Morgunblaðið - 31.05.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
Hjóla-
legur
Renndu við hjá okkur
í Tangarhöfða 13
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Morgunblaðið/Eggert
Grunnskóli Erfiðlega gengur nú að
ráða í auglýstar stöður í skólum.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við erum farin að fá ákveðna mynd
af komandi hausti og hún er ekkert
sérstaklega glæsileg. Við munum þá
að líkindum slá Íslandsmet þegar
kemur að fjölda undanþága, en það
lítur út fyrir að á komandi skólaári
verði metfjöldi leiðbeinenda við
kennslu í grunnskólum á Íslandi,“
segir Þorsteinn Sæberg, formaður
Skólastjórafélags Íslands, í samtali
við Morgunblaðið.
Undanþágunefnd grunnskóla fyr-
ir skólaárið 2019-2020 hafði í síðustu
viku fengið inn á sitt borð yfir 600
umsóknir til afgreiðslu. „Það er nú
bara enn maí. Ég veit ekki hvar við
endum eiginlega þegar skólastarf
hefst loks í ágúst því það er enn verið
að auglýsa eftir kennurum,“ segir
Þorsteinn og bætir við að þetta sé af-
leiðing þróunar undanfarin ár og um
leið „mikið áhyggjuefni“. Segir hann
brýnt að bregðast við stöðunni.
„Þetta er langtímaverkefni og
snýst um marga þætti. Hið augljósa
er launamálin, en einnig snýst þetta
um áhuga fólks á starfinu og vænt-
anlega spila launin eitthvað þar inn í
líka – af hverju fer ungt fólk ekki að
læra til kennara í dag? Endurnýjun
kemur mjög hægt á móti því þegar
aðrir ganga úr stéttinni og við náum
ekki að svara því,“ segir Þorsteinn.
Spurður hvort þessi mikli skortur
á kennurum sé séríslenskt vandamál
kveður Þorsteinn nei við. „Nei, ég
vildi að ég gæti sagt það, en svo er
ekki. Það má t.a.m. nefna Svíþjóð
sem dæmi, en þar horfa menn upp á
nákvæmlega sömu þróun og eru í ná-
kvæmlega sömu umræðu og hér, þ.e.
umræðu um launamál, endurnýjun
og starfsumhverfi kennara.“
Lítill áhugi á efstu stöðum
Mjög hefur einnig verið auglýst
eftir skólastjórnendum að undan-
förnu. Aðspurður segir Þorsteinn
mun færri sækja um æðstu stöður í
grunnskólum nú en áður.
„Áhugi fólks á stöðum skólastjórn-
enda er því miður langt frá því að
vera ásættanlegur. Það er af sem áð-
ur var þegar auglýstar voru stjórn-
endastöður í grunnskólum, þá höfðu
menn úr nógu að velja. Nú er staðan
sú að mjög fáir sækja um hverja
stöðu,“ segir Þorsteinn og bætir við
að launamál, líkt og þegar kemur að
kennurum, eiga stóran þátt í þessu
áhugaleysi.
Að auki segir hann starfsaðstæður
skólastjórnenda og mikið álag í
starfi hafa sitt að segja þegar kemur
að dræmum áhuga.
Mikið hallæri á næsta skólaári
Borist hafa yfir 600 undanþáguumsóknir til kennslu fyrir næsta skólaár í grunnskólum landsins
Ég veit ekki hvar við endum eiginlega þegar skólastarf hefst, segir formaður Skólastjórafélagsins
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Metár var í förgun bíla í fyrra og
voru um 11.300 bílar afskráðir það
ár, samkvæmt upplýsingum frá end-
urvinnslufyrirtækinu Hringrás.
Fyrra met var frá árinu 2017 þegar
fargað var um 9.500 bílum. Það
þriðja í röðinni er árið 2008 en þá var
8.400 bílum skilað til förgunar. Daði
Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Hringrásar, sagði að sér sýndist að
ekki hefði dregið úr förgun bíla á
þessu ári.
