Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Síða 17
ólst upp í mjög hægrisinnaðri fjölskyldu,“ þá hefði
henni brugðið og kannski spurt, því hún er töff:
„Fylgdu þessir öfgahægrimenn Hitler eða Mussolini?“
Eins og þeir sem fylgjast með „RÚV“ vita glöggt er
ekkert til sem heitir vinstriöfgar. Það er aldrei nefnt.
Allir vita hvernig enn er fjallað af rétttrúnaðinum
um Gunnar Gunnarsson af því að hann hefði hitt Hitler
í korter en þó ekki haft sig í frammi fyrir framgangi
nasisma hér né skrifað bækur honum til dýrðar. Annar
frábær rithöfundur, Halldór Laxness, var hins vegar
slyngasti baráttumaður fyrir kommúnisma á Íslandi
árum og áratugum saman, og án hans hefðu margir
hérlendis vafalítið sloppið við að festast í því neti. Það
var lakara að hann skyldi halda þessu striki sínu svo
löngu eftir að honum varð ljóst að með því varð hann
samverkamaður mannvonsku sem er með því versta
sem veröldin þekkir.
Vafalaust er að Halldór sá eftir þessum kafla lífs síns
síðar og Íslendingar láta ekki þennan svarta blett fæla
sig frá að njóta verka hans, enda hafa þeir lengi verið
veikir fyrir snillingum.
Loksins
Af erlendum molum skal það fyrst nefnt að Theresa
May var upplýst um það í vikunni að nú væri þetta bú-
ið. Í gær sigldu svo viðræður hennar við Jeremy Cor-
byn í strand, en áttaviti hans hafði frá upphafi miðast
við þann endapunkt.
Í Kanada er Trudeau forsætisráðherra og forsætis-
ráðherrasonur í vaxandi vandræðum. Trudeau naut
mikilla vinsælda frá fyrstu stundu. Hann er „mjúkur“
stjórnmálamaður. Jafnvel svo mjúkur að hann er við
endimörk hugtaksins.
Nefna má nokkur atriði sem urðu til þess að Kanada-
menn eru margir komnir með upp í kok af allri þessari
mýkt. Þau hjón fóru í opinbera heimsókn til Indlands
og þá lét forsætisráðherra eins og hann væri kominn í
sirkus og ætti að apa eftir einhverju sem hann hélt að
væru látalæti. Það fór ekki vel í gestgjafana, þá merku
og miklu þjóð. En ekki þótti heimamönnum betra að
fylgjast með fíflaganginum á skerminum.
Næst voru það samningarnir um Nafta, á milli
Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, eftir leiðtogafund í
Kanada þar sem þeir nágrannarnir áttu einnig sinn
fund þar sem hnífurinn komst ekki á milli þeirra. Trud-
eau hélt svo blaðamannafund þar sem hann virtist
segja frá allt öðrum fundi. Hann gerði ráð fyrir því að
Trump forseti gerði ekki athugasemdir og myndi, sem
stjórnmálamaður, skilja að látalætin væru fyrir heima-
markað. Vandinn var sá, og Trump hefur ekki leynt
því, að hann Trump er ekki „venjulegur“ stjórn-
málamaður. Hann brást strax við og sagði að Trudeau
væri ekki að lýsa þeirra fundi. Og Trump fylgdi þessu
eftir. Hann tilkynnti að forseti Bandaríkjanna og for-
seti Mexíkó myndu gera þennan þriggja landa samn-
ing. Hins vegar væri ekki útilokað að Trudeau fengi að
undrrita samninginn fyrir Kanada þegar hann væri
frágenginn af hinum tveimur.
Svo kom fjórða atriðið. Trudeau kom þeim skila-
boðum til dómsmálaráðherra síns, sem jafnframt var
helsti handhafi ákæruvaldsins, að ekki ætti að ákæra
forsvarsmann byggingarfyrirtækis fyrir mútur, því
það gæti þrengt að störfum í því fyrirtæki. Ástæðan
var þó önnur. Þegar konan sem starfanum gegndi
reyndist treg í taumi var henni hótað stöðulækkun og
jafnvel stöðumissi. Hún sagði þá af sér og á daginn
kom að hún hafði haft vit á því að tryggja sér sönn-
unargögn gagnvart þessari „ómjúku“ framgöngu.
Þetta mál hefur reynst mjög skaðlegt.
Í styrjöld við Duterte
Eins og öllum má vera ljóst er svo almjúkur maður
einnig í hópi einlægustu umhverfiselskenda. Eins og
sumir umhverfisvinir aðrir hafði Trudeau lengi vitað
að meginmálið væri að koma sóðaskapnum úr augsýn
og það þótt þyrfti að borga fyrir það. Því höfðu miklir
farmar af óþverra verið sendir um hálfan hnöttinn til
Filippseyja. En þegar tilgangurinn er svona göfugur
fylgir slíkum siglingum engin mengun. Duterte forseti
er, eins og sumir aðrir forsetar, dálítið óvenjulegur.
Hann borgar mönnum fyrir að drepa skæruliða og seg-
ist raunar skjóta þá á færi sjálfur.
Þegar svona ofsalega mjúkur maður eins og Trudeau
átti leið um þessar slóðir taldi hann sér nauðsynlegt að
setja ofan í við Duterte vegna mannréttindamála svo
hann sjálfur slyppi í gegnum blaðamannafund heima.
Duterte var ekki skemmt, eins og sést á því að hann
hótaði að segja Kanada stríð á hendur. Trudeau hafði
gengið út frá því að allir vissu að ekkert væri meint
með svona muldri. En þótt margt megi segja um Dut-
erte þá er hann ekki nærri eins mjúkur og Trudeau.
Látum þetta vera með stríðsyfirlýsinguna. En þegar
Duterte fór að tala um ruslið sem Trudeau væri að
drekkja fátæku fólki á Filippseyjum í og heimtaði að
hann sækti það aftur versnaði málið verulega. Því þótt
menn séu mjúkir vilja þeir síður vera sakaðir um að
drekkja fátæku fólki í fjarlægu ríki í rusli allsnægta-
fólks.
Af öllum þessum ástæðum er Trudeau í dálitlum
vandræðum enda ekki gamall fimleikamaður eins og
pabbi var, þótt mjúkur sé. Það hjálpar ekki að Kan-
adamenn voru einnig farnir að taka eftir að út úr for-
sætisráðherranum komu stundum frasar sem hljóm-
uðu ekki illa en ef staðnæmst var við þá sást að þetta
var hrein merkingarleysa.
Mjúkur íslenskur stjórnmálamaður, Dagur B., sagði
í þessari viku að það væri „uppsöfnuð þörf fyrir þró-
un“.
Svona setningu myndi Trudeau öfunda hann af.
Gamli Churchill var oftast mjúkur líka, en það er allt
annað mál.
Og það valt ekki upp úr honum merkingarleysa
hversu mjúkur sem hann var.
Skál fyrir honum.
Morgunblaðið/RAX
19.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17