Fréttablaðið - 14.09.2019, Síða 66
Græni litur lauf-
blaðanna stafar af
litarefninu blaðgrænu.
Heimagert hnetusmjör er mjög gott
ofan á brauð eða út í súpur og rétti.
Það er skemmtilegt að prófa sig áfram með að gera sitt eigið hnetusmjör. Það er hægt
að nota ofan á brauð eða í sósur,
súpur eða ýmsa rétti. Kasjúhnetur
eru mjög góðar í hnetusmjör
en það er einnig hægt að nota
möndlur, heslihnetur eða pekan-
hnetur.
500 g kasjúhnetur
½ tsk. salt
1 msk. ólífuolía
Setjið allt í matvinnsluvél og
keyrið vélina í 15-25 mínútur.
Hnetumassinn breytist þá í
mjúka blöndu. Vélin getur hitnað
svo það er ágætt að stoppa hana
aðeins annað slagið meðan á
þessu stendur. Notið sleikju til að
hreinsa frá hliðunum á skálinni ef
eitthvað vill festast þar. Bætið við
örlitlu vatni ef þarf.
Hnetusmjörið geymist í lokaðri
krukku í ísskáp í fjórar vikur.
Heimagert
hnetusmjör
Litarefna-
breytingar eru
ástæða haust-
litanna. NORDIC
PHOTOS/GETTY
Af hverju skipta lauf blöð um lit á haustin? Mörgum finnst það eflaust sjálfsagt mál en
hafa ekki velt fyrir sér ástæðunni.
Græni litur lauf blaðanna stafar
af litarefninu blaðgrænu. Þegar
kólnar á haustin hætta sumar
plöntur að framleiða blaðgrænu.
Blaðgrænan er brotin niður í
smærri sameindir og eyðist.
Þegar blaðgrænan er horfin úr
lauf blaðinu sjást önnur litarefni
laufsins betur. Til dæmis gulur og
appelsínugulur litur karótínsins.
Jurtablámi er litarefni sem plantan
framleiðir aðeins á haustin. Jurta-
bláminn gerir laufin rauð, bleik
eða fjólublá. Það eru því litarefna-
breytingar í lauf blöðunum sem
skapa alla fallegu haustlitina sem
prýða náttúruna þessa dagana.
Hvaðan koma haustlitirnir?
Heimagert majónes er einfalt og
ódýrt. NORDICPHOTOS/GETTY
Þetta heimagerða majónes er afskaplega einfalt að gera en það inniheldur einungis
fjögur hráefni. Þá er það líka ódýrt
og glútenlaust.
1 bolli olía (t.d. sólblóma- eða
lárperuolía)
½ bolli ósæt sojamjólk
2 teskeiðar eplaedik
Sjávarsalt, eftir smekk
Gætið þess að mjólkin og olían séu
við sama hitastig.
Blandið sojamjólkinni og
edikinu saman með töfrasprota
eða í matvinnsluvél. Bætið olí-
unni hægt og rólega saman við og
smakkið til með salti (og jafnvel
smávegis sinnepi, ef vill). Setjið í
lokaða krukku, geymið í ísskáp og
notið innan 5 daga.
Þetta er allra einfaldasta útgáfan
af heimagerðu vegan-majónesi en
til eru margar útgáfur og því um
að gera að fletta því upp á netinu
og prófa sig áfram. Sumir nota
til dæmis vökvann af kjúklinga-
baunum, aquafaba, en þegar hann
er þeyttur líkist hann mjög eggja-
hvítu og hentar bæði í bakstur
(eins og til dæmis marengs) og
annað. Þá nota aðrir til dæmis
sítrónusafa, síróp eða jafnvel lár-
peru svo eitthvað sé nefnt.
Heimagert
majónes
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
1
4
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
C
4
-7
6
A
C
2
3
C
4
-7
5
7
0
2
3
C
4
-7
4
3
4
2
3
C
4
-7
2
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
9
6
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K