Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2019 Þ að er stundum hægt að hafa nokkra skemmtun af að skynja ríkulegan vilja einstakra manna til útúrsnún- inga á orðum annarra til að fella þau að sínum meinlokum. Þetta með eilífðarvélina Nýlega var rætt um í ritstjórnargreinum blaðsins að enn hefði ekki lánast að finna upp eilífðarvélina. Í því samhengi var nefnt að ekkert væri eilíft í henni tilveru svo vitað sé. Við, sem teljum óhætt að taka mark á Kristi, þykjumst þó vita að utan hennar megi vænta ei- lífs lífs. Þegar þrengra var seilst í hugleiðingunum var það nefnt að stjórnmálaflokkar væru ekki eilífir frekar en annað. Sönnunarmerki um að þeir væru heldur ekki endilega langlífir voru ekki nefnd, enda ekki nauðsyn- legt. En vegna útúrsnúningapilta má nefna til sögu flokka, frá því að bréfritari hóf að fylgjast með og nokkru fyrr. Flestir þeirra komu mönnum á þing og margir átt aðild að ríkisstjórn: Íhaldsflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Kommúnistaflokkur Íslands. Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn, Þjóðvarnarflokkur, Kvennalistinn, Alþýðuflokkur, Frjálslyndir og vinstrimenn, Borgaraflokkur, Banda- lag jafnaðarmanna, Alþýðubandalag, Samtök um jafn- rétti og félagshyggju, Flokkur frjálslyndra og Björt framtíð. Og núverandi flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Vinstri-grænir, Mið- flokkurinn, Píratar, Viðreisnarflokkur og Flokkur fólksins. Þessi runa er skrifuð upp eftir minni án þess að leita í fræðum, enda dugar listinn til að sýna hverf- ulleika flokkanna. Af hverju öll þessi afföll? Það eru aðeins tveir flokkar þarna sem náð hafa virðu- legum aldri; Framsóknarflokkur (103) og Sjálfstæð- isflokkur (90). Þessir tveir lífseigu flokkar hafa fengið á sig brotsjó nokkrum sinnum á löngum ferli og úr þeim klofnað brot, svo sem Borgaraflokkur og Viðreisn í Sjálfstæðisflokki og Bændaflokkur og Möðruvalla- hreyfing í Framsókn. Ofsagt væri að kalla þessar flísar klofning þeirra, enda hafa brotin ekki orðið langlíf. Það stappar þó nær í tilviki Framsóknarflokks varðandi Miðflokk, sem fyrrverandi formaður Framsóknar leið- ir og fékk fleiri atkvæði í seinustu kosningum en móð- urflokkurinn og er sjónarmun stærri í seinustu könn- un, þótt vel innan skekkjumarka sé. Nokkrar meginástæður geta leitt til þess að flokkar leggist af. Þeir snúast oft um einn mann, stofnandann, svo sem Albert Guðmundsson, Vilmund Gylfason, Guð- jón A. Kristjánsson og Stefán Valgeirsson. Stundum breytast flokkar, heiti þeirra og áherslur, eftir alvar- legan klofning og rekja verður það samhengi langt aft- ur. Kommúnistaflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn, Al- þýðubandalagið og samsíða því Alþýðuflokkur og Bandalag jafnaðarmanna, Vinstri-grænir og samsíða því Samfylkingin. Stundum eru breytingarnar for- senda þess að meginsjónarmiðin lifi og talið óhjá- kvæmilegt að flokkurinn sem áður bar þau starfi ekki áfram í óbreyttri mynd og helst ekki með sama kjarna. Hann breiði því yfir nafn sitt og númer, segja andstæð- ingarnir og vísa þá til landhelgisbrjóta. En það eru fleiri ástæður Hitt er til að flokkar fari vegna þess að erindi þeirra sé lokið. Þeir geta jafnvel fagnað sigri og farið svo. Bar- áttumálin séu í höfn. Ukip-flokkurinn breski er gott dæmi um þetta. Þjóðin samþykkti brexit og flokkurinn átti ekkert erindi lengur. En svo kom í ljós að Theresa May ætlaði sér eða klaufaðist til, í samráði við svikahrappa í eigin flokki, að hafa þjóðaratkvæðið af fólkinu. Nigel Farage mætir þá aftur á sviðið og er kominn með flokk og yfir 30% fylgi eftir mánuð. Íhaldsflokkur Pouls Schlüters fór með forystu í Danmörku í áratug (1983-1993) og hafði verið burðarflokkur lengi. Hann helgaði sig ESB-aðild og missti