Morgunblaðið - 31.05.2019, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI hirslur
3ja hæða – fleiri litir
Verð frá 18.900,-
KAHLER HAMMERSHOI
Vasi 20 cm fleiri litir
Verð 7.690,-
KARTELL BOURGIE
Lampi – fleiri litir
Verð frá 39.900,-
KAY BOJESEN
Api lítill og stúdentshúfa
Verð 20.580,- stk
STOFF NAGEL
Kertastjaki - fleiri litir
Verð frá 5.800,- stk.
LUKKUTRÖLL
Margar gerðir
Verð frá 3.890,-
glæsilegar
ÚTSKRIFTARGJAFIR
FLOS MISS K
Borðlampi fleiri litir
Verð 38.900,-
KAY BOJESEN
Söngfugl– fleiri litir
Verð frá 10.990,-
KARTELL LOUIS
GHOST Stóll
Verð frá 39.900,-
AF TÓNLIST
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Ég var á lokatónleikum Sykur-molanna á tónleikastaðnumLimelight hér í New York
fyrir 27 árum, þar sem hljómsveitin
lék af einstökum og hrífandi krafti,
og undir kraumaði vissan um að
þetta væru lokin og meðlimir sveit-
arinnar gáfu allt í flutninginn –
minningin um Björk Guðmunds-
dóttur hreinlega syngja tónleika-
gesti sem hlupu upp á sviðið fram af
sviðsbrúninni er ógleymanleg. Aðrir
eftirminnilegir og tilfinninga-
þrungnir tónleikar með Björk hér í
borg voru í tónleikahöllinni kunnu
Carnegie Hall fyrir rúmlega fjórum
árum; þar frumflutti Björk á sviði
tónlistina á plötunni Vulnicura, sem
fjallar um skilnað hennar og það var
auðheyrilega erfitt fyrir hana og
átakanlegt, en frábærlega gert og
fallegt engu að síður. Og enn hef ég
komið djúpt snortinn af tónleikum
með Björk í þessari borg borga, tón-
leikum eða réttara væri að segja
margbrotinni tónlistarsýningu sem
sett hefur verið upp í nýjasta menn-
ingarhúsi borgarinar, hinu umtalaða
The Shed; Cornucopia eða Gnægta-
horn er sýning engu lík, hreint
makalaus upplifun sem Björk hefur
ásamt einvalaliði aðstoðarfólks boðið
upp á í New York undanfarinn mán-
uð.
Tók The Shed yfir í mánuð
The Shed er einskonar tröllvax-
inn braggi í nýjasta háhýsahverfi
borgarinnar, hinu umdeilda Hudson
Yards sem gagnrýnendur hafa viljað
rífa niður; þessi fútúríski menning-
arskáli er bjarta ljósið í turnakjarn-
anum og segir sitt um stöðu Bjarkar
hér í borg, þar sem hún hefur lengi
átt sitt annað heimili, að henni hafi
verið boðið að vera fyrsti listamað-
urinn sem tekur víðáttumikinn aðal-
salinn yfir og það í heilan mánuð.
Forstöðumaður The Shed
stýrði áður listahátíðinni í Man-
chester og vann þar með Björk; í
formála í sýningarskrá segir hann
tvö ár síðan hann bauð listakonunni
að setja upp sýningu í byggingunni
Einstakur ævintýraheimur Bjarkar
Ljósmynd/Santiago Felipe
Myndaveisla Allir þeir sem koma að sviðsetningu Cornucopia-heimsins fara á kostum. Björk syngur hér í berg-
málsklefanum til hægri á sviðinu þar sem viibrur blása og dansa hjá öðrum hljómsveitarmeðlimum.
