Morgunblaðið - 31.05.2019, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
skattur.is
2019
Álagningar- og innheimtuseðlar
einstaklinga 2019
eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra skattur.is.
Barnabætur, vaxtabætur og inneignir
verða greiddar út 31. maí.
Upplýsingar um greiðslustöðu veita
ríkisskattstjóri og sýslumenn utan
höfuðborgarsvæðisins.
Álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra dagana
19. ágúst til 2. september 2019, að báðum dögum meðtöldum.
Kærufresti lýkur 2. september 2019.
442 1000
rsk@rsk.is
Þjónustuver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Álagningu skatta á
einstaklinga er lokið
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Sumar Tún slegin í blíðunni í Eyja-
fjarðarsveit fyrir margt löngu.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Einar Ófeigur Björnsson, bóndi á Lóni II í
Kelduhverfi á Norðausturlandi, segir að þar sé
alveg drullukalt, fjögurra stiga hiti hafi verið á
uppstigningardag og við frostmark nóttina áð-
ur. Hann segir Þingeyinga ekki óvana slydduéli
eða hreti á þessum árstíma.
Að sögn Einars eru bændur alveg pollrólegir
þrátt fyrir fréttir af því að sláttur sé byrjaður á
Suður- og Vesturlandi. Hann telji hins vegar
líklegt að það styttist í slátt í Eyjafirði.
,Ég hef stundað búskap í 40 ár og aldrei sleg-
ið í maí. Minn sláttutími er oftast um miðjan
júlí. Við erum ekki einu sinni farnir að huga að
slætti svona norðarlega,“ segir Einar sem bætir
við að aprílmánuður hafi veri einstakur og um
miðjan maí hafi komið mjög hlýr kafli. Haginn
sé grónari en oft áður, einhvern tímann ljúki
kuldanum og bændur á Norðausturlandi séu
bjartsýnir.
Einar segir bændur hafa hleypt út strax eftir
sauðburð en lítið sé um að bændur séu farnir
að sleppa í haga. Yfirleitt hefjist sláttur á
Norðausturlandi ekki fyrr en í lok júní því beitt
sé á öll tún og ekki slegið á meðan. Auk þess
sem engin kúabú séu á svæðinu en í Eyjafirði
sé að finna mörg kúabú og þar sé heitara.
Snjókoma á Fjarðarheiði
Það var frost á fleiri stöðum á landinu í
fyrrinótt en á Norðausturlandi. Jóhann Karl
Briem, formaður Björgunarsveitarinnar Héraðs
á Egilsstöðum, segir að björgunarsveitin hafi
þurft að aðstoða nokkra bíla á Fjarðarheiði um
tvöleytið aðfaranótt uppstigningardags vegna
hálku og snjókomu. Jóhann segir slík útköll
ekki algeng á þessum tíma en þau komi fyrir.
Bændur pollrólegir á Norðausturlandi
Eru ekki farnir að huga að slætti Hiti við frostmark Fjarðarheiði ófær
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Næstum því tvöfalt fleiri Íslend-
ingar hafa skráð sig í inntökupróf
fyrir Jessenius-læknaskólann en
skráðu sig í fyrra. Jessenius-
læknaskólinn er í háskólabænum
Martin í norður-
hluta Slóvakíu og
er deild innan
helsta háskóla
landsins, Come-
nius-háskóla.
Runólfur Odds-
son er ræðis-
maður Slóvakíu á
Íslandi og um-
boðsmaður
Comenius-
háskóla hér-
lendis. Hann segir að í vor muni 26
íslenskir nemendur útskrifast úr
skólanum, auk þriggja sem tóku
fyrstu þrjú ár læknanámsins þar
eystra, en tóku svo seinni árin við
læknadeild SDU-háskóla í Dan-
mörku.
Nemendur skjótast heim
„Mig minnir að það hafi verið 61
eða 62 sem voru skráðir í fyrra, en
núna eru það 111,“ segir Runólfur í
samtali við Morgunblaðið. Spurður
hvers vegna áhuginn á því að flytja
alla leið til Slóvakíu til að fara í
læknanám sé orðinn svo mikill meðal
íslenskra ungmenna, segir Runólfur
að í fyrsta lagi sé fólk farið að átta
sig á því hversu góður skólinn í
Martin er, og svo sé hann einnig til-
tölulega hagkvæmur. „Svo er ódýrt
að búa í Martin,“ segir hann og bæt-
ir við: „Samstaða meðal nemenda
hefur verið mjög góð. Svo virðist
Wizz-flugfélagið hafa breytt ýmsu
því það flýgur þarna allt í kring.
Þegar það er orðið þrisvar sinnum
ódýrara að fara til Martin heldur en
til Akureyrar þá skjótast nemendur
nokkuð mikið heim.“
Borgarstjórinn fer norður
Á mánudaginn kemur verður inn-
tökupróf fyrir Jessenius-háskólann
haldið í Menntaskólanum í Kópa-
vogi, og degi síðar í Mennta-
skólanum á Akureyri. „Það helgast
af því að það er verið að skrifa undir
samstarf á milli Akureyrar og Mart-
in,“ segir Runólfur en af þessu tilefni
mun Ján Danko, borgarstjóri Mart-
in, sækja bæinn heim. „Hann var
rektor háskólans um átta ára skeið.“
Að síðustu bætir Runólfur við:
„Það er engin launung að skólinn er
mjög ánægður með íslenska stúd-
enta.“ Hann segist fylgjast nokkuð
grannt með íslensku nemendunum,
og flestir þeirra stíli inn á að fá A í
einkunn. Í skólanum eru einnig
nemendur frá öðrum löndum, svo
sem um 450 Norðmenn, en Runólfur
segir: „Íslendingarnir þykja kurteis-
astir og eru líka hæstir í prófunum.“
Margir
vilja fara
til Martin
Runólfur
Oddsson
Nánast tvöfalt
fleiri í inntökuprófið