Morgunblaðið - 31.05.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17.
JAPANSKIR HNÍFAR
Allt fyrir eldhúsið
Hágæða hnífar og töskur
Allir velkomnir
Einstaklingar og fyrirtæki
Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!
gegn mjög sterkri vörn FH, en FH-
ingar hefðu á öðrum degi getað
skorað mun fleiri mörk. Árni Snær
Ólafsson stóð vaktina virkilega vel í
marki ÍA og mikið reyndi á varn-
armennina sem heilt yfir gerðu vel.
ÍA varð hins vegar undir í barátt-
unni á miðjunni og fengu sóknar-
mennirnir úr litlu að moða. FH-
ingar voru eldsnöggir til baka og
fékk ÍA sárafá tækifæri til að beita
sínum hættulegu skyndisóknum.
FH gaf engin færi á sér í föstum
leikatriðum, þar sem menn voru
klárir.
FH-ingar voru sterkari, klókari
og betri. Brandur Olsen er búinn að
vera mjög góður upp á síðkastið og
réðu Skagamenn illa við hann. Ják-
up Thomsen gerði sig líklegan til að
skora allan leikinn og Björn Daníel
Sverrisson, Kristinn Steindórsson
og Davíð Þór Viðarsson stjórnuðu
miðsvæðinu. Maður leiksins var
hins vegar Guðmundur Krist-
jánsson. Nánast hver einasta sókn
Skagamanna endaði á honum. Var
líkt og leikmenn ÍA lentu á vegg í
hvert skipti sem þeir komu nálægt
Guðmundi.
Takist liðum að slá helstu vopnin
úr höndum Skagamanna, virðist
engin varaáætlun til. FH setti leik-
inn mjög vel upp og verður spenn-
andi að sjá hvernig ÍA bregst við
þessum leik. Er búið að finna lyk-
ilinn að því að vinna ÍA, eða var
þetta bara slæmur dagur á skrif-
stofunni hjá Skagamönnum?
FH fyrst til að vinna ÍA
FH sló vopnin úr höndum Skagamanna Guðmundur klettur í vörninni
Morgunblaðið/Hari
Loftfimleikar Steinar Þorsteinsson úr ÍA í áhugaverðri stellingu í Kaplakrika í gær. FH varð fyrsta liðið til að leggja ÍA að velli í sumar.
Í KAPLAKRIKA
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
FH er komið í átta liða úrslit Mjólk-
urbikars karla í fótbolta eftir 2:1-
sigur á ÍA í skemmtilegum leik í 16-
liða úrslitunum í Kaplakrika í gær.
Með sigrinum varð FH fyrsta liðið
til að leggja topplið Pepsi Max-
deildarinnar að velli í sumar.
FH gerði ekki sömu mistök og
þegar liðin mættust á Akranesi í
deildinni á dögunum. Þá fékk ÍA að
beita sterkustu vopnum sínum, án
þess að FH-ingar kæmu vörnum
við. Leikaðferð ÍA er einföld. Liðið
freistar þess að verjast vel, sækja
hratt og nýta föst leikatriði. FH-
ingar voru heldur betur klárir í
þann slag.
ÍA skapaði sér lítið af færum
1:0 Steven Lennon 72.
2:0 Jákup Thomsen 81.
2:1 Jón Gísli Eyland 83.
I Gul spjöldBrynjar Ágúst Guðmundsson,
Guðmundur Kristjánsson, Jákup
FH – ÍA 2:1
Thomsen (FH). Arnar Már Guð-
jónsson, Viktor Jónsson, Hörður Ingi
Gunnarsson (ÍA).
Dómari: Þorvaldur Árnason, 8.
Áhorfendur: 1.290.
Ólympíufarinn Ásgeir Sigur-
geirsson er búinn að koma sér vel fyrir
í sögubókum Smáþjóðaleikanna. Ás-
geir stóð uppi sem sigurvegari í
keppni í skotfimi með loftbyssu í
Svartfjallalandi í gær og hefur þá unn-
ið til gullverðlauna á fimm leikum í
röð. Ásgeir fékk 576 stig í undan-
keppninni og 234,9 stig í úrslitum.
Óðinn Þór Ríkharðsson er kominn í
úrslitin um danska meistaratitilinn í
handknattleik eftir að lið hans GOG sló
út meistarana í Skjern. Óðinn skoraði
tvö mörk þegar GOG vann oddaleik lið-
anna 28:25. Björgvin Páll Gústavsson
og Tandri Konráðsson leika með
Skjern.
Ægir Þór Steinarsson og sam-
herjar í Regatas eru lentir 0:2 undir
gegn Instituto de Córdoba í 8-liða úr-
slitum um argentínska meistaratitilinn
í körfuknattleik eftir 85:96-tap á úti-
velli í öðrum leik liðanna.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék afar
vel á öðrum hring á La-
vaux Ladies-mótinu á
LET Access-
mótaröðinni í golfi í
gær. Guðrún lék á
69 höggum, þremur
höggum undir pari
og er samtals á
einu höggi undir
pari. Berglind
Björnsdóttir
er úr leik á
samanlagt
13 höggum
yfir pari.
Eitt
ogannað
Aðeins eitt lið utan Pepsi Max-
deildarinnar verður í skálinni þeg-
ar dregið verður í átta liða úrslit í
bikarkeppni karla í knattspyrnu,
Mjólkurbikarnum. Þetta var ljóst
eftir að Fylkir vann Þrótt R., 3:1, í
16-liða úrslitunum í gærkvöld.
Ásgeir Eyþórsson, Geoffrey Ca-
stillion og Valdimar Þór Ingimund-
arson skoruðu mörk Fylkis, áður en
Rafael Victor minnkaði muninn fyr-
ir Þrótt.
KR komst áfram í gær eftir sigur
á 2. deildar liði Völsungs á Húsavík
2:0. Eftir markalausan fyrri hálf-
leik skoraði Alex Freyr Hilmarsson
eftir rúman klukkutíma leik og
braut ísinn fyrir KR þegar hann
fylgdi eftir skoti sem var varið.
Vesturbæingar fengu nokkur
dauðafæri í viðbót til þess að gera
út um leikinn en það var ekki fyrr
en í uppbótartíma sem sigurinn var
innsiglaður. Guðmundur Óli Stein-
grímsson, leikmaður Völsungs,
braut þá á Björgvini Stefánssyni
innan teigs og fékk að líta rauða
spjaldið. Tobias Thomsen fór á víta-
punktinn og tryggði KR sigur.
Húsvíkingurinn Pálmi Rafn
Pálmason var fyrirliði KR, gegn
sínu gamla félagi sem hann lék með
fyrstu árin á meistaraflokksferl-
inum. Hinn Húsvíkingurinn í Vest-
urbæjarliðinu, Aron Bjarki Jós-
epsson, var ekki í leikmannahópi
KR-inga en var hins vegar á leik-
skýrslu sem liðsstjóri, rétt eins og
einn Húsvíkingurinn enn í KR,
Friðgeir Bergsteinsson.
Auk Fylkis og KR verða úrvals-
deildarlið Breiðabliks, FH, Grinda-
víkur, ÍBV, KR og Víkings R. ásamt
1. deildar liði Njarðvíkur í skálinni
þegar dregið verður.
Eitt lið utan efstu
deildar fór áfram
Morgunblaðið/Golli
Skoraði Miðvörðurinn Ásgeir Ey-
þórsson skoraði gegn Þrótti.