Fréttablaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 66
Græni litur lauf- blaðanna stafar af litarefninu blaðgrænu. Heimagert hnetusmjör er mjög gott ofan á brauð eða út í súpur og rétti. Það er skemmtilegt að prófa sig áfram með að gera sitt eigið hnetusmjör. Það er hægt að nota ofan á brauð eða í sósur, súpur eða ýmsa rétti. Kasjúhnetur eru mjög góðar í hnetusmjör en það er einnig hægt að nota möndlur, heslihnetur eða pekan- hnetur. 500 g kasjúhnetur ½ tsk. salt 1 msk. ólífuolía Setjið allt í matvinnsluvél og keyrið vélina í 15-25 mínútur. Hnetumassinn breytist þá í mjúka blöndu. Vélin getur hitnað svo það er ágætt að stoppa hana aðeins annað slagið meðan á þessu stendur. Notið sleikju til að hreinsa frá hliðunum á skálinni ef eitthvað vill festast þar. Bætið við örlitlu vatni ef þarf. Hnetusmjörið geymist í lokaðri krukku í ísskáp í fjórar vikur. Heimagert hnetusmjör Litarefna- breytingar eru ástæða haust- litanna. NORDIC­ PHOTOS/GETTY Af hverju skipta lauf blöð um lit á haustin? Mörgum finnst það eflaust sjálfsagt mál en hafa ekki velt fyrir sér ástæðunni. Græni litur lauf blaðanna stafar af litarefninu blaðgrænu. Þegar kólnar á haustin hætta sumar plöntur að framleiða blaðgrænu. Blaðgrænan er brotin niður í smærri sameindir og eyðist. Þegar blaðgrænan er horfin úr lauf blaðinu sjást önnur litarefni laufsins betur. Til dæmis gulur og appelsínugulur litur karótínsins. Jurtablámi er litarefni sem plantan framleiðir aðeins á haustin. Jurta- bláminn gerir laufin rauð, bleik eða fjólublá. Það eru því litarefna- breytingar í lauf blöðunum sem skapa alla fallegu haustlitina sem prýða náttúruna þessa dagana. Hvaðan koma haustlitirnir? Heimagert majónes er einfalt og ódýrt. NORDICPHOTOS/GETTY Þetta heimagerða majónes er afskaplega einfalt að gera en það inniheldur einungis fjögur hráefni. Þá er það líka ódýrt og glútenlaust. 1 bolli olía (t.d. sólblóma- eða lárperuolía) ½ bolli ósæt sojamjólk 2 teskeiðar eplaedik Sjávarsalt, eftir smekk Gætið þess að mjólkin og olían séu við sama hitastig. Blandið sojamjólkinni og edikinu saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið olí- unni hægt og rólega saman við og smakkið til með salti (og jafnvel smávegis sinnepi, ef vill). Setjið í lokaða krukku, geymið í ísskáp og notið innan 5 daga. Þetta er allra einfaldasta útgáfan af heimagerðu vegan-majónesi en til eru margar útgáfur og því um að gera að fletta því upp á netinu og prófa sig áfram. Sumir nota til dæmis vökvann af kjúklinga- baunum, aquafaba, en þegar hann er þeyttur líkist hann mjög eggja- hvítu og hentar bæði í bakstur (eins og til dæmis marengs) og annað. Þá nota aðrir til dæmis sítrónusafa, síróp eða jafnvel lár- peru svo eitthvað sé nefnt. Heimagert majónes 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 C 4 -7 6 A C 2 3 C 4 -7 5 7 0 2 3 C 4 -7 4 3 4 2 3 C 4 -7 2 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.