Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Page 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2019 Í Noregi og öðrum löndum íkringum okkur er mikið fjallaðum umhverfisvernd og þar er aukin sjálfbærni í lykilhlutverki. Háskólar, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki og bæjar- og sveitarfélög eru stöðugt að vinna að eflingu þessa sviðs. Við háskólann sem ég starfa við í Noregi, Norska tækni- og vísinda- háskólann í Þrándheimi er mjög mikil áhersla lögð á rannsóknir á mörkum umhverfisfræði og verk- fræði annars vegar og umhverfis- fræði og hagfræði hinsvegar. Ungu fólki sem sæki í háskólanám á þessu sviði er einnig að fjölga mikið. Bláa lónið er einn af okkar mest heimsóttu ferðamannastöðum. Um og yfir 1,3 milljónir manna heim- sækja Bláa lónið hvert ár og þar af eru 70% erlendir ferðamenn. Blái liturinn, lyktin og hinn þægilegi hiti lónsins í hinni stórkostlegu náttúru sem umlykur það heillar þá sem koma þangað. Lónið hefur verið starfrækt frá 1992 sem baðlón. Við lónið starfa nú um 800 starfsmenn bæði innlendir og erlendir. Það sem færri vita er að í tengslum við lónið hafa verið þróað- ar húðvörur sem byggjast á jarð- sjónum og innihaldsefnum hans, kísli, þörungum og söltum. Við lónið er einnig hafin framleiðsla á salti til matargerðar úr jarðsjónum. Öll þessi starfsemi byggist á sjálfbærni, það er að segja gufuorkan er notuð til raforkuframleiðslu og heitt vatn er notað til upphitunar húsa. Spa í hótelinu sem er starfrækt við lónið byggist einnig á heitum jarðsjónum. Er hægt að auka iðnað á Íslandi sem byggist á sjálfbærni? Getur Ís- land verið fyrirmyndarríki þegar kemur að sjálfbærni í bæði iðnaði og öðrum þáttum orkunýtingar? Gætum við sett okkur markmið um að sem allra flestir bílar, rútur og önnur farartæki myndu nota ís- lenska orku, svo sem raforku, vetni og metanól? Getum við eflt rann- sóknir og háskólanám tengt sjálf- bærni og umhverfisvernd? Þannig gætum við fengið fleira ungt fólk inn á þetta mikilvæga svið til góðs fyrir komandi kynslóðir. Tökum skrefið til aukinnar sjálf- bærni. Eflum sjálfbærni Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundurs@ru.is ’ Getum við eflt rann-sóknir og háskólanámtengt sjálfbærni og um-hverfisvernd? Þannig gætum við fengið fleira ungt fólk inn á þetta mik- ilvæga svið til góðs fyrir komandi kynslóðir. Morgunblaðið/RAX Umræðan um þriðja orku-pakkann hefur á marganhátt verið gagnleg. Hún hefur reynt á viðbrögð okkar stjórnmálamanna við gagnrýni og efasemdum, meðal annars úr eigin herbúðum. Hún hefur sett orkumál í miðju þjóðfélagsumræðunnar, sem er æskilegt og gagnlegt nú þegar unnið er að nýrri orkustefnu fyrir Ísland. Hún hefur beint kastljósinu að eignarhaldi orkuauðlinda, sem er nauðsynlegt að ræða betur en gert hefur verið. Og síðast en ekki síst hefur hún vakið fólk til vit- undar um að hér á landi ríkir sam- keppni í framleiðslu og sölu á raf- orku, þar sem neytendur eru ekki hlekkjaðir við einokunarfyrirtæki heldur geta valið við hvern þeir skipta. Hlustað á efnislega gagnrýni Af minni hálfu og okkar sem höf- um farið fyrir málinu hefur aldrei komið annað til greina en að hlusta vel á gagnrýni, greina hana ítarlega og taka tillit til hennar. Ég tel að við höfum sýnt það í verki við með- ferð málsins. Við höfum borið virð- ingu fyrir málefnalegum og efnis- legum rökum. Við höfum á sama tíma staðið óhikað gegn rökleysu og staðlausum stöfum. Andstaðan við málið hefur á köfl- um virst byggð á óljósum efnis- legum rökum. Eftirminnilegt er sjónvarpsviðtal við formann stjórn- málafélags sem hafði ályktað gegn orkupakkanum. Hann var spurður hver væri ástæðan fyrir því og gat ekki nefnt eina. Svipað var uppi á teningnum í umræðum á Alþingi á miðvikudag- inn var, þegar Birgir Ármannsson, þingflokksformaður okkar Sjálf- stæðismanna, spurði nafna sinn Þórarinsson, þingmann Miðflokks- ins, hvaða efnisatriði það væru í þriðja orkupakkanum sem hann hefði áhyggjur af. Engin svör feng- ust við því. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, sagði við sömu umræðu í þinginu á miðvikudaginn var: „Efni þriðja orkupakkans skiptir ekki höfuðmáli kannski, heldur að hann er til.“ – Þetta er merkileg yfirlýs- ing frá öðrum af tveimur höfuðand- stæðingum málsins á Alþingi: „Efni þriðja orkupakkans skiptir ekki höfuðmáli kannski.“ Spurning um sæstreng Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra, vakti nýverið máls á því í grein hér í blaðinu, að áður en hægt væri að samþykkja þriðja orkupakkann þyrfti að sýna fram á að leikreglurnar um sæstreng væru okkur hagfelldar ef til þess kæmi að selja orku um sæstreng. Þetta eru eðlilegar vangaveltur sem rétt er og sjálfsagt að bregðast við, líkt og hann kallar eftir. Meginreglan í því regluverki sem um ræðir er frjáls samkeppni í framleiðslu og sölu og jafnræði varðandi aðgang að flutningsmann- virkjum. Þetta eru ekki óskyn- samlegar meginreglur. Hægt er að fá tímabundnar undanþágur frá þeim fyrir nýjar millilandateng- ingar og skilyrðin fyrir því liggja fyrir. Því er velt upp hvort leikregl- urnar kunni að vera okkur óhag- stæðar. Eins og réttilega er bent á hefur Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu almennings, verið í farar- broddi umræðu um mögulegan sæ- streng. Landsvirkjun er líklega sá einstaki aðili sem hefur mesta hagsmuni af því að við séum ekki að gangast undir slæmar leik- reglur. Og þannig háttar til að Landsvirkjun styður innleiðingu þriðja orkupakkans fullum fetum. Að sjálfsögðu myndi fyrirtækið ekki styðja orkupakkann ef í hon- um fælust óhagstæðar leikreglur og ekkert bendir til að sú afstaða þeirra byggist á misskilningi. Það liggur fyrir að EES-ríki geta ekki átt milliríkjaviðskipti sín á milli með raforku nema eftir leik- reglum EES-samningsins. Íslandi stendur ekki til boða að selja Evr- ópu rafmagn samkvæmt öðrum og hagstæðari leikreglum en EES- samningurinn kveður á um og önn- ur lönd á evrópska efnahagssvæð- inu spila eftir. Telji Ísland að þess- ar leikreglur séu ekki hagstæðar leggjum við einfaldlega ekki sæ- streng til annars EES-ríkis. Eftir sem áður gætum við lagt slíkan streng á okkar eigin forsendum til lands utan EES, líkt og Bretland gæti orðið innan tíðar eins og Sturla bendir á. Það skal ítrekað hér að það er ekki á dagskrá þess- arar ríkisstjórnar. Þótt það sé ekki aðalatriði má að lokum benda á, að síðast þegar hagkvæmni sæstrengs var könnuð reyndist hann ekki borga sig, öfugt við það sem sumir höfðu haldið fram um væntanlegan ofurgróða af slíkum streng. Frá því að sú athug- un var gerð hefur framleiðslukostn- aður vindorku lækkað verulega. Hún er jafnvel orðin hagkvæmari en ný vatnsorkuver. Ef eitthvað er virðist það því verða sífellt nær- tækara að sinna orkuþörf Evrópu með því að virkja þar, nálægt markaðinum, frekar en með því að virkja á Íslandi með álíka miklum tilkostnaði og þurfa síðan að leggja einn dýrasta raforkustreng heims fyrir mörg hundruð milljarða króna til að koma orkunni til notenda. Gagnleg umræða um orkumál ’ Andstaðan við máliðhefur á köflum virstbyggð á óljósum efnis-legum rökum. Eftir- minnilegt er sjónvarps- viðtal við formann stjórnmálafélags sem hafði ályktað gegn orkupakkanum. Hann var spurður hver væri ástæðan fyrir því og gat ekki nefnt eina. Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is Rekaviðarhálsmen frá kr. 15.500 Teketill úr postulíni kr. 36.500 Smádúkur úr lífrænni bómull kr. 4.900 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Roðtöskur Rými fyrir ráðstefnur í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.