 prósent allra ferða á
höfuðborgarsvæðinu eru nú farnar
á bíl,“ segir jafnframt. - bdj /sjá síðu 8
Níu milljónir
klukkustunda í
umferðartafir
Hildur Björns-
dóttir borgar-
fulltrúi.
ALÞINGI Jón Þór Ólafsson, þing
maður Pírata, mun ekki taka við
formennsku í stjórnskipunar og
eftirlitsnefnd (SEN) líkt og lagt
var upp með í upphafi kjörtíma
bils. Samningur var gerður á milli
Samfylkingar og Pírata um að for
mennsku nefndarinnar skyldi skipt
á milli f lokkanna.
Áformað var að Jón Þór yrði for
maður í haust og myndi sinna því
starfi í eitt ár. Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir myndi svo ljúka kjör
tímabilinu. Þórhildur Sunna tekur
hins vegar við strax í haust.
Jón Þór hefur einnig látið eftir
sæti sitt í forsætisnefnd, en Helgi
Hrafn Gunnarsson, samf lokks
maður Jóns, mun taka sæti í nefnd
inni í hans stað. Jón Þór mun hins
vegar áfram sitja í atvinnuvega
nefnd og segist geta sinnt starfi sínu
þar betur með þessum breytingum.
Aðspurður um ástæður þess að
hann víki úr forsætisnefnd og fari
ekki með formennsku í SEN, líkt og
áformað var, segist Jón Þór vilja ein
beita sér að starfi þingmannsins í
vetur. „Ég notaði sumarið í að melta
það hvar og hvernig kraftar mínir
myndu nýtast best. Með þessu get
ég farið aftur í grasrótina. Þar á ég
heima. Svona get ég einbeitt mér að
því sem skiptir landsmenn máli í
stað þess að vera fastur í skrifræði
þingsins,“ segir Jón Þór.
„Svo þegar ég fór að hugsa út í
þetta sá ég að Þórhildur Sunna yrði
miklu öflugri formaður SEN en ég,“
segir Jón Þór kíminn.
„Svona get ég verið óbreyttur
þingmaður og einbeitt mér að því
sem er að gerast fyrir utan skipu
lagsheildina á Alþingi.“ bdj
Jón Þór verður
ekki formaður
Jón Þór Ólafs-
son, þingmaður
Pírata.
9 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
A
-4
B
6
0
2
3
B
A
-4
A
2
4
2
3
B
A
-4
8
E
8
2
3
B
A
-4
7
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K