þegar hún yrði opnuð og hún hafi
greint frá þeirri hugmynd sinni að
gestir myndu ganga inn í draumsýn;
í framtíðarlegt rými tónlistar og
tækni. Og það hefur heldur betur
tekist, á snilldarlegan hátt. Björk
hefur unnið áfram með efniviðinn
sem hún hélt með út í heim í fyrra til
að fylgja eftir síðustu plötu sinni, Ut-
opia. Þar kynnti hún til leiks flautu-
septettinn viibra, nokkra af fremstu
flautuleikurum landsins sem mynda
kjarnann í hljómsveitinni og leika
dansandi einstaklega lífrænar og fal-
legar útsetningar Bjarkar; ásláttar-
meistarinn fimi Manu Delago var
aftur kallaður til samstarfs, Katie
Buckley hörpuleikari Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands, er þarna og
Bergur Þórisson fer lipurlega hönd-
um um tölvur og ýmis hljóðfæri. Við
sáum mörg fyrstu Utopia-tónleikana
í Háskólabíói í fyrra og það var gam-
an en það sem er boðið er upp á í
The Shed er samt eitthvað allt ann-
að, hefur verið þróað gríðarlega og
bætt. Þetta eru mikið til sömu lögin
og þá, þeim eldri hefur þó fækkað,
en leikurinn og flutningurinn, studd-
ur af stórkostlegu myndrænu sjón-
arspili, einstaklega vel lukkað.
Kórinn fór á kostum
Cornucopia-tónleikar Bjarkar
verða alls átta talsins í The Shed; ég
sá þá sjöundu í röðinni en þeir síð-
ustu verða annað kvöld. Það seldist
hratt upp á þá alla og hafa miðar síð-
an skipt um hendur á svarta mark-
aðinum fyrir háar upphæðir. Enda
er talað um Cornucopia sem eitt það
mest spennandi í menningarlífi
borgarinnar þessar vikurnar. Og
það var auðfinnanleg spenna í þétt-
skipuðum salnum þar sem fugla-
söngur hljómaði áður en tónleikarn-
ir hófust. Og þeir hófust með fögrum
hætti og þar var Hamrahlíðarkórinn
kominn, félagarnir 52 röðuðu sér
fyrir framan sviðið í íslenskum þjóð-
búningum og sungu guðdómlega fal-
lega undir stjórn Þorgerðar Ingólfs-
dóttur. Fyrst „Ísland, farsælda
frón“, svo meðal annars „Vísur
Vatnsenda-Rósu“, tvö lög eftir
Björk, „Maríukvæði“ Atla Heimis
Sveinssonar og þau enduðu á gáska-
fullan hátt á „Ríður ríður hofmann“,
einnig eftir Atla Heimi, þar sem
söngvararnir örkuðu um salinn, upp
og niður ganga og tröppur, og hrifu
gesti með fjöri sínu og samstillingu.
Björk hefði eflaust getað fengið
kór hér í New York með í sýninguna
en það var hjartnæmt að sjá Hamra-
hlíðarkórinn svona fjölmennan
mættan og syngja óaðfinnanlega, og
eins með Björk síðar um kvöldið. Og
Björk átti eftir að hylla kórinn og
sérstaklega stjórnandann Þorgerði í
lokin, þegar hún sagðist sjálf hafa
verið í kórnum sextán ára gömul og
það hefði mótað sig sem tónlistar-
konu; og ef gestir þekktu til fleiri ís-
lenskra tónlistarmanna þá væri afar
líklegt að þeir hefðu fengið sitt tón-
listaruppeldi hjá Þorgerði.
Hreint makalaus tækni
Um leið og Hamrahlíðarkórinn
kvaddi salinn byrjaði hin sjón- og
myndræna veisla Bjarkar. Vídeóum
var varpað á tjald bak við flytjendur
og á tvö forhengi sem ýmist voru
dregin frá eða fyrir. Myndverkin eru
eftir Tobias Gremmler og furðulega
lífræn; einhverskonar sjávardýr fe-
ttast og fálma, jurtir spretta, ferðast
er inn í göng og sprotar og furðuský
fylla sviðið. Tæknin er hreint maka-
laus og falleg og í anda sýning-
arinnar allrar sem hverfist um trúna
um vöxt og þroska og betri heim.
