Fréttablaðið - 09.09.2019, Síða 4
ÁRA5ÁBYRGÐ FIAT ATVINNUBÍLAR
FIAT DUCATO
Verð frá 4.024.194 án vsk.
4.990.000 m/vsk.
FIAT TALENTO L2H1
Verð frá 3.298.387 án vsk.
4.090.000 m/vsk.
FIAT DOBLO
Verð frá 2.225.806 án vsk.
2.760.000 m/vsk.
FIAT FIORINO
Verð frá 1.854.032 án vsk.
2.299.000 m/vsk.
ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
FJÖLMIÐLAR Lilja Alfreðsdóttir,
menntamálaráðherra, stefnir á að
taka Ríkisútvarpið af auglýsinga-
markaði. Engar slíkar fyrirætlanir
hafa verið kynntar ríkisstjórninni
með formlegum hætti en mennta-
málaráðherra vill umræðu um
málið. Forsætisráðherra er opin
fyrir hugmyndinni, en vill þá
auka framlög til RÚV. Þingmaður
Sjálfstæðisflokksins segir að áður
en framlög til ríkismiðilsins séu
ákvörðuð, sé rétt að skilgreina hlut-
verk og skyldur RÚV.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir koma vel til greina að
taka RÚV af auglýsingamarkaði.
„Fyrirkomulagið er þannig víða í
kringum okkur, en það á sér þar
töluvert langa sögu. Það sem ég
myndi vilja leggja til er að það yrði
skoðað sérstaklega hvaða áhrif það
myndi hafa á íslenska auglýsinga-
markaðinn, það er að segja, hvort
þeir rúmir tveir milljarðar sem
Ríkisútvarpið hefur í tekjur af aug-
lýsingasölu muni skiptast yfir á hina
innlendu miðlana eða hvort þeir fari
annað, til dæmis úr landi,“
segir Katrín.
Hún vill að Ríkisút-
varpinu sé bætt upp
sú upphæð sem það
verði af, fari það af
auglýsingamarkaði.
„Ég myndi vilja
gera það með
því að hækka
ú t v a r p s -
gjaldið. Mér
hugnast ekki
að almanna-
f jöl m iðl i l l
sé á f jár-
lögum.“
Óli Björn
K á r a s o n ,
þingmaður Sjálfstæðisf lokksins,
segir um að ræða tvö aðskilin mál,
annars vegar framlög til ríkis-
miðilsins og hins vegar
það hvort ríkið eigi
að standa í óeðli-
legri samkeppni við
einkaaðila. „Eitt er að
taka ákvörðun um að
reka RÚV. Ef við
ætlum að gera
það sk u lu m
við gera það
m e ð þ e i m
hætti að það
h a f i s e m
minnst nei-
kvæð áhrif
á einkarekna miðla. Auglýsinga-
sala RÚV eyðileggur og skekkir alla
stöðu gagnvart sjálfstæðum fjöl-
miðlum. Það er því rétt og eðlilegt að
RÚV hverfi af auglýsingamarkaði þó
ekki sé nema bara af þeirri ástæðu,“
segir Óli Björn.
„Með hið svokallaða tekjutap sem
af því kann að hljótast, það er ein-
faldlega annað mál. Það hefur ekk-
ert að gera með það hvort menn eigi
að lofa ríkisfyrirtæki að keppa með
óeðlilegum hætti við einkaaðila, í
þessu tilfelli á auglýsingamarkaði.
Spurningin um framlög til RÚV
er allt önnur og snýr að því hvaða
skyldum og hlutverki RÚV á að
gegna, sem mér þætti eðlilegt að
væri svarað áður en menn byrja að
velta því fyrir sér hvort eigi að bæta
upp tekjutap, innan gæsalappa,
vegna auglýsingasölu. Ég tel að þar
eigi að byrja. Svo má taka afstöðu
til þess hvort þurfi að tryggja því
auknar tekjur eða hvort það komist
af með minna en það hefur nú,“
útskýrir Óli Björn.
