Fréttablaðið - 09.09.2019, Qupperneq 32
Sorgarmiðstöð er fyrir alla sem
hafa misst og syrgja og henni er
ætlað að halda utan um upp-
lýsingar fyrir syrgjendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ásdís Stefánsdóttir
Sólvangi, Fnjóskadal,
andaðist mánudaginn 2. september
á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 11. september kl. 13.30.
Jarðsett verður í Hálskirkjugarði Fnjóskadal.
Bergsveinn Jónsson
Ingvar Jónsson
Þórdís H. Jónsdóttir Birgir Jónasson
Sigrún Jónsdóttir
Aðalheiður Erla Jónsdóttir Óskar H. Albertsson
Þórunn Jónsdóttir Rúnar Jóakimsson
Sólveig Jónsdóttir Friðfinnur Hauksson
Steinunn H. Jónsdóttir Stefán Sævarsson
Magnús Skúlason
barnabörn og barnabarnabörn.
1000 Svoldarorrusta var háð í Eystrasalti og Ólafur
Tryggvason féll.
1087 Vilhjálmur rauður varð konungur Englands.
1208 Víðinesbardagi var háður í Hjaltadal, en þó gæti
hann hafa verið daginn áður. Höfðingjar sóttu með
mikinn her að Guðmundi góða Arasyni, biskupi á Hólum.
Í þessum bardaga féll Kolbeinn Tumason.
1850 Kalifornía er útnefnd 31. ríki Bandaríkjanna.
1867 Lúxemborg öðlast sjálfstæði.
1877 Þingeyrakirkja, sem Ásgeir Einarsson alþingismaður
lét reisa, var vígð.
1905 Sogsbrú, 38 metra löng og 2,5 metra breið hengi-
brú, var vígð. Um 1.000 manns voru viðstödd vígsluna.
1913 Íþróttafélagið Þór stofnað í Vestmannaeyjum.
1914 Orrustunni við Marne lauk.
1926 Snjókoma var og vöknuðu Reykvíkingar við alhvíta
jörð að morgni. Talið er að aldrei hafi gert alhvítt fyrr að
hausti í Reykjavík.
1939 Landher nasista ræðst inn í Varsjá í Póllandi.
1942 Breskum flugmanni tókst á síðustu stundu að
beina flugvél sinni frá húsi í Elliðaárdalnum er hann brot-
lenti þar í kartöflugarði.
1950 Fjöldahandtökur kommúnista í Frakklandi.
1956 Elivs Presley kemur fram í
sjónvarpsþætti Eds Sullivan.
1965 Tíbet er gert að óháðu
landsvæði Kína.
1971 John Lennon gefur út
plötuna „Imagine".
1985 Ronald Reagan fyrirskipar
refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku.
1990 Bush og Gorbachev hittast í Helsini
og hvetja Íraka til að fara frá Kúveit.
1991 Mike Tyson er ákærður fyrir
nauðgun.
1998 Háhyrningurinn Keikó kom til
Vestmannaeyja.
Merkisatburðir
Það var á þessum degi árið 1543 sem
hin níu mánaða gamla María Stuart var
opinberlega krýnd drottning af Skot-
landi í kapellu í Stirling-kastala.
Hún fæddist 7. desember 1542, en í
stjórnartíð Róberts annars af Skot-
landi hafði verið staðfest að krúnuna
gætu aðeins karlmenn í ættinni erft,
nema þeir væru útdauðir. Því taldi
James fimmti víst að fæðing dóttur
sinnar markaði endalok Stuart-ættar-
innar á konungsstóli, en það var vegna
Maríu sem ættin fékk yfirráð og ríkti
bæði yfir Skotlandi og Englandi.
María var ekki nema sex daga gömul
þegar faðir hennar lést úr kóleru og
hún varð drottning. Krýningin var
umtöluð í Evrópu enda einstök í
sinni röð vegna þess að drottningin
var enn kornabarn. Hún var íklædd
fagurrauðum möttli með loðermum
og steinum skreyttum satínkjól.
Livingstone lávarður studdi við Maríu
í hásætinu svo hún ylti ekki um koll og
út á gólf. Sökum dragsúgs í kapell-
unni brast barnið í grát meðan það var
smurt vígðri olíu um leið og krýningar-
eiðurinn var lesinn.
Jarlinn af Lennox kom aðvífandi
með veldissprota og kom honum fyrir
í hönd barnsins um leið og kardinálinn
framkvæmdi athöfn með þriggja feta
sverði við örsmáan kroppinn.
Að því loknu tyllti kardinálinn kór-
ónu á höfuð Maríu þar sem hún rétt
tolldi á flauelshring sem barnið hafði
á höfðinu.