svo neistann og var í síðustu könnun með um 3% fylgi fyrir kosningarnar sem fara í hönd! Hvar er þín fornaldarfrægð, gæti Schlüter sagt niðurlútur. Í nefndri forystugrein var ekkert annað sagt en þetta sem eru þekktar staðreyndir úr nýliðinni sögu. Hjaðni flokkur eða hverfi af framangreindum ástæð- um er það varla harmsefni. Betri endalokin eru vissu- lega þau að hafa lokið sínu dagsverki með glæsibrag. Mun verra að daga uppi, eftir að hafa orðið viðskila við hugsjónirnar. Það eru jú þær sem binda menn saman undir einu merki. En í báðum tilvikum verður að horf- ast í augu við veruleikann, ef þetta er hann. Þetta er ekki dómur um slíkt um einn eða neinn. Horft víða Það eru margir eftirtektarverðir molar á ferð á inn- lendum og erlendum vettvangi. Síðustu vikur var rætt að efnahagslegar afleiðingar hruns Wow hefðu verið ofmetnar. Ekki er víst að það sé rétt nálgun. Þegar menn véluðu um þau áhrif á sínum tíma var það gert í samhengi við þann veruleika sem þá blasti við. Uppi voru kröfur á vinnumarkaði sem tóku ekki mið af þeirri kaupmáttarhækkun sem orðið hafði síðustu ár. Ljóst var að kröfunum átti að fylgja eftir af fullum þunga þótt óraunhæfar væru. Fyrirkomulagið á vinnu- markaði er þannig að ákveði launþegahreyfingin að beita afli sínu fulls þá er ekkert sem stöðvar það. Lama má allt samfélagið standi stjórnlaus vilji heimskunnar til þess. Sú saga er þekkt og raunsæir verkalýðs- leiðtogar þekktu hana betur en flestir. Vinnuveitendur og ríkisvaldið eiga þann eina kost frammi fyrir slíku að láta ofbeldið hafa sinn gang. Lögmálin eiga svo næsta leik. Störfum fólks fækkar. Verðlag rýkur upp. Sam- keppnisstaða við útlönd skaðast og raunlaun lækka hratt hvað sem kjarasamningunum miklu leið. Óráðstalinu fylgdu því spenna, tortryggni og eyði- legging. Ekkert af þessu er flókið og kraftaverkalausn er ekki að finna í kenningum Marx og Leníns, né í út- færslum þess síðarnefnda, Stalíns eða Maós. Fólkið sá þetta, hvað sem veruleikafirringu foringjanna leið. Formaður verslunarmanna rétt marði heimild til verkfalla þrátt fyrir samfelldan áróður fyrir þeim miss- erum saman. Formaðurinn skildi auðvitað þau skila- boð. Falli Wow og óttanum og svo afleiðingunum sem svo margir fundu á sínu skinni varð ekki blásið burt með endurteknum bábiljum. Byltingarmenn sáu loks ljósið og er það þakkarefni. Ef fyrri áformum hefði verið fylgt til enda í kjölfar Wow hefði ekki þurft um efnahagslífið að binda. Það hefur hins vegar þegar orðið mikið fall í hagvexti landsmanna. Þar bættist loðnuáfallið við Wow-áfallið og hversu hægðist á öllu vegna langvarandi óvissu í kjaramálum. En þjóðin á þó á tiltölulega skömmum tíma að geta náð vopnum sínum á ný. Misjafnar mælistikur Forsætisráðherra landsins var á ferð erlendis og hitti Theresu May forsætisráðherra og aðra fræga konu, fréttamanninn Christiane Amanpour. Fátt er enn að frétta af samtali þeirra starfssystra en fyrirsögnin um samtalið við Amanpour var sú að Katrín hefði sagt: „Ég kem úr mjög vinstrisinnaðri fjölskyldu.“ Ekki þarf að efast um að þetta sé satt hjá þeirri frómu konu. Og þeir sem hafa fylgst með Amanpour á skerminum eru ekki í nokkrum vafa um að þetta gladdi hana mjög. En þetta minnir enn á það hversu ólíkar mælistik- urnar eru sem lagðar eru á hægri og vinstri í þessum efnum. Hefði annar gestur sagt við Amanpour: „Ég Þeir sem koma sér í mjúkinn hjá sjálfum sér hafa villst ’ Fyrirkomulagið á vinnumarkaði erþannig að ákveði launþegahreyfingin aðbeita afli sínu fulls þá er ekkert sem stöðvarþað. Lama má allt samfélagið standi stjórn- laus vilji heimskunnar til þess. Sú saga er þekkt og raunsæir verkalýðsleiðtogar þekktu hana betur en flestir. Reykjavíkurbréf17.05.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.