Yfirleitt eru bílarnir sem komið er
með til förgunar ónýtir og óökufær-
ir. Fyrir kemur að fólk komi akandi á
bílunum og afhendi starfsmönnum
Hringrásar lyklana, að sögn Daða.
Algengt er að gamlir bílar fari fyrst í
gegnum bílapartasölur þar sem not-
hæfir hlutir eru teknir úr þeim og
það sem eftir er svo sett í förgun.
Hjá Hringrás eru spilliefni á borð
við olíur, bensín og rafgeyma fjar-
lægð úr bílunum. Einnig eru dekkin
tekin undan. Bílhræin fara svo í
pressu sem þjappar þeim saman í
kubba.
Brotajárnið er ýmist selt til Norð-
ur-Evrópu eða Tyrklands og selst
allt brotajárn, að sögn Daða. Þar
ytra eru bílakubbarnir settir í öflug-
ar kvarnir sem brytja þá í smátt og
er plast og annað flokkað frá málm-
um sem síðan fara í bræðslu. Allt er
því endurunnið. Auk Hringrásar
flytur Fura í Hafnarfirði einnig út
brotajárnsbíla.
Úrvinnslusjóður greiðir 20.000
króna skilagjald til eiganda fyrir að
láta afskrá bíl og farga honum eða
endurnýta.
Ekkert lát virðist vera
á förgun bíla á þessu ári
Metár í fyrra en þá var fargað um 11.300 bílum hér á landi
Morgunblaðið/Eggert
Hringrás Gömlum bílum fargað.
Sjómannadag-
urinn er á sunnu-
daginn og sjó-
menn og
fjölskyldur fagna
víða um land. Í
Vestmannaeyjum
byrjaði hátíðin í
gær þegar bjór-
inn Beddi sem
nefndur er eftir
Bedda heitnum á
Glófaxa var kynntur á The Brothers
Brewery og Hatarar spiluðu í Al-
þýðuhúsinu, að sögn Sævalds Páls
Hallgrímssonar, ritara Sjómanna-
dagsráðs Vestmannaeyja. Hann seg-
ir sjómannamót Ísfélags Vest-
mannaeyja í golfi hefjast kl. 08 í dag
og lögð verði áhersla á að krakkarnir
hlakki til helgarinnar. Á bryggjunni
á morgun verði hefðbundin dagskrá
með koddaslag kappróðri og tuðru-
spyrnu í fyrsta sinn. Auk þess sem
krakkarnir geti leikið sér með fjar-
stýrða báta í stórri sundlaug og
fleira. Sævald segir að aðrir dag-
skrárliðir verði með hefðbundnu
sniði. Sjómannamessa, hátíðarhöld á
Stakkó og Eykyndilskaffið. Sjó-
mannaskemmtunin á laugardags-
kvöldinu verði með öðru sniði. Hún
byrji fyrr og horft verði á úrslitaleik-
inn í Meistaradeildinni og borðhald
hefjist strax á eftir leik.
Hátíðarhöld
sjómanna
eru hafin
Koddaslagur á
sjómannadeginum.
Vilja að börnin
hlakki til helgarinnar
Það var líf og fjör á Hafravatni í gær þegar hug-
djarfir einstaklingar skelltu sér á sæketti, eins
konar vélsleða sem brúka má á vatni.
Sólin baðaði bæði menn og ketti, suma hverja í
nokkuð þjóðlegum litum, en veður var með besta
móti fyrir sækattaför sem þessa.
Vatnið var spegilslétt þar til sækettirnir og
húsbændur þeirra og mæður skelltu sér af stað
og þyrluðu vatninu í kringum sig upp í háaloft.
Sullað á sæköttum í skínandi sumarsól
Morgunblaðið/Hari
Líf og fjör á Hafravatni