Fréttablaðið - 14.09.2019, Side 64
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Asískur matur þarf ekkert endilega að innihalda öll ósköp af kryddtegundum.
Hægt er að kaupa alls kyns paste í
verslunum sem innihalda flest þau
krydd sem við þurfum á að halda í
réttina. Kryddblandan geymist vel
í ísskáp og hægt að nota í alls kyns
rétti, er til dæmis mjög góð í fisk-
rétti og súpur.
Taílenskur massaman
karríréttur
Massaman karrí er í miklu uppá-
haldi hjá mörgum. Í þessum
rétti er notað massaman curry
paste sem maður býr til sjálfur en
vitaskuld er hægt að kaupa það til-
búið. Þetta virðist nokkuð flókin
uppskrift. Flest hráefni er hægt að
kaupa í asískum verslunum. Hér
er notað svínakjöt en kjúklingur
passar líka vel. Uppskriftin miðast
við fjóra.
Currypaste:
1 msk. salt
1 msk. grófhakkað sítrónugras
2 skalottlaukar
2 msk. kóríanderfræ
1 msk. engiferrót
5 þurrkaðir, rauðir chili
4 stórir hvítlauksbátar
1 msk. cuminfræ (broddkúmen)
1 msk. kóríanderrót
1 msk. rækjumauk (shrimp paste)
Fjarlægið fræin úr chili-piparnum
og leggið í vatn í um það bil 10
mínútur. Skerið engifer, sítrónu-
gras, kóríander-rótina og laukinn
mjög smátt. Veljið mýksta partinn
af sítrónugrasinu eftir að það hefur
verið flysjað.
Ristið kóríander- og cuminfræ á
þurri pönnu. Setjið í mortel ásamt
chili og salti. Merjið. Bætið þá við
engifer, sítrónugrasi og kóríand-
errótinni. Haldið áfram að merja
allt saman. Bætið þá við lauk og
hvítlauk. Haldið áfram að merja
þangað til úr verður fínt mauk.
Ef ekki er til stórt mortel má setja
þetta í matvinnsluvél í staðinn en
áferðin verður þá ekki sú sama og
á maukinu.
Karrísósa:
5 kartöflur, soðnar
5 dl kókosmjólk
400 g svínakjöt sem skorið er í
strimla
2½ dl coconut cream
2 msk. ristaðar, ósaltaðar kasjú-
hnetur
3 msk. tamarindsósa
5 smálaukar, skornir í sneiðar
3 lárviðarlauf
5 ristaðar kardemommur
1 heill kanill
½ msk. kaffir lime blöð
3 msk. pálmasykur (eða púður-
sykur)
2 msk. asísk fiskisósa
3 msk. massaman curry paste
(uppskrift að framan)
Flysjið og skerið kartöflurnar í
bita eftir að þær hafa verið soðnar.
Setjið til hliðar. Steikið svínakjötið
og hellið síðan kókosmjólkinni
yfir. Látið malla þangað til kjötið
er að fullu eldað. Takið til hliðar.
Setjið olíu á aðra pönnu og
steikið curry paste. Setjið síðan
kókoskremið út á (coconut cream).
Það á að koma kryddolíurák efst
á sósuna þegar hún er tilbúin.
Blandan á síðan að fara yfir svína-
kjötið sem er aftur sett undir hita.
Þá er hnetunum, pálmasykri, fiski-
sósu og tamarindsósu bætt við.
Loks er smálauknum, kartöflum,
lárviðarlaufi, kardimommum
og kanilstöng bætt við. Látið allt
malla í smástund þar til sósan
þykknar. Skerið kaffir lime blöðin
smátt og setjið út í að lokum.
Tom Kha Gai súpa með
kjúklingi
Þetta er fræg taílensk uppskrift
sem er mjög góð og bragðmikil.
Súpan er oft borin fram með hrís-
grjónum til hliðar.
3 kjúklingabringur
100 g fersk engiferrót
2 hvítlauksrif
1 stöngull sítrónugras
8 dl kjúklingasoð
3½ dl kókosmjólk
2 msk. fiskisósa (asísk)
Safi og börkur af einni límónu
½ tsk. chili-flögur
2 msk. ferskt kóríander
Skerið kjúklinginn í bita. Þá er
engifer, hvítlaukur og sítrónugras
skorið mjög smátt. Sjóðið upp
kjúklingasoðið og setjið engifer,
hvítlauk og sítrónugras þar út
í. Látið smámalla í um það bil
þrjár mínútur. Þá er kókosmjólk,
fiskisósa og kjúklingur settur út
í súpuna og allt látið sjóða í 5-10
mínútur. Í lokin er rifinn börkur af
límónu, safi og chili sett saman við
og soðið áfram. Ferskt kóríander er
sett út að lokum. Berið strax á borð
og hafið hrísgrjón með ef vill.
Vel kryddað lambakarrí
Góður lambapottréttur frá Asíu
sem einfalt er að gera.
250 g beinlaust lambakjöt í
bitum
1 rauður chili-pipar
2 tsk. smátt skorinn engifer
2 gulrætur í bitum
1 laukur, smátt skorinn
1 haus spergilkál, hlutaður niður
2 stönglar sellerí
4 dl kókosmjólk
2 stönglar sítrónugras
1½ msk. rautt curry paste
2 tsk. púðursykur
1 laukur
Hitið olíu á pönnu og brúnið kjötið
en takið það síðan frá. Bætið á
pönnuna engifer, chili og græn-
meti, bætið því næst við curry
paste, smátt skornu sítrónugrasi
og kókosmjólkinni. Látið malla
á pönnunni í 15 mínútur. Setjið
kjötið út í og bragðbætið með
púðursykri. Látið malla stutta
stund og berið fram með hrís-
grjónum.
Sítrónugras er vinsælt í Asíu
til að bragðbæta rétti. Bragðið er
mildara en af sítrónu. Blöðin eru
löng, hvít og ljósgræn. Best er að
berja með buffhamri á stöngulinn
áður en hann er f lysjaður og
skorinn niður en þá mýkist hann.
Það má sleppa sítrónugrasi í
asískum réttum en þá fá þeir ekki
alveg sama bragðið.
Vel kryddað í kvöldmatinn
Nú þegar kólnar í veðri er gott að fá sér eitthvað vel kryddað í matinn. Asískur matur er alltaf afar
vinsæll og það getur stundum verið einfalt að útbúa hann heima. Hér eru nokkrar hugmyndir.
Massaman karríréttur er alltaf góður.
Lambakjöt í karríi.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5654 / jonivar@frettabladid.is
BIRGJAR OG HEILDSÖLUR
Hinn 20. september kemur út sérblað um birgja og heildsölur.
Blaðið er ætlað heildsölum og birgjum til að kynna sín vörumerki og
starfsemi fyrir öðrum fyrirtækjum og lesendum Fréttablaðsins.
Vertu viss um að tryggja þér gott auglýsingapláss í stærsta blaði landsins.
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
1
4
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
C
4
-B
6
D
C
2
3
C
4
-B
5
A
0
2
3
C
4
-B
4
6
4
2
3
C
4
-B
3
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
9
6
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K