Morgunblaðið - 31.05.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Í KÓPAVOGI
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Breiðablik ætlar að gera betur en í
fyrra og það vita allir hvað það þýð-
ir. Þetta sagði Guðjón Pétur Lýðs-
son, leikmaður Blika, við Morg-
unblaðið eftir 3:1-sigur liðsins á HK í
grannaslag 16-liða úrslita bikar-
keppninnar í knattspyrnu í gær-
kvöldi. Blikarnir fóru alla leið í fyrra
en töpuðu fyrir Stjörnunni í víta-
spyrnukeppni í úrslitunum og eru
hungraðir að skipta silfrinu út fyrir
gull í ár.
Breiðablik var með yfirhöndina
lengst af í grannaslagnum á Kópa-
vogsvelli í gærkvöldi, en fékk reynd-
ar ágæta forgjöf frá gestunum í HK
sem virtust varla átta sig á því að
leikurinn væri hafinn þegar Kwame
Quee kom Blikum yfir strax á þriðju
mínútu. Það var því lítil pressa á
Blikum svo til frá upphafi leiks og
það að þurfa ekki að taka mikla
áhættu gerði HK-ingum mjög erfitt
fyrir.
Eftir að Blikar skoruðu svo tvö
mörk með skömmu millibili snemma
í síðari hálfleik var ljóst að sigurinn
yrði þeirra. Gestirnir mega þó eiga
það að þeir börðust áfram og upp-
skáru eitt mark eftir hornspyrnu.
Annars var lítið að gerast þegar
komið var fram á vallarhelming and-
stæðingsins og í raun helst klaufa-
gangur Blikanna sjálfra sem skapaði
hættur við markið.
Blikarnir leyfðu sér að hrókera
nokkuð í liði sínu og þó varnarlínan
hafi hökt á tímum var sóknarþung-
inn ekki minni en áður í sumar.
Brynjólfur Darri Willumsson var í
fremstu víglínu, hörkuduglegur, og
Kwame Quee þakkaði traustið í
fyrsta byrjunarliðsleiknum. Fyrir
aftan er svo Guðjón Pétur að sjálf-
sögðu töframaður með boltann.
Hann er svo sannarlega maðurinn
sem getur tekið Blikana skrefinu
lengra í ár. Breiddin er töluvert
meiri en í fyrra og ef betri stöðug-
leiki kemur með fleiri leikjum er lið-
ið til alls líklegt.
Vakna þegar í óefni er komið
Hjá HK er áhyggjuefni hversu illa
gengur að spila heilsteyptan leik.
Eins og gegn KR í deildinni á dög-
unum sýndu HK-ingar ekki sitt
rétta andlit fyrr en þeir voru lentir
3:0 undir og það sama var uppi á ten-
ingnum í þessum leik. Það þarf eitt-
hvað að skerpa á hlutunum þar á bæ
og Arnar Freyr Ólafsson í marki
þeirra bjargaði því að staðan var
ekki enn svartari þegar liðsfélag-
arnir vöknuðu. Ásgeir Marteinsson
og Kári Pétursson voru ekki nægi-
lega skapandi á köntunum og mun-
aði um minna. En það er jákvætt að
gefast ekki upp, þó heppilegra væri
að berjast frá fyrstu mínútu í stað
þess að þurfa alltaf að reyna að
kreista eitthvað út úr leikjum.
HK-ingar þurfa nú að einbeita sér
að stigasöfnun í deildinni, sem hefur
verið fyrir neðan þeirra væntingar.
Það er mikill kraftur í liðinu en það
er ekki nóg að eiga hann inni á loka-
sprettinum. Þannig vinnast ekki
langhlaup.
Ætla skrefinu lengra í ár
Breiðablik, silfurlið bikarkeppninnar í fyrra, vann HK í Kópavogsslag 16-liða
úrslitanna Töluvert meiri breidd en í fyrra Enn gera HK-ingar sér erfitt fyrir
Morgunblaðið/Hari
Færi Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK, verst skoti Höskuldar Gunnlaugssonar í liði Blika í grannaslagnum í gær.
1:0 Kwame Quee 3.
2:0 Guðjón Pétur Lýðsson 52.
3:0 Höskuldur Gunnlaugsson 59.
3:1 Björn Berg Bryde 69.
I Gul spjöldViktor Örn Margeirsson,
BREIÐABLIK – HK 3:1
Thomas Mikkelsen, Brynjólfur Darri
Willumsson (Breiðabliki). Björn Berg
Bryde, Kári Pétursson (HK).
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson, 6.
Áhorfendur: 1.123.
Mjólkurbikar karla
Völsungur – KR ....................................... 0:2
Alex Freyr Hilmarsson 65., Tobias Thom-
sen 90. (víti).
FH – ÍA...................................................... 2:1
Steven Lennon 71., Jákup Thomsen 80. –
Jón Gísli Eyland Gíslason 81.
