Morgunblaðið - 31.05.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Afkoma ríkissjóðs getur mögulega
versnað um allt að 35 milljarða á
þessu ári og jafn mikið á því næsta, án
allra mótvægisaðgerða. Þetta kemur
fram í tillögu til þingsályktunar um
endurskoðun á fjármálastefnu fyrir
árin 2018-2022 sem Bjarni Benedikts-
son, fjármála- og efnahagsráðherra,
hefur lagt fram.
Í henni felst að dregið verði úr
áformuðum afgangi á heildarafkomu
hins opinbera í samræmi við breyttar
efnahagshorfur sem koma fram í nýj-
um hagspám.
Lagðar verða til breytingar
á fjármálaáætluninni
Ríkisstjórnin mun leggja til við
fjárlaganefnd að gerðar verði breyt-
ingar á fjármálaáætlun í því skyni að
tryggja hallalausan ríkisrekstur,
samkvæmt frétt fjármála- og efna-
hagsráðuneytisins.
„Gildandi fjármálastefna gerir ráð
fyrir 1,4% afgangi á heildarjöfnuði
hins opinbera árið 2018 og að jafnaði
1% afgangi á árunum 2019-2022. Í til-
lögu að endurskoðaðri stefnu er gert
ráð fyrir breyttum afkomuhorfum frá
og með árinu 2019 en þó þannig að
heildarjöfnuður verði jákvæður á
gildistíma stefnunnar. Þannig verði
afgangur á heildarjöfnuði að lág-
marki -0,4% af vergri landsfram-
leiðslu (VLF) árin 2019 og 2020,
-0,3% af VLF árið 2021 og í jafnvægi
árið 2022,“ segir í fréttinni.
Mikil breyting á hagþróun
Í greinargerð með þingsályktunar-
tillögunni segir m.a. að hagþróun árs-
ins og næstu missera verði allt öðru-
vísi en spáð var þegar núgildandi
fjármálastefna var samþykkt. Sam-
kvæmt maíspá Hagstofunnar mun
hagkerfið dragast saman um 0,2% á
þessu ári. Það er frávik um hátt í þrjú
prósentustig frá spám sem lagðar
voru til grundvallar núgildandi fjár-
málastefnu, fjármálaáætlun og fjár-
lögum ársins 2019. „Að undanskild-
um árunum eftir hrun bankakerfisins
haustið 2008 yrði þetta í fyrsta skipti
frá árinu 1992 sem hagvöxtur er nei-
kvæður.“
Þrátt fyrir samdrátt 2019 er útlit
fyrir að spennan sem hefur verið í
hagkerfinu leiti nærri jafnvægi þrátt
fyrir nokkra aukningu atvinnuleysis,
ef hagspáin gengur eftir. Árlegur
hagvöxtur á árunum 2020-2024 verð-
ur samkvæmt spánni nálægt lang-
tímaleitnivexti, eða í kringum 2,5%.
Samdráttur og loðnubrestur
Breyttar efnahagshorfur má eink-
um rekja til samdráttar í ferðaþjón-
ustu og loðnubrests. Í nýrri hagspá er
gert ráð fyrir um 11% fækkun ferða-
manna á þessu ári, einkum vegna
gjaldþrots WOW air. Aflabrestur í
loðnu leiðir til um 18 milljörðum
minni útflutnings 2019 en 2018.
„Gert er ráð fyrir að skráð atvinnu-
leysi verði að meðaltali 3,7% árið
2019, sem er 1,2 prósentustigum
hærra en í spánni sem lá til grund-
vallar gildandi fjármálastefnu. At-
vinnuleysi er nú 3,7% og hefur hækk-
að um 1,4 prósentustig frá sama tíma
2018. Þá er í spánni gert ráð fyrir
3,4% verðbólgu í ár og 3,2% verð-
bólgu árið 2020 en spáin sem lá til
grundvallar gildandi fjármálastefnu
gerði ráð fyrir 2,9% verðbólgu bæði
árin,“ segir í greinargerðinni.
