Morgunblaðið - 31.05.2019, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
✝ SvanhildurÁrney Ásgeirs-
dóttir fæddist á
Bræðraborgarstíg í
Reykjavík 24.
nóvember 1937.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 27. maí
2019.
Foreldar hennar
voru Ásgeir Árna-
son vélstjóri, f. 24.
maí 1901, d. 7. feb. 1958, og
Theódóra Einhildur Tómasdóttir
húsfreyja, f. 7. jan. 1906, d. 17.
okt. 1969.
Systkini hennar eru Tómas, f.
26. okt. 1929, d. 16. maí 1984,
Sigrún Erna, f. 18. maí 1932, d. 5.
júní 1991, Theodóra Kolbrún, f.
12. des. 1933, d. 24. mars 1971,
og Ásgerður, f. 11. mars 1942.
Svanhildur giftist 28. júní 1957
Reykjavíkur og bjuggu þau þar
með sín þrjú börn. Eftir skilnað
fluttist hún, ásamt börnum sín-
um, að Brú í Hrútafirði þar sem
hún hóf störf sem talsíma- og
matráðskona. Þar kynnist hún
seinni manni sínum, Regin, en
þar starfaði hann sem símvirki.
Þau giftust og eignuðust tvo syni
og fluttust þau síðan á
höfuðborgarsvæðið og bjuggu
þar lengst af í Kópavogi.
Svanhildur fór ung í Hús-
mæðraskólann á Laugalandi og
starfaði síðar sem húsmóðir eftir
það þar til hún hóf störf í fisk-
verkun í Ísbirninum í Reykjavík.
Að því loknu hóf hún störf á
Landspítalanum á skiptiborðinu
við símsvörun. Var hún síðar
með þeim fyrstu er störfuðu á
tölvudeild Landspítalans. Seinna
stofnaði hún innan Landspítalans
nýsigagnadeildina Tölvuverið,
gegndi þar starfi forstöðumanns
til fjölda ára og var síðar heiðruð
fyrir störf sín þar á Landspít-
alanum.
Svanhildur verður jarðsungin
frá Digraneskirkju í dag, 31. maí
2019, klukkan 13.
Sveinbirni Krist-
inssyni, f. 4. okt.
1932, d. 7. des. 1989.
Börn þeirra eru
Theodóra Ásgerður
Svanhildardóttir, f.
25. mars 1955, Aðal-
heiður Svanhild-
ardóttir, f. 7. apríl
1959, og Tómas Ás-
geir Sveinbjörns-
son, f. 19. júní 1961.
9. apríl 1966 gift-
ist hún seinni manni sínum, Reg-
in Valtýssyni símvirkjameistara,
f. 9. apríl 1936, d. 16. okt. 2007.
Börn þeirra eru Valtýr Reg-
insson, f. 9. júní 1967, og Kol-
beinn Reginsson, f. 12. des. 1968.
Svanhildur bjó fyrstu árin sín í
Reykjavík en fluttist ung til
Akureyrar og sleit þar barns-
skónum. Með fyrri manni sínum,
Sveinbirni, fluttist hún síðar til
Minningarorð til móður.
Þá hefur elskuleg móðir mín
kvatt okkur í bili en hún lést hinn
27. maí.
Fyrir utan móðurhlutverkið
þá var hún einnig besti vinur sem
ég hef átt, besti ráðgjafi minn og
hvatningarstjóri. Hún færði mér
óteljandi tækifæri í lífinu, ham-
ingju og gleði. Nærvera hennar
gaf svo mikið og gleðin sem
fylgdi henni var svo hlý en um
leið glettin og kát. Hún var sterk,
ákveðin og úrræðagóð, uppfull af
hæfileikum sem hún náði að nýta
sér að fullu.
Ég er svo þakklátur fyrir að
hafa átt hana sem móður og ég
veit það nú að hún er komin á
góðan stað, ásamt pabba, þar
sem hún mun halda áfram að láta
gott af sér leiða þangað til ég
hitti hana næst.
Elska þig mamma mín, þinn
sonur
Meira: mbl.is/minningar
Kolbeinn (Kolli).
