Morgunblaðið - 12.06.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Einstök gæði frá
40 ár
á Íslandi
Öflugar og
notendavænar
sláttuvélar
„Veðráttan að undanförnu hef-
ur skapað mikið vandræðaástand,“
sagði Guðmundur Guðbrandsson,
verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sel-
fossi, í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Að undanförnu hefur eftir
megni verið reynt að rykbinda mal-
arvegina á Suðurlandi með salti.
Veruleikinn er hins vegar sá að oft
er lítil binding í vegunum og efnið
fljótt að leysast upp og mynda ryk-
mökk. „Rykbindingin sem við sett-
um í vegi víða hér í sveitunum fyrir
þremur vikum eða svo virðist farin.
Slíkt er ansi blóðugt, því bindiefnið
er rándýrt og við höfum ekkert úr
of miklum peningum að spila. Eina
ráðið sem við höfum núna er því að
bleyta vegina með vatni af tankbíl,
sem er lausn sem dugar í aðeins fá-
einar klukkustundir. Í lágsveitum
Flóans er líka bagalegt fyrir bænd-
ur að rykið leggst yfir tún og út-
haga þegar svo bætist við að tjarnir
og skurðir eru víða að þorna upp í
þessari óvenjulegu þurrkatíð,“ segir
Guðmundur Guðbrandsson.
Sigurður Bogi Sævarson
sbs@mbl.is
Á malarbornum sveitavegum á Suð-
urlandi stendur rykmökkurinn aft-
an úr bílunum og sést langar leiðir.
Þetta gæti minnt einhverja á gaml-
an amerískan vestra, kvikmynd um
kúreka í Ameríku sem spretta úr
spori á gæðingum sínum og jóreyk-
urinn svífur upp í himinblámann á
víðlendum sléttunum.
Það er reyndar víðar en í Holt-
unum í Rangárvallasýslu, þar sem
þessi mynd var tekin, sem þurrkur
er orðinn til nokkurs ama, bæði
hvað viðvíkur ryki úr vegum og eins
hefur mikil áhrif á gróður jarðar
þegar engin er vætan svo vikum
skiptir. Og svona verður veðráttan
áfram að minnsta kosti út líðandi
viku, að sögn Einars Sveinbjörns-
sonar veðurfræðings. Búast má við
vætu og þokulofti út við ströndina
norðanlands og eystra. Annars
staðar verður ef að líkum lætur sól-
ríkt og þurrt – og vegarykið áfram
til ama. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Veðráttan skapar
vandræðaástand
Þurrkur skapar vanda á vegum á Suðurlandi og rykið er eins og jóreykur í kúrekamynd
á, við þurfum að taka ábyrgð á okk-
ar gerðum,“ segir Pétur.
Hann segir algengast að gróður-
eldar myndist út frá sígarettum og
einnota grillum. „Það er ótrúlegt
hvað fólk getur gleymt sér, í augna-
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegna mikilla þurrka á Suðurlandi
beina Brunavarnir Árnessýslu þeim
tilmælum til sumarhúsaeigenda og
íbúa að fara varlega með eldfæri úti
í náttúrunni. Gróðurinn er orðinn
svo þurr að aukin hætta er á gróð-
ureldum. Ástandið er ólíkt því sem
ríkti á rigningarsumrinu á síðasta
ári.
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri
Brunavarna Árnessýslu, segir að
slökkviðið hafi verið kallað út
nokkrum sinnum vegna gróðurelda
í sumar. Allir hafi þeir verið litlir
„en lítil útköll verða stundum stór“,
eins og Pétur tekur til orða og því
þurfi að hafa varann á.
Glóð frá grillum og sígarettum
Hann segir að mikil sina sé enn í
gróðurbotninum og lítið megi út af
bera til þess að sinueldar breiðist
út. „Það er full ástæða til að minna
fólk á og fá það í lið með okkur. Við
þurfum að hjálpast að við þetta
verkefni. Það er ekki nóg að hringja
í slökkviliðið þegar eitthvað bjátar
bliks hugsunarleysi. Þegar búið er
að grilla og borða gleymist grillið
stundum þegar staðurinn er yfirgef-
inn. Það getur líka gerst þótt fólk
helli kolunum úr og taki bakkann
með sér að ekki sé gengið nógu vel
frá glóðinni. Glóð frá kolum eða síg-
arettum getur lifað lengi í sverð-
inum og orðið að eldi löngu eftir að
fólk er komið heim til sín. Þess
vegna er mikilvægt að setja kolin í
sand eða á annað gott undirlag og
stein yfir. Það er líka umhverfis-
mál,“ segir Pétur.