Í niðurlagi greinargerðarinnar
segir að það að gerlegt sé að bregðast
við erfiðari aðstæðum en áður var
miðað við, án þess að afkoma hins op-
inbera verði neikvæð, sé til marks um
trausta stöðu þjóðarbúsins og þann
innri styrk ríkisfjármálanna sem tek-
ist hefur að byggja upp. Hagkerfið og
hið opinbera séu mun betur í stakk
búin nú en áður til að mæta tíma-
bundinni ágjöf.
Einnig hafi heimili og fyrirtæki
nýtt sér vaxtarskeiðið til að lækka
skuldir sínar svo um munar og hafi nú
borð fyrir báru. Skuldir sem ríkis-
sjóður axlaði vegna endurreisnar
fjármálakerfisins hafi verið greiddar
upp að fullu og aðrar skuldir vegna
hallareksturs í kjölfar falls banka-
kerfisins hafi einnig verið lækkaðar
mikið. Við það og með endurfjár-
mögnun lána á langtum hagstæðari
kjörum en boðist hafa til þessa hafi
vaxtabyrði ríkissjóðs lækkað til
muna.
„Vegna þessa góða árangurs er hið
opinbera nú í ágætri stöðu til að
standa af sér tímabundinn mótvind á
meðan hagkerfið aðlagast breyttum
skilyrðum og fær viðspyrnu fyrir nýtt
hagvaxtarskeið,“ eru lokaorð grein-
argerðarinnar.
Tryggja hallalausan ríkisrekstur
Fjármálastefna fyrir árin 2018-2022 verður endurskoðuð Fækkun ferðamanna og loðnubrestur
setja strik í reikninginn Hagkerfið og hið opinbera eru betur í stakk búin en áður til að mæta ágjöf
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dekkra útlit Í nýrri hagspá er gert ráð fyrir um 11% fækkun ferðamanna.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Catalina-flugbátur númer 2459 sem
staðsettur var hér á landi í seinni
heimsstyrjöldinni lenti á Reykjavík-
urflugvelli seinni partinn í gær.
Flugbáturinn verður til sýnis á flug-
sýningu sem fram fer á Reykjavík-
urflugvelli á laugardag.
Eggert Norðdal, rithöfundur og
flugsögusérfræðingur, hefur kynnt
sér sögu Catalina-flugbátsins sem
tilheyrði að hans sögn 73. og 84.
flotaflugsveit Bandaríkjahers. Hann
segir vélina hafa komið til Íslands
ásamt nokkrum öðrum með her-
flutningaskipinu Albemarle til Hval-
fjarðar rétt fyrir óveðrið mikla sem
geisaði 15. janúar 1942.
,,Vélarnar voru hífðar á sjóinn í
Hvalfirði og flogið þaðan til Reykja-
víkur þar sem þær lentu á hjólunum.
Það var ekki fyrr en í byrjun maí
1942 sem Catalina-báturinn 2459
sem nú er aftur kominn til landsins
var auðkenndur í 73. flugsveit með
númerinu 9,“ segir Eggert sem hef-
ur upplýsingar um að vélinni hafi
verið flogið til Bandaríkjanna 1.
september 1943 í gegnum Nar-
saksuak á Grænlandi. Vélin hafi síð-
ar verið keypt til Hollands og þaðan
sé hún að koma á leið aftur heim til
Bandaríkjanna.
Eggert segir að búið sé að taka úr
vélinni allan vopnabúnað.
,,Á meðan Catalina-flugbáturinn
var á Íslandi tók hann aðallega þátt í
verndarflugi yfir skipalestum, her-
flugi gegn kafbátum og gerði árás á
kafbáta ef þeir sáust, ísleiðangra og
fór alla vega eina ferð til Akureyrar.
Frá miðju árinu 1941 og næstu fjög-
ur ár þar á eftir var nánast alltaf ein
flugsveit af Catalinum á Íslandi,“
segir Eggert, sem skrifaði 1. bindi
Flugsögu Íslands. Hann telur sig
eiga 95% af gögnum sem tilheyra
100 ára flugsögu landsins sem fyllt
gætu a.m.k. tvö bindi í viðbót.
