Morgunblaðið - 31.05.2019, Síða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
Vont en það venst er lag
sem dúettinn Súkkat gerði
frægt árið 1995. Ég var fjögurra
ára þegar lagið var gefið út og
ekki var ég mikill aðdáandi á
þeim tíma enda skildi ég ekki
kímnina á bak við textann.
Með árunum hefur mér
hins vegar ekki tekist að gleyma
þessum fleygu orðum sem Haf-
þór Ólafsson söng: „Það er vont
en það venst.“
Þau eiga að mörgu leyti við í
mínu lífi, þar sem ég er stuðn-
ingsmaður Leeds United. Það er
oftast afskaplega vont, en ég er
nú orðinn vanur því. Á tíma-
bilinu sem var að líða tókst lið-
inu að komast alla leið í umspil í
B-deildinni, en tapaði að lokum
fyrir Derby County.
Ég þekki einn stuðnings-
mann Derby County en ekki hef
ég heyrt í honum síðustu daga.
Það er allt önnur saga.
Ég hef síðustu ár látið mig
dreyma um velgengni hjá Leeds,
en með árunum hefur sá draum-
ur orðið veikari. Sársaukinn varð
verri eftir því sem trúin var
meiri svo ég passa mig að vera
raunsær og temmilega svart-
sýnn.
Ég hélt ég yrði rúmfastur í
viku og myndi láta reka mig úr
vinnunni fyrir að láta ekki sjá
mig eftir tap í undanúrslitum
umspils, en ég er orðinn vanur.
Vont er það, en það venst.
Liðið mitt er búið að vera
meira í neðri deildunum en
þeirri efstu síðan ég kom í heim-
inn í nóvember 1991.
Eldri stuðningsmenn fé-
lagsins hlæja enn að því í dag að
styttra sé síðan Leeds varð
enskur meistari en Liverpool.
Eitthvað efast ég um að stuðn-
ingsmenn Liverpool taki það
mjög nærri sér í dag.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi8@mbl.is
UNDANKEPPNI HM
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Það verður við ramman reip að
draga hjá íslenska landsliðinu í
handknattleik kvenna í umspils-
leikjunum tveimur við spænska
landsliðið þar sem bitist verður
um keppnisréttinn á heimsmeist-
aramótinu sem fram fer í Japan í
nóvember og desember á þessu
ári. Spænska landsliðið hefur nán-
ast verið fastagestur í lokakeppni
stórmóta á þessari öld á meðan ís-
lenska landsliðið hefur verið ekki
verið það. Rík hefð er fyrir öfl-
ugum kvennalandsliðum hjá Spán-
verjum þótt á allra síðustu árum
hafi mátt sjá að eitthvað hafi verið
gefið eftir. Í þessum slaka liggur
e.t.v. möguleiki fyrir íslenska
landsliðið sem hefur hægt og bít-
andi sótt í sig veðrið undanfarin
misseri undir stjórn Axels Stef-
ánssonar landsliðsþjálfara.
Fyrri viðureign kvennalandsliða
Íslands og Spánar fer fram í Ante-
quera í Málaga á Spáni í kvöld. Sú
síðari verður í Laugardalshöll á
fimmtudaginn. Miklu máli skiptir
fyrir íslenska liðið að ná sem jöfn-
ustum leik og niðurstöðu í leiknum
í kvöld til þess að hægt sé að stilla
upp síðari viðureigninni sem úr-
slitaleik um HM-sæti. Kosturinn
er góður, þ.e. að íslenska lands-
liðið eigi síðari leikinn heima.
Af þeim handknattleikskonum
sem á annað borð gefa kost á sér í
landsliðið þá eru flestar þær bestu
með. Skarð er fyrir skildi í fjar-
veru Lovísu Thompson sem lék
einstaklega vel með Val á nýliðinni
leiktíð. Meiðsli í baki tóku sig upp
í vikunni og varð hún að minnsta
kosti að bakka út úr leiknum í
kvöld af þeim sökum. Sandra Er-
lingsdóttir tók hennar sæti. Einnig
er söknuður að markverðinum
reynda, Guðnýju Jenny Ásmunds-
dóttur, sem sleit krossband í
marslok.
Annars er landsliðshópurinn
skipaður reyndum leikmönnum í
bland við yngri og lítt reyndari.