Argentínskur stjörnuleikstjóri, Luc-
recia Martel, vann að uppsetning-
unni og hefur tekist listavel til, í
samspili sviðsmyndar Chiara Steph-
enson, búninga Olivier Rousteing og
Iris van Herpen og gríma eftir sam-
starfsmann Bjarkar í langan tíma,
James Merry. Svo er hljómburð-
urinn í The Shed hreint makalaust
góður og umlykur gesti.
Björk steig fram klædd í hvítt
með furðuleg skeljaform um axlir og
upphandleggi og með svart háský í
afróstíl; hún átti eftir að þramma og
dansa um palla sviðsins og út á
rampinn sem lá út í sal til áhorfenda
þar sem hún söng hreint listavel, af
kunnuglegu öryggi og krafti.
Flautuleikararnir sjö og hinir hljóð-
færaleikararnir voru í skrautlegum
búningum sem minntu á skordýr eða
ljósálfa, viibra-stúlkurnar dönsuðu
um sviðið, á samræmdan hátt en þó
einstaklingsbundinn í kóreógrafíu
eftir Margréti Bjarnadóttur og
virkjuðu rýmið vel; þegar leið á tón-
leikana tóku meðlimir kórsins líka
að birtast hvítklæddir og skiluðu
sínu óaðfinnanlega. Og það má segja
um alla hljóðfæraleikarana; Delago
er afar snjall og lék eftirminnilega á
vatnstrommur og meðal hljóðfæra
sem leikið var á var falleg segul-
harpa Úlfs Hanssonar tónskálds og
það var gaman að sjá og heyra. Og í
sviðsvængnum hafði verið byggður
lítill bergmálsklefi, eins og hlýlegt
leg; Björg steig nokkrum sinnum
þangað inn og söng og stundum
flautuleikarar með henni.
Thunberg sagði til syndanna
Og auðvitað er Björk stjarnan.
Þessi glæsilega sýning hverfist um
hana, tónlist hennar, útsetningar,
hugmyndir og stíl. Fyrst voru flutt
lögin „The Gate“ og „Utopia“ og
slógu tóninn vel; skömmu síðar
hljómaði gamall smellur, „Venus as
a boy“ í nýrri útsetningu; söngvar-
inn sem kallar sig serpentwithfeet
var gestur og söng fallega með
Björk dúett í „Blissing Me“; og kór-
inn söng frábærlega með henni í
„Body Memory“. Meðal annarra há-
punkta voru „Pagan Poetry“ og „Ta-
bula Rasa“.
Þegar dagskránni lauk birtist
sænska baráttukonan unga, Greta
Thunberg, í vídeóvörpun og sagði
okkur öllum en þó sérstaklega ráða-
mönnum til syndanna fyrir þann
aumingjaskap að standa ekki vörð
um móður Jörð fyrir afkomendur
okkar. Það var þörf áminning. Tón-
leikunum lauk síðan með kröftugum
hætti á „Future Forever“ og „ Not-
get“ og þá spruttu gestir á fætur,
dönsuðu, hristu sig og skóku.
Cornucopia er einstaklega vel
heppnuð sýning, hvernig sem á er
litið. Nú hefur verið tilkynnt að hún
verði sett upp í Mexíkóborg í ágúst.
Umfangið við hana er slíkt að það
hlýtur að vera afar ólíklegt að hún
rati nokkrum sinnum til Íslands svo
ef einhverjir lesendur eiga leið um
Mexíkó þegar hún verður þar þá
ættu þeir að tryggja sér miða. Eða
hreinlega að gera sér ferð sér-
staklega til að sjá hana og upplifa.
Þetta er þess konar gjörningur.
» Cornucopia eðaGnægtahorn er sýn-
ing engu lík, hreint
makalaus upplifun sem
Björk hefur ásamt ein-
valaliði aðstoðarfólks
boðið upp á í New York
undanfarinn mánuð.
Ljósmynd/Santiago Felipe
Stjarnan Björk á lágu sviði sem gengur út í salinn til tónleikagesta, um-
kringd af viibrum með flauturnar sem þær leika á af mikilli hind.