Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Side 6
HEIMURINN
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2019
Fyrsti atvinnumaðurinn í knatt-
spyrnu sem gekkst opinberlega
við samkynhneigð sinni var
Englendingurinn Justin Fashanu
árið 1990. Orðrómur um sam-
kynhneigð Fashanus hafði verið
á kreiki lengi en hann staðfesti
hann loksins í samtali við götu-
blaðið The Sun í október 1990.
Þar hélt Fashanu því meðal
annars fram að hann hefði hald-
ið við giftan þingmann breska
Íhaldsflokksins sem hann hitti á
hommabar í Lundúnum.
„Við enduðum saman
uppi í rúmi í íbúð hans,“
sagði Fashanu.
Málið vakti mikla at-
hygli og hneykslan.
Viku síðar birti
blaðið The Voice
viðtal við bróður
Fashanus, John,
sem einnig var
frægur knatt-
spyrnumaður,
undir fyrir-
sögninni: Hinn
samkynhneigði
bróðir minn
er hornreka.
Sumarið 1991 fjallaði tímaritið
Gay Times ítarlega um mál
Fashanus, þar sem fram kom að
vangaveltur um náin kynni af
þingmönnum, knattspyrnu-
mönnum og poppstjörnum
væru að mestu byggðar á sandi.
Þar kom líka fram að Fashanu
hefði efnast töluvert á upp-
ljóstrun sinni en þó hefðu hon-
um staðið mun hærri fúlgur til
boða fyrir að vera um kyrrt í
skápnum. Í viðtalinu viður-
kenndi Fashanu að hann
hefði ekki verið búinn und-
ir bakslagið sem kom í
knattspyrnuferil hans en
ekkert félag vildi af hon-
um vita fyrst eftir að
hann ljóstraði
upp um kyn-
hneigð sína.
Fashanu átti
mjög erfitt upp-
dráttar eftir
þetta og svipti sig
lífi árið 1998 eftir
að ungur piltur
sakaði hann um
kynferðislega
áreitni.
SÁ FYRSTI SEM KOM ÚT ÚR SKÁPNUM
Féll fyrir eigin hendi
Justin
Fashanu
Í gegnum allan minn feril í A-deildinni og í knattspyrnu hef égaldrei þekkt, hitt eða talað við
knattspyrnumann hér í Ástralíu sem
hefur viðurkennt opinberlega að
hann væri samkynhneigður. Á
heimsvísu er það með ólíkindum
hversu fáir knattspyrnumenn hafa
komið út úr skápnum meðan á ferli
þeirra hefur staðið.“
Þetta segir Andy Brennan, 26 ára
gamall ástralskur knattspyrnumað-
ur, í grein sem upphaflega birtist á
vef áströlsku leikmannasamtakanna
á dögunum og fjölmargir fjölmiðlar
hafa tekið upp og vitnað til.
Árið 2019 ætti það ekki að vera
neitt tiltökumál fyrir ungan mann að
gangast opinberlega við kynhneigð
sinni; nema þá helst ef hann leikur
knattspyrnu. Af einhverjum ástæð-
um, eins og Brennan bendir á hér að
ofan, eru karlkyns knattspyrnu-
menn „ekki samkynhneigðir“. Sem
er auðvitað tölfræðilega fráleitt,
þegar horft er til þess hvílíkur fjöldi
leggur stund á íþróttina á heimsvísu.
Þeir þora bara ekki út úr skápnum;
væntanlega af ótta við að verða illa
tekið. Einmitt þess vegna er Brenn-
an að stíga hér risastórt skref.
Í greininni viðurkennir Brennan
að hann hafi lengi leyft sér að efast
um kynhneigð sína, talið sér trú
um að það væri bara vitleysa að
hann væri samkynhneigður, sem
hann hefði mögulega ekki gert
starfaði hann við eitthvað annað en
knattspyrnu. „Þegar ég var hjá
Newcastle Jets [sem leikur í efstu
deild í Ástralíu] vildi ég ekki gang-
ast við kynhneigð minni. Á þeim
tíma var ég alfarið með hugann við
fótboltann og að standa mig eins
vel og ég mögulega gat enda þótt
ég glímdi á köflum við meiðsli. Ég
lagði allt mitt í leikinn og ýtti öðru
til hliðar,“ segir Brennan.