Í lok athafnar var líkama barnsins
haldið uppréttum meðan jarlar af Len-
nox og Arran kysstu kinnar Maríu af
drottins hollustu og prelátar og aðals-
menn hneigðu sig fyrir hinni ný krýndu
drottningu.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 9. S E P T E M B E R 15 4 3
María Stuart krýnd drottning
Mary Stuart, drottning af Skotlandi.
Á f i m m t u d a g v e r ð -ur opnuð Sorgarmiðstöð sem ætlað er að styðja við einstaklinga og fjöl-skyldur í sorg. Um er að ræða reg nhlífarsam-
tök grasrótarfélaga á sviði sorgarúr-
vinnslu. Stofnendur Sorgarmiðstöðvar
eru félögin Ný dögun, Birta, Ljónshjarta
og Gleym mér ei.
„Árið 2017 voru samtökin Ný dögun
þrjátíu ára og af því tilefni héldum við
vinnufund með hópi fólks sem kemur að
stuðningi við syrgjendur. Þarna komu
saman fagaðilar úr heilbrigðiskerfinu,
ýmsir úr grasrótinni, frá kirkjunni, lög-
reglunni og margir f leiri. Við unnum
með spurninguna: Hvað getum við gert
betur fyrir syrgjendur á Íslandi?“ segir
Hulda Guðmundsdóttir, formaður
Sorgarmiðstöðvar.
„Fundurinn skilaði þeirri eindregnu
niðurstöðu að bæta þyrfti þjónustu við
syrgjendur. Hún væri of dreifð, ómark-
viss og af ýmsu tagi. Æskilegast væri
að koma upp sorgarmiðstöð þar sem
syrgjendur og aðrir gætu gengið að upp-
lýsingum og þjónustu á einum stað, með
símtali, heimsókn eða á vefsíðu. Eins
þyrfti að efla fræðslu á sviði sorgarúr-
vinnslu,“ bætir Hulda við.
Að vinnufundinum loknum var
ákveðið að vinna áfram með niðurstöð-
ur fundarins og rúmu ári síðar undir-
rituðu félögin fjögur viljayfirlýsingu um
stofnun Sorgarmiðstöðvar sem verður
opnuð á fimmtudaginn.
Hlutverk Sorgarmiðstöðvar er að
styðja við einstaklinga og fjölskyldur
í sorg ásamt því að ef la samfélagsum-
ræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu.
„Markmiðið er að bæta félagslega virkni
syrgjenda og minnka líkur á heilsubresti
þeirra við áföllin,“ segir Hulda.
„Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í
sorg fækka geðheilbrigðisvandamálum
og flýta félagslegri endurhæfingu syrgj-
enda,“ segir hún.
Hulda er fyrrverandi formaður sam-
takanna Ný dögun, og hefur unnið með
samtökunum í áraraðir. Tilgangur Nýrr-
ar dögunar er að styðja syrgjendur og þá
sem vinna að velferð þeirra og þekkir
Hulda því vel til sorgarúrvinnslu og
mikilvægi þess að takast á við þau áföll
sem fólk verður fyrir í lífinu.
Hún segir mikla þörf á opnari
umræðu um dauðann og að Sorgar-
miðstöð muni veita þeim sem misst
hafa ástvin upplýsingar um þau úrræði
sem í boði eru. „Sorgarmiðstöð er fyrir
alla sem hafa misst og syrgja og henni
er ætlað að halda utan um upplýsingar
fyrir syrgjendur. Til dæmis hvert við-
komandi getur leitað eftir frekari stuðn-
ingi í sinni sorg og miðað við aðstæður,
svo sem ef viðkomandi missir barn,
maka eða systkini,“ segir Hulda.
„Sorgarmiðstöð vill vera vettvangur
sem upplýsir nærsamfélagið um sorg og
sorgarviðbrögð og hjálpa því að tala um
dauðann, skilja að hann er hluti af lífinu
og alls ekki alltaf óvinur,“ segir Hulda.
Opnun Sorgarmiðstöðvar fer fram í
Lífsgæðasetrinu á gamla Sankti Jósefs-
spítalanum í Hafnarfirði fimmtudaginn
12. september klukkan átta og eru allir
velkomnir. olof@frettabladid.is
Vilja gera betur fyrir þá
sem syrgja ástvini sína
Hulda Guðmundsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir eru í stjórn Sorgarmiðstöðvar-
innar. Þær vilja gera betur fyrir fólk sem syrgir. MYND/ÍNA ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR
Á fimmtudag verður
opnuð Sorgarmiðstöð sem
styður við þá sem syrgja
ástvini. Góð úrræði í sorg
fækka geðheilbrigðis-
vandamálum og flýta
endurhæfingu syrgjenda.
9 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
0
9
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
B
A
-5
F
2
0
2
3
B
A
-5
D
E
4
2
3
B
A
-5
C
A
8
2
3
B
A
-5
B
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K