Þróttur R. – Fylkir .................................. 1:3
Rafael Victor 84. – Ásgeir Eyþórsson 5.,
Geoffrey Castillion 14., Valdimar Þór Ingi-
mundarson 45.
Breiðablik – HK ....................................... 3:1
Kwame Quee 3., Guðjón Pétur Lýðsson.
52., Höskuldur Gunnlaugsson 59. – Björn
Berg Bryde 69.
Inkasso-deild karla
Magni – Haukar ....................................... 1:1
Kristinn Þór Rósbergsson 54. – Daði Snær
Ingason 90.
2. deild karla
Dalvík/Reynir – Selfoss.......................... 1:1
Pálmi Birgisson 75. – Hrvoje Tokic 81.
3. deild karla
Reynir S – Vængir Júpíters .................... 0:3
Álftanes – Höttur/Huginn ....................... 1:1
Einherji – Kórdrengir ............................. 0:0
Augnablik – KV ........................................ 1:3
Skallagrímur – KH................................... 2:0
2. deild kvenna
Álftanes – Leiknir R. ............................... 6:0
Frakkland
Umspil, fyrri leikur:
Lens – Dijon.............................................. 1:1
Rúnar Alex Rúnars. varði mark Dijon.
Tyrkland
B-deild, umspil:
Hatayspor – Gazisehir ............................ 1:1
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik-
inn hjá Gazisehir og lagði upp markið.
Gazisehir vann 5:3 eftir vítakeppni og fer
upp í efstu deild.
Danmörk
Fyrri leikir í umspili:
Lyngby – Vendsyssel............................... 2:1
Jón Dagur Þorsteinsson spilaði allan
leikinn með Vendsyssel.
Hobro – Viborg ........................................ 1:0
Ingvar Jónsson varði mark Viborg.
Vináttulandsleikur
Tyrkland – Grikkland ...............................2:1
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar kvenna:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Valur .....................18
Norðurálsvöllur: ÍA – Þróttur R..........19:15
Þórsvöllur: Þór/KA – Völsungur .........19:15
Inkasso-deild karla:
Leiknisvöllur: Leiknir R.– Víkingur Ó.....19
Nettóvöllur: Keflavík – Grótta.............19:15
Framvöllur: Fram – Afturelding.........19:15
Í KVÖLD!
Anton Sveinn McKee setti glæsilegt Íslandsmet þegar
hann sigraði í 100 metra bringusundi á Smáþjóðaleik-
unum í Svartfjallalandi í gær.
Anton Sveinn synti á 1:00,33 mínútum og bætti sitt
gamla met um 12/100 úr sekúndu frá því í ágúst í fyrra.
Er þetta annað Íslandsmetið sem Anton Sveinn hefur
sett í þessum mánuði, en hann bætti tíu ára gamalt met
Jakobs Jóhanns Sveinssonar í 50 metra bringusundi
hinn 18. maí.
Miðað við þá lista sem liggja fyrir á netinu þá er tími
Antons sá tuttugasti og annar besti í heiminum á þessu
ári. Mjótt er á mununum en tímarnir frá 16. sæti eru yfir
mínútunni. Efstur á listanum er Bretinn kunni Adam Peaty á 57,87 sek-
úndum. Fara þarf undir mínútuna til að ná HM-lágmarki í greininni en HM
fer fram í Suður-Kóreu í júlí.
Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti við gullverðlaunum í gær þegar hún sigr-
aði í 50 metra baksundi á 29,46 sekúndum. Hún náði í vikunni HM-
lágmarki í 100 metra baksundi. kris@mbl.is
Anton setti Íslandsmet
Anton Sveinn
McKee
Margt af sterkasta frjálsíþróttafólki þjóðarinnar var á
ferðinni á Smáþjóðaleikunum í gær. Ólympíufararnir
Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason voru þar á
meðal. Aníta hafnaði í 2. sæti í 1.500 metra hlaupi á
4:22,34 mínútum og Guðni varð einnig annar í kringlu-
kasti með 57,64 metra kast.
Íslendingar unnu til fimm gullverðlauna í frjálsum í
gær. Hafdís Sigurðardóttir náði stökki upp á 6,42 metra
þegar hún sigraði í langstökki. Þórdís Eva Steinsdóttir
sigraði í 400 metra hlaupi á 56,39 sekúndum.
Hlynur Andrésson sigraði í grein sem er Íslendingum
frekar framandi sem keppnisgrein, 3000 metra hindr-
unarhlaupi, á 8:57,20 mínútum.
Ísland vann tvöfaldan sigur í 400 metra grindahlaupi. Fjóla Signý Hann-
esdóttir í kvennaflokki á 1:02,60 mínútum og Ívar Kristinn Jasonarson í
karlaflokki á 52,31 sekúndu. kris@mbl.is
Fimm gull í frjálsum
Hafdís
Sigurðardóttir