Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2019 LÍFSSTÍLL Colorbox Gott með grillmat Vorið er komið og sumarið á næsta leiti. Nú er tíminn til að drífa fram grillið og grilla kjöt, fisk og grænmeti. Meðlætið skiptir líka máli en ýmsar sósur og salöt henta vel með grillmat. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 2 stk. eggaldin 250 g hreinn rjómaostur ½ stk. fetakubbur, mulinn smátt 2 msk. sýrður rjómi 10 stk. steinlausar döðlur 1 stk. rauður chili, fræhreins- aður og skorinn smátt 2 stk. vorlaukar ólífuolía salt og pipar klettasalat Skerið eggaldinið langsum í sneiðar. Penslið með ólífuolíu og grillið við háan hita á báð- um hliðum þannig að fal- legar grillrendur komi á sneiðarnar og þær mýkist. Leggið sneiðarnar á fat og leyfið að kólna á meðan þið gerið fyllinguna. Hrærið saman rjómaosti, fetaosti og sýrðum rjóma. Saxið döðlurnar, chili og vorlauk smátt og hrærið saman við. Smakkið til með salti og pipar. Setjið eina matskeið af fyllingunni á endann á hverri eggaldinsneið ásamt dálitlu klettasalati og rúllið upp. Berið fram með kletta- salati og stráið rauðum chili ofan á. Af gottimatinn.is, höf.: Helena Gunnarsdóttir Grillað eggaldin fyllt með döðlum og rjómaosti 1 bolli hvítlauksrif, um 130 g 1 tsk salt ¼ bolli nýkreistur safi úr 2 sítrónum ¼ bolli ísvatn 3 bollar (600g) canola-olía Með beittum hníf skerið hvítlauksrifin í tvennt langs- um. Fjarlægið stilkinn innan úr hvítlauknum. Setjið hvítlaukinn í mat- vinnsluvél ásamt saltinu. Maukið í vélinni en gott getur verið að stoppa vélina af og til og ýta hvítlauk sem situr eftir á hliðum niður á botn. Maukið þar til orðið að fínu mauki. Bætið út í einni matskeið af sítrónusafa og haldið áfram að vinna maukið í vélinni. Bætið þá við ann- arri matskeið af sítrónusafa og hrærið þar til alveg slétt og dálítið loftkennt. Á meðan vélin vinnur áfram, hellið varlega í hægri bunu ½ bolla af olíu og þar næst 1 matskeið af sítrónusafa. Endurtakið þetta með öðrum ½ bolla af olíu og einni matskeið af sí- trónusafa. Haldið áfram að hella og nú skal skiptast á að hella ½ bolla olíu og einni matskeið af vatni þar til ekkert er eftir. Setjið sósuna í gott box og geym- ið í ísskáp í allt að einn mánuð. Frábært með grillkjöti og kebab. Líbönsk hvítlaukssósa

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.