Elsku amma mín ég kveð þig
með miklum söknuði, þú varst
mér svo kær og lífið virðist ótrú-
lega tómlegt þegar ég hugsa um
að þú sért farin.
Þú varst frumkvöðull, fyrir-
mynd, dugnaðarforkur og líflegri
karakter er varla hægt að finna.
Sögurnar eru óteljandi. Þú varst
ekki þessi amma sem var með
svuntu að baka. Ást þín á Mac-
anum var óumdeild og átti hann
hug þinn og hjarta alla tíð.
Þegar ég var 10 ára var hún
einungis 51 árs og ég man að allir
í skólanum voru að öfunda mig af
hvað ég átti unga ömmu. Þá var
hún forstöðumaður tölvudeildar
Landspítalans og ég notaði tæki-
færið og montaði mig heldur bet-
ur af því að amma mín væri að
setja upp og kenna öllum á tölv-
urnar á Landspítalanum.
Það var ekkert sem stoppaði
hana ömmu mína og vildi hún
alltaf það sama fyrir mig. Frá því
ég var lítil hefur hún sagt við mig
mjög reglulega að ég ætti eftir að
starfa í viðskiptaborginni Bruss-
el. Eftir að ég kláraði hagfræði-
námið þá bara varð hún
ákveðnari í því að þetta ætti eftir
að rætast. Hún vildi alltaf að allir
myndu elta drauma sína og láta
ekkert aftra sér, í hennar huga
var aldrei nein fyrirstaða.
Spánn var þér svo kær og hús-
ið þitt þar. Gleymi því ekki þegar
við vorum þar saman og skelltum
okkur nokkrar saman á barinn
og dönsuðum við kallana.
Skemmtum okkur mikið yfir því
að konurnar voru nú ekkert
ánægðar með það að við værum
að bjóða körlunum upp í dans.
Þeim fannst við snúa þeim heldur
mikið.
Ómetanlegt var að halda í
hönd þína alla nóttina og vera
tvær saman þegar stutt var í að
þú myndir kveðja okkur, ég mun
alltaf eiga þessa minningu með
þér.
Takk fyrir að leyfa mér að búa
hjá þér, takk fyrir öll dásamlegu
símtölin, takk fyrir allar sam-
verustundirnar.
Elsku besta amma mín, ég
mun alltaf sakna þín.
Takk fyrir allt.
Vaka.
Elsku amma mín. Ég sit hér á
Sunnuhlíð, hinsta dvalarstað þín-
um, á næturvakt og er að rifja
upp okkar tíma saman. Þegar ég
hugsa til baka eru dýrmætustu
barnsminningar mínar geymdar
á heimili ykkar afa, Álfhólsvegi
101. Ég mun aldrei gleyma þeirri
væntumþykju sem ég upplifði í
nærveru ykkar. Þið sýnduð skil-
yrðislausa ást og kærleik sem
mun fylgja mér að eilífu. Minn-
ingarnar eru endalausar, amma
mín. Þegar ég loksins gaf mér
tíma til þess að hugsa til baka
eftir þessa erfiðu daga áttaði ég
mig á því hversu góðan tíma við
höfðum átt saman. Lífsgleðin
sem fylgdi þér var ómótstæðileg,
það var engin eins og amma
Svana. Ég man svo vel eina
minningu frá bernskuárum mín-
um. Ég var í heimsókn hjá þér og
afa. Þú tilkynntir mér að þú hefð-
ir fengið mikilvæg skilaboð í
svefni. Álfur hafði heimsótt þig
með það erindi að það þyrfti að
þrífa innkeyrsluna við álfastein-
inn sem fyrst og að ég væri hinn
besti kostur í verkið. Hverjum
öðrum en ömmu Svönu átti ég að
trúa, að sjálfsögðu átti þetta sér
stað hugsaði ég með mér og klár-
aði verkið hiklaust. Svona lékstu
á lífið, með húmorinn og lífsgleð-
ina að vopni gerðir þú tilveru
okkar allra talsvert betri. Að
verki loknu fékk ég hina sígildu
kossa, knús og hrós frá þér. Þú
hafðir alltaf eitthvað jákvætt um
mig að segja í gegnum tíðina, al-
veg sama hvernig mér leið náð-
irðu alltaf að draga fram það
góða í mér og lofa ég þér því að
halda út í lífið með þá jákvæðni
að vopni. Eftir að afi lést seldirðu
húsið og fluttir til Spánar, ásamt
því að eiga heima í kjallaranum
hjá okkur á sumrin. Þá hófst nýr
kafli í lífi mínu. Ég er afar þakk-
látur fyrir þann tíma sem við átt-
um með þér heima og úti á Spáni.
