Morgunblaðið - 12.06.2019, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 2. J Ú N Í 2 0 1 9
101 ÁRS SÖNG-
ELSKUR GARÐ-
YRKJUBÓNDI
PENINGA-
ÞVÆTTISMÁL-
UM FJÖLGAR
FINNST GAMAN
AÐ LÆRA EITT-
HVAÐ NÝTT
VIÐSKIPTAMOGGINN HÁSKÓLI UNGA FÓLKSINS 10ANNA SIGFÚSDÓTTIR 22
Stofnað 1913 136. tölublað 107. árgangur
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Sá friður, sem ríkt hefur á Vesturlöndum und-
anfarin 70 ár er síður en svo sjálfsagður. Atl-
antshafsbandalagið, NATO, stendur frammi
fyrir nýjum áskorunum í breyttum heimi og
horfast þarf í augu við það að aldrei verði kom-
ið að fullu í veg fyrir hryðjuverk.
Þetta segir Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri NATO í viðtali við Morgunblaðið, en
hann var staddur hér á landi í gær í boði Katr-
ínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Í viðtalinu ræðir hann meðal annars um
hlutverk bandalagsins 70 árum eftir stofnun
þess og mikilvægi Íslands fyrir samstarfið.
Hann segir að ástand heimsmála sé brota-
kenndara og flóknara í dag en á tímum kalda
stríðsins, þegar bandalagið var stofnað, og það
sé ekki síst vegna framferðis Rússa. Beðinn
um að lýsa sambandi NATO við Rússland segir
hann að því verði best lýst með því að segja að
það sé tvískipt. Sýna þurfi styrk, en á sama
tíma vilja til að bæta samskiptin með samtöl-
um.
Hann segir að í núverandi starfi sínu búi
hann að þeirri sáru reynslu sem hann varð fyr-
ir árið 2011 þegar hryðjuverkin voru framin í
Útey og Ósló, þá var hann forsætisráðherra
Noregs og vöktu æðrulaus viðbrögð hans og
raunar allrar norsku þjóðarinnar aðdáun og
virðingu víða um heim.
„Það er alveg klárt að okkar gildi eru betri
en þeirra, frelsi er betra en helsi, lýðræði er
betra en einræði og ástin mun alltaf sigra hatr-
ið. Mér tókst að standa með eigin gildum þegar
ég stóð frammi fyrir þessum hræðilegu atburð-
um árið 2011 og það eru þau skilaboð sem ég vil
koma á framfæri sem framkvæmdastjóri
NATO. Hryðjuverk eru grimmdarverk, þau
eru skelfileg en þegar við stöndum frammi fyr-
ir þeim þá virðist það besta í okkur koma fram;
samstaða og kærleikur,“ segir Stoltenberg
sem hefur deilt reynslu sinni og sýn með þjóð-
arleiðtogum í löndum þar sem hryðjuverk hafa
verið framin.
Mikilvægast að halda í gildin
NATO stendur frammi fyrir nýjum áskorunum í breyttum heimi Friður í sjötíu ár er síður en svo
sjálfsagður „Mér tókst að standa með eigin gildum,“ segir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO
Morgunblaðið/Hari
Stoltenberg Í heimsókn sinni hér var hann á
opnum fundi um samstarf Íslands og NATO. MFriðurinn er ekki sjálfsagður »6
Óvissustigi vegna hættu á gróð-
ureldum hefur verið lýst yfir á
Vesturlandi. Jafnframt hefur
viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í
Skorradal verið virkjuð.
Vegna langvarandi þurrka á Vest-
urlandi hefur ríkislögreglustjóri í
samráði við lögreglustjórann á Vest-
urlandi lýst yfir óvissustigi almanna-
varna vegna hættu á gróðureldum.
Sérstaklega er litið til Skorradals
þar sem mikil sumarhúsabyggð er í
skógi og þröng aðkoma. Ekki er bú-
ist við úrkomu á svæðinu í þessari
eða næstu viku en áframhaldandi
hlýindum.
Pétur Davíðsson, bóndi á Grund
og fulltrúi í sveitarstjórn Skorra-
dalshrepps, segir að ekki hafi rignt
frá 10. maí og gróður og jarðvegur
orðinn mjög þurr. Hættuástand
skapaðist ef glóð kæmist í sinu í
norðanáttinni. Pétur telur rétt að
slökkviliðið setji á vakt í helstu sum-
arhúsahverfum eða fari þar um á
slökkviliðsbílum. Það myndi vekja
fólk til umhugsunar um hættuna. »4
Óvissustig vegna hættu á gróðureldum Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, segir
að Evrópska efnahagssvæðið hafi þróast kröftuglega
frá stofnun þess fyrir 25 árum og kveðst eiga von á að
svo verði áfram.
„Ég er vongóður um að það muni einnig á komandi
tímum megna að eiga hlut í að auka velsældina í lönd-
um okkar,“ segir Steinmeier, sem kemur í dag til Ís-
lands í tveggja daga opinbera heimsókn og mun meðal
annars opna sýninguna HEIMAt - tveir heimar í Árbæj-
arsafni um líf afkomenda Þjóðverja, einkum þýskra
kvenna, sem hingað komu eftir seinna stríð. »11 og 28
Vonar að EES-svæðið dafni áfram
Frank-Walter
Steinmeier
Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Ís-
lands í sætum og dýrmætum sigri á Tyrkjum, 2:1, í und-
ankeppni Evrópumóts karla í fótbolta frammi fyrir troð-
fullum Laugardalsvelli í gærkvöld. Ísland er þar með jafnt
Tyrklandi og Frakklandi að stigum eftir fjórar umferðir og
útlit fyrir mikinn slag um EM-sætin í haust. »24
Morgunblaðið/Eggert
Ragnar
afgreiddi
Tyrkina