Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2019
LÍFSSTÍLL
Fyrir lofthrædda, bílveika ogrússíbanafælna móður á fertugsaldri eru skemmti-
garðar ekki endilega draumaáfanga-
staðir í fríinu. En hvað gerir maður
ekki fyrir börnin?
Átta manna hópur, fjórir fullorðnir
og fjögur börn, ákvað í sinni fyrstu
Flórídaferð að fjárfesta í tveggja
daga miðum í Universal-garðinn.
Reyndar er ekki rétt að tala um Uni-
versal í eintölu, því þetta eru í raun
tveir garðar. Við keyptum miða í
garðana tvo sem tengdir eru saman
með lest – Hogwarts-lestinni. Það var
góð ákvörðun að taka tveggja daga
passa, minna stress þegar þarf ekki
að „klára“ að fara í öll helstu tæki á
einum degi.
Garðarnir heita Universal Studios
og Islands of Adventure og það þarf
að vera með sérstakan tveggja garða
miða til að komast í þá báða. Reyndar
líka hægt að kaupa þriggja garða
passa og fara þá í vatnsrennibrautar-
garðinn Volcano Bay, en við sleppt-
um honum.
Harry Potter alltumlykjandi
Universal hefur passað vandlega
uppá að aðdráttarafl Harry Potters
nýtist báðum skemmtigörðum því
hlutar galdraveraldarinnar eru í
hvorum garði fyrir sig. Vilji fólk upp-
lifa það að ganga eftir strætum Hogs-
meade líkt og þeim er lýst í verkum
J.K. Rowling en líka heimsækja Ská-
stræti (e. Diagon Alley) og sjá drek-
ann á toppi Gringott-banka spúa eldi
(í alvöru) af þakinu dugar því ekki að
kaupa miða í annan garðinn.
Í grunninn er væntanlega sama
hugmyndin á bak við alla skemmti-
garða – að skemmta fólki. Universal
tekur þessa hugmynd inn í aðra vídd
því hvert einasta tæki er ákveðin
upplifun. Hvert tæki hefur sitt
ákveðna þema sem er tengt t.d. kvik-
mynd, teiknimyndafígúrum eða
skálduðum persónum. Þarna er til
dæmis að finna The Mummy-rússí-
bana (sem ég lét mig hafa en var þó
heldur mikið af hinu góða), Simp-
sons-reið (e. ride), Hulk-rússíbana,
Harry Potter-rússíbana, Spiderman
upplifun í þrívídd og svo mætti lengi
telja.
Fyrir fólk sem fær ekkert nema
ógleði út úr því að fara í hraðskreið
tæki þá er E.T. reiðin tilvalin. Þar er
hægt að lifa sig inn í söguna, fá skila-
boð frá Steven Spielberg og láta eins
og maður sé í miðri kvikmynd með
því að svífa yfir sögusviðið á nokkurs
konar reiðhjóli. Enginn rússíbani,
heldur bara þægileg ferð.
Harry Potter-svæðin í görðunum
tveimur eru stórbrotin, ekki bara
vegna þess að þar líður fólki sem það
stígi inn í galdraveröldina heldur ekki
síst fyrir mannlífið. Þar má sjá gesti í
fullum skrúða; galdraskikkjum og
með sprotann á lofti. Víða er líka
hægt að stoppa og sveifla galdra-
sprota. Þá t.d. kvikna ljós í gluggum,
fígúrur fara að syngja, vatn skýst úr
gosbrunni og fleira. Allt útbúið með
hreyfiskynjurum sem virkjast þegar
sprota er sveiflað á réttum stað.
Það er ekki annað hægt en að bera
virðingu fyrir ástríðunni sem ein-
kennir einlæga Harry Potter-aðdá-
endur. Að vera í síðri, svartri skikkju í
30 stiga hita og steikjandi sól er
alvöru! Í það minnsta hefði ég ekki
treyst mér til þess, valdi þess í stað
hefðbundnari Flórída-klæðnað: stutt-
buxur, bandaskó og hlýrabol. Samt
var kærkomið að kæla sig í Stjána
bláa bátsferðinni þar sem óhjákvæmi-
legt var að blotna frá toppi til táar.
Heimur kvikmynda er svo óendan-
lega umfangsmikill og ferð í Univer-
sal sýnir vel hvernig góðar bíómynd-
ir, teiknimyndir, sjónvarpsþættir eða
bara eftirminnilegar skáldaðar per-
sónur geta átt eilíft framhaldslíf.
Í Universal má víða sjá börn og fullorðna í fullum galdramannaskrúða. Heitustu
Harry Potter-aðdáendur láta steikjandi Flórída-hita ekki stoppa sig í að klæð-
ast skósíðri galdraskikkju og trefli af sinni uppáhalds heimavist í Hogwarts.
Universal Studios
Græni Hulk-rússíbaninn er ægilega stór. Þau hugrökkustu úr hópnum fóru
margar ferðir en ég lét mér nægja að horfa á og hlusta á æsingsöskrin.
Universal Studios
Það þyrfti einbeittan vilja
til að láta sér leiðast í
Universal í Orlando.
Universal Studios
Í undraveröld
Universal
Skemmtigarður er orð sem vart dugir til að lýsa Universal í Orlando.
Undraveröld eða töfraheimur nær betur utan um þennan gríðarstóra
garð þar sem öll áhersla er á stórkostlega upplifun gesta.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Orlando-svæðið er svo pakkað
af afþreyingu að maður gæti
upplifað flugeldasýningu (bók-
staflega) dag hvern. Skemmti-
garðar af öllum stærðum og
gerðum lúra meðfram hrað-
brautunum og þess vegna er svo
kærkomið að finna líka eitthvað
lágstemmt að gera sem allir
njóta. Bláberjatínsla hjá Late
Bloom Blueberry Farm
(lbbfarm.com) var til dæmis al-
veg sérstök upplifun. Allir fengu
fötur til að hengja framan á sig
og gátu staðið við bláberjarunna
sem náðu um eða yfir metra á
hæð og tínt dýrindis bláber.
Af sama toga var upplifunin af
CaptainFred’s Airboat Nature
Tours (www.captfreds.com). Þar
kynntumst við krókódílum í ná-
vígi og fuglalífinu í fenjunum.
Það er alltaf gott að tengjast
náttúrunni á ferðalögum, líka í
mekka afþreyingarferða-
mennskunnar í Flórídaríki.
FLEIRA SKEMMTILEGT Í NÁGRENNI ORLANDO
Jafnt yngstu og elstu í hópnum
nutu sín við að tína ber í hitanum.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Bláber og
krókódílar
Vantar þig
fagmann?
Nú finnur þú það
sem þú leitar að á
FINNA.is