Þau forréttindi að geta séð þig
þegar ég labbaði út úr húsi og
fyrir utan kjallarann, þá sast þú
með bros á vör og bauðst mér
góðan daginn og hvattir mig til
dáða, tilbúin að láta lífið leika við
þig einn dag í einu í sólinni. Til
gamans getið vorum við amma
herbergisfélagar í rúman mánuð
á meðan á flutningum stóð. Þá
fyrst upplifði ég hversu mikill
vinur hún var í raun og veru,
hvernig maður fylltist af öryggi
og vellíðan þegar hún var til stað-
ar. Hreint út sagt yndislegir
tímar.
Ferðir okkar til Spánar eru
ógleymanlegar og eru minning-
arnar þaðan yndislegar. Við átt-
um mjög góða stund saman um
daginn í góða veðrinu á Sunnu-
hlíð sem minnti mig einmitt á
ferðir okkar. Sólin skein og það
var heiðskírt, en vindurinn var
kaldur og það fór ekki alveg nógu
vel í þig. „Amma mín, þetta er
bara hafgolan,“ sagði ég hressi-
lega og þá kom bros á vör, því
hafgoluna á La Marina hafðirðu
alltaf lofað. Þessi stund með þér
er ógleymanleg í dag, gaman
hvernig góðar minningar verða
til á einfaldan hátt.
Í dag ertu komin á betri stað,
amma mín, ég veit það með vissu.
Ég horfi með björtum augum út í
lífið og til baka í tímann. Með þig
sem fyrirmynd og leiðarvísi held
ég að lífið eigi eftir að leika vel
við mig og fjölskyldu mína. Það
styttir alltaf upp hjá okkur, elsku
amma mín. Skál fyrir Kanarí!
Huginn.
Svanhildur Árney
Ásgeirsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Svanhildi Árney Ásgeirs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
minningar eru smitaðar af
glettni Dóra og framkalla bros
þegar þær dúkka upp. Við rifj-
uðum oft upp skemmtilegar og
ógleymanlegar stundir, eins og
þegar við burðuðumst með níð-
þungt baðkar (í minningunni
mörg hundruð kíló), sem Edda
hafði fundið í Bandaríkjunum,
upp á aðra hæð í Brekkuseli 36
þar sem þau hreiðruðu um sig.
Dóri var fastur fyrir og oftar
en ekki flugu skotin á milli okkar
en alltaf var stríðnin jákvæð og
gáskafull og varð uppspretta
ógleymanlegra minninga. Hann
var skemmtilegur, spurði og
hlustaði á fólk; nokkuð sem fáum
er gefið. Hann hafði alltaf áhuga
fyrir því hvað aðrir voru að gera,
og var ótrúlega minnugur á fólk
og atburði. Ég varð oft hissa þeg-
ar hann fór að minnast á gengi
dóttur minnar í knattspyrnu.
Eðlilegt að áhugafólk um íþróttir
fylgdist með stjörnunum og þeim
stóru, en Dóri hafði sannarlega
ekki síður áhuga fyrir hinum
líka.
Hin seinni árin urðum við
værukærir og fækkaði þá heim-
sóknum. Við vorum þó alltaf „á
leiðinni“ og alltaf af og til kom
Dóri og þá var eins og við hefðum
hist í gær. Þetta voru samt fastir
punktar og ófrávíkjanlegt að
hittast á hverju ári. Ég á eftir að
sakna þess mikið að geta ekki
lengur hitt minn góða vin en verð
þá að láta allar jákvæðu minning-
arnar duga.
