Morgunblaðið - 12.06.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019
Ívar Pálsson viðskiptafræðingurritar á blog.is: „Hví fóstrar rík-
isstjórnin andstæðinga sína, en
svíkur vilja kjósenda sinna í orku-
pakkamálinu, sem viðhorfskönnun
MMR í byrjun maí sýnir skýra and-
stöðu þeirra við málið?
Kjósendur VG og Framsókn-
arflokksins standa a.m.k. tveir á
móti einum gegn samþykkt Þriðju
orkutilskipunar
ESB. Kjósendur
Sjálfstæðisflokks-
ins eru að sama
skapi 90% fleiri á
móti heldur en
fylgjandi orku-
pakkanum.
Samfylking-arnar, Samfylking og Viðreisn,
fylgja ESB-orkupakkanum alla leið
til Brussel [...] Því er óskiljanlegt af
hverju ríkisstjórnin fóstrar þessa
nöðru við brjóst sér eins og Róm
gerði forðum.
Hver og einn kjósandi Miðflokks-
ins (100%) stendur gegn Orkupakk-
anum skv. þessum niðurstöðum
MMR.
Sjálfstæðisflokkurinn hunsaðiekki aðeins vilja kjósenda
sinna, heldur réðst að grasrót sinni
með offorsi, á meðan formaðurinn
dró sig algerlega úr þeim bardaga
vegna fyrri yfirlýsinga um and-
stöðu við orkupakkann. Þar að auki
er látið eins og aldur kjósendanna
hafi eitthvað með þetta að gera, en
svo er ekki: jafnvel niðurstaðan yfir
allt (þ.m.t. Samfó-flokkarnir) er sú
að 18-29 ára eru 47% fleiri á móti
Orkupakkanum en fylgjandi hon-
um.
Ef stjórnarflokkarnir eruákveðnir í að fylgja þessu
Hara-Kiri áfram allt til loka, þá
verða þeir að horfast í augu við af-
leiðingar þess. En undirliggjandi
ástæða þessarar aðgerðar er flest-
um hulin og lýsi ég hér með eftir
henni.“
Ívar Pálsson
Hví?
STAKSTEINAR
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
• Kjólar
• Bolir
• Buxur
• Tunikur
• Peysur
• Skyrtur
• Klútar
• Töskur
Fallegar
sumarvörur
NýttNýtt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Kristín Sveinbjörns-
dóttir lést 9. júní sl.
85 ára að aldri.
Kristín sá meðal
annars um útvarps-
þáttinn Óskalög
sjúklinga í Ríkis-
útvarpinu um langt
skeið.
Kristín fæddist í
Reykjavík 13. októ-
ber 1933, dóttir
Sveinbjörns Egils-
sonar, útvarps-
virkjameistara, og
Rannveigar Helga-
dóttur húsfreyju.
Kristín stundaði
nám í Kvennaskólanum í
Reykjavík 1947-51 og var við
nám og störf í Skotlandi og
Danmörku á árunum 1951-54.
Kristín starfaði hjá Ferða-
skrifstofu ríkisins, var flug-
freyja hjá Flugfélagi Íslands um
skeið, starfaði hjá bæjarfógeta-
embættinu í Keflavík, í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu, var
gjaldkeri á Hótel Loftleiðum og
starfsmaður á lögmannastofu.
Kristín vann einnig hjá Frí-
höfninni á Keflavíkurflugvelli
um langt árabil.
Á árunum 1963-82
vann Kristín við
þáttagerð hjá Ríkis-
útvarpinu og hafði
þá m.a. umsjón með
þættinum Óskalög-
um sjúklinga í 15
ár. Sá þáttur var
lengi við lýði hjá
Ríkisútvarpinu og
var með þekktasta
og vinsælasta út-
varpsefni síns tíma.
Kristín var í
stjórn Golf-
sambands Íslands
1982-85 og er fyrsta
konan sem sat í
stjórn sambandsins. Hún var
sæmd gullmerki GSÍ og silfur-
merki ÍSÍ. Hún sat í stjórn Golf-
klúbbs Suðurnesja 1980-86 en
sjálf stundaði hún golfíþróttina
um langt árabil.
Kristín giftist Sigurði Skúla-
syni. Þau skildu. Börn þeirra eru
Skúli og Venný Rannveig. Annar
eiginmaður Kristínar var Magnús
Blöndal Jóhannsson, tónskáld.
Þau skildu. Sonur þeirra er Mar-
inó Már. Þriðji eiginmaður Krist-
ínar var Þorgeir Þorsteinsson
sýslumaður. Þau skildu.
Andlát
Kristín
Sveinbjörnsdóttir
„Ég heyrði þessa auglýsingu fyrst á
mánudag fyrir viku síðan [3. júní sl.]
og svo héldu þeir áfram að birta
hana og það þrátt fyrir að vera með
fjórða lægsta verðið á tímabili,“ seg-
ir Jón Páll Leifsson, framkvæmda-
stjóri Dælunnar, við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til eldsneyt-
isauglýsingar Atlantsolíu sem birt
var á netinu. Þar sagði: „Lægsta
eldsneytisverð landsins í Kaplakrika
og á Sprengisandi.“ Auglýsing þessi
er ekki lengur í birtingu á netinu.
Jón Páll segir auglýsinguna mjög
villandi fyrir neytendur. „Atlantsolía
hefur ekki boðið lægsta verð á Ís-
landi í að ég held níu ár,“ segir hann
og bætir við að hann hafi leitað til
Neytendastofu vegna auglýsingar
Atlantsolíu.
Sama dag og Jón Páll segist hafa
orðið var við auglýsinguna greindi
mbl.is frá því að bensínstríð væri
skollið á á höfuðborgarsvæðinu.
Lækkaði þá Atlantsolía eldsneyt-
isverð sitt á Sprengisandi til sam-
ræmis við verðið við Kaplakrika,
sem lengi hefur verið lægsta verð
fyrirtækisins, en sú stöð er mjög ná-
lægt bensínstöð Costco. Í kjölfarið
lækkuðu aðrar stöðvar.
Hjá Atlantsolíu fengust þær upp-
lýsingar að auglýsingin væri farin úr
birtingu. Er nú auglýst: „Lægsta
verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika
og Sprengisandi.“
Ósáttur við auglýsingu Atlantsolíu
Er nú farin úr birtingu á netinu og ný auglýsing komin í staðinn
Morgunblaðið/Kristinn
Bensín Dropinn getur verið dýr.