Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Side 10
Ég greindist með krabbamein íblöðruhálskirtli í ágúst í fyrraog svo byrjaði boltinn að rúlla
og ég fór í aðgerð 17. janúar,“ segir
Bjarni Guðmundsson, 58 ára gamall
verkefnastjóri hjá Jarðborunum.
Bjarni segist hafa farið til læknis upp-
haflega vegna þess að honum fannst
hann þurfa fulloft á salerni. „Ég hélt
jafnvel að þetta væru bara einhverjar
bólgur en sem betur fer tók heim-
ilislæknirinn vel á þessu og þreifaði
og fann bólgur við blöðruhálskirtil og
vildi blóðprufur. Eftir það sendi hann
mig til sérfræðings og hann þreifaði,
tók blóðprufur og sendi mig svo í
myndatöku. Á myndum sáust skuggar
sem bentu til krabba. Því næst voru
tekin um tíu sýni og kom í ljós án vafa
að þetta væri krabbamein,“ segir
Bjarni og útskýrir að sér hafi aldrei
dottið í hug að hann gæti verið með
krabbamein. Hann fékk að vonum
áfall þegar læknirinn sýndi honum
dökku skuggana á myndinni og sagði
honum fréttirnar.
„Ég var sleginn. Ég man nánast
ekkert eftir þessum degi eftir að hann
sagði þetta við mig. Konan mín hafði
spurt hvort hún ætti að koma með
mér til læknisins en ég taldi það ekki
nauðsynlegt. Eftir á sá ég mikið eftir
því að hafa ekki haft hana hjá mér.
Ég man bara að hann sagði mér að
þetta væri krabbi og eftir það fór ég í
einhvers konar tómarúm.“
Lifi í voninni
Krabbamein í blöðruhálskirtli er með-
höndlað á ýmsan hátt og fékk Bjarni
sjálfur að velja hvort hann vildi geisla
eða aðgerð.
„Læknarnir sögðu þetta vera í mín-
um höndum og það fannst mér dálítið
erfitt. Ég þurfti að velja á milli geisla
og aðgerðar og hvað ef ég myndi ekki
velja rétt? Þetta var erfið ákvörðun
en við ákváðum að við skurðinn myndi
ég losna alveg við þetta. Aðgerðin
gekk vel og allt kom vel út úr fyrstu
blóðprufum; ég er hreinn. En þessu
fylgja aukakvillar sem ég er að fást
við í dag en er að vona að ég fái bata.
Ég bjóst ekki við þessum kvillum,
þvagleka og risvandamáli. En ég lifi
ennþá í voninni því mér er sagt að
stundum taki þetta ár eða meira að
batna,“ segir hann.
Bjarni var frá vinnu hátt í þrjá
mánuði og fær nú leyfi frá vinnu ef
hann þarf að sinna læknaheimsóknum
eða endurhæfingu í Ljósinu. Hann
segir aðgerðina hafa tekið frá honum
mikla orku sem enn sé ekki komin til
baka. Einnig er alltaf hætta á að
krabbinn banki upp á annars staðar
og er því Bjarni í stöðugu eftirliti.
„Ég á tíma núna í júní og þá fer kvíð-
inn að láta á sér kræla. Maður hugsar
alltaf; hvernig verður næsta blóð-
prufa?“
Gríðarleg hjálp
„Ég er ekki feiminn að tala um þetta
en auðvitað tekur það alltaf á. Ég hef
líka reynt að forðast að detta í það að
tala of mikið um þetta; velta mér of
mikið upp úr þessu. Ég reyni bara að
lifa lífinu eins vel og ég get og njóta
þess,“ segir Bjarni sem segist hafa
rætt málið við vini sína og ráðlagt
þeim að fara í skoðun. Veit hann að
nokkrir þeirra létu af því verða.
Bjarni ákvað strax að þiggja alla þá
aðstoð sem í boði væri og leitaði til
Ljóssins strax að aðgerð lokinni. „Ég
hef stundað það þónokkuð og nýtt
mér það sem er boðið upp á þar. Það
hefur hjálpað mér alveg gríðarlega
mikið,“ segir Bjarni. Hann hittir fast-
an hóp karlmanna í hádeginu á föstu-
dögum og eins hefur hann sótt ýmis
námskeið sem þar eru í boði. Til að
mynda hefur hann sótt námskeið í nú-
vitund og annað sem nefnist Karlar
með krabba. „Þarna koma bæði sál-
fræðingar og læknar og eins karlar
sem hafa fengið krabba sem lýsa því
sem þeir hafa gengið í gegnum. Svo
hef ég farið á miðvikudögum í flugu-
hnýtingar til að dreifa huganum. Mér
finnst oft gott að mæta þangað, fá
mér hádegismat, skoða blöðin og vera
innan um fólkið sem þangað mætir.
Þetta er frábær stuðningsstaður og
rosalega vel tekið á móti manni,“ seg-
ir Bjarni og segist strax hafa fengið
ítarlegar upplýsingar um allt sem er í
boði hjá Ljósinu.