Við Hildur sendum Eddu,
Daða og Ívari, sem og tengda-
dætrum og barnabörnum, inni-
legar samúðarkveðjur.
Sigurður R. Guðjónsson.
Halldór Jón Sigurðsson er lát-
inn – langt um aldur fram. „Dóri í
mínum“ eins og Vala bekkjarsyst-
ir okkar segir gjarnan.
Haustið 1967 hófu um 30 nem-
endur nám í A-bekknum í gamla
Kennaraskólanum – Kennara-
skóla Íslands við Stakkahlíð –
sem þá var á framhaldsskólastigi
undir styrkri og húmanískri
stjórn doktors Brodda Jóhannes-
sonar. Bekkurinn varð með tím-
anum alkunnur – eða alræmdur
eftir smekk. Dóri var einn af
strákunum í bekknum.
A-bekkurinn varð snemma
baldinn og samheldinn – og margt
var sér til gamans gert. A.m.k.
fjögur félög störfuðu í bekknum:
Heldrimannafélagið, sem hélt
fundi sína jafnan í Glaumbæ,
Sveinafélagið, kvenfélagið Vesica
og Stúkan Eilífðarblómið nr. 7.
Dóri var auðvitað bæði í Heldri-
mannafélaginu og stúkunni. Ég
var þá eini bindindismaðurinn í
Eilífðarblóminu og endurreisir
stúkunnar – hafði jafnan ærinn
starfa á mánudagsmorgnum við
að endurreisa fallna félaga.
Dóri er sá þriðji af fjórum fé-
lögum í Heldrimannafélaginu
sem kveður þessa jarðvist. Áður
voru farnir þeir Bergsveinn Auð-
unsson og Magnús Jón Árnason –
báðir ungir að árum. Allir voru
þeir miklir sómamenn sem sárt er
saknað.
Við Magnús Jón gáfum út
bekkjarblaðið MAÓ, fyrst hand-
skrifað í grasafræðitímum hjá
Þráni Löve, en síðan fjölritað þar
til skólavist lauk. Blaðið átti að-
allega að vera fyndið. Stundum
tókst það.
Dóri var tíður gestur á síðum
blaðsins. Fregnir um hann og
aðra bekkjarfélaga voru fullar af
kerskni og stráksskap – og oftast
uppspuni frá rótum. Dóri tók fals-
fréttum blaðsins ævinlega vel –
kímdi yfir kerskninni um sjálfan
sig, eða hló á sinn hógværa hátt.
Ein Dóra-frétt var þó sönn. Á
forsíðu handskrifaða MAÓs frá
26.11. 1968 (5. tbl. 5. árgangur) er
límd inn úrklippumynd úr dag-
blaði. Myndatextinn í dagblaðinu
var svona: Halldór Sigurðsson
markvörður ÍR ver línuskot frá
Framara í gær. Handskrifuð for-
síðufyrirsögn MAÓs var hins veg-
ar: Dóri er að verða heimsfrægur!
Halldór var mikill íþróttamað-
ur og ansi góður markmaður í
handbolta. Hann stundaði líka
íþróttir í skólanum og var um
tíma formaður íþróttanefndar
Skólafélagsins.
Raunar tóku margir A-bekk-
ingar virkan þátt í félagslífi
Kennaraskólans. Síðasta vetur-
inn 1970-71 komu formaður og
gjaldkeri Skólafélagsins úr A-
bekknum – og ritstjóri skóla-
blaðsins Örvar-Odds líka. Margir
fleiri voru virkir.
Að kennaraprófi loknu vorið
1971 tók Dóri til við kennslu, sem
varð hans ævistarf. Hann var alla
tíð vinsæll og virtur kennari, enda
ljúflingur með góða kímnigáfu.
Nú er góður drengur kvaddur.
Eftir lifa ógleymanlegar minning-
ar um traustan og skemmtilegan
vin og félaga. Blessuð sé minning
Dóra.
Ólafur Þ. Harðarson.
Fleiri minningargreinar
um Halldór Jón Sigurðs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Hvernig minnist maður fyrr-
verandi tengdaföður?
