Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Qupperneq 28
KVIKMYNDIR Brian May, gítarleikari Queen, sagði
í samtali við BBC Radio 2 á dögunum að sveitin
hefði enn ekki þénað krónu á kvikmyndinni Bo-
hemian Rhapsody, þrátt fyrir ótrúlega vel-
gengni hennar. Aðrir sem að myndinni komu
gangi fyrir. May lætur sér þetta þó í léttu
rúmi liggja enda þykir honum aðalatriðið að
myndin hafi verið gerð og að hún hafi orðið
jafngóð og raun ber vitni. „Fólk er agndofa
yfir því hversu nálægt Rami [Malek] komst
Freddie [Mercury]. Það er með ólíkindum
hvernig hann komst einhvern veginn inn í líkama
Freddies – smaug undir húðina á honum,“ sagði
May.
Rami eða
Freddie? Það er
ekki gott að segja.
20th Century Fox
Ekki þénað krónu á kvikmyndinni
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2019
LESBÓK
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
LEIKLIST Breska leikkonan Leslie Manville viðurkennir
í samtali við dagblaðið The Guardian að hún hafi sjaldan
eða aldrei haft úr bitastæðari hlutverkum að velja og að
Hollywood hafi loksins uppgötvað hana, 63 ára að aldri.
Manville segir sérstaklega ánægjulegt að konur á hennar
aldri séu ennþá sýnilegar í kvikmyndum og sjónvarpi
enda sé mikilvægt að æska þessa heims haldi ekki að fólk
sé sjálfkrafa komið að fótum fram á þessum aldri. „Mig
langar að fara út að dansa, svitna og fá mér of mikið neð-
an í því og skila mér ekki heim fyrr en þrjú að nóttu. Mig
langar að stunda kynlíf, klæða mig eins og mér sýnist og
gera það sem mig langar til. Og ég er orðin sextug,“ segir
Melville í viðtalinu en hún hefur fengið mikið lof upp á
síðkastið fyrir leik sinn í gamanþáttunum Mum.
Langar að stunda kynlíf
BBC
Leslie Manville í hlutverki sínu í Mum.
Ward, Butler og Iommi sameinaðir.
Gamlir vinir
sameinast á ný
MÁLMUR Athygli vakti að trym-
billinn Bill Ward var með Black
Sabbath þegar þessi goðsögulega
sveit var heiðruð á Grammy Salute
To Music Legends-verðlaununum í
Los Angeles á dögunum. Ward, sem
er einn af stofnmeðlimum Sabbath,
hætti sem kunnugt er í fússi árið
2012 fyrir kveðjutúr bandsins og
gaf þá skýringu að hans hlutur
hefði einfaldlega verið of rýr. Aðrir
hafa þó haldið því fram að hann
hafi einfaldlega ekki verið í nógu
góðu formi til að túra. Tony Iommi
gítarleikari og Geezer Butler
bassaleikari voru einnig á hátíðinni
en söngvarinn, Ozzy Osbourne, sat
hjá enda að jafna sig eftir að hafa
hrasað á heimili sínu í skjóli nætur.
Doris Mary Ann Kappelhoffætlaði að verða dansari enbílslys sem hún lenti í að-
eins fimmtán ára gömul árið 1937
gerði þau áform að engu. Á þeim
tíma hélt stúlkan raunar að hún
væri aðeins þrettán ára enda stóð
hún í þeirri meiningu að hún hefði
fæðst 3. apríl 1924. Áratugum síðar,
árið 2017, fann AP-fréttastofan fæð-
ingarvottorð hennar og þá kom í
ljós að hún fæddist í raun 3. apríl
1922.
En alltént, til að stytta sér stundir
meðan hún var að jafna sig eftir
slysið fór stúlkan að syngja með út-
varpinu, Benny Goodman, Duke Ell-
ington, Glenn Miller og síðast en
ekki síst Ellu Fitzgerald. „Gæðin í
rödd hennar heilluðu mig,“ sagði
hún síðar í endurminningum sínum.
Og stúlkunni til ómældrar undrunar
var rödd hennar góð; svo góð raunar
að hún var drifin í söngtíma, þar sem
kennarinn gaf henni þrjá tíma á
verði eins vegna hæfileikanna sem í
henni bjuggu.
Nafnið sótt í dægurlag
Hljómsveitarstjórinn Barney Rapp
varð fyrstur til að gefa henni tæki-
færi árið 1939 og hann gerði gott
betur; gaf henni líka sviðsnafnið
Doris Day. Honum þótti Kappelhoff
alltof stirt og hátíðlegt en stúlkan
var af þýsku bergi brotin, í báðar
Bjó og dó í
næsta húsi
Doris Day, ein skærasta söng- og kvikmynda-
stjarnan frá 6. og 7. áratugnum, sálaðist í hárri elli
í vikunni. Ímynd hennar var alla tíð flekklaus,
raunar svo flekklaus að sumum þótt nóg um.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
ættir. Day var ekki út í bláinn en
Rapp hafði mikið dálæti á túlkun
söngkonunnar ungu á slagaranum
Day After Day.
Day starfaði með ýmsum böndum
næstu árin en sló ekki í gegn fyrr en
1945 með laginu Sentimental Jour-
ney sem hún hljóðritaði með hljóm-
sveit Les Brown. Lagið hitti banda-
rísku þjóðina í hjartastað enda beið
hún í eftirvæntingu eftir að fá her-
mennina sína heim í lok seinna
stríðs. Eftir þetta átti Day hvern
smellinn af öðrum á vinsældalist-
anum vestra.
Day ferðaðist vítt og breitt um
landið til að koma fram og þótti búa
að ósviknum sviðssjarma. Það
hringdi bjöllum í Hollywood og árið
1948 var henni boðið hlutverk í kvik-
myndinni Romance on the High
Seas. Day brá í brún og benti mönn-
um í einlægni á að hún hefði enga
reynslu af leiklist. Leikstjórinn,
Michael Curtiz, kunni að meta hrein-
skilnina og þótti Day fullkomin í
Doris Day var fjórgift. Fyrsti eig-
inmaður hennar var básúnuleik-
arinn Al Jorden, frá 1941 til 1943,
og með honum eignaðist hún sitt
eina barn, soninn Terrence Paul
Jorden, árið 1942. Næst giftist hún
saxófónleikaranum George Willi-
am Weidler og stóð hjónaband
þeirra frá 1946 til 1949. Á 29 ára
afmælisdaginn sinn gekk Day að
eiga kvikmyndaframleiðandann
Martin Melcher og voru þau gift
þar til hann lést árið 1968. Loks
var Day gift yfirþjóninum Barry Comden frá 1976 til 1982 en eftir
skilnaðinn var haft eftir honum að Day hefði meiri áhuga á hinum
ferfættu vinum sínum en honum.
Martin Melcher ættleiddi son Day sem hét upp frá því Terry Melc-
her. Hann var um tíma farsæll tónlistarútgefandi og líklega frægastur
fyrir að hafa ætlað að gefa út tónlist Charles Mansons. Upp úr því
samstarfi slitnaði og sumir halda því fram að Melcher hafi verið skot-
markið þegar Sharon Tate og vinir hennar voru myrt enda leigðu
þau Roman Polanski húsið af Melcher. Terry Melcher lést árið 2004.
Gifti sig fjórum sinnum
Doris Day og Martin Melcher,
bóndi hennar, á góðri stund.