Gerði árásir og fór í ísleiðangra
Catalina-flugbátur 2459 er kominn aftur til Íslands
Var á Íslandi á styrjaldarárunum 1942 til 1943
Ljósmynd/Eggert Norðdal
Nr. 9 Catalina-flugbáturinn lendir á Reykjavíkurflugvelli í gærdag.
Atvinna
Gripið verður til fjölbreyttra ráð-
stafana til að vega upp fyrirsjáan-
legan samdrátt í tekjum ríkis-
sjóðs. Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra,
segir í samtali við Morgunblaðið
að fyrirhugaðar ráðstafanir séu að
umfangi um tíu milljarðar á ári.
Seinka lækkun bankaskatts
Meðal annars er hugmynd um
að seinka lækkun bankaskatts um
eitt ár. Lagt var nokkuð ríflega í
varasjóð vegna næsta árs á meðan
beðið var hagspár vorsins og sagði
Bjarni það gefa svigrúm til að
mæta tekjusamdrætti á næsta ári.
Verið er að endurmeta ýmis út-
gjaldaáform eins og t.d. uppbygg-
ingu á Stjórnarráðsreitnum og að
hliðra eitthvað til ferli uppbygg-
ingar Nýsköpunarsjóðs. Út-
greiðslur vegna þyrlukaupa munu
einnig færast til vegna aðstæðna.
Stefnt að hallalausum rekstri
„Við erum að taka til endur-
skoðunar fyrri áform um út-
gjaldavöxt innan einstakra mál-
efnasviða,“ sagði Bjarni. Unnið
hefur verið að ýmsum umbóta-
verkefnum til að tryggja betri
ráðstöfun opinbers fjár. Útgjöld
eru endurmetin og skoðað hvort
hægt sé að gera betur. Bjarni seg-
ir kröfu gerða um að það skili
ákveðinni hagræðingu á næstu ár-
um. Einnig á stafræn opinber
þjónusta að skila hagræðingu.
„Þetta leggst allt saman í all-
nokkra milljarða sem gerir okkur
kleift að stefna að hallalausum
rekstri,“ sagði Bjarni.
Staðið verður við áform um
skattalækkanir en til stendur að
gera mikla skattalækkun í tekju-
skattskerfinu. „Við áætlum að
heildaráhrifin verði upp undir 20
milljarðar á ári þegar allt er kom-
ið til framkvæmda,“ sagði Bjarni.
Hann sagði
að gert hefði
verið ráð fyrir
talsverðum af-
gangi af ríkis-
fjármálunum
og með því að
gefa frá sér
áform um já-
kvæða afkomu
sé hægt að
mæta slak-
anum í efnahagslífinu án þess að
þurfa að standa undir ríkisút-
gjöldum með lántökum.
Snúa við hverri krónu
Bjarni segir að þegar sé farið
gæta breytinga í hagkerfinu. Á
fyrstu þremur mánuðum ársins
var afkoma ríkissjóðs um sjö
milljörðum króna lakari en spáð
hafði verið.
„Þetta er rétti tíminn til að snúa
við hverri krónu og skoða leiðir til
að gera betur,“ sagði Bjarni. „Það
er alveg ljóst að þær umbætur
sem við höfum gert í tilfærslu-
kerfunum á undanförnum árum,
það er almannatryggingum og
sjúkratryggingum, taka mjög
mikið til sín og skilja eftir minna
svigrúm fyrir aðrar áherslur í rík-
isfjármálunum,“ sagði Bjarni. Þar
kemur við sögu hækkandi aldur
þjóðarinnar sem þýðir fjölgun
þeirra sem fá lífeyrisgreiðslur al-
mannatrygginga. Réttindi þeirra
hafa verið bætt mjög verulega á
undanförnum árum. Heildar-
útgreiðslur vegna örorku hafa
einnig hækkað vegna fjölgunar
öryrkja og styrkingar kerfanna.
Bjarni sagði það kalla á ráðstaf-
anir annars staðar til að standa
undir því. Hann segir mikilvægt
að koma í veg fyrir bótasvik.
Markmiðið með bótakerfunum
þurfi að nást, en það er að ná til
þeirra sem eru í mestri þörf.
Slaka í hagkerfinu verð-
ur mætt með ýmsu móti
Bjarni
Benediktsson