Þegar við Sigrún fórum að
rugla saman reytum fyrir hart-
nær 20 árum var ekki laust við að
ég bæri ákveðinn kvíðboga í
brjósti fyrir að hitta tilvonandi
tengdaforeldra. Enda ærin
ástæða til. Þær áhyggjur reynd-
ust óþarfar.
Sigurður og Guðrún tóku mér
og börnum mínum opnum örm-
um. Aldrei fann ég fyrir öðru en
vinsemd og virðingu. Það eru for-
réttindi að hafa orðð samferða
Dedda og fjölskyldu hans.
Innilegustu samúðarkveðjur.
Franz Ploder.
Fallinn er í valinn einn af okkar
aldursforsetum í Flugbjörgunar-
sveitinni í Reykjavík, Sigurður
Waage. Sigurður gekk í raðir
björgunarsveitamanna ungur að
árum eða strax í upphafi. Á þess-
um tíma voru það aðallega fjalla-
menn, skíðamenn, flugmenn og
véstjórar, aðrir íþróttamenn, svo
eitthvað sé nefnt, sem gengu í
raðir flugbjörgunarsveitarinnar.
Frá upphafi hefur Sigurður verið
vinsæll og farsæll samstarfsmað-
ur og stjórnandi og báru menn
mikla virðingu fyrir þessum
glæsilega manni sem bauð af sér
mikinn þokka. Í lok fimmta ára-
tugarins kleif Sigurður ásamt
tveimur félögum sínum Hraun-
dranga í Öxnadal. Var þar um
mikið afrek að ræða og ekki
margir sem hafa fetað í þau fót-
spor. Hann var mjög virkur í
starfi fyrir Flugbjörgunarsveit-
ina alla tíð. Frá 1960 var hann
varaformaður í rúman áratug,
þau ár var mikill uppgangur í
björgunarsveitamálum almennt.
Þennan tíma stýrðu þeir félagar
Sigurður M. Þorsteinsson for-
maður og Sigurður Waage af
miklum dugnaði. Eins og gengur
og gerist minnka menn sjálfboða-
liðastörf eftir því sem árin færast
yfir. Fyrir 32 árum var stofnaður
Lávarðaflokkur fyrir eldri félaga
og þá sem ekki voru lengur virkir
félagar. Gekk Sigurður fljótlega í
þann hóp og frá 1998 hefur þessi
hópur haft kaffifundi á hverjum
laugardagsmorgni. Meðan Sig-
urður gat keyrt mætti hann flesta
laugardaga og eftir að hann hætti
keyrslu var séð um að hann gæti
mætt og hefur hann gert svo
framundir það síðasta. Þetta hef-
ur verið hans líf og yndi að fylgj-
ast með því sem hefur verið að
gerast innan sveitarinnar enda
átti maðurinn sér mikla hugsjón í
sambandi við flugbjörgunarsveit-
ina sem margur gæti lært af.
Þegar Sigurður varð 90 ára lét
hann setja á annan handlegginn
húðflúr af Hraundranginum í
Öxnadal. Geri aðrir betur. Sig-
urður hefur í langan tíma verið
einn af heiðursfélögum sveitar-
innar, auk þess var hann sæmdur
gullorðu Flugbjörgunarsveitar-
innar fyrir sín farsælu störf í
hennar þágu. Hann gaf einnig
fyrsta hátíðarfána Flugbjörgun-
arsveitarinnar sem nú er varð-
veittur á Flugvallarvegi. Nú er
góður og gegn félagi fallinn frá og
Sigurður farinn í sína loka ferð.
Við sem eftir sitjum segjum
„góða ferð, Sigurður Waage“. Lá-
varðaflokkur/FBS-R sendir
börnum, ættingjum og vinum
dýpstu samúðarkveðjur, við
syrgjum góðan félaga og góðan
dreng.
F.h. Flugbjörgunarsveitarinn-
ar í Reykjavík.
Grétar F. Felixson.
Í augum átta ára drengs var
maðurinn sem bjó á efstu hæð
þrílyfta nágrannahússins á Laug-
arásvegi 73 ansi snaggaralegur.
