Morgunblaðið - 31.05.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Verð 6.990
Tunikur
Stútfull búð af
Nýjum
vörum
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til
laga um breytingu á ýmsum laga-
ákvæðum sem tengjast fiskeldi.
Þær breytingar varða meðal ann-
ars ferlið við útgáfu rekstrarleyfa.
Skipulagsstofnun metur fram-
kvæmdir í nokkrum skrefum sem
lýkur með áliti á mati á umhverfis-
áhrifum á grunni matsskýrslu. Um-
hverfisstofnun gefur út starfsleyfi og
Matvælastofnun rekstrarleyfi.
Leyfin geta skapað mikil verð-
mæti fyrir handhafa þeirra. Þá með-
al annars vegna þess að umsóknar-
ferlið er tímafrekt og kostar sitt.
Fram kemur í áliti atvinnuvega-
nefndar vegna frumvarpsins að þeir
aðilar sem ekki hafa lagt inn umsókn
um rekstrarleyfi í fiskeldi til Mat-
vælastofnunar, en eru langt komnir í
ferli hjá Skipulagsstofnun, hafa
tækifæri til þess að skila inn umsókn
og leggja fram fullnægjandi gögn
skv. 8. gr. fiskeldislaga til Matvæla-
stofnunar fyrir gildistöku laganna.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, for-
maður atvinnuveganefndar, segir
aðspurð að lagatextinn, eins og hann
verði eftir breytingatillöguna, muni
opna fyrir þetta undanþáguákvæði,
sem er samkvæmt heimildarákvæði í
2. mgr. 17. gr. laga nr. 106/2000 um
mat á umhverfisáhrifum. Hún segir
það vera í forgangi að skera úr um
hver skurðarpunktur verður fyrir
þetta undanþáguákvæði áður en
frumvarpið verður að lögum.
Fari ekki öll á byrjunarreit
„Það var búið þannig um þetta að
það væri ekki verið að láta öll málin
fara á byrjunarreit. Þ.e.a.s. að þeim
sem væru komnir langt með sínar
umsóknir í þessu ferli hjá Matvæla-
stofnun og Skipulagsstofnun væri
hleypt inn á grundvelli gömlu lag-
anna. Þeir hefðu unnið eftir þeim og
væru komnir á lokametrana.
Hins vegar muni þær umsóknir
sem koma eftir það verða meðhöndl-
aðar á grundvelli laganna sem við er-
um að fara að setja. Við erum engu
að síður að skoða þetta m.t.t. skýr-
leika þannig að enginn vafi leiki á því
hvar á að draga línuna í þessu ferli
innan Matvælastofnunar, Skipulags-
stofnunar og Umhverfisstofnunar.“
– Hvenær er umsókn langt komin
hjá Skipulagsstofnun?
„Við höfum verið að skoða það
eftir að við afgreiddum málið úr
nefndinni. Við reiknum með að koma
með breytingu sem geri þetta eins
skýrt og hægt er. Við höfum átt sam-
töl við fulltrúa þessara stofnana til
að finna þennan skurðarpunkt. Öll
nefndin er meðvituð um að það þurfi
að skoða þetta betur. Við erum auð-
vitað ekki komin með málið í um-
ræðu í þinginu. Við getum gert það
áður en málið fer í 2. umræðu, eða
milli 2. og 3. umræðu,“ segir Lilja
Rafney. Markmiðið sé að frumvarpið
verði að lögum á þessu þingi.
Verði gefin út á nýjum grunni
Hún útskýrir svo að nefndin vilji
ekki að útgáfa rekstrarleyfa á
burðarþolsmetnum svæðum í dag
verði til langrar framtíðar alltaf á
grundvelli gömlu laganna. Með því
verði hægt að gefa út ný leyfi á svæð-
unum á grundvelli nýrra laga. „Til
þess erum við að setja þessi nýju lög
að geta gert meiri kröfur til þeirra
sem fá leyfin varðandi umhverfismál
og ýmislegt sem við tiltökum. Það
eru tilteknar ákveðnar kröfur sem
við viljum gera gagnvart greininni
sem slíkri til framtíðar,“ segir Lilja
Rafney.
Sem áður segir koma umsóknir í
fiskeldi til kasta Skipulagsstofnunar.
Matsferlinu vindur fram í
ákveðnum skrefum. Fyrst er gerð
matsáætlun, síðan er kynnt frum-
matsskýrsla og að lokum er lögð inn
matsskýrsla sem endar svo með áliti
Skipulagsstofnunar.
Matinu sé lokið
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir er
forstjóri Skipulagsstofnunar.
Spurð hvað felist í því að vera
langt kominn í ferlinu hjá stofnun-
inni, samanber textann í áliti at-
vinnuveganefndar, segir Ásdís
Hlökk að samkvæmt 8. gr. laganna
sé almenna reglan sú að matinu sé
lokið, áður en hægt er að leggja inn
umsókn um rekstrarleyfi.
„Það er hins vegar undanþáguleið
frá því í 8. greininni. Sem er að ef
framkvæmdaaðili hefur fengið heim-
ild til að vinna samhliða að undirbún-
ingi starfsleyfis og mati á umhverfis-
áhrifum er heimilt að leggja inn
umsókn um rekstrarleyfi. Það verð-
ur að skilja þetta nefndarálit þannig,
og breytingatillöguna á lögunum, að
nefndin hafi í huga að sú leið geti
þjónað þessum tilgangi. Að þarna sé
leið fyrir þá að leggja inn umsókn um
rekstrarleyfi sem eru komnir langt
við mat á umhverfisáhrifum. Það eru
hins vegar ákveðnir vankantar á
þessu samspili.“
– Hvaða vankantar?
