Morgunblaðið - 12.06.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019
Umhverfissjóður sjókvíaelds auglýsir styrki til
rannsókna vegna burðarþolsmats, vöktunar o. fl.
Markmið Umhverfissjóðs sjókvíaeldis er að lágmarka umhverfisáhrif
af völdum sjókvíaeldis.
Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats,
vöktunar og annarra verkefna. Við mat á umsóknum við úthlutun 2019
munu framhaldsverkefni njóta forgangs.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vefslóð
sjóðsins www.umsj.is.
Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið postur@anr.is eigi síðar en
5. júlí 2019.
Frekari upplýsingar veitir Ása María H. Guðmundsdóttir,
asa.maria@anr.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Mjakast áfram í viðræðum
Samkomulag um þinglok náðist ekki Hafi komið til móts við ólík sjónarmið
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Ekki náðist samkomulag á fundi formanna stjórn-
málaflokka á Alþingi um þinglok sem haldinn var
síðdegis í gær. Fundurinn var sá fyrsti sem hald-
inn er frá því upp úr viðræðum slitnaði á miðviku-
dag í síðustu viku. Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra segir að þó hafi mjakast í átt að
samkomulagi um nokkur mál. Mikið starf hafi ver-
ið unnið til að koma til móts við ólík sjónarmið.
„Það hefur ýmislegt gerst. Ýmis mál hafa verið
sett hér á borð og rætt um í fjölmiðlum, t.a.m.
sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins,
fiskeldi og fleiri mál. Mikið starf hefur verið unnið
til að koma til móts við ólík sjónarmið í þessum
málum. Ég tel að það sé búið að draga úr þeim
álitamálum sem hafa verið uppi um þessi mál. Þau
eiga ekki að standa í vegi þess að við getum lokið
þinghaldi,“ segir Katrín. Þannig hafi fulltrúar
meiri- og minnihluta t.d. fundað um breytingartil-
lögu minnihlutans um fiskeldismál og sérstaklega
farið yfir athugasemdir minnihlutans í nefndar-
áliti um sameiningu Seðlabankans og Fjármála-
eftirlitsins.
Þriðji orkupakkinn var í gær enn síðastur á dag-
skrá þingsins. Katrín segir að samkomulag um
hann sé ekki fyrir hendi. „Sem kunnugt er velti ég
í síðustu viku upp þeirri hugmynd hvort ljúka
mætti afgreiðslu hans á síðsumarþingi þannig að
við lykjum málinu á þessu þingi. Það gekk ekki
eftir, þannig það mál er enn óleyst. Hins vegar
hefur mjakast í ýmsum öðrum málum,“ segir hún.
Ekki hefur verið boðaður nýr fundur hjá formönn-
um flokkanna að sögn Katrínar. „Auðvitað hafa þó
staðið yfir samtöl síðustu daga og alla síðustu viku.
Við sjáum hvað setur,“ segir hún.
Fjölmörg önnur frumvörp samþykkt
Afgreiðsla mála á Alþingi gekk að öðru leyti
gengið vel í gær. Meðal mála sem samþykkt voru
er frumvarp um lækkun á virðisaukaskatti á tíða-
vörur, frumvarp dómsmálaráðherra um aukið
frelsi til atvinnurekstrar á helgidögum þjóðkirkj-
unnar, lýðskólafrumvarp menntamálaráðherra og
frumvarp til breytingar á umferðalögum. Sam-
þykkt var að hjálmaskylda verði til 16 ára aldurs í
stað 15 ára.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Úrkoma á landinu hefur aðeins
mælst 1,9 mm það sem af er júní-
mánuði, sú næstminnsta sömu daga
á öldinni. Sjónarmun þurrara var
sömu daga árið 2012. Þetta kemur
fram á vef Trausta Jónssonar veð-
urfræðings, Hungurdiskum, en
þurrt hefur verið um nær allt land.
Miðast færsla hans við 10. júní.