Í karlahópnum sem Bjarni tilheyrir
eru um tuttugu karlar. „Þar er farið
hringinn, menn kynna sig og segja frá
sér. Svo er lögð fyrir okkur spurning
vikunnar sem menn geta íhugað. Síð-
asta föstudag var spurt: hvað gætir
þú gert í dag til að gera morgundag-
inn betri. Þetta stuðlar að jákvæðni
og betri líðan.“
Eins og góð strætóstöð
Húsakostur Ljóssins á Langholtsvegi
er orðinn of lítill fyrir alla starfsemina
sem þar fer fram. Til stendur að flytja
annað hús á lóð við hliðina en slíkt er
kostnaðarsamt og stendur Ljósið nú
fyrir söfnun svo það geti orðið að
veruleika. Bjóða þeir landsmönnum að
gerast Ljósavinir en hægt er að skrá
sig á ljosid.is og leggja málefninu lið.
Bjarni segir augljóst að brýn þörf
sé á stærra húsnæði. „Þetta er ansi
góð strætóstöð oft á tíðum; ég veit að
þarna fara í gegn oft hundrað manns
á dag,“ segir Bjarni og nefnir að
þarna sé verið að leira, mála, tálga,
skera út og eins er þarna jóga, lík-
amsrækt og ýmis námskeið svo eitt-
hvað sé nefnt.
„Börnin mín hafa líka sótt námskeið
hjá Ljósinu en það er boðið upp á
námskeið fyrir aðstandendur. Þeim
fannst það mjög hjálplegt. Það er líka
verið að hlúa að þeim,“ segir hann.
„Þessi staður ætti að vera á föstum
fjárlögum því það hlýtur að vera erfitt
að þurfa alltaf að leita eftir fé. Ef fólk
fer í hjartaaðgerð er það sent í end-
urhæfingu á Reykjalund en ef maður
greinist með krabba er ekkert gert
ráð fyrir endurhæfingu, þrátt fyrir að
það sé vitað að maður missi mikla
orku. Manni veitir ekki af að fá ein-
hverja aðstoð til þess að koma sér aft-
ur af stað. Ég finn það enn í dag að
það vantar upp á orkuna. Ég veit ekki
hvernig ég hefði farið í gegnum þetta
án þess að hafa Ljósið. Þetta er meiri-
háttar staður. Ég vona að mín saga
geti hjálpað einhverjum að taka skref-
ið til að leita til Ljóssins.“
„Man nánast ekkert frá þessum degi“
Morgunblaðið/Ásdís
Bjarni Guðmundsson greindist með krabbamein í ágúst í fyrra og fór í aðgerð í janúar. Hann fór að sækja styrk til
Ljóssins sem hann segir nauðsynlegan griðastað fyrir fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þar hittir Bjarni
aðra sem standa í sömu sporum, sækir námskeið og lyftir andanum. Hann hvetur landsmenn til að leggja Ljósinu lið
til að halda starfseminni gangandi. Hann hefði ekki viljað fara á mis við stuðninginn sem hann fær hjá Ljósinu.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Bjarni Guðmundsson, sem
greindist með krabbamein í
fyrra, hefur leitað mikið til
Ljóssins og segir það hafa hjálp-
að sér alveg gríðarlega mikið.
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2019
Ljósið var stofnað árið 2005
þar sem mikil þörf var á
endurhæfingarúrræði fyrir
krabbameinsgreinda og
aðstandendur þeirra. Síðan
þá hefur starfsemin vaxið gíf-
urlega og heilbrigðiskerfið
orðið meðvitaðra um að end-
urhæfing við krabbameins-
greiningu er nauðsynleg.
Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingar-
miðstöðin á Íslandi sem sinnir þessum mála-
flokki og sinnti Ljósið að meðaltali um 420
manns í hverjum mánuði árið 2018.
„Stjórnendur hafa frá upphafi þurft að hafa
mikið fyrir að reka starfsemina og fjárhagur af
skornum skammti,“ segir Sólveig Kolbrún Páls-
dóttir, markaðs- og kynningarstjóri. Hún segir
að þau hafi þrátt fyrir það gert sitt besta til að
sinna þeim sem þurfa á endurhæfingu að halda.
Sólveig segir endurhæfingu skipta gríð-
arlegu máli til að koma krabbameins-
greindum aftur út í lífið og til þess að há-
marka lífsgæði meðan á þessum erfiða tíma
stendur.
Eitt af verkefnum Ljóssins er að stækka hús-
næðið og segir Sólveig að málið sé brýnt.
„Þrátt fyrir stækkun með flottu framtaki Odd-
fellowreglunnar árið 2015, eru þrengsli orðin
mikil. Við höfum mætt þessu ástandi með því
að festa okkur flytjanlegt hús, 243 fm að stærð,
sem flutt verður á lóðina við hliðina á okkur
eða á Langholtsveg 47 og verður það hrein við-
bót við það húsnæði sem fyrir er. Ljósið þarf að
bera kostnað af þessu sjálft,“ segir hún.
„Af þessum sökum er Ljósið að fara af stað
með herferðina „Ljósavinur“ til að geta sinnt
öllum þeim fjölda sem þarf á þjónustunni að
halda. Við viljum ná til þjóðarinnar allrar og fá
þá fólk til liðs við okkur með því að gerast mán-
aðarlegir Ljósavinir og styðja þannig við starf-
semina sem þarf að stærstum hluta að reiða sig
á styrki frá velunnurum,“ segir Sólveig.
Markmið herferðarinnar er að safna 2.000
mánaðarlegum Ljósavinum og er hægt að
leggja málefninu lið á ljosid.is.
LJÓSIÐ
2.000 Ljósavini vantar
Sólveig Kolbrún
Pálsdóttir