„Í nefndarálitinu er rætt um að
skapa svigrúm fyrir þá sem eru
komnir langt í matsferli en í raun
nær þessi undanþáguheimild, sem er
vísað til í 8. greininni, ekkert frekar
til þeirra sem eru komnir langt í ferl-
inu. Hún tekur í rauninni jafnt til
allra. Það geta allir, og ekki síður
þeir sem eru á fyrstu stigum, leitað
eftir þessari samkeyrslu umhverfis-
mats og starfsleyfisferlis.
Þannig að sú leið takmarkar í raun
á engan hátt mengið við þá sem eru
langt komnir,“ segir Ásdís Hlökk.
Felur í sér opnun
Hún telur aðspurð að breytinga-
tillögurnar á lögunum opni fyrir
slíka samkeyrslu.
„Þótt það sé ekki beint orðað í
breytingatillögunum er þar vísað til
8. greinarinnar sérstaklega og í
henni er þessi opnun má segja.“
– Þarf þá nýjan og sérstakan laga-
texta varðandi umsóknir sem eru
langt komnar?
„Það má segja að ef vilji löggjaf-
ans er að gefa þarna eingöngu svig-
rúm fyrir þá sem eru langt komnir í
matsferlinu þá tel ég svo vera, já,“
segir Ásdís Hlökk.
Óvissa um umsóknir í fiskeldi
Formaður atvinnuveganefndar segir forgangsmál að skýra hvaða umsóknir verða metnar gildar
Afgreiða eigi fiskeldisfrumvarp á þessu þingi Forstjóri Skipulagsstofnunar bendir á vankanta
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Áform Hugmyndir eru um að stórauka fiskeldi hér við land á næstu árum.
Ásdís Hlökk
Theodórsdóttir
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri
Vesturbyggðar, segir bæjarfélagið
ekki gera miklar athugasemdir við
fiskeldis-
frumvarpið eins
og það liggur nú
fyrir. Meðal
breytingatillagna
er að ný máls-
grein komi inn í
lögin varðandi
áhættumat erfða-
blöndunar. Tekið
skuli tillit til mót-
vægisaðgerða
sem dragi úr
mögulegri erfðablöndun. Hafró skuli
leita eftir tillögum eldisfyrirtækja að
slíkum mótvægisaðgerðum.
Enginn eftirlitsmaður
Rebekka segir fulltrúa Vestur-
byggðar ekki hafa sterkar skoðanir
á þessu atriði. „Við höfum verið
hugsi yfir því, og höfum minnst á
það líka við atvinnuveganefnd, að við
erum nú þegar komin með 10 þús.
tonna eldi í gang hér á sunnan-
verðum Vestfjörðum og erum ekki
með einn eftirlitsmann á svæðinu.“
Fram kemur í áliti atvinnuvega-
nefndar að þeir aðilar sem hafa ekki
lagt inn umsókn til Matvælastofn-
unar en eru langt komnir í ferli hjá
Skipulagsstofnun hafi tækifæri til
þess að skila inn umsókn og leggja
fram fullnægjandi gögn til Matvæla-
stofnunar fyrir gildistöku laganna.
Þetta er rakið hér að ofan.
Skýra þurfi betur ákvæðin
Spurð hvaða áhrif þetta muni hafa
á leyfi og umsóknir á Vestfjörðum
segir Rebekka að bráðabirgðaleyfi
séu í gildi. Þá sé verið að meta um-
hverfisáhrif vegna tiltekinna um-
sókna. Skýra þurfi betur umrætt
ákvæði um það hversu langt í ferlinu
fyrirtækin þurfi að vera komin.
„Okkar afstaða er sú að það sé
ekki verið að stöðva verkefni sem
eru komin langt af stað. Þetta er
margra ára ferli hjá fyrirtækjunum.
Það sem ég hef nefnt í mínum sam-
tölum við þingmenn er að við þurf-
um að hafa það skýrt hvað það þýðir
að vera komin langt í ferlinu. Hve-
nær er umsóknin langt komin? Er
það þegar búið er að skrifa umsókn-
ina og senda hana til Skipulagsstofn-
unar? Eða þegar fyrirtækið er búið
að eyða milljónum króna í að vinna í
frumvarpsskýrslu um mat á um-
hverfisáhrifum?“ spyr Rebekka.
Skýra þurfi ákvæði
um umsóknirnar
Bæjarstjóri vill eftirlit með fiskeldi
Rebekka
Hilmarsdóttir
Rætt var við
Óðin Sigþórs-
son, sem sat í
starfshópi
sjávar-
útvegs-
ráðherra um
stefnumörk-
un í fiskeldi,
í Morgun-
blaðinu í
gær. Hann taldi óheppilegt að
Gunnar Atli Gunnarsson, að-
stoðarmaður Kristjáns Þórs Júl-
íussonar, sjávarútvegsráðherra,
sem hafi sterk fjölskyldutengsl
inn í fiskeldisfyrirtæki, skuli
hafa jafn mikla aðkomu að mál-
inu og raun ber vitni. Ekki náð-
ist í Kristján Þór í gær.
Tengslin talin
óheppileg
EKKI NÁÐIST Í RÁÐHERRA
Kristján Þór
Júlíusson