Lilja segir það ekki liggja fyrir
hvenær hún muni kynna fyrirætl-
anir sínar með Ríkisútvarpið fyrir
ríkisstjórn. „Það kemur að því. Ég
ligg núna undir feldi og er að skoða
hvernig þetta sé best gert. Ég held að
umræða um málið sé mikilvæg og að
þetta sé best gert í skrefum.“
olof@frettabladid.is
Ráðherra ætlar sér að taka
RÚV af auglýsingamarkaði
Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta
stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill hins vegar
að hlutverk og skyldur RÚV séu skilgreindar áður en tekin er afstaða um framlög til ríkisfjölmiðilsins.
Menntamálaráðherra hefur einnig boðað sérstaka styrki til einkarekinna fjölmiðla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK
Óli Björn
Kárason.
Katrín
Jakobs-
dóttir.
LÖGGÆSLA Engar fastar lokanir
verða á götum vegna komu Ind-
landsforseta til landsins eins og var
við heimsókn Mikes Pence í síðustu
viku.
Hann fær þó lögreglufylgd hvert
sem hann fer, líkt og Angela Merkel
og aðrir þjóðhöfðingjar sem heim-
sækja landið, með tilheyrandi trufl-
unum á umferð. Óvenju mikið hefur
verið um opinberar heimsóknir
upp á síðkastið og mikið að gera
hjá umferðardeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
„Þetta verður náttúrulega ekkert
í líkingu við Pence en þetta verður
svona meira í áttina að Merkel,“
segir Guðbrandur Sigurðsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn umferð-
ardeildar lögreglunnar, spurður út í
viðbúnað vegna heimsóknarinnar.
„Það verður umferðarfylgd á öllum
ferðum hans og þar af leiðandi
truflun á umferð svona rétt á meðan
fylgdin er að fara í gegn en svo opn-
ast allt aftur.“
Shri Ram Nath Kovind, forseti
Indlands, kemur í opinbera heim-
sókn til landsins í dag eins og greint
hefur verið frá. Hann mun hitta
Guðna Th. Jóhannesson, forseta
Íslands, á Bessastöðum á morgun
og að því loknu halda opinn fyrir-
lestur í Háskóla Íslands, sem ber
yfirskriftina Indland og Ísland fyrir
græna plánetu. – ókp
Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence
Shri Ram Nath
Kovind, forseti
Indlands.
LÖGREGLUMÁL Maður sem var
stöðvaður af tollgæslunni í komusal
Keflavíkurflugvallar viðurkenndi
að vera með fíkniefni innvortis. Þá
hafði hann ætlað að smygla tæpum
700 grömmum af kókaíni til lands-
ins. Þetta kemur fram í tilkynningu
frá lögreglustjóranum á Suður-
nesjum.
Maðurinn kom frá Madríd fyrsta
september síðastliðinn og er af
erlendu bergi brotinn. Lögreglan á
Suðurnesjum handtók manninn í
kjölfar játningar hans og færði hann
á lögreglustöð. Þar skilaði hann af
sér samtals 70 pakkningum af fíkni-
efninu. Hann er nú í gæslu-
varðhaldi en rann-
sókn málsins er
í höndum lög-
r e g l u n n a r
á Suðu r-
nesjum.
– kdi
Með tæpt kíló
af kókaíni
innvortis
LÖGREGLUMÁL Flytja þurfti björg-
unarsveitarmann á sjúkrahús eftir
að ráðist var á hann í miðri flugelda-
sýningu Ljósanætur á laugardags-
kvöld. Björgunarsveitarmaðurinn
hafði bjargað lífi manns sem stakk
sér til sunds undir Berginu en eftir
björgunina réðst maðurinn á hann.
Björgunarsveitarmaðurinn var
fluttur á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja. „Þaðan var hann sendur til
frekari skoðunar til Reykjavíkur
þar sem talin var þörf á því vegna
áverka,“ segir Haraldur Haraldsson,
formaður Björgunarsveitar Suður-
nesja. Björgunarsveitarmaðurinn
var marinn og bólginn á eftir.
Maðurinn sem stökk í sjóinn
kvaðst ætla að synda til Hafnar-
fjarðar. Ljóst sé að mati Haraldar
að maðurinn hefði drukknað hefði
honum ekki verið komið til bjargar.
– kdi
Marinn og blár
eftir björgun
9 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
A
-5
F
2
0
2
3
B
A
-5
D
E
4
2
3
B
A
-5
C
A
8
2
3
B
A
-5
B
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K