Vildi ekki lifa í lygi
Hann segir það hafa tekið tíma að
átta sig á því að hann gæti ekki lifað
í lygi; að hann vildi vera sáttur við
sjálfan sig. „Á einhverjum tíma-
punkti verður maður að gera sér
grein fyrir kenndum sínum og vera
sá sem maður er. Þetta er undarleg
tilfinning, en þegar allt kemur til alls
er ég líklega sá sem er að fella múr-
inn hérna í Ástralíu. Það hljóta að
vera fleiri samkynhneigðir knatt-
spyrnumenn þarna úti.“
Brennan áréttar þó að hann sé
ekki að taka skrefið fyrir neinn
nema sjálfan sig; þetta sé það eina
rétta. Eigi að síður er hann ekki í
nokkrum vafa um að til séu menn
sem hafi lifað með því sama og hann.
„Ef þeir eru í íþróttum og geta ekki
verið þeir sjálfir, hvort sem þeir eru
atvinnu- eða áhugamenn, getur það
verið mikil áskorun.“
Hann vonar að fordæmið skipti
sköpum enda sé mikilvægt fyrir aðra
sem eru í sömu stöðu og hann að
geta horft til einhvers sem hafi stigið
skrefið til fulls og komið út úr skápn-
um. „Hafandi sagt það þá er ég ekki
að hvetja nokkurn mann til að koma
út. Ég myndi vissulega fagna því en
menn verða eigi að síður að gera það
á sínum eigin forsendum. Ekkert
ferðalag er eins. Gerðu það sem þú
vilt, gerðu það sem þér líður vel með,
vegna þess að það er ekkert sem
heitir rétt eða röng leið. Líti fólk á
mína sögu sem hvatningu, sem dæmi
um það hvernig allt getur farið vel,
og geri þó ekki væri nema einni
manneskju grein fyrir tilfinningum
sínum, getur það skipt höfuðmáli.
Það er alltaf betra en að byrgja
þetta inni eins lengi og ég gerði.“
Löngu ferðalagi er loksins lokið
hjá Andy Brennan en hann viður-
kennir í greininni að hafa velt þess-
um hlutum fyrir sér mestallt sitt líf
og sérstaklega eftir að hann varð
fullorðinn. Nú er hann kominn á
endastöð og segir tilfinninguna, að
geta sagt hverjum sem er að hann sé
samkynhneigður, ótrúlega góða.
Mest virðist hræðsla hans hafa
hverfst um það hvernig aðrir tækju
þessum tíðindum. Innst inni var
hann sannfærður um að hans
nánustu kæmu til með að bregðast
vel við en hann gat ekki verið viss.
Þegar á reyndi tóku fjölskylda og
vinir honum opnum örmum.
Hitt var ennþá erfiðara, að koma
út gagnvart knattspyrnufélaginu,
samherjunum og stuðningsmönn-
unum. Það gekk að sama skapi von-
um framar. Hann segir alla hjá
Green Gully, þar sem hann leikur,
hafa tekið sér vel og hefur enga
ástæðu til að ætla að annað hefði
gerst hjá fyrri félögum.
„Mér gæti ekki liðið betur!“
Sparkaði upp
skáphurðinni
Það vakti mikla athygli á dögunum þegar ástralski
knattspyrnumaðurinn Andy Brennan kom út úr
skápnum enda eru samkynhneigðir knattspyrnu-
menn ótrúlega fáir. Alltént opinberlega.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Andy Brennan hefur hlotið mikið lof fyrir frumkvæði sitt og hugrekki. Nú er að sjá hvort fleiri knattspyrnumenn koma í
kjölfarið. Brennan segir sér hafa verið vel tekið bæði af fjölskyldu og vinum og ekki síður félögum í knattspyrnunni.
Sky Sports
Af einhverjum ástæðum hefur það reynst samkynhneigðum knattspyrnu-
mönnum þrautin þyngri að gangast opinberlega við kynhneigð sinni.
AFP
Falleg og vönduð silkiblóm
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
LISTHÚSINU