Árin 1924 og 1935 mældist engin
úrkoma í Reykjavík fyrstu tíu daga
júnímánaðar. Aðeins ellefu sinnum
hefur úrkoma mælst minni en nú. Á
Akureyri hefur úrkoma mælst 3,0
mm, langt neðan meðallags.
Það sem af er júní hefur verið
bjart og þurrt syðra, en svalara
nyðra að því er segir í færslu
Trausta. Meðalhiti í Reykjavík 8,9
stig, en 5,9 stig á Akureyri.
Sólríkt í sumarbyrjun
Sólskinsstundir fyrsta þriðjung
júnímánaðar voru að meðaltali 15,7
um allt sunnan- og vestanvert land-
ið, en það er met að sögn Trausta.
Alls voru þær 157 fyrstu tíu daga
mánaðarins, en næstflestar mæld-
ust þær í Reykjavík sömu daga árið
1924, 145,4. Fæstar voru þær þessa
daga árið 2013, aðeins 13,4. Á síð-
asta ári voru sólskinsstundir fyrstu
tíu daga júnímánaðar 22,9. Við Mý-
vatn höfðu mælst 65 sólskinsstundir
í júní.
Næstminnsta úrkoma á
öldinni í byrjun júnímánaðar
Sólskinsstundir fyrstu tíu daga mánaðarins aldrei fleiri
Morgunblaðið/Eggert
Sólríkja Víða hefur verið mjög sól-
ríkt og hlýtt það sem af er sumri.
Nýtt gagnvirt
þjónustukort um
almenna þjón-
ustu hins op-
inbera og einka-
aðila um land allt
var kynnt á
blaðamannafundi
í gær. Katrín
Jakobsdóttir for-
sætisráðherra og
Sigurður Ingi Jó-
hannsson, samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra, stóðu að kynn-
ingunni. Katrín sagði kortið munu
breyta umræðunni um byggða-
stefnu. „Þetta er tæki sem vekur
umræðu um hvaða þjónusta skuli
vera í boði á hverjum stað.“
Markmiðið með kortinu er að
auka og bæta aðgengi að upplýs-
ingum um þjónustu um landið og
auka tækifæri til nýsköpunar og
frekari stefnumótunar á sviði
byggðamála. Upplýsingar um
margháttaða þjónustu á vegum rík-
isins eru þegar komnar á kortið
auk upplýsinga um ýmsa þjónustu
á vegum sveitarfélaga og einka-
aðila. Til stendur að bæta enn inn
upplýsingum og verður það upp-
fært reglulega. Einnig stendur til
að þýða flokkaheiti á kortinu yfir á
fleiri tungumál. Þá mun kortið
virka í farsímum og á ferðalagi.
Gögnin verða opin og fljótlega
verður opnuð niðurhalssíða þar
sem sækja má gagnasett sem liggja
að baki kortinu.
Kynntu
nýtt gagn-
virkt kort
Katrín
Jakobsdóttir
Breyti umræðunni
Þau sem létust í flugslysi við Múla-
kot síðastliðið sunnudagskvöld hétu
Ægir Ib Wessman sem fæddur var
árið 1963, Ellen Dahl Wessman, eig-
inkona hans, fædd 1964, og sonur
þeirra Jón Emil Wessman, fæddur
1998. Sonur þeirra Ægis og Ellenar
og ung kona voru flutt mikið slösuð á
sjúkrahús í Reykjavík og er líðan
þeirra stöðug.
Nöfn þeirra
sem létust
Vaskir liðsmenn erlendrar lúðrasveitar spáss-
eruðu um miðbæ Reykjavíkur um helgina og
léku fyrir borgarbúa og gesti þeirra. Meðal við-
komustaða var Austurvöllur sem er jafnan þétt
setinn þegar sú gula lætur sjá sig, en vel hefur
viðrað í borginni um margra daga skeið. Tónlist-
in var upplífgandi fyrir hlustendur sem margir
hverjir sátu úti á veitingastöðum eða kaffihúsum
og nutu lífsins.
Léku lög sín fyrir borgarbúa í sólinni
Morgunblaðið/Eggert
Erlendir gestir lífguðu upp á daginn í miðbæ Reykjavíkur