Þær leikreyndari eru Karen
Knútsdóttur fyrirliði, Arna Sif
Pálsdóttir, Steinunn Björnsdóttir
og Þórey Rósa Stefánsdóttir og
Rut Arnfjörð Jónsdóttur, sem er
nú komin í landsliðið á ný eftir
tveggja ára fjarveru vegna
meiðsla og fæðingarorlofs. Allar
hafa þær leikið um eða yfir 100
landsleiki, að undanskilinni Stein-
unni. Allar tóku þær þátt í sigr-
inum frækna á Spánverjum á
heimavelli vorið 2012, 21:18, í ein-
um besta leik kvennalandsliðsins
frá upphafi.
Sjö leika utan heimalandsins
Af 16 leikmönnum spænska
landsliðsins leika sjö utan heima-
landsins, tvær í Frakklandi, aðrar
tvær í Ungverjalandi og þrjár í
Rúmeníu. Reynslan er e.t.v. ekki
mikil en tiltrúin á sigur er fyrir
hendi innan liðsins og sjá mátti á
viðtali við landsliðsþjálfarann,
Carlos Viver, á heimasíðu
spænska sambandsins þegar hann
valdi 16-manna hóp snemma í maí
að hann reikni með að íslenska lið-
ið verði ekki erfiður hjalli að yf-
irstíga. Viver lét þess jafnframt
getið að hann hefði farið afar vel
yfir leik íslenska landsliðsins eftir
að hafa skoðað upptökur með
leikjum þess.
Ólíkur leikur
Axel Stefánsson landsliðsþjálfari
sagði í samtali við Morgunblaðið í
vikunni að leikur Spánverja væri
um margt ólíkur þeim sem Íslend-
ingar eiga að venjast. T.d. léki
spænska liðið vörnina á annan
hátt en t.d. landslið Norður-
landanna eða Þýskalands. „Bak-
verðirnir (tvistarnir) sækja yfir-
leitt mjög framarlega á móti
skyttum andstæðinganna. Hins-
vegar eru þristarnir (miðjumenn-
irnir) yfirleitt frekar aftarlega.
Þetta atriði verðum við að nýta.
Síðan hefur spænska liðið ekki
mikla breidd í leikmannahóp sín-
um ef borið er saman við allra
bestu landsliðin,“ sagði Axel.
„Ég held að okkar möguleiki
liggi talsvert í því að halda uppi
hraðanum og vera óhrædd við að
keyra upp hraðann og nýta vel
hraðaupphlaupin. Þau eru mikil-
vægt vopn,“ sagði Axel sem vonast
einnig til að framliggjandi 5/1 vörn
Íslands geti gert spænska liðinu
skráveifu. „Varnarleikur okkar í
vináttuleiknum við Norðmenn í
vikunni var mjög góður,“ sagði
Axel sem var nokkuð bjartsýnn á
gott gengi í leikjunum tveimur.
Ólíkar leiðir
Leiðir liðanna í umspilið voru
ólíkar. Íslenska liðið komst eftir
mikla baráttu í gegnum forkeppni
sem haldin var í Skopje í Make-
dóníu í byrjun desember. Íslenska
landsliðið var fimmta og síðasta
liðið sem komst í umspilið upp úr
forkeppninni. Spánverjar gátu
sleppt forkeppninni vegna þess að
þeir voru þátttakendur á EM sem
fram fór í Frakklandi í desember.
Eftir að spænska landsliðið
vann til silfurverðlauna á EM fyrir
fimm árum hefur það ekki náð
fyrri hæðum. Það hefur náð inn á
stórmótin en ekki tekist að blanda
sér í hóp þeirra allra fremstu. Á
fjórum síðustu Evrópu- og heims-
meistaramótum hefur spænska lið-
ið annaðhvort hafnað í 11. eða 12.
sæti. Kynslóðaskiptum hefur verið
kennt um en sennilega kemur eitt-
hvað fleira til og eins Axel bendir
á þá er breiddin í leikmannahópn-
um ekki mikil.
Möguleikar fyrir hendi
hjá konunum í Málaga
Fyrri leikur kvennalandsliðsins í handknattleik gegn Spáni í kvöld
Morgunblaðið/Ómar
2012 Karen Knútsdóttir í leik gegn Spánverjum fyrir sjö árum í undankeppni EM. Ísland vann þá mikilvægan sigur á Hlíðarenda.