Hættulegir eldar
Fólk og mannvirki geta verið í
hættu þegar gróðureldar ná sér á
strik, eins og hægt er að sjá á frétt-
um frá öðrum löndum. „Ef það
kviknar í gróðri utarlega í sumar-
húsabyggð og vindurinn stendur á
byggðina getur myndast 20-30
metra eldveggur sem fer með
gönguhraða yfir byggðina. Versta
sviðsmyndin er að svæðið brenni
allt og sumarhúsin með. Það fer að
vísu eftir þurrki og vindátt,“ segir
Pétur.
Gróðureldar eru ekki algengir
hér á landi og ekki hefur oft orðið
eignatjón. Nýlegasta dæmið eru
sinueldar á Mýrum vorið 2006,
Mýraeldar. Þar brunnu 68 ferkíló-
metrar lands en slökkviliði og
bændum tókst með mikilli vinnu að
koma í veg fyrir frekari útbreiðslu
eldanna og að þeir bærust í mann-
virki. Þó eru Mýraeldar taldir
mestu sinueldar á síðustu öldum og
jafnvel einhverjir mestu gróðureld-
ar hér á landi frá landnámi.
Aðstæður eru öðruvísi á Mýrum
en í helstu sumarhúsabyggðum
sunnanlands og vestan. Lággróður
einkennir Mýrarnar en skógur og
mun meiri gróður er í sumarhúsa-
byggðunum. Því er enn meiri elds-
matur í hverfunum.
Hugað að forvörnum
Í tilkynningu Brunavarna Suður-
lands eru sumarhúsaeigendur og
íbúar hvattir til að vera á varðbergi
og hafa garðslöngur klárar og sinu-
klöppur til að geta brugðist hratt
við ef gróðureldar kvikna.
Starfsmenn Brunavarna Suður-
lands hafa að undanförnu haldið
fyrirlestra fyrir búnaðarfélög og
sumarhúsafélög til að fara yfir
hætturnar. Þá vísar Pétur slökkvi-
liðsstjóri á ágæta upplýsingasíðu,
grodureldar.is. Þar má meðal ann-
ars finna upplýsingar um forvarnir
og viðbrögð við gróðureldum.
Varað við gróðureldum á Suðurlandi
Gróður og jarðvegur er þurr vegna langvarandi þurrka Slökkvilið hefur verið kallað út nokkrum
sinnum í sumar vegna minni háttar gróðurelda Fólk beðið um að hafa varann á við grill og reykingar
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Hætta Gróðureldar eru ekki algengir hér á landi. Þeir geta verið hættu-
legir ef þeir ná sér á strik og ógnað lífi fólks og eignum.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi
innanríkisráðherra, sat í gær í panel
á fréttamannafundi Press Associa-
tion í London sem haldinn var í
tengslum við mál Julian Assange,
stofnanda WikiLeaks. Er Assange
ákærður fyrir að brjóta gegn
njósnalöggjöf Bandaríkjanna með
birtingu á leynilegum hernaðar- og
stjórnsýslugögnum.
Ögmundur segir fjölda lögfræð-
inga og talsmanna WikiLeaks hafa
setið fundinn, þar á meðal Kristin
Hrafnsson, ritstjóra WikiLeaks,
sem hafi svarað spurningum. Hann
segir að mikil forvitni hafi legið í
loftinu varðandi líðan Julian Ass-
ange í fangelsinu.
„Menn hafa miklar áhyggjur.
Það er alveg ljóst að Bandaríkja-
menn ætla að fá hann og leggja allt
kapp á að fá hann framseldan. Það
er ekki góðs viti og ekki góð örlög að
lenda í klónum á réttarkerfi sem er
hlutdrægt þegar það kemur að þess-
um þætti,“ segir Ögmundur.
Ögmundur mun í dag vera með
erindi á ráðstefnu í London um til-
raunir stórveldanna til að hefta fjöl-
miðlaumræðu. Tengist ráðstefnan
einnig réttarhöldum yfir Julian Ass-
ange en hún ber yfirskriftina „Im-
perialism on Trial“. Ögmundur
kveðst á ráðstefnunni ætla að fjalla
um mikilvægi þess að standa vörð
um frjálsa fjölmiðla og þar með upp-
lýsingaveitur á við WikiLeaks. Hann
bendir á að tvennt þurfi að vera til
staðar svo réttarríki geti starfað,
annars vegar óhlutdrægt dómskerfi
og hins vegar að tryggt sé að upplýs-
ingar um glæpi og misgjörðir komi
fram í dagsljósið.
„Þar tel ég að WikiLeaks hafi
skipt miklu máli. Það er í þessu sam-
hengi sem ég segi að það sé á ábyrgð
allra þeirra sem vilja tryggja lýð-
ræði og opið samfélag og uppræt-
ingu glæpa. Líka þeirra glæpa sem
framdir eru af stórveldum,“ segir
Ögmundur.
„Ljóst að Bandaríkjamenn
ætla að fá hann framseldan“
Upplýsingaveitur eins og WikiLeaks mikilvægar