Hann var kvikur í hreyfingum,
dökkleitur og hafði yfir sér dálítið
suðrænt yfirbragð. Hann átti líka
fallega konu og myndarlegar
dætur, sem gerði þessa ná-
grannafjölskyldu enn meira
spennandi í huga snáðans. Brátt
kynntist ég betur þeim hjónum,
Sigurði og Guðrúnu Waage, ávalt
kölluð Deddi og Gunna. Dæturn-
ar urðu vinir og leikfélagar svo
áður en varði var ég orðinn eins
og heimalningur hjá þessari fjöl-
skyldu og alltaf velkominn. Í
stigaganginum upp á efstu hæð-
ina var stór ljósmynd á veggnum
af tignarlegum fjallstindi. Það var
ekki að ástæðulausu. Deddi var
þekktur fjallamaður og meðlimur
í Flugbjörgunarsveitinni. Fyrst-
ur manna kleif hann með félögum
sínum tindinn Hraundrang hinn
5. ágúst 1956. Ungum strák
fannst óneitanlega ævintýra- og
hetjuljómi yfir slíku afreki.
Það var mikill samgangur á
milli húsa í hverfinu við austur-
enda Laugarásvegarins. Bæði
fullorðnir og krakkarnir tengdust
langvinnum vinaböndum. Ég bjó
meginhluta bernsku minnar og
fram á fullorðinsaldur í þessu
nána samfélagi. Af fullorðna fólk-
inu sem ég kynntist þar kveður
Deddi nú þeirra síðastur.
Ýmsar minningar um Dedda
rifjast upp. – Skíðaferð sem
strákur í Jósefsdal. Á hásléttu
fyrir ofan dalinn stóð skáli sem
félagar Dedda höfðu reist og
þarna naut ég leiðsagnar hans í
skíðamennsku. – Menntaskólaár-
in, partí í fullum gangi og allt
bland búið. Þá kom sér vel að
Deddi átti alltaf Pepsi í bílskúrn-
um og brást vel við þótt bankað
væri upp á síðla kvölds og hann
beðinn að bjarga málum. – Bíl-
velta fyrir austan fjall, ég óslas-
aður, gítarinn minn brotinn, bíll-
inn í klessu. Lét draga hann í
bæinn og staðsetja í uppkeyrsl-
unni heima. Í því renndi Deddi í
hlað, hafði séð að alvarlegt slys
hafði orðið. Pabbi hringdi svo á
annan dráttarbíl til að flytja
bílhræið, en bíll Dedda var fyrir.
Hann rétti mér bíllyklana, leit
fast á mig og sagði: „Flyttu bíl-
inn.“ Ég gerði eins og hann skip-
aði. Þetta reyndist hnitmiðuð og
áhrifarík áfallahjálp.
Árin liðu og Deddi, Gunna og
fjölskylda fluttu í nýtt einbýlis-
hús sem þau höfðu byggt á Laug-
arásvegi 28. Það varð vani að líta
þar við og alltaf voru móttökurn-
ar jafn ánægjulegar. Þegar ald-
urinn færðist yfir þau hjónin
fluttu þau í hentugra húsnæði.
Guðrún átti við vanheilsu að
stríða síðustu æviárin og dvaldi á
hjúkrunarheimili en ávallt var
Deddi til staðar og heimsótti
hana daglega. Guðrún lést árið
2011. Deddi var ótrúlega ern
jafnvel eftir að hann komst á tí-
ræðisaldur. Það var ánægjulegt
að sjá hann með fjölskyldu sinni
og vinum þegar haldið var upp á
90 ára afmæli hans. Þar var góður
drengur og höfðingi heiðraður.
En ellin sigrar alla og Deddi hef-
ur nú kvatt. Börnum hans og að-
standendum votta ég samúð
mína. Deddi klífur ekki fleiri
dranga í þessu jarðlífi. Hann er
farinn á hærri tinda.
Ragnar Danielsen.
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát og útför
GUÐMUNDAR ÞORSTEINSSONAR,
Leynisbraut 38, Akranesi.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